Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1984, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1984, Blaðsíða 32
32 DV. FIMMTUDAGUR 5. JÚLI1984. Andlát Aðalsteinn Pétursson á Mel er látinn. Hann var fæddur 6. október 1899 aö Saurum í Hraunhreppi. Foreldrar hans voru hjónin Pétur Runólfsson og Guðrún S. Guðmundsdóttir. Aöalsteinn starfaði í sláturhúsinu í Borgamesi öll haust í um 50 ár. Utför hans var gerð frá Akraneskirkju í morgun kl. 11.15. Hjálmar Ólafsson lést 27. júni síöast- liðinn, þá tæplega sextugur að aldri. Hann lauk heimspekiprófi og prófi í 'efnafræði við Háskóla Islands, auk þess lauk hann B.A. prófi í ensku, dönsku og uppeldisfræðum. Lengst af starfaði Hjálmar við kennslustörf og um árabil var hann konrektor við MH. Þá gegndi Hjálmar einnig bæjar- stjórastörfum í Kópavogi og gekkst fyrir stofnun menningarsjóðs Kópa- vogs og Norræna félagsins í Kópavogi. Hann var formaður Norræna félagsins á Islandi. Útför Hjálmars verður gerð frá. Kópavogskirkju í dag klukkan 13.30. Fanney Jónasdóttir, Helga- magrastræti 51, lést í Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 25. júní. Út- förin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 6. júlí kl. 13.30. Ólafur Sigtryggsson, Vogagerði 22 Vogum, er látinn. Utförin fer fram frá Kálfatjarnarkirkju föstudaginn 6. júlí kl. 15. Hildur Gestsdóttir frá Vík, sem lést í Sjúkrahúsi Hólmavíkur 30. júní, verður jarðsungin frá Drangsnes- kapellu 7. júlí kl. 14. Minningarathöfn um Vilhjálm Bjarnar bókavörö, er lést i Ithacha, New York, í ágúst sl., verður í Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 6. júlí kl. 15. Eðvarð Gelrsson flugvirki verður jarösunginn í dag, fimmtudaginn 5. júlí kl. 15 frá Fríkirkjunni í Reykjavík. Jarðsett veröur í Gufuneskirkjugarði. Guðmundur Vigfús Ásmundsson bif- mðarstjóri, Búlandi 1, verður jarð- sunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn6. júlíkl. 10.30. Guðleif Þórunn Guðjónsdóttlr, Há- teigsvegi 4 Reykjavík, verður jarösungin frá Voðmúlastaðakapellu í Austur-Landeyjum laugardaginn 7. júlíkl. 14. Elín R. Jónsdóttir (Adda) frá Höskuldsstöðum verður jarðsungin frá Fossvogskirkju 6. júlí kl. 15. Tómas Guðbrandsson frá Skálmholti, verður jarösunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 7. júlí kl. 13. Jarðsett verður í Villingaholti. Jón Gunnarsson, fyrrv. skrif- stofustjóri, Hagamel 12, veröur jarðsunginn frá Neskirkju föstudaginn 6. júlí kl. 13.30. Hársýn, ný hárgreiðslustofa Hársýn nefnist ný stofa að Reynimel 34 (áður hárgreiðslustofa Helgu Jóakimsd.) Stofuna reka þær Halldóra Elíasdóttir hárgreiðslu- meistari og Sigríður H.f Matthíasdóttir. Einn nemi er starfandi á stofunni, Svava Einars- dóttir. Þær munu bjóða upp á alla aimenna hárþjónustu. Opið er alla virka daga frá kl. 9—18 og laugardaga frá kl. 9—13. Tíma- pantanir í síma 21732. Söluturn að IMýbýlavegi Nýlega var opnaður söluturninn Kópavogs- nesti að Nýbýlavegi 10, Kópavogi. Boð er upp á allar venjulegar vörur ásamt ham- borgurum, samlokum, smurðu brauði, pylsum og ís. Þá verður einnig opnuð nætur- sala þar um næstu helgi og verður opið til 4.30 að morgni. Skrifstofa félags einstæðra foreldra verður Iokuð allan júlímánuð vegna sumar- leyfa. MATRÁÐSKONA Úskum að ráða konu til sumarafleysinga við að hella upp á kaffi og smyrja branð frá 23. júlí - 27. ágúst. Upplýsingar gefur Ólafur Brynjólfsson. Frjáls fjölmiðlun, prentsmiðja, Síðumúla 12. í gærkvöldi_______ í gærkvöldi Blákaldur sannleikur Það var fátt bitastætt á dagskrá sjónvarpsins í gærkvöldi fyrir utan hinn ágæta þátt Berlin Alexander- platz. Ekki get ég skilið hvað fjöl- mennur grátkór Islendinga hefur á móti þessum þáttum. Þeir eru vel gerðir að öllu leyti, leikur eins og best verður á kosið og í þeim er brugðið upp myndum af lífi utan- garðsfólks í Þýskalandi á tímum, sem löngum hafa þótt forvitnilegir, áratugurinn fyrir síöari heims- styrjöldina. Og ég fæ heldur ekki skilið kvartanir fólks um að þættimir séu ógeðslegir. Vissulega er margt í þeim sem ekki er fallegt, en ég er viss um að svona var þetta í raun- veruleikanum á sinum tíma og það er þó skömminni skárra að sjá ógeðslegan sannleika en að láta sífellt að traktera sig á ógeðslegum gervimönnum í ógeðslegri gervi- veröld í Dallas. Skyldi videoó- menningin þegar vera farin að hafa þau áhrif á smekk Islendinga að þeir vilja frekar lifa og hrærast í upp- loginni gervimennsku en horfa á blá- kaldan sannleikann? Þættirnir úr safni sjónvarpsins eru famir að verða æði þreyttir. Manni er næst að halda aö menn hafi gert sér far um aö safna leiðinleg- ustu þáttunum sem gerðir voru. Þátturinn um afhendingu handrit- anna var að vísu með þeim skárrí sem sést hafa en mér er spurn af hverju ekki má sýna þætti sem eru nær okkur í tímanum eins og til dæmis Stikluþætti Omars? Sigurður Þór Salvarsson. Happdrætti Dregið hefur verið í Happdrætti Hún- vetningafélagsins í Reykjavík. Vinningar komu á eftirtalda miða: Nr. 6000 Veiðileyfi í Miöfjarðará 11.— 14. ágúst 1984, 1 stöng í 3 daga ásamt fæði og húsnæði. Nr. 3231 Veiðileyfi í Vatnsdalsá 28,— 31. ágúst 1984, 1 stöng í þrjá daga ásamt fæði og húsnæði. Nr. 5252 Veiðileyfi I Víöidalsá 6.-8. sept. 1984, 1 stöng í tvo daga ásamt fæði og húsnæði. Nr. 2218 Vömúttekt hjá JL byggingar- vörum kr. 10.000. Nr. 2217 Vömúttekt hjá JL byggingar- vörumkr. 10.000. Nr. 2825 vömúttekt eftir vali kr. 5.000. Nr.0760 vömúttekt eftir vali kr. 5.000. Nr. 0350 grafíkmynd eftir Lísu Guðjónsd. Nr. 0499 grafíkmynd eftir Lísu Guðjónsd. Upplýsingar gefnarí símum 19863 og 21959. Vinninga sé vitjaðfyrir 1. ágúst 1984. Golf Nissan — Datsun Opið unglingamót, Nissan-Datsun, fyrir 18 ára og yngri, fór fram í Grafarholti 3. júli. Veður var fremur leiöinlegt til keppni, rok og gekk á með skúrum. Leikið var á hvítum teigum. Ulfar Jónsson, GK, nýbakaður unglingameistari, sýndi sannkallaða meistaratakta er hann lék völlinn 1 undir pari eða á 70 höggum. Annars urðu úrslit þessi: Ánforgjafar: 1. Olfar Jónsson, GK 70 2.Sigurjón Amarsson.GR 80 3. Þorsteinn Hallgrímss. GV 80 Meðforgjöf: l.Ulfar Jónsson, GK 70— 4=66 2. HilmarViðarsson,GR 89—22=67 3. RagnhildurSigurðard., GR 92—24 = 68 I dag, 5. júlí, fer fram feðgakeppni. 1 keppni þessari leika saman foreldri og barn. Leikin verður „foursome”. Keppnin hefst kl. 17. Nk. laugardag, 7. júlí, verður leikin undirbúnings- keppni fyrir olíubikarinn. Ræst verður út frá kl. 9. A sunnudag verður haldið júlímót, 15 ára ogyngri.kl. 13. Opna GR-mótið 1984 Um sl. helgi fór OPNA GR-MÖTIÐ fram í Grafarholti í 7. sinn. Metþátttaka var að þessu sinni eða 152 keppendur. Verðlaun vora að vanda mjög glæsileg. I 1. verðlaun vora tvær sólarlandaferðir frá Ferðaskrifstofunni Urval, í 2. verðlaun voru tvær flugferðir til London með Flugleiðum og í 3. verðlaun voru tveir demantshringar frá Gulli & Silfri. Síðan voru margs konar verðlaun allt niður i 23. sæti. Þá vora veitt aukaverðlaun fyrir að vera næstir hoiu á stuttu brautum vallarins. Orslit urðu þessi: punktar 1. OlafurGunnarsson.GR og Hafþór Olafsson, GR 89 2. Arnar Guðmundsson, GR og Einar L. Þórisson, GR 87 3. Kristinn Olafsson, GR og Ragnar Ölafsson, GR 87 4. Karl Jóhannsson, GR og JohnDrummond.GR 86 5. Ámi Oskarsson, GOS og Ámi Guðmundsson, GOS 86 6. Eyjólfur Bergþórsson, GR og Jón Olafsson, NK 85 7. HiImarKarlsson,GR og Halldór Bragason, GR 85 8. Þórdís Geirsdóttir, GK ogGuðbrandurSigurbergsson,GK 85 9. Kristján Ástráðsson.GR ogÁstráðurÞórðarson.GR 85 10. Steinunn Sæmundsdóttir, GR ogBirgirV. Halldórsson.GR 85 11. JónMarinósson,GK. og Hannes Eyvindsson, GK 84 12. Geir Svansson, GR ogÁsgerðurSverrisdóttir.GR 84 13. Reynir Þorsteinsson, GL og Þorsteinn Þorsteinssson., GR 84 14. Jóhannes Árnason, GR ogGunnar Arnason,GR 83 15. Aðalheiður Jörgensen.GR ogMagnúsSteinþórsson.GR 83 16. Hans Kristinsson, GR ogKarlBjarnason.GK 82 17. Tómas Baldvinsson, NK og Ágúst I. Jónsson, NK 82 18. JónOlafur Jónssson.GS ogMagnús Jónsson.GS 82 19. Guðmundurl.Sigurðsson.GR og Sveinn Snorrason GK 81 20. Sigurður R. Ottarsson, GOS ogSmári Jóhannessson.GOS 81 21. KolbeinnKristinsson.GOS oglngólfurBárðarson.GOS 80 22. StefánUnnarsson.GR og Jónas Kristjánsson, GR 80 23. GuðmundurS.Guðmundsson.GR ogSigurðurHafsteinsson,GR 80 A 2. braut var Bjarni Ragnarsson 145 cm frá holu og hlaut flugferð með Samvinnuferðum-Landsýn. Á 6. braut var Guðmundur S. Guðmunds- son, GR, 27 cm frá holu og hlaut í verðlaun glæsilegan golfpoka, KINGBAG, með kerru og regnhlíf frá Utilífi. A 11, braut var Hrólfur Hjaltason, GR, 47 cm frá holu og hlaut flugferð með Samvinnuferðum-Landsýn. Á 17. braut gerðist sá skemmtilegi at- burður að Jens Olason, NK, fór holu í höggi. Er það í fyrsta sinn, sem nokkur fer holu í höggi í þessu móti. Fyrir þetta afrek fékk Jens í verðlaun flugferð í millUandaflugi Amarflugs. Golfmót lögreglumanna Landsmót lögreglumanna — IPA mótið — í golfi fer fram á HamarsvelU í Borgamesi sunnudaginn 8. júlí nk. og veröur byrjað að ræsa út kl. 10.00. ÞátttökutUkynningar þurfa að berast tU Helga Daníeissonar eða Ragnars Vignirs hjá RLR, s: 44000, í siðasta lagi föstu- daginn 6. júlí. , Ferðalög JC-félagar í Húsafelli JC-félögin á Reykjavíkursvæðinu fara í „ína áriegu sumarferð um næstu helgi, dagana 6.-8. júU. Að þessu sinni verður farið í Húsa- feU. Lagt verður af stað frá Ártúnshöfða kl. 19.00 á föstudagskvöld. Dagskráin í HúsafelU verður fjölbreytt og nær hámarki með griU- veislu á laugardagskvöld. Farið verður heim á sunnudag. AUir JC-félagar velkomnir. Útivistarferðir Sumardvöl í Þórsmörk: Flmmtud. 5. júlí kl. 8.00: Lengið helgarfruð eða dveljið heUa vUiu í Básum. Góð gistiaðstaða. EUinig dagsferðir aUa sunnudaga. Helgarferðir 6.-8. júU. 1. Þórsmörk. Góð gistiaðstaða í Utivistar- skálanum í Básum. Gönguferðir við aUra hæfi. Kvöidvaka. Ég þori ekki út í sólina. í rauninni á ég að liggja heima og vera veik fjórða daginn í röð. ir yfir í fimm daga og komu um 50.000 áhorfendur til að horfa á keppendur á svæði sem var 40.000 fermetrar að stærð. Þá var einnig kept i hlaupi og glímu. Ptfl COPENHACf N 50.000 AHORFENDUR: Fyrstu ólympiulcikarnir voru haldnir fyrir u.þ.b. 2800 árum. Þá stóðu þeir aðeins yfir í einn dag en voru haldnir á hverju ári og voru hlaup eina keppnisgreinin. — Frá 776 voru þeir haldnir fjóröa hvert SAGA OLYMPIU- LEIKANNA ar. Keppendur voru hvaðanæva af i Grikklandi en í 1200 ár miðuðu Grikkir tímatal sitt við ólympíuleik- ana.— Eftir 492 f .Kr. stóðu leikarn-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.