Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1984, Blaðsíða 12
12 DV. FIMMTUDAGUR 5. JULI1984. Frjáist.óháð dagbiað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stiórnarformaöur og útgáfustióri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SfMI 27022.' Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuöi 275 kr. Verö í lausasölu 25 kr. Helgarblaö28 kr. ...... _• w Lóðaúthlutun íréttan farveg Lóðaúthlutanir í höfuðborginni hafa löngum verið viðkvæmt deilumál fyrir þá sök að lóðir hafa jafnan verið af skornum skammti og margir umsækjendur um hverja og eina. Afleiðingin hefur orðið sú að borgarfulltrúar og meirihluti borgarstjórnar hverju sinni hafa legið undir ásökunum um mismunun og pólitíska fyrirgreiðslu við lóðaúthlutanir. Og jafnvel þótt klíkuskapur við lóðaút- hlutanir hafi heyrt til undantekninga þá býður það ávallt upp á tortryggni þegar skammta þarf lóðir vegna þess aö eftirspurn er meiri en framboð. Þegar vinstri flokkarnir í borgarstjórn náðu meirihluta hér um árið vildu þeir afmá þennan spillingarstimpil af lóðaúthlutunum og bjuggu til svokallað punktakerfi sem sagði til um hvort umsækjendur fengju lóðir og í hvaða röð. Kerfi þetta reyndist óheppilegt og meingallað. Vinstri meirihlutinn var ekki sakaður um klíkuskap við lóðaúthlutanir en í staðinn sköpuðust forréttindi og fyrir- greiðsla til handa fjölmörgum einstaklingum og um- sækjendum sem engin skynsamleg rök mæltu með að gengju fyrir. Þannig héldu lóðaúthlutanir í höfuðborginni áfram að valda deilum og-gagnrýni. Eitt af kosningaloforðum Davíðs Oddssonar í síðustu borgarstjórnarkosningum var einmitt að útrýma í eitt skipti fyrir öll þessari dæmalausu lóðaskömmtun. Ráð hans var einfalt: hafa lóðaframboð meira en eftirspurn. Ýmsum þótti borgarstjóri reisa sér hurðarás um öxl og Grafarvogsframkvæmdirnar í djarfara lagi. En til- ganginum var náð og nú eru lóðir til á lager og skömmtunin afnumin. önnur nýbreytni við lóðaúthlutanir hefur einnig vakið athygli. Eftirsóttar lóðir eru boðnar út. Sá sem býður hæst má velja sér lóð fyrstur, síðan sá næsthæsti og svo kollafkolli. Eftir því sem upplýst er hefur öllum lóðunum, sem þannig voru boðnar út, verið úthlutað og tilboðin veriö drjúg tekjulind fyrir borgarsjóð. Öneitanlega er hér frumlega að verki staðið og í sjálfu sér ekki gagnrýnivert að gera þessa tilraun. Hvað er athugavert við að lóðir séu gerðar að markaðsvöru af borginni sjálfri þegar þær í reynd ganga kaupum og sölum eins og aðrar fasteignir á mismunandi verðlagi? Ef lóðir eru taldar á sérdeilis góðum stað og slegist um úthlutun með pólitískum þrýst- ingi, klíkuskap eða hrossakaupum, hvað er þá eðlilegra en að borgaryfirvöld úthluti til þess sem hæst býður með heiðarlegum og óumdeildum hætti? Hins vegar eiga slík uppboð að heyra til undantekninga og þá aðeins ef og þegar stöku lóðir eru á boðstólum. Almenna reglan hlýtur að vera sú að borgarstjórn mis- muni ekki borgurunum eftir efnahag. Þjónusta, fyrir- greiðsla eða framlag borgarinnar til íbúanna á að ganga jafnt yfir alla. Ef lóðaúthlutun er hagað með þeim hætti að efnafólk, flokksgæðingar og kunningjar njóta forréttinda er það afturhvarf til pólitískrar misnotkunar og ranglætis. Lóðaúthlutanir kunna að sýnast minniháttar mál án grundvallarþýðingar í stjóramálum og stjórnsýslu. En þær eru engu að