Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1984, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1984, Blaðsíða 35
DV. FIMMTUDAGUR 5. JULÍ1984. 35 Þessustóðimættublaðamenn DVá Sólheimasandinýlega. Bændur úr Landeyjum voruá leið með hrossin á hestamannamót við Pétursey i Mýrdal. Myndin var tekin um kvöldmatarleytið. í fjarska gnæfir Eyjafjalla- jökull. -KMUIDV-mynd: GVA. Jarðf undin prjónaplögg til sýnis I Vasa í Finnlandi var á dögunum haldið málþing um hefðbundið prjón. Sóttu 160 manns þingið, þeirra á meðal Elsa Guðjónsson, safnvörður við Þjóð- minjasafn Islands. I tengslum við þingið var komiö upp sérsýningum á prjóni, meðal annars sýningu á hefð- bundnu íslensku prjóni. Meirihluti sýn- ingargripanna hefur nú verið fluttur til Islands og verið komið fyrir í bóka- safni Norræna hússins. Elsa Guðjónsson fiutti þrjá fýrir- lestra á þingi þessu. Sá fyrsti fjallaði um íslenskt prjón og sögu þess, annar um prjón tengt íslenskum þjóðbúning- um og sá þriöji um hekl á Islandi, sögu þess og sérkenni. A nefndri sýningu vakti sérstaka at- hygli mynd af vettlingi sem grafinn var úr jörðu að Stóruborg árið 1981. Er . talið að hann sé frá fyrri hluta 16. aldar og þá elstur prjónaðra gripa norrænna. Vettlingurinn sjálfur var ekki á sýn- ingunni. Hins vegar verður hann til sýnis i Þjóöminjasafni i sumar ásamt nokkrum öðrum prjónaplöggum frá öndverðri 17. öld. -kþ Matvandir öldungar á f erð í Portúgal —- en allt er gott sem endar vel Þeir voru heldur óheppnir öldung- arnir sem fóru í skemmtiferð til Portúgal fyrir skömmu á vegum Ut- sýnar og Félagsmálastofnunarinnar. Hafa þessir aðilar skipulagt fjölmarg- ar feröir aldraðra til framandi landa og allir verið ánægðir. Nú brá aftur á móti svo við í Portúgalsf erðinni að hluti hópsins taldi sig alls ekki geta neytt þeirrar fæðu sem í boði var á portúgalska hótelinu, framandi fæðu, og voru skiptar skoð- anir um hvort þetta væri mannamatur eða ekki. Þó segja kunnugir að hér hafi verið á ferðinni hinir bestu réttir og ekkert við þá að athuga annað en það að þeir voru ekki íslenskir. En það áttu margir öldunganna misgott með að skilja og sumir neituðu alfarið aö nær- ast. En allir komu þeir aftur og þegar Ingólfur Guðbrandsson frétti af ó- ánægjunni var hann ekki seinn á sér að slá upp sáttafundi með farþegum sín- um og samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum endaði sá fundur með lófa- klappi. Var það mál manna aö réttast væri að hittast í Portúgal við fyrsta tækifæri. -EIR. VERÐTILBOÐ SUMARSIiVS i\dcnö ARMULA 38 iSelmúla megim - 105 REYKJAVIK SIMAR: 31133 83177- POSTHOLF 1366 Passar í flestar geröir bifreiða aðsjálfsögðu íSubaru. 10 aðrar geröir af bíltækjum, kraft- magnarar og mikið úrval af há- staðnum. kassettu, á Þetta fal MW—FM stereo og aðeins Kr. 3.985,- *m mmrnmmmwwwwwwMwwwwwwwwM,w!WMXMMMM,m;Mmww» PÁNTANIR SÍMI13010 HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG 29. ( Laus staða Staða skólastjóra við Bændaskólann á Hvanneyri er laus til umsóknar. Laun samkvæmt hinu almenna launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst 1984. Landbúnaðarráðuneytið, 2. júlí 1984. SVEIT Frumbýlingur á vel staðsettri jörð óskar eftir að komast í samband við einstaklinga eða hjón sem vilja skapa sér möguleika á aukatekjum með þátt- töku i nýtingu á jörðinni. Ýmsir möguleikar eru fyrir hendi, t.d. loðdýrarækt, garðrækt, heysala, sala á túnþökum og fleira. Ýmis form á samvinnu eða sjálfstæðri eignaraðild koma til greina. Fjár- magnsþörf nokkur hundruð þúsund. Áhugasamir leggi nöfn og símanúmer inn á auglýsingaþj. DV. öllum fyrirspurnum svarað. H-578. VERÐIÐ SKIPTIR MIKLU MÁLI Þess vegna eyðum við miklum tíma í að gera sem hagstæðust innkaup og árangurinn leynir sér ekki. Tökum dæmi: TUNNUSTÓLL TW . 742 TW . 742 A Kr. 5013,- Líttu inn, það borgar sig AUÐBREKKU 9. Veljið Kópavogi, vandað á sími 46460. viðráðanlegu verði. Munið nýja heimilisfangið. mwwwmmmmwwA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.