Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1984, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1984, Blaðsíða 18
18 SPARTA IIMGÓLFSSTRÆTI 8, SÍM112024 SPARTA LAUGAVEGI 49, SÍMI 23610 Adistar 80 með hæl f. stökk og lengri hlaup Adistar 80 án hæls fyrir spretthlaup o. fl. Vandaðasti og besti frjáls- íþróttaskórinn frá Ádidas. Adistar 2000 rúskinnsskór. Bestir fyrir há- stökk, lang- stökk, þrístökk, stangarstökk og grindahlaup. Nr. 39-48, kr. 2275. Langstökksskór. Nr. 38-47, kr. 1745. Hástökksskór. Nr. 38-47, kr. 1.550.- (Ath. þetta er verð á stökum skó en hægt er að fá bæði á vinstri og hægri fót). Track, góður alhliða æfinga- og keppnisskór fyrir hlaup og Sprint, ódýr skór sem er bestur í sprett- Spjótkastskór, kr. 2.210. Nr. 41-46. SPORTVÖRUVERSLUNIN Laugavagur 49, aimi 23610. Ingólfutrmti 8, sími 12024 OPK) LAUGARDAGA í INGÚLFSSTRÆTI íþróttir DV. FIMMTUDAGUR 5, JULI1984. Zhu Jianhua stekkur 2,39 m í Eberstadt. Frá Bramel til Jianhua íhástökkinu: Kínverjinn hefur sett þrjú síðustu heimsmetin Valery Brumel fagnar sigri á ólympiuleikunum í Tókíó 1964. Setti ólympíumet, Kínverska hástökkvaranum Zhu Jianhua er nú almennt spáö sigri á ólympíuleikunum í Los Angeles í byrjun ágúst. Það þarf auðvitað ekki mikla spádómsgáfu til þess — sá kín- verski hefur sett þrjú síðstu heims- metin í hástökki. Hefur hreint ótrúleg- an stökkkraft og það kæmi ekki á óvart þótt hann nálgaðist 2,50 metra á næstu árum. Það hefur orðið mikil framþróun í hástökkinu síðasta áratuginn — heims- metið bætt um 11 sentímetra á síöustu 13 árunum. Framfarimar má rekja til þess þegar Bandaríkjamaöurinn Fosh- bury fann upp nýjan stíl og nær allir bestu hástökkvarar heims hafa tekið hann upp. Snúa baki aö ránni. Otrúleg- ur munur f rá saxinu gamla, grúf ustíln- um eöa öörum hástökksaðferðum. Þaö eru ekki nema rúm þrjátíu ár frá því hástökk vannst á 2,04 m á ólympíu- leikum, Helsinki 1952. Nú stökkva konurþáhæð. Undramaðurinn Brumel Fyrir rúmum tuttugu árum kom al- gjör undramaöur fram á sviði há- stökksins, Sovétmaöurinn Valery Brumel. Lítill af hástökkvara aö vera, grannur og meö gífurlegan stökkkraft. Hann kom heimsmetinu upp í 2,28 m og þaö heimsmet hans stóð í 12 ár. Þá fóru Bandaríkjamenn heldur betur í gang og átti nýi stíllinn mestan þátt í því. Bandaríkjamaðurinn Matzdorf bætti loks heimsmet Brumels um einn sentí- metra 1971. Dwight Stones, sá frægi kappi, fylgdi í kjölfarið. Setti þrjú næstu heimsmet. Stökk 2,32 m 1976 — en á bandaríska úrtökumótinu í Los Angeles á dögunum gerði Stones sér lítiö fyrir og setti nýtt bandarískt met. Stökk 2,34 m, sem þó þykir ekki mikiö í 2,18 m. dag. Dwight Stones keppir á sínum þriöju ólympíuleikum í Los Angeles. Á leikunum í Miinchen 1972 hlaut hann þriöju verðlaun, stökk 2,21 m. Sovét- maðurinn Yuri Tarmark sigraöi, stökk 2,23 m. Aðeins 12 ár siðan. Á leikunum í Moskvu 1980 kom Austur-Þjóðverjinn Gerd Wessing mjög á óvart þegar hann sigraði og setti nýtt heimsmet, 2,36 m. Síðan hefur Zhu Jianhua veriö mest í sviðs- ljósinu. Þó voru það mjög óvæntar fréttir semkomu frá Kína 1983 aö Zhu Jianhua hefði sett nýtt heimsmet, stokkið 2,37 m á móti þar. Hann var þá lítt þekktur utan Kína. Síöar á því ári Þann árangur bætti hann í 2,39 á mót- inu á dögunum í Eberstadt í Vestur- Þýskalandi í mestu hástökkskeppni allra tíma. Vestur-Þjóöverjarnir Carlo Tranhardt og Dietmar Mögenberg stukku báðir 2,36 m og Patrick Sjöberg setti sænskt met, stökk 2,33 m og haföi þá forustu í hástökkskeppninni. Lítum nú á þróun heimsmetsins í há- stökki frá því Valery Brumel setti heimsmet sitt 1963. Fyrsti árangur, þá nafn og ár. 2,28 — Brumel,Sovét 63 2,29 - Matzdorf, USA, 71 2,30 — Stones, USA, 73 2,31 - Stones, USA, 76 2,32 — Stones.USA, 76 2,33 — Jastsjenko,Sov., 77 2,34 — Jastsjenko, Sov., 77 2,35 — Wszola, Póll. 80 2,35 — Mögenburg, VÞ. 80 2,36 — Wessing,AÞ., 80 2,37 — Jianhua, Kína, 83 2,38 — Jianhua.Kína, 83 2,39 — Jianhua, Kína, 84 Besti árangurinn í hástökkinu er nú. 2,39 — Jianhua, Kína 84 2,37 — Tranhardt, VÞ., 84 2,36 — Wessing, AÞ., 80 2,36 — Paklin.Sovét, 84 2,36 — Sossimovich, Sov. 84 2,36 — Mögenburg, VÞ., 84 2,35 — Jastsjenko, Sov, 78 2,35 — Wazola, Póll. 80 2,35 — Sereda, Sovét, 83 Árangur Carlo Thranhardt, 2,37 m, er heimsmet innanhúss, sett í vetur. Igor Paklin náöi einnig sínum árangri innanhúss. hsim. stökk hann 2,38 m, einnig á móti í Kina. Dwight Stones — bandarískt met í ár. íþróttir íþróttir Iþróttir n ni—mmm mmmmmmmmma iummm fiæiii mm uamwn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.