síður gott dæmi um samskipti valdsins og þegnanna og hafa löngum verið skólabókardæmi um hættu á mismunun, skömmtun á verðmætum þar sem þegninn verður að þóknast valdinu til að þiggja greiða. Þessari skömmtun hefur verið aflétt í Reykjavík og þar með þeirri tortryggni sem henni fylgir. Það er vel af sér viMðhjálJörgarstjóraog núverandi meirihluta: ebs. HIN OPIN- BERALÁG- LAUNASTÉTT Ég geri yfirleitt lítiö að því að út- skýra eða réttlæta skoðanir mínar í þessum greinum, enda slíkt aukaat- riði. Vegna þess að þessi grein mín fjallar um kjör opinberra starfs- manna má ég þó til með að taka það fram að ég er ekki í þeirra hópi og hefi ekki verið í mörg ár. Þetta tek ég fram vegna þess að margir álíta að ég sé starfsmaður Ríkisútvarpsins. Það er ég ekki, og þær tekjur sem ég launuðu eru ívið betur settir hjá ríkinu en á hinum frjálsa markaði. Er ekkert nema gott eitt um það aö segja. Hitt er verra aö yfirgnæfandi meirihluti opinberra starfsmanna er orðinn hrein láglaunastétt. Þegar samið er um laun opinberra starfsmanna eru samningar tvi- skiptir. Annars vegar er fjallaö um almennar launahækkanir, hins veg- ar rööun í launaflokka. Við hana er Kjallari á fimmtudegi MAGNÍIS BJARNFREÐSSON • „Ég held að þessi mál komist ekki í lag fyrr en stjóraendum opinberra fyrir- tækja verða gefnar mun frjálsari hendur en nú nm hvaða laun þeir greiða fyrir einstök störf og hve marga þeir telja sig þurfa til þess að inna þau af hendi.” hefi haft frá þeirri stofnun, og miðast við laun opinberra starfsmanna, skipta mig litlu máli. Eg hefi litiö gert aö þvi aö fjalla um launakjör opinberra starfs- manna, meðal annars vegna áður- nefnds misskilnings, en mér finnst ég ekki geta lengur komist hjá því að ræöa þau, jafnfáránleg og þau eru orðin. Kennaralaun — Vandamál í hnotskurn? Talsverð umræða hefur verið um kennaralaun undanfarna mánuöi. Nú getur menn auðvitað greint á um hvaða laun kennarar eiga að hafa miðaö við einhverja aðra stétt. Menn getur líka greint á um 'hvort kennarastéttin sé nógu vel mönnuð, hvort þeir sem í henni eru valdi allir nægilega vel því hlutverki að búa æskulýð landsins undir lífsstarfið. En þegar það er ljóst að þeir sem hafa þó skrönglast í gegnum þá menntun, sem krafist er til kennara- réttinda, sækja undantekningarlítið í önnur störf þá er eitthvað að. Er þó alveg ljóst að kennarar eiga auðveld- ar með að drýgja launatekjur sínar en ýmsir aðrir hópar opinberra starfsmanna, meöal annars með sumarvinnu og ýmsum hliðar- störfum. Launajöfnunarstefna hefur verið ofarlega í umræðu undanfarin ár. Eg hefi margoft bent á það að hún hafi fremur verið í orði en á borði í fram- kvæmd. Einkum á það við um laun hinna verst settu á hinum almenna vinnumarkaði þar sem hinir betur settu hafa jafnan haft lag á því að gera sinn hlut betri þegar upp hefur veríð staðið en talaö var um i samningahjali. Hins vegar hefur þessi launajöfnunarstefna náö lengra hjá opinberum starfsmönnum en á „frjálsa markaðnum” sem svo er gjama nefndur vegna þess að öll laun sem þar er samið um eru bæði hámarks- og lágmarkslaun. Afleiöingin af þessu virðist mér vera fýrst og fremst sú að hinir lægst oft notað tækifærið til þess að kippa málum í liðinn hvað varðar einstaka starfshópa. Þar þykir oft býsna gott að fá hækkun um einn til tvo launa- flokka miðað við heildina, aö ekki sé