Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1984, Blaðsíða 8
8 W>rl rm. c n'UriAniiTMV'T'iT \rn DV. FIMMTUDAGUR 5. JULI1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd „Hreinsanir” í embættis- kerfínu Rúmlega sextíu embættismönnum hefur veriö vikiö úr starfi í Sovétlýö- veldinu Uzbekistan vegna spillingar en þar hafa staðið yfir „hreinsanir” síö- ustu tvær vikumar. Pravda Vostoka (Sannleikur aust- ursins), aöalmálgagn þessa lands- hluta, greinir frá því að sjö fulltrúum af héraösþinginu hafi verið vikið frá og 59 fulltrúum í sveitarstjórnum. Ýjaö er að því að lengi hafi veriö falsaöar nið- urstöðutölur um baömullarframleiösl- una. Fyrir tveim vikum var nokkrum ráö- herrum í Uzbekistan og mörgum hátt- settum embættismönnum vikiö úr starfi fyrir mútuþægni, þjófnaö og fleiri auögunarbrot. Hreinsunin hófst fyrst á fundi í kommúnistaflokki Uzbekistan en var síöan fram haldiö á þingi Uzbekistan. Meðal annarra var rekinn rektor læknaskólans í Tashkent og hlaut hann langan fangelsisdóm fyrir mútur. Nokkrir lyfjafræðingar fengu bágt fyr- ir aö stela mikilvægum lyfjum og selja á svartamarkaönum. — Var veist aö heilbrigöisráöherranum fyrir að láta þetta viögangast. Bretland: Glæpir diplómata eru áhyggjuefni Breska stjómin hugleiðir nú alvar- lega aö birta nöfn sendiráða ef starfs- menn þeirra gerast sekir um alvarleg afbrot í Bretlandi. Þetta kom fram í ræðu sem Geoffrey Howe hélt í breska þinginuífyrradag. Howe hafnaöi hins vegar þeirri hug- mynd aö birta nöfn þeirra starfs- manna sem afbrot fremdu. Nýlega skýrði ríkisstjórnin frá því aö á síðastliðnum tíu árum heföu sendiráösstarfsmenn í Bretlandi fram- ið 546 glæpi sem vitað væri um. Ekki var saksótt í málum þessum vegna þeirrar sérstöku vemdar sem sendi- ráðsstarfsmenn njóta — svokallaös úr- lendisréttar. Meöal afbrotanna eru nauöganir og f járkúganir. Mikil umræða hefur verið í Bretlandi um afbrot starfsmanna sendiráöa og þá riku vernd sem þeir n jóta. Dóttir Sakharovs gagnrýnir Reagan Stjúpdóttir sovéska andófsmannsins Andrei Sakharov gagnrýndi í gær Ron- ald Reagan Bandaríkjaforseta fyrir aö taka illa í þá hugmynd Jesse Jacksons að fara til Moskvu og reyna aö fá Sakharov og eiginkonu hans laus. Tanya Yankelevich sagöi í gær aö hver sá sem ynni að því aö frelsa for- eldra hennar gerði gagn og gæti ekki skaöaö málstaö andófsfólksins. Hún sagöi aö færi Jackson til Moskvu mjmdi það ekki spilla á neinn hátt fyrir tilraunum stjórnvalda i Bandaríkjunum til að fá hjónin fram- seld. Reagan sagöi í gær að færi Jackson til Moskvu þá gæti það spillt fyrir tilraunum bandariskra diplómata sem nú reyna að afla upplýsinga um heilsu Sakharovs og konu hans Yelenu Bonner. Reagan minnti einnig á bandarísk lög sem lögöu bann við því aö óbreyttir borgarar reyndu aö taka stefnu lands- ins í utanríkismálum i sínar hendur. Stjúpdóttir Sakharovs segir allar tilraunir til að frelsa foreldra sina af hinu góða. m Karami, forsætisráöherra Líbanons, er vongóður um að hinni hryllilegu borgarastyrjöld í landinu sé loksins lokið. Stjómarherinn sameinar Beirút Stjómarherinn í Líbanon stefnir aö því að opna leiöir á milli austur- og vesturhluta Beirút í dag. Herinn tók sér stööu í gær við hina svonefndu „grænu linu” sem skipt hefur höfuöborginni í tvo hluta. Þótti þaö lofa góðu aö hersveitir kristinna manna og múhameðstrúar- manna véku athugasemdalaust fyrir 9000 stjórnarhermönnum í gær. I fimm mánuöi hefur Beirút veriö skipt við þessa „grænu línu” og hafa kristnir menn ráðið austurhluta borgarinnar en múhameðstrúar- menn vesturhlutanum. Takist stjómarhemum aö opna fleiri leiðir á milli borgarhlutanna er taliö fullvíst aö reynt veröi að starf- rækja flugvöll borgarinnar á nýjan leik og einnig höfnina. Þaö hefur ekki reynst unnt síðan í febrúar þegar múhameöstrúarmenn náðu yfir- höndinni í vesturhluta Beirút. Karami, forsætisráöherra Líbanon, var bjartsýnn í gær á að breytingar þær sem geröar hafa veriö á stjómarhemum myndu binda endi á borgarastyrjöldina í landinu sem hefur nú staðiö í yfir níu ár. Ibúar í Beirút voru þó ekki eins bjartsýnir og forsætisráöherrann og töldu ólíklegt að striðinu væri lokið. ElSalvador: Skæruliðar eru sagðir eiga sovéskar f laugar Varnarmálaráöuneytiö í E1 Salvador skýröi frá því í gær aö fullvíst væri aö skæruliðar í landinu heföu komiö sér upp fullkomnum sovéskum eldflaug- um af tegundinni Sam-7. Þessar flaugar eru hitasæknar — leita uppi skotmark sitt — og eru mjög öflug vopn gegn flugvélum og þyrlum. Talsmaöur ráðuneytisins kvaöst ekki vita hvort flaugamar væm komnar til landsins en vonaði að svo væri ekki. Taliö er aö þaö geti skipt sköpum um úrslit í stríöi stjórnvalda gegn skæmliðum ef skæruliöar hefja notkun slíkra flauga. Stjómarherinn notar flugvélar og þyrlur mikiö í baráttunni gegn skæruliðum en hins vegar er flugher landsins lítill. Hann samanstendur af sex bardagaþotum og 20 þyrlum. Heimildir í varnarmálaráöuneytinu bandaríska hermdu í gær aö líklegt væri aö skæruliðar hefðu haft þessar flaugar í um það bil eitt ár. Hins vegar hafi þær ekki verið notaöar vegna ásakana Bandaríkjamanna um aö kommúnistaríkin létu skæruliöum í té vopn. Samkvæmt heimildum úr röðum skæruliða í Mexíkó eiga Líbýumenn og frelsissamtök palestinumanna aö hafa aöstoðaö skæruliöa í E1 Salvador um kaupin á flaugunum. Köfnuðu í víneimi Fjórir menn köfnuðu í víneimi þegar þeir komust ekki upp úr stór- um víngeymi í víngarði einum skammt frá Sevilla á Spáni. Eigandi vínkjallara eins í þorp- inu Villanuesa del Ariscal féll ofan í geyminn og komst ekki upp úr hon- um aftur af eigin rammleik. Son- ur hans og tveir verkamenn klifruöu niður til hans honum til bjargar en allir fjórir köfnuöu í eiminum af gerjun vínleifanna i botni tanksins. Skæruliðar í E1 Salvador eru nú sagöir bafa komist yfir fullkomnar sovéskar eldflaugar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.