Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1984, Blaðsíða 5
DV. FIMMTUDAGUR 5. JULl 1984. 5 NATO-aðild nýtur fylgis 80% kjósenda — fjórðungur kjósenda Alþýðubandalagsins hlynntur aðildinni „Aðild Islands að Atlantshafsbanda- laginu nýtur mjög mikils fylgis meðal íslenskra kjósenda. 80 prósent þeirra sem afstöðu tóku eru henni meðmælt- ir,” segir í ritgerð öryggismála- nefndar. .Athygli vekur hins vegar að þriðjungur svarendanna segist enga skoðun hafa á þessu máli, en líklegt er að form spurningarinnar hafi hækkað þetta hlutfall.” Spurt var um afstööu manna til áframhaldandi aðildar Islendinga að Atlantshafsbandalaginu á þennan hátt: „Ef við snúum okkur að spurn- ingunni um hvort Island ætti að vera áfram í Atlantshafsbandalaginu er það mál sem þú hefur skoðun á? ” Þeir sem svöruðu spumingunni játandi voru spurðir áfram: „Ýmsir telja aö Island ætti að vera áfram í Atlantshafsbanda- laginu, á meðan aðrir telja að Islend- ingar ættu að segja sig úr því. Hver er þín skoðun?” Af 1.003 svarendum neituðu 24 að spara spumingunni. Meðmæltir NATO-aðild voru 53 prósent, andvigir 13 prósent en enga skoðun höfðu 34 pró- sent. Afstöðuleysið um þetta mál er miklu meira meðal kvenna en karla. Tæpur helmingur kvennanna sagðist ekki hafa skoðun á aðildinni að NATO, en einungis rúmur fimmtungur karlanna. Lítill munur var hins vegar á skoðun- um þeirra karla og kvenna sem af- stöðu tóku. Þetta afstöðuleysi kvenna kemur vel saman við niðurstöður spurningar sem lögð var fyrir minna úrtak á höfuðborgarsvæðinu. Þær gefa til kynna að konumar i því úrtaki fylgist mun minna meö utanríkismálum en karlamir. Kynjamunurinn var hins vegar miklu minni þegar spurt var hversu vel menn fylgdust með íslensk- um þjóðmálum og bæjarstjómar- málum. Skoðanamunur á NATO-aðildinni er ekki mjög mikill eftir aldri og skóla- göngu. Þó eru kjósendur á aldrinum 24—39 ára andsnúnari aðildinni en aðrir og andstaðan við NATO-aðild er meiri meðal þeirra sem lengri hafa skólagönguna. Yfirgnæfandi meirihluti kjósenda fjögurra stjórnmálaflokka er hlynntur aðildinni að Atlantshafsbandalaginu, sé einungis litið á þá sem afstöðu tóku. Nánast allir kjósendur Sjálfstæðis- flokksins styðja aðildina og 85—90 pró- sent kjósenda Alþýðuflokks, Fram- sóknarflokks og Bandalags jafnaðar- manna gera það líka. Mikill meirihluti kjósenda Alþýðu- bandalagsins er andvigur aðildinni, en athygli vekur að þegar einungis er litið á þá sem tóku afstööu segist tæpur fjórðungur kjósenda flokksins vera hlynntur aðúdinni að Atlantshafs- bandalaginu. Kjósendur Kvennalistans eru mun andvígari NATO-aðild en kjósendur Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Bandalags jafnaðarmanna, en hlynnt- ari henni en kjósendur Alþýðubanda- lagsins. -KMU. Fylgjandi friðar- hreyfingum Um tveir þriðju hlutar íslenskra kjósenda virðast telja að friðarhreyf- ingar, eins og þær sem sprottið hafa upp í Bandaríkjunum og Evrópu, séu spor í rétta átt. Afgangurinn skiptist í tvo jafnstóra hópa þar sem annar er ósammála því að friðarhreyfingarnar séu spor í rétta átt en hinn hópurinn sagði,,bæðiog”. Stuöningur við friðarhreyfingar var mun meiri meðal kvenna en karla. Skýr munur var á stuðningsmönnum og andstæðingum NATO-aðildar. And- stæðingarnir voru nær allir fylgjandi friðarhreyfingunum en rúmur helmingur þeirra styðja aðildina. Beint samband kom fram milli af- stöðunni til friðarhreyfinga og eigin staðsetningar á vinstri-hægri kvarðanum. -KMU. Kjarnorku- vopnalaus Norðurlönd Einungis átta prósent svarenda eru ósammála því að ástæða sé fyrir Is- lendinga að styðja hugmyndina um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norður- löndum. Tæp 86 prósent vilja að Islend- ingar styðji hugmyndina. Andstaðan kom helst frá körlum sem styöja aðildina að Atlantshafsbanda- laginu, þeim sem hlynntir eru Kefla- víkurstöðinni og „hægri” mönnum. Engu að síður sögðust flestir í þessum hópum vera sammála. -KMU. liiw— IIHB ■!■■■■■■■■ ■■■ Ml I Drjúgur meirihluti telur að NATO megi ekki dragast aftur úr Varsjár- bandalaginu hernaðarlega ef tryggja 6 frið. Hemaðar- máttur NATO má ekki verða minni „Atlantshafsbandalagið (NATO) má ekki dragast aftur úr Varsjárbanda- laginuhemaðarlega ef tryggja á frið.” Þessari fullyrðingu eru 70 prósent svarenda sammála en 17 prósent ósammála. Ekki var mikill munur á afstöðu kynjanna, en þeir yngri og þeir sem lengri hafa skólagöngu voru and- vígir fullyrðingunni í ríkari mæli en hinir. I öllum þessum hópum voru þó meira en tvöfalt fleiri sammála full- yrðingunni en andvígir. 87 prósent þeirra, sem styðja NATO- aðild, kváðust sammála en 60 prósent andstæðinga aðildarinnar sögðust ósammála fullyrðingunni. Athygli vek- ur að 30 prósent andstæðinga NATO- aðildar telja að NATO megi ekki drag- ast aftur úr Varsjárbandalaginu hern- aðarlega. -KMU. KsuMMMjUEMMKKmaHRgmMMNBMBMHMM Aronskan á mikinn hliómgrunn Aronskan hefur mikinn hljómgrunn meðal íslenskra kjósenda. Tæplega tveir þriðju hlutar samsinntu fullyrð- ingu um að Islendingar ættu að þiggja gjald fyrir herstöðina, tæp 30 prósent voru andvíg og 9 prósent sögðust blendin í af stöðu sinni. Andstaðan við gjaldtöku er miklu meiri meðal andstæðinga NATO-aöild- ar en annarra. Þó er þriðjungur NATO-andstæðinga hlynntur gjald- töku. Gjaldtakan nýtur meiri stuðn- ings meðal þeirra sem enga skoðun hafa á aðildinni en meðal þeirra sem styðja aðildina. Mikill munur er á afstöðu manna til gjaldtökunnar eftir áhuga þeirra á stjórnmálum og skólagöngu. Þeir sem mikinn áhuga hafa á stjómmálum eru mun andsnúnari gjaldtöku en þeir sem lítinn hafa áhugann. Sömuleiðis er andstaöan við gjaldtöku miklu meiri meðal langskólagenginna. -KMU. Margir telja hervarnir ónauösynleg- ar hérlendis Nokkuð kom á óvart að 43 prósent svarenda sögðust vera ósammála full- yrðingunni um að Islendingum væri nauðsynlegt að hafa einhvers konar hervarnir í landinu. Álíka margir, eða 45 prósent, voru fullyrðingunni sam- mála. Það vekur athygli að 16 prósent þeirra sem hlynntir eru Keflavikur- stöðinni telja ekki nauðsynlegt að hafa hervarnir í landinu. Meðal þeirra, sem enga skoðun hafa á NATO-aðild og þeirra sem segja Keflavíkurstöðina ekki skipta máU, vom miklu fleiri þeirrar skoðunar að hervamir væm ekki nauðsynlegar hér- lendis. -KMU Skiptar skoðanir umþróunaraðstoð Skiptar skoðanir eru um hvort Is- lendingar eigi að stórauka aðstoð sína við þróunarlöndin. 46 prósent svarend- anna sögðust sammála fuUyrðingunni um að Islendingar ættu að stórauka þróunaraöstoð en 36 prósent voru ósammála. Konur vom fuUyrðingunni heldur hlynntari en karlar. Andstæðingar NATO-aðildar voru henni sammála í mun ríkari mæli en aðrir. Beint sam- band var núlU afstöðunnar tU stórauk- innar þróunaraðstoðar og hægri- vinstri kvarðans. -KMU. Hefurþú heyrt um útigrill # sem endist íáxatugi ogeralltaf semnýtt? Borðbúnaður Leirvörur Trévörur Skrautmunir Gjafavörur Pottar Copco grillin eru þrennskonar, Copco 71,72 og 80. Copco 71 er á lágum fæti, Copco 72 er á háum fæti og Copco 80 er grill af stærri gerðinni. Copco grillin eru þekkt fyrir frábæra hönnun og afburða end- ingu. Copcogrillin eru úr potti, sem gefur sérlega góða hitadreyfingu. Þrif á Copco grillum eru einföld og fljótleg. Pottur ryðgar ekki og geta grillin því staðið úti allt sumariö! AKTIESELSKABET N. A. CHRISTENSEN & CO. sAWHBfflT/N ME&eÍAMVðREW.~ Hafnarstæri 11 simi 13469 Rvík. Minni Copco grillin er auðvelt að taka sundur, og flytja með sér hvert sem er t.d. í útileguna eða til að grilla við arin- eld. Ef þú vilt eignast grill sem endist í áratugi, — þá er Copco grillið fyrir þig. Copco grillin kosta lítið meira en (venjuleg) grill i lakari gæðaflokkum, en þú eignast eigulegan grip með mikla möguleika. Gömul hugmynd — Nútima hönnun. COPCO, pottur í gegn! mmm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.