nú talað um þrjá. Eg leyfi mér hins vegar að fullyrða að enda þótt öll kennarastéttin yrði i dag hækkuð um fjóra launaflokka heföi þaö sáralítil áhrif á þróunina. I það minnsta kæmi það ekki i veg fyrír að hæfasta fólkið sækti út fyrir skólana eftir starfi. Miðstýringin orsökin? Hvað meinar maðurinn? Ætlast hann til þess að á þessum erfiðleika- tímum verði hundruöum milljóna varið til kauphækkana hjá opin- berum starfsmönnum? Nei, ég ætlast ekki til þess enda borin von aö hljómgrunnur sé fyrír slíku eins og á stendur. En ég held aö þessi mál séu komin í sh'kt óefni að breyting verði að verða á ef ekki á aö stefna í hreint óefni. Mér er nær að halda að hin mikla miðstýring í þessum málum sé einn mesti bölvaldurinn. Það er ekki hægt að semja um neinar hreyfingar á launum opinberra starfsmanna án þess að þær gangi í gegnum allt kerfið hvað sem líður almennrí launaþróun í landinu. Eftir aö þessari miöstýringu var komiö á á sjöunda áratugnum held ég aö laun opinberra starfsmanna hafi jafnt og þétt verið að dragast aftur úr og það hefur farið saman við gífurlega út- þenslu kerfisins. Hlutfallslega minna og minna hefur komið í hlut fleiri og fleiri. Ég held að þessi mál komist ekki í lag fyrr en stjórnendum opinberra fyrirtækja verða gefnar mun frjáls- ari hendur en nú um hvaða laun þeir greiða fyrir einstök störf og hve marga þeir telja sig þurfa til þess að inna þau af hendi. En vitanlega þurfa þeir einnig sitt aðhald og það á einfaldlega að felast í því aö ef þeir ekki standa sig í því að reka sín fyrir- tæki þá á að reka þá rétt eins og gert er í þeim einkafyrirtækjum þar sem menn vilja hafa reksturinn í lagi. Þessu verður auðvitað ekki komið á eins og hendi sé veifað en menn verða að setjast rjiður og finna aðra lausn en notuð hefur verið ef ekki á illaaðfara. Hvernig opinbera starfs- menn? Það er vinsælt meðal ýmissa orö- hvatra einkaframtaksmanna að hn jóða í opinbera starfsmenn og lýsa því yfir að þeir séu annars flokks vinnuafl. Vissulega eiga slíkar aðfinnslur á stundum rétt á sér og ég er hræddur um að þær eigi það í rík- ari mæli, vegna kjaranna. Vmsir þessara manna hafa heldur ekki dregið dul á að þeir vilji að opinberir starfsmenn séu illa haldnir svo þeir geti dregið til sín besta vinnuaflið án samkeppni viö ríkisvaldið. Skelfing held ég aö þetta sé vitlaus hugsana- gangur. Hver borgar þessu fólki nema ég og þú með sköttum okkar, beinum og óbeinum? Það þykir aðalsmerki einkafyrírtækja að komast af með sem fæsta starfs- menn miðað við afköst enda þótt þeim sé þá oft vel borgað. Skyldi það sama ekki eiga viö hjá ríkinu? Skyldi ekki vera betra að hafa mun færri opinbera starfsmenn sem ynnu störf sín betur og væru ánægðari? Það er ekkert launungarmál aö stöðvun launahækkana hefur hvergi orðið alger síðustu mánuði nema hjá opinberum aðilum. Mjög mikið launaskrið hefur orðiö á hinum al- menna vinnumarkaði og því meira sem fyrirtækin eru smærri. Eg hefi aldrei heyrt eins marga opinbera starfsmenn tala um að forða sér á meðan þeir geti, eins og nú. Og auövitað er það skásta fólkiö sem fær tækifærin, það er lögmál hins frjálsa markaöar. Afleiðingin verður sú að við skattborgarar borgum fleiri verr hæfum fyrir að gegna störfum fyrir okkur en áður. Er þetta heppilegþróun? Magnús Bjarnfreðsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.