Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1984, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1984, Blaðsíða 34
34 DV. FIMMTUDAGUR 5. JULl 1984. Frá menntamálaráðuneytinu Lausar stöður Við Menntaskólann á Egilsstöðum eru lausar til umsóknar hálf staða kennara í frönsku og hálf staða i efnafræði. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist mennta- málaráðuneytinu fyrir 22. júli. Menntamálaráðuneytið. Borgarfjörður: Garðyrkjunámskeið á Hvanneyri Lesið úr skrift, lófa, talnalogy og lögð Tarotspil Tek aö mér aö lesa úr skrift meö aöstoð handritunargreiningar (Graphoanalysis based on Graphology). ’ Hef stúderaö þetta meira og minna í 12 ár og skrifast á viö skóla í lllinois í Bandaríkjunum sem greint hefur skrift mína og meöal annars mælt meö hæfni minni á þessu sviði. Tilvaliö fyrir atvinnurekendur viö manna- ráöningar, skóla, varöandi inntökur og út- skriftir, úrskuröi varðandi skjala-, ávísana- eða hvers konar falsani og fyrir ýmsar stofnanir og félagasamtök sem þurfa aö úr- skuröa geðheilsu eöa grafast fyrir um vanda- mál ýmiskonar. Einnig mjög áhugavert fyrir fólk almennt sem vill athuga persónuleika og hæfileika, leynda og ljósa, tilhneigingar og fá ráðleggingar til aö breyta og bæta því sem við verður komið og tilsögn til aö geta greint gróf- lega skriftir nákominna og þar sem þaö gæti komið aö gagni í lífinu. Einnig les ég úr líkamanum og þá aöallega úr lófum o. fl. er því tengist og ráölegg varöandi svæöameðferö ef með þarf hjá við- komandi (zone-terapy). Eg styðst aðallega viö speki Cheiros varðandi lófalestur og nota einnig numerology hans, meðal annars til að lesaúr nöfnumogfæðingardögumtilaöfinna persónuleikatölur, lífstölur o. fl. Þá legg ég fyrir fólk Tarot-spáspil, hinar ýmsu spár eftir samkomulagi. Hringið og meldið ykkur tíma í síma 31811 eða skrifið: MYNDMÁL Austurbrún 2 2. hfflð nr. 3, Rvík. GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA. Urval vid allra hœfi f KJÖRINN FERÐAFÉLA Gl, FER VEL í VASA, VEL ÍHENDI ÚR VALSEFNI AF l ÖLLU TAGI. Garðyrkjunámskeið var haldiö 20. júní sl. á Hvanneyri en undanfarin ár hafa Bændaskólinn á Hvanneyri og Búnaöarsamband Borgarfjaröar geng- ist fyrir garðyrkjunámskeiðum sem haldin hafa verið í Bændaskólanum. Fyrsta námskeiðiö var haldið ’82 og stóð það í 3 daga. I fyrra og í ár tók námskeiðið 1 dag. Aö þessu sinni voru 24 þátttakendur. Dagskráin var allfjölbreytileg. Oli Val- ur Hansson ráðunautur fjallaði um ræktun rósa, gróðursetningu, fjölgun og umhirðuþeirra. ÁgústÁmason, for- stööumaður skógræktarstöðvarinnar í Hvammi í Skorradal, fjallaði um skóg- rækt almennt svo sem gróðursetningu, áburðarnotkun, jarðvegsgerðir, kjör- Frá pallborðsumrsðunum, frá vinstri Óli Valur, Sigurbjörg Viggósdóttir, Svava Gunnlaugsdóttir, Magnús Óskarsson og Ágúst Ámason. DV-mynd Þómnn. tegundir og staðsetningu trjáa í görð- um. Magnús Oskarsson, kennari á Hvanneyri, gerði grein fyrir notkun skjólbeltis á Hvanneyri, áhrifum þess á hita, raka, vind, sprettu o. fl., en á Hvanneyri er stórt skjólbelti, þar sem fram fer ræktun á mismunandi af- brigðummatjurta. Að fyrirlestrum loknum fóm fram líflegar pallborðsumræður en þar sátu fyrirlesarar fyrir svörum og Sigur- björg Viggósdóttir í Rauöanesi, Borg- arhreppi, og Svava Gunnlaugsdóttir í Laufási, Borgarhreppi, stýrðu spurn- ingura Umræðan snerist mest um eit- urefni og úðanir, kosti þeirra og galla. Auk þess gafst þátttakendum kostur á að spyrja stjórnendur um ýmis stað- bundin vandamál. Að lokum fjallaði Oli Valur Hansson um plastnotkun í garðyrkju og kynnti þátttakendum nýjung í þeim efnum, akrildúk sem er eingöngu 17 g/ms og tilraunir f ara fram með í sumar. Konur úr Hvítársíðu tóku þátt í und- irbúningi þessa námskeiös og í nám- skeiðslok var einróma samþykkt að halda þessum námskeiðum áfram. -ÞÞR Sigraði íbréf- dúfna- kappflugi Bréfdúfnakappflug frá Hvolsvelli til Reykjavíkur var haldið síðastliðinn sunnudag. Sigurvegari í fluginu varð dúfan Þrívika en hún er í eigu bræðranna Steindórs og Björns Harð- arsonaíReykjavík. Þrívika hefur áður unnið keppni frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur, auk þess sem hún náði fyrir skömmu f jórða mesta hraða sem náðst hefur í bréf- dúfnaflugi hérlendis eöa tæplega 80 km á klukkustund. 7 JÚNÍHEFTIÐ Á ÖLLUM HELSTU BLAÐSÖLUSTÖÐUM. HVAÐ A AÐ GRILLA - og hvernig á að grilla? Við mælum með því að allir áhugamenn um góðan mat og matargerðarlist líti i þetta tölublað af VIKUNNI - Þar segir hinn kunni kjötiðnaðarmaður Jónas Þór frá kjötvali, grillaðferðum og gefur uppskriftir. GIANNI VERSACE Itabki hönnuðurinn Gianni Versace hefur hkrtið mikla frægð á ótrúlega skömmum tima. Við heimsækjum höf- uðstöðvar hans í Paris, sýnum sýnis- hom af vetrartiskunni og frá hinu smekklega heimili hans á italíu. TVÆR HANDAVINNU UPPSKRIFTIR: - Heklað vesti og peysa prjónuð i 8 stykkjum! ÁSKRIFTARSIMINN ER 9127022 AUGLÝSENDUR: Litaauglýsing i VIKUNNI skHar sér. Hagstætt verð. Beinn simi auglýsingadeildar: 68 53 20. VIKAN FÆST Á BLAÐSÚLUSTðÐUM Á MORGUN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.