Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1984, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1984, Blaðsíða 11
DV. FIMMTUDAGUR 5. JUU1984. 11 Veiðimaður losar úr iaxi í Elliðaáuum nýlega. DV-mynd G. Bender Fréttir úr nokkrum veiðiám GÓD VEIÐI í STÓRU-LAXÁ í HREPPUM Skyldi hann hafa séð þann stóra? i Jú, kannski hefur sá stóri sést og ' veiðst skömmu seinna, hver veit? Veiðimenn við Elliðaárnar. DV-mynd G. Bender. „Það eru komnir 156 laxar úr Stóru-Laxá í Hreppum,” sagði Friðrik Stefánsson er við leituðum frétta af ám félagsins. „Hann er 21 punds sá stærsti, veiddist á svartan tóbý í Bergsnös og tók klukkutíma og kortér að landa honum. Veiðimaður- inn var Terry Douglas. Það hafa komið gloppur, en þetta er bara ansi góð veiði þaö sem af er. L—2. svæðið hafa gefið um 68 laxa, 3. svæðið hefur gefið 20 laxa og 4 svæði 68 laxa. Laxá ytri hefur gefið 25 laxa og eru þeir VEIÐIVON Gunnar Bender mjög góöir og vænir. Svartá gaf 3 laxa fyrsta veiðidaginn en áin var opnuð 1. júlí. Það eru komnir 200 laxar í gegnum teljarann í Blöndu. Fyrsti veiðidagurinn í Leirvogsá gaf 3 laxa. Það hef ur einhver veiði verið í Soginu, en veiðitölur eru óljósar,” sagði Friðrik að lokum. Þær fréttir berast úr Reykjadalsá i Borgarfirði að komnir séu 2 laxar úr ánni. Veiðimenn, sem renndu um helgina, sáu laxa í ánni, í Hamars- geira og í Klettsfljóti. I Klettsfljóti voru einir 15 laxar og einn geysivænn en hann vildi ekki með nokkru móti bítaá. Frá Setbergsá á Snæfellsnesi frétt- ist af lítilli veiöi fyrir skömmu og voru þá aðeins komnir á land 3 laxar. Veiðimaður einn, sem renndi fyrir lax í ánni, sá ekkert líf í tvo heila daga. En við skulum bara vona að laxinn sé á leiöinni svo aö næstu veiðimenn fái hann. „Það hefur verið þokkaleg veiði og munu vera komnir á land 307 laxar,” sagði Olafur veiðivörður í veiðihús- inu við Laxá í Kjós. „Það er talsvert af laxi um alla á en smálaxinn er greinilega farinn að koma. Það eru útlendingar sem eru við veiðar núna og veiða á flugu. Vinsælustu flugurnar eru Fransis rauð og Harry Mary. G.Bender. larðf ræði á ensku og þýsku örn og örlygur hafa gefið út ágrip af jaröfræði Islands á ensku og þýsku. Höfundar eru jarðfræðingarnir Ari Trausti Guðmundsson og Halldór Kjartansson. Enska útgáfan nefnist Guide to the Geology of Iceland en hin þýska Wegweiser durch die Geologie Islands. I hvorri bók fyrir sig eru um 100 ljósmyndir, efninu til skýringar. I bókinni er að finna skýringar á öllum helstu náttúrufyrirbærum lands- ins, svo sem eldfjöllum, hraunum, hverum og jöklum. Er bókin skrifuð með það í huga að koma jafnt leikum sem læröum að gagni. IÐIMAÐARMENN—VERKTAKAR Þeir eru komnir aftur Þeir sem eiga pantanir vinsamlegast vitji þeirra strax því pall- arnir renna út. riT!'T 1 T 1 T/ /3T'11L '3 Fosshálsi 27 -sími 6871B0- ir vt t \ / t f---------------------------------- JÚLÍ ÚTBOÐ RÍKISVÍXLA Skilafrestur tilboða ertil kl. 14:00 miðvikudaginn 11. júlí 1984. Tilboðum sé skilaðtil lánadeildar Seðlabanka íslands, Hafnarstræti 10, Reykjavík, fyrir þann tíma. Útboðsskilmálar, sem eru hliðstæðir þeim sem giltu í júníútboðinu, liggja frammi ásamt tilboðseyðublaði í afgreiðslu Seðlabankans, en þeir eru helstir: IGert sé tilboð í lágmark 5 víxla hvern að ■ fjárhæð kr. 50.000.- þ.e. nafnverð kr. 250.000.-, eða heilt margfeldi af því. 2 Tilboðstrygging er kr. 10.000.- O Útgáfudagur víxlanna er 13. þ.m. og gjalddagi 12. október n.k. A Ríkisvíxlarnir eru stimpilfrjálsir og án þóknunar. Um skattalega meðferð þeirra gilda sömu reglurog hverju sinni um innstæður í bönkum og sparisjóðum. m || Reykjavik, 3. júli 1984 f RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.