Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1984, Blaðsíða 10
. FIMMTUDAGUR 5. JULI1984. Útlönd Útlönd Burma: Eftir 35 ára baráttu gegn skæru- liðum karenþjóðflokksins í Burma hefur stjórnarherinn loks náö fót- festu á landsvæðum sem áður lutu stjórn skæruliöa. Herinn viröist nú staðráðinn í að ganga milli bols og höfuðs á skæruliðum sem hingað til hafa stjórnað stórum svæðum við landamæri Thailands. Sókn stjómarhersins byrjaði á síðasta ári um svipaö leyti og karen- skæruliöarnir fóru að gera vart við sig langt utan við það landsvæði sem þeir halda sig venjulega á. Þaðkom í ljós í lok maí og byrjun júlí að stjóm- arhermönnum var alvara þegar þeir ákváðu að draga sig ekki til baka þegar regntíminn byrjaði. Her Burma hefur beint árásum sínum á bæi meðfram landamærum við Thailand þaðan sem karenar hafa drjúgar tekjur af smyglverslun- inni við Thailendinga. 36 ára stríð Karen-skæruliðamir hafa barist gegn stjóminni í Burma síðan skömmu eftir að landið hlaut sjálf- stæði frá Bretum árið 1948. Þeir krefjast ekki sjálfstæðis heldur sjálf- stjórnar. Karenar eru um 10% íbúa Burma. Leiðtogi þeirra er Bo Mya, forseti þjóðarbandalags karena. Hann er bresk-þjálfaður herforingi og segist hafa 20.000 menn undir sinni stjórn. Líklegra þykir að skæmliöamir séu um 4.000. Undanfarna áratugi hefur stríð karena við stjórnarherinn verið háð á einkar hefðbundinn hátt. Stjómar- herinn hef ur gert árás einhvern tíma á þurrkatímabilinu, sem varir frá nóvember til júní. Hann hefur kannski náð einhverjum þorpum frá karenum en þegar nálgast júní hefur stjómarherinn orðið að draga sig til baka því erfitt er um aðflutninga á regntímabilinu. Urhellisdembur regntímabilsins mynda mýrar, ár og fljót um þvera Suðaustur-Asíu sem gera alla herflutninga erfiða eða ómögulega. Arásirnar byrja yfirleitt þannig að stjómarhermenn hefja göngu sína í átt að aðalstöðvum karena í Austur-Burma og nota þorpsbúa til að bera vopn og skot- færi. Leiðin er erfið yfirferðar og ekki bætir úr skák þegar burðar- mennimir taka upp á því að flýja eins og þeir gera alltaf. Þeir fara beina leið til skæruliðanna og vara þá við. Þegar stjómarhermennirnir koma loks í nánd við bækistöðvar skæruliða bíða þeirra varmar mót- tökur. I kringum mikilvæga staði hafa karenar lagt allt að sjö raöir af gaddavír. Jarðsprengjur hafa verið settar niður og skógur verið raddur og vélbyssuhreiður sett upp. Innan þessarar varnarlínu eru skærulið- amir í þriggja metra djúpum skurðum og göngum. Bardagamenn- irnir eru flestir rétt yfir tvítugt en sumir em á táningsaldri og að minnsta kosti einn hefur náð sjötugu. Ekkert heróín, takk Karen-skæruliðarnir em ólíkir öðrum frelsisherjum í Buima aö því leyti að þeir standa ekki í fíkniefna- ræktun eða sölu. Þeir refsa harðlega þeim sem hafa nokkuð meö eiturlyf að gera. I maí tóku þeir mann af lífi fyrir að vera með 500 grömm af heróíni á sér. Karenar kvarta yfir því að í sókninni þetta ár hafi her Bumna notað þyrlur sem Bandaríkja- menn gáfu þeim til að berjast gegn fíkniefnasmyglurum fy rir norðan. Fyrir sjö árum skrifaði Bo Mya Bandaríkjaforseta og bauöst til aö útrýma eiturlyfjasmygli á svæðinu í staðinn fyrir efnahagshjálp til minni- hlutahópa í Burma. Jimmy Cárter lét ekki svo lítið að svara honum. Karenum hefur yfirleitt gengið illa að fá utanaðkomandi aðiia til að hjálpa sér. Þeir hafa biðlað til Arabaríkja á grundvelli þess að sumir þeirra séu múhameðstrúar- menn. Ef Arabarnir bregðast vel við er talið að það muni bæta stööu skæruliðanna verulega. Það verður þó að teljast ótrúlegt aö Arabar verði við bón þeirra því karenar em lang- flestir rammkristnir. 7 prósent tollur Sókn stjórnarhersins á þessu ári beinist einkum að efnahagslega mikilvægum bæjum. Herinn forð- aðist að miklu leyti að ráöast á her- stöövar karena. I staðinn sprengdu þeir upp sögunarmyllur og spuna- verksmiðjur. Efnahagur karena byggist á tekk- viði sem þeir selja til Thailands. Að minnsta kosti 65 sögunarmyllur eru í höndum karena Burma megin Moeiárinnar. Kaupendur eru hátt- settir viöskiptamenn, stjórnmála- menn og jafnvel hermenn í Thai- landi. 1 staöinn fá karenar mat, klæði og margvíslegan lúxusvarning. Hluta vamingsins selja þeir svo til fólks á svæðum sem stjómarherinn heldur. Skæruliðamir halda úti stríðinu með því að setja toll (7 prósent) á allar vömr sem fara yfir landamæri og með skattlagningu. Karenar eru taldir hafa milljónir í bönkum í noröurhluta Thailands. Viðurinn er ekki bara seldur til Thai- lands. Talið er að karenar selji h'ka til Malasíu og Singapore. Eyðilagt efnahag I árásum stjórnarhersins á karen- bæina nálægt landamærum Thailands urðu karenar illa úti. „Þeir hafa eyðilagt efnahag kar- enanna,” sagði Bertil Lintner, sænskur blaðamaður, sem sérhæfir sig í skrifum um minnihlutahópana í Burma. „Eini staöurinn þaðan sem þeir vom reknir til baka var Priggja Pagodu skarð og þar settu þeir markaðinn í rúst. Það er þó verið að endurbyggja hann. ” Stjórnin virðist nú vera staðráðin í aö brjóta karenskæruhðana á bak aftur. Síðan í fýrra hefur árásar- aðferðin verið að ná tangarhaldi á hæðum vestan við bæi karena. „Stjórnarherirnir urðu fyrir miklum áföhum,” sagði Lintner. „Þeir misstu tvær þyrlur sem þeir fengu frá Bandaríkjamönnum th að berjast gegn eiturlyfjasmyglurum. Karenar héldu að þeir hefðu unnið mikinn sigur. En þeir reiknuöu dæmið skakkt. Stjómarherimirnáðu haldi á fjallatindi í Dawna fjall- garðinum og hófu að byggja þyrlu- palla. Þessar bækistöðvar notuðu þeir svo í árásimar í apríl.” Lintner lýsti þvi síðan hvernig stjórnarher- inn hefði fyrst ráðist á norölægan verslunarbæ karena og síðan á hvern bæinn á fætur öðrum suðúr með Moeiánni sem skiptir Burma og Thailandi. Allar árásirnar vom frá Dawna fjahgarðinum. „Nú, þegar regntíminn er byrjaður, hafa þungar fallbyssur verið dregnar tU baka en herinn er þama enn,” sagði Lintner. ThaUendingar hafa miklar áhyggjur af þessu stríði á vesturlandamærum þeirra. I hvert skipti sem það magnast fá þeir straum flóttamanna yfir landamær- in. Stjórn ThaUands hefur lítinn áhuga á að takast á við enn eitt flóttamannavandamáhð. Hún þykist hafa nóg með flóttamenn frá Kamputseu, Vietnam, Kína og öðrum nágrannalöndum sem eiga í vandræðum. Að auki hefur nokkuð borið á því að bardagar hafi borist inn fyrir landamæri ThaUands. Kar- enar em að sögn ákaflega breskir í sér. Her þeirra er byggður á breskri fyrirmynd og herforingjamir em margir þjálfaðir í Bretlandi. A meðan Burmamenn voru haUir undir Japani í síðari heimsstyrjöldinni börðust karenar fyrir Breta. Enn má sjá gamla breska hermenn sem börðust með karenum í stríðinu ganga í lið með þeim gegn Burma- stjórn. Lintner sagði mér að hann hefði verið meðal þeirra á meðan á Falklandseyjastríðinu stóð. Hann sagði að þeir hefðu fagnaö hverjum breskum sigri eins og sínum eigin. Margir aðrir skæmliðahópar karena eru langt frá því aö vera eini höfuð- verkur Burmastjórnar. Fyrir norðan, á svæðinu sem venjulega er kallað guUni þríhymingurinn, eru aö minnsta kosti sjö skæruhðahópar i viðbót. Sumir þeirra berjast fyrir sjálfsstjóm eða sjálfstæði, eins og karenar, aðrir eiga í hugsjónabar- áttu og enn aðrir virðast mest hugsa um aö auögast á ópíumrækt og heróínsmygh. Meðal þessara eru kommúnista- flokkur Burma sem var þangaö tU fyrir nokkrum árum fjármagnaður af Kína, sameinaði Shan herinn, sem þykist berjast fyrir sjálfstæði Shan- þjóðarinnar í Noröur-Burma, en er í raun einkaher ópíumherstjórans Khun Sa, sjálfstæðisher Kachina, sem er að minnsta kosti jafnstór her karena og berst fyrir sjálfstæöi og hefur svipaða sögu að baki og her karena og svo er flokkur Koumintang manna sem flúðu frá Kína þegar kommímistar yfirtóku stjóm landsins. Þeir berjast enn, ásamt Taiwan, fyrir frelsun föður- landsins en fjármagna „baráttuna” með því að versla með ópíum. Þeir halda sig að mestu innan ThaUands en eru þó taldir skeinuhættir Khun Sa mönnum í Burma. Þórir Guömundsson, Bangkok. TK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.