Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1984, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1984, Qupperneq 6
6 DV. FIMMTUDAGUR 5. JULI1984. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur - MATUR OG HOLLUSTA- STEINEFNI Gunnar Kristinsson matvælafræðingur skrifar Hvaö eru steinefni? Steinefni eru samheiti yfir efni, sem kallast málmar og málmleys- ingjar. Þetta eru frumefni, sem finn- ast úti í náttúrunni og i matvælum. Yfirleitt er annars vegar talaö um aðalsteinefni, t.d. kalcium, fosfór, kalíum, súlfur, natríum klór og magnesíum, og hins vegar um snefil- steinefni, t.d. járn, flúor, zink, mang- an, selen, kopar og joð. öll þessi efni finnast í líkamanum og gegna hvert um sig mikilvægu hlutverki í starf- semi líkarnaas. Hlutverk steinefna Hlutverk steinefna er mjög mis- munandi í líkamanum. Kalk, fosfór og magnesíum skipta miklu máli í sambandi viö heilbrigði tanna og beina. Súlfur skiptir máli í sambandi við brjósk. Zink er hluti af insúlíninu, en insúlín þarf til að frumur lík- amans geti nýtt sér þau kolvetni sem einstaklingurinn neytir. Kobolt er eingöngu í B12 vítamíni. Þetta vítamín gegnirmiklu hlutverki við blóðmyndun. Ef þetta vítamín skortir eða steinefnið, getur komið fram blóðleysi. Natríum, kalíum, kalcíum og klór eru í vökvanum sem er innan í frum- unum eða í vökvanum sem er á milli frumanna. Þau taka meöal annars þátt í flutningi taugaboða og sam- drætti vöðva. Einnig viöhalda þau sýru-basa jafnvægi líkamans. Kalcium, magnesíum, zink og kopar eru hluti af hvötum (en- símum). Þessir hvatar stuðla aö efnahvörfum í líkamanum. Joð er hluti af skjaldkirtilshormóninu. Joð Besti kalkgjafinn er mjólk og mjólkurmatur. waðtSSKXk*l finnst í sjávarafurðum og ætti ein til tvær fiskmáltiðir í viku að fullnægja þörfinni fyrir þetta steinefni. Hér á eftir mun ég lítillega ræöa um tvö steinefni sem venjulega koma fyrst í huga fólks þegar minnst er á steinefni, það er kalk (kalcium) og jám. Kalk Hlutverk þessa steinefnis er mjög margvislegt. Það stuðlar meðal annars að því að vöðvakerfið starfi eölilega, þar með talinn hjarta- vöðvinn. Stuðlar að því að taugakerf- ið starfi eðlilega og hjálpar til við blóðstorknun. Þekktasta hlutverk kalks er þó að stuöla að heilbrigði tanna og beina. Þess vegna er nauðsynlegt að börn fái nægilegt magn af kalki úr matnum. Það sama gildir um barnshafandi konur og konur sem eru með barn á br jósti. Ráölögð dagsþörf fyrir hina ýmsu aldurshópa er mismunandi. Almennt er þó talað um að börn þurfi um 800 mg á dag og heilbrigt fullvaxið fólk þurfi um 600 mg af kalki á dag. Hins vegar þurfa bamshafandi konur nokkuð meira, eða um 1200 mg á dag. Jafnmikið magn þurfa konur sem eru með börn sín á brjósti. Besti kalkgjafinn er mjólk og mjólkurmatur. Auk þess er gróft korn nokkuð góður gjafi. Til þess að líkaminn geti nýtt sér kalkið úr matnum er ekki nóg að borða og borða kalk. Það þarf D-víta- mín til þess aö kalkið geti nýst lík- amanum, en D-vítamín fáum við úr lýsi. Járn Hlutverk járns er að flytja súrefni Upplýsmgaseðillí til samanDuiðar á heimiliskostnaði!, Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruö þér orðinn virkur þátttak- j; andi i upplVsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar |1 fjölskvldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki cigið þér von um að fá nytsamt heimilis tæki. ] Nafn áskrifanda Heimili - Sími - Fjöldi heimilisfólks. Kostnaöur í júní 1984. Matur og hreinlætisvörur kr. Annaö kr. Alls kr. til allra vefja í líkamanum. Ef skortur kemur fram lýsir hann sér I þrekleysi, þreytu og syfju. Þeim hópi sem hættast er viö blóðleysi er konum á barneignaraldri. Meðan á meðgöngu stendur verða konur að gæta þess að fá nægilega mikið magn af jámi úr fæðunni, vegna þess að fóstrið safnar sér forða sem þarf að duga því 3—4 mánuði eftir fæðingu. Þetta er nauðsynlegt vegna þess að mjólkin, hvort sem um er aö ræöa móðurmjólk eða kúamjólk, inni- heldur frekar lítið af járni. Nýting jáms er mjög mismunandi. Þó má almennt segja að nýting járns úr matvælum, sem teljast til dýra- ríkisins, er miklum mun betri en nýtingin á járni úr jurtaríkinu. Þess má svo í lokin geta að neysla á C-vítamíni stuðlar að betri nýtingu járns úr matvælum. Ráðlagður dagskammtur fyrir flesta aldurshópa er 10 mg á dag. Fyrir konur á bameignaraldri er þörfin 18 mg á dag. Bestu jámgjafar em lifur og slátur. Aðrir góðir gjafar em heilt korn og dökkt blaögrænmeti. IMiðurlag Þaö sem máli skiptir til þess að fá öll steinefni er hið sama og gildir um orkuefnin (prótein, fitu og kolvetni) og vítamín, það er aö neyta fæðu úr öllum fæðuflokkum. Fæðuflokkarnir eru grænmetisflokkur, ávaxtaflokk- ur, komflokkur, kjötflokkur (kjöt, egg, fiskur og mjólkurmatur) og fitu- floldmr (fjölómettaðarfitusýrur). Strigaskórnir kostuðu um 190 krónur. Eftir vikunotkun var gúmmíið orðið slit- ið og striginn farinn að þynnast verulega, eins og sjá má framan á skónum. DV-mynd Arinbjörn. Skómir entust í viku Þegar ódýrar vömr eru keyptar fylgir oft í kjölfariö að endingin er ekki mikil, þó undantekningar á þessu finnist. En maður skyldi ætla að strigaskór sem kosta tæpar 200 krónur endist í lengri tíma en eina viku. Neytandi nokkur kom með ítalska bamastrigaskó sem keyptir vora í Hafnarfirði á 190 krónur eða þar um bil. Bamið haföi aðeins notað þá í vikutíma þegar bæði sá á gúmmísólum og striginn framan á skónum var orðinn verulega þunnur. Það fyrsta sem flestir gera í slík- um tilfellum er að fara þangað sem varan var keypt og kanna hvað hægt er að gera til úrbóta. Afgreiðslumað- ur verslunarinnar viðurkenndi að skórnir væru lélegir en hann kaupir þá inn á helmingi lægra verði og leggur sitt á vöruna. Ekki vildi hann taka skóna og veita afslátt af öðrum nýrri, svo neytandinn situr uppi með næstum ónýta skó. Þær upplýsingar sem fengust hjá Neytendasamtökunum eru að versl- unarmanni ber að bæta vöruna hafi hún verið gölluö, en ekki var um galla að ræða í þessu tilfelli. Varan er einfaldlega léleg og vildi neytand- inn benda öðrum á að varast kaup á slíkumskóm. -RR Þriggja ára gamlar plöntur af gulvíði kosta 19 krónur, en 15 kr. stykkið ef keyptar em fleiri en 1000. Það er afar mikilvægt að vökva plönturnar daglega þegar nýbúið er að gróðursetja. DV-mynd Bemhard. Gulvíðisplöntur í Reykholtsdal Nýlega kom á neytendasíðu grein um gróðursetningu plantna og trjáa, Heimilisbókhald DV: 22 þúsund króna matarreikningur Landsmeðaltal einstaklinga í heimilisbókhaldi DV var í maímánuði 2.443 krónur eins og þegar hefur komið fram. Meðaltalið var 5,8% lægra en mánuðinn á undan. Þegar reiknað er út meðaltal einstaklinga eftir f jölskyldustærðum sýna niðurstöður að meðaltal hefur þó ekki lækkað miðað við apríl hjá öllum. Við setjum hér upp tvær töflur, aðra fyrir apríl- og hina fyrir maímánuð. Aprílmánuður: Meðaltaláeinstaklingeftirfjölskyldustærð: Áeinstakling Samtals i Einbúi kr. 2.324,- kr. 2.324,- 1 2m fjölskylda kr. 2.587,- kr. 5.174,- l 3m fjöiskylda kr. 2.845,- kr. 8.535,- i 4m fjölskylda kr. 2.435,- kr. 9.740,- 1 5m fjölskylda kr. 2.765,- kr. 13.825,- 6m fjölskylda kr. 2.272,- kr. 13.632,- 7m fjölskylda kr. 2.256,- kr. 15.792,- 1 1 9m fjölskylda kr. 2.037,- kr. 18.333,- Maimánuður: 1 Meðaltal á einstakling eftlr f jölskyldustærð: Á einstakling Samtals Einbúi kr. 2.272,- kr. 2.272,- 1 1 2m fjölskylda kr. 2.358,- kr. 4.716,- 3m fjölskylda kr. 2.472,- kr. 7.416,- 1 4m fjölskylda kr. 2.560,- kr. 10.240,- 1, 5m fjölskylda kr. 2.439,- kr. 12.195,- 6m fjölskylda kr. 2.458,- kr. 14.748,- i f 7m fjölskylda kr. 1.752,- kr. 12.264,- 9m fjölskylda kr. 2.466,- kr. 22.194,- it Á þessum niðurstöðum sést að matarreikningar hjá fjögurra, sex og níu manna fjölskyldum hækkuðu aðeins í maímánuði þrátt fyrir lægra landsmeðaltal. Og að lægsta einstaklingsmeðaltal var hjá sjö manna fjölskyldu síðasta uppgjörsmánuð og hæst hjá fjögurra manna f jölskyldum. -ÞG auk þess var upp gefið verð á helstu tegundum. Greinin bar yfirskriftina „Enn er hægt að planta trjáplöntum — hafi þær verið teknar upp í vor”. Nú hefur borist bréf ásamt mynd- um frá Gróðrarstöðinni að Sólbyrgi, Reykholtsdal í BorgarfirðL Þarsegir bréfritari meöal annars: „Þaðerallt of algengt aö fólk haldi að þaö sé ekki hægt að planta út trjáplöntum eftir að þær em laufgaöar. Það er vel hægt en það þarf að vökva þær vel á eftir, á meðan þær eru að festa ræt- ur.” Þá kvaðst bréfritari hafa plant- að út í október síðastliðnum eins metra háum gulvíði og dafnar hann vel. I Gróðrarstöðinn Sólbyrgi kostar gulvíðisplanta , sem er 3ja ára göm-, ul, 19 krónur. Ef keypt eru 1000 stykki eða meira kostar stykkið 15 krónur og er flutningur innifalinn.RR Grænmetismark- aðuríSíðumúla Grænmetisverslun landbúnaðarins hefur nú í hyggju að opna grænmetis- markað i húsnæði því sem verslun Péturs Snælands hafði í Síðumúla 34, en hann hefur flutt sig um set í sömu götu. Það stendur til að breyta húsnæð- inu talsvert áður en unnt verður að opna hina nýju verslun. Að sögn Gunnlaugs Björnssonar, forstjóra Grænmetisverslunarinnar, verður þarna til sölu ferskt grænmeti og garðávextir. Ovíst er hvenær opnað verður, það fer eftir því hvemig framkvæmdir ganga. -RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.