Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1984, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1984, Blaðsíða 20
20 . DV. FIMMTUDAGUR 5. JOLI1984. ' (þróttir Selfyssingar óhressir — eftir jafntefli íSandgerðií3. deild Reynir og Selfoss léfcn í 3. deild f SandgerM í | fyrrhkvöld — lefk, sem áður hafði verið frestað. j Þegar venjulegur leifctimi var liðinn, 90 mínútur, i vírtist aUt stefna i sigur Selfoss. Staðan 0—2 og þeir I Stefán Halldórsson og Heimir Bergsson höfðu; skorað mörk SeUysslnga. Tafir litlar i leifcnnm, þó : meiddist einn leifcmaður Reynis og tófc það um minútn. En ekki var alit bnið. Dæmd var vítaspyrna á Sel-1 foss sem Július sfcoraði úr. Staðan 1—2. Afram hélt f leifcurinn og þegar hálfleifcurinn var orðinn rúmar | 50 min. sfcoruðu Selfyssingar sjálfsmark, 2—2 og : leikmenn Selfoss voru mjög óhressir með hve ; leikurinn fór langt fram yfir leiktímann. Eins og i dómarinn væri að bíða eftir að Sandgerðingar i jöfnuðu. Þegar það skeði var flautað af.. Dómari og linuverðir voru af Suðurnesjum, i báðir línuverðirnir hafa verið tengdir Reynis-Iiðinu.; Annar fór ekfci dult með það í dómum í leiknum og að sögn áhorfenda fagnaði hann mjög þegar Reynir i jafnaði i 2—2. Margt skritlð, sem skeður í fcnatt-1 spyraunni. hsim. Stórkarlamir í undanúrslitin — í Wimbledon- keppninni itennis Bestu tennisleifcararnir, John McEnroe, Ivan i Lendl og Jimmy Connors, komust auðveldlega í j undanúrslit Wimbiedonkeppninnar í Lundúnum ij gær. Lendl sigraði Ianda sinn Tomas Smid, Tékkó- { slóvakhi, 6—1, 7—6 og 6—3, McEnroe vann John 1 Sadri, USA, 6—3, 6—3 og 6—1. Connors vann Paul i Annacone, USA, 6—2, 6—4 og 6—4. Hann leikur við í Lendl i öðrum undanúrslltaleiknum. 1 hinum mætir j McEnroe Pat Cash frá Ástralíu, sem mjög hefur í komið á óvart i keppninni. Sló m.a. Svíann Mats Wilander út. I gær vann hann Andres Gomez, Ekva- i dor 6—4,6—4,6—7 og 7—6 í jöfnum og skemmtileg- umleik. bsim. Góður mílutími Sebastian Coe Enski hlaupakóngurinn Sebastian Coe náði ágæt- um tima i mQuhlaupi á móti í Lundúnum í gær. j Hljóp á 3:54,60min^em er besti mQutími Breta í ár. j Coe hafði enga keppni í hlanpinu. Hann heldur inn- j an skamms til Bandaríkjanna og mun keppa i j Eugene, Oregon, tveimur vikum fyrir ólympíuleik- i ana. bsím. Tony Knapp fylgdist með Tony Knapp landsliðsþjálfari var mættur á leik j KR og Keflavikur í gærkvöldl og fylgdist með leikn-1 um úr heiðursstúkunni ásamt aðstoðarmanni sin- j um, Guðna Kjartanssyni. Knapp mun dvelja hér j næstu daga og fylgjast með leikjum og skoða leifc- j menn. -sk. Dregið i sjónvarpssal Ákveðið hefur verið að dregið verði i 8-llða i Bikarkeppni KSI i iþróttaþættl s jónvarpsins á laug- ardaginn kemur. Eins og sjónvarpsáhorfendu muna eflaust eftir var einnig dregið í 16-Iiða úrslitl ísjónvarpssal. -sk.l íþróttir íþróttir íþróttir fiþróttir Á ' Jj fiHí — 1 •-■' Ragnar Margeirsson sést hér skora fyrsta mark leiksins í gærkvöldi. Mark Ragnars dngði skammt gegn KR-ingum sem siðan svöruðu með fimm mörkum. DV-mynd: Brynjar Stærsta tap Kefl víkinga í tólf ár! KR-ingar fóru hamf örum á Laugardalsvelli í gærkvöldi - sigruðu ÍBK 5:1 og ÍBK er úr leik íbikarnum „Við reyndum allan timann að spila. Það voru engar kýlingar í þesra hjá okkur og ég er mjög ánægður með þennan lelk hjá okkur. Eg hræðist ekkert lið í framtíðinni ef við spDum eins og í kvöld,” sagðl Sæbjörn Guðmundsson KR eftir að KR hafðl hreinlega yfirspilað Uð Keflvikinga á LaugardalsvelU i gærkvöldi í 16-Uða úrsUtum bikarkeppnl KSt. Lokatölur urðu 5—1 og hefði sá sigur jafnvel get- að orðlð enn stærri. Utreiðin sem Keflvíkingar fengu í gærkvöldi er sú versta siðan 1972 en þá tapaði Keflavík i Eyjum 1—6. Þrátt fyrir það voru það Keflvíking- ar sem skoruöu fyrsta mark leiksins á 9. minútu. Mikil mistök í vörninni hjá KR. Knötturinn barst til Ragnars Mar- geirssonar og hann afgreiddi knöttinn snyrtDega í net KR-inga af stuttu færi. Þessu mótlæti svöruðu KR-ingar með offorsi þaö sem eftir var leiksins svo að segja. Þeir jöfnuðu leikinn mínútu síðar og það var Agúst Már Jónsson sem skoraði markið með glæsilegu langskotl Þaö sem eftir var fyrri hálfleiks var nokkuð bragðdauft og staöan í leikhléi 1—1. 1 síðari hálfleik fóru KR-ingar ham- förum og léku einstaklega skyn- samlega í rokinu i Laugardalnum. Aðstæður virtust ekki setja mark sitt á leik þeirra röndóttu því þeir hafa sjald- an leikið betur. Hvert markið var skorað af öðru og öll sérlega glæsileg. Gunnar Gislason skoraöi annað mark KR á 20. minútu meö lausu en hnitmiðuðu skoti rétt utan vitateigs í bláhomiö. Keflvíkingar höfðu vart áttaö sig á stöðu sinni þegar KR-ingar geystust fram á nýjan leik og Sæbjöm Guðmundsson kom eins og flugvél inn í vítateig Keflvíkinga og hamraöi inn í mark ÍBK góöa fyrirgjöf félaga síns utan af kanti með höföinu. Sérstaklega glæsilegt mark og ákveðni Sæbjöms fékk mann til að halda aö það hefði veriö ákveðiö í fyrradag að hann ætti að gera þetta svona. Staðan 3—1. Enn sóttu KR-ingar en Keflvíkingar „stein- dauðir” og bragðlausir hvar sem á þá var litið. I lokin bættu KR-ingar síðan við tveimur mörkum. Á 40. minútu varði Þorsteinn Bjarnason góðan skalla Gunnars Gislasonar og Ágúst Már Jónsson fylgdi vel eftir og renndi knettinum í netið og skoraði þar með sitt annað mark í leiknum. Og á siöustu minútu leiksins skoraöi Jón G. Bjarnason fimmta mark KR. Einlék með knöttinn upp meirihluta vallarins og linnti ekki iátum fyrr en knötturinn rúllaði inn fyrir marklínuna. Jón er leikinn vel og gott skot hans af stuttu færi réð Þorsteinn B jamason ekki við. I stuttu máli sagt var þetta besti leikur sem sést hefur til KR-liðsins í mjög langan tíma og ef liðiö nær að lefta á svipuðu „tempói” í næstu leikj- um eiga KR-ingar oft eftir aö fagna sigri yfir andstæðingnum í fram- tíðinni. Allt liðið átti góðan leik en þó lék enginn betur en Ágúst Már Jóns- son. Auk þess að skora tvö mörk vann hann vel allan leikinn og var maður hans. Sæbjöm Guðmundsson átti einnig mjög góðan leik og svo má raunar segja um afganginn af KR- liðinu. Stórleikur hjá Vesturbæjar- liðinu. IBK-Iiðið var hvorki lélegt né slakt í þessum leik. Varla til orð til að lýsa leik liösins sem á að geta leikið mun betur. Liöið hreinlega ekki með i leikn- um og á það við um alla ieikmenn þess. Þaö hafði mjög slæm áhrif á leik liðsins þegar Valþór Sigþórsson þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla snemma í síðari hálfleik. Hrundi leikur liðsins endanlega. „Það vantaði alla einbeitingu í strákana og reyndar allt sem eitt knattspyrnulið þarf að sýna. En við rífum okkur upp úr þessu,” sagði Haukur Hafsteinsson, þjálfari IBK, eftir leikinn. Eysteinn Guðmundsson dæmdi leik- inn og áhorfendur voru 460. -SK. Frestaðí Eyjum Það var ekki flugveður í gær tfl Vest- mannaeyja — þoka í allan gærdag og flug vonlaust — og fresta varð því leik Vestmannaeyinga og Akurnesinga í bikarkcppni KSÍ öðru sinni. Líkur á að reynt verði í kvöld að koma leiknum á. -hsim. íþróttir eru á bls. 18-19 Torres l< þjálfaril Jose Torres, fyrrum landsliðsmiö- herji Portúgal og Benfica, var í gær ráðinn landsliðsþjálfari Portúgal í knattspymunni í stað Femando Cabrita en hann kom Portúgal í undan- úrslit Evrópukeppninnar í Frakklandi. Torres er 45 ára og gerði samning til náftnÉn BIKARSLAGUR Á VALSVELLI VALUR í kvöld kl. 20. hálfleik „american style". Phil Thompson, Liverpool, og Brian Talbot, Arsenal, gegn Hemma Gunn og Inga Birni. 1 v\\\ðate ve Valur — KA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.