Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1984, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1984, Blaðsíða 36
36 Sviðsljósið Sviðsljósiö DV. FIMMTUDAGUR 5. JOLl 1984. Sviðsljósið Stafurínn e" bannaöur Menn munu mlnnast banda- riska rtthöfundarins Ernest Vin- cent Wright um alla framtíð fyrir bók bans „Gadsby”. Skáldsaga þessi er 50.110 orð að lengd og stafina „e” er þar hvergi að finna en sá stafur er hlnn mest notaði í enskri tungu.Skáldsaga þessi fjailar um baráttu söguhetjunnar John Gadsby fyrir því að ungmennafélag takl að sér stjórn smábæjar. Wright var 67 ára þegar hann skrifaði bókina og bana kláraði bann á 165 dögum. Til að auðvelda sér það að skrifa ekki stafinn „e” þá festi Wright stafinn kirfilega á lykla- borði ritvélar sinnar. Wright dó sama dag og bókin kom út en þá var hún seld á 120 krónur. Nú má fá hana á forn- bókasölum fyrir um 40.000 krónur. Tvöfaldur lávaröur Þessi tvöfaldi maður á með- fylgjandi mynd heitir Lichfield iávarður og mun hann vera frændl EUzabetar Bretadrottn- ingar. Lávarður þessi er sagður mikill og góður ljósmyndari og hefur hann aðallega sérhæft sig í myndatökum af nöktum stúlkum. Lenti hann í hneykslls- máli einu miklu núna fyrr á árinu sem ekki var merkilegra en það að slúðurdálkar hérlcndis hafa ekki minnst á það einu orði. Fyrir skömmu var afhjúpuð vaxmynd af lávarðinum i vaxmyndasafni Madame Tussauds i London. Les- endur geta skemmt sér við að gctauppáhvererhvað. Milljónamær- ingurí konuleit Brcski milljónamæringurinn Kenneth Tugwell er á höttunum eftir konu þessa dagana. Það þykir varla i frásögur færandi en aðferðin sem Tugwell notar er vægast sagt nýstárleg. Tugwell þessl er verkfræðingur að mennt og hefur marglýst því yfir að hann hafi ekki tima til að leita sér að konu með gömlu aðferðinni. Því hefur hann ætlað sér að halda gríðarmíkla garðveíslu i ágúst á 25 ára afmælinu sinu. t þá veislu hyggst hann bjóða 100 stúlkum og vonast bann til að meðal þeirra Ieynist sú eina sanna. Fyrr á árinu reyndl hann að auglýsa eftir konu i stórblaðinu Times en blaðlð neitaði að blrta heilsíðu- auglýsinguna sem Tugwell var fús að greiða 656.000 krónur fyrir. Málsháttur dagsins Títtnefndur erTeitur bóndi. Spræk amma Það hefur aldrei þótt auðvelt verk að standa á sjóskíðum og það mætti ætla að sú íþrótt væri bara fyrir ungt og hraust fólk. Svo er greinilega ekki. Amman sem þarna renuir sér á einu skíði eins og ekkert sé heitir Irene \ Horton og er hún 81 árs gömul. Hún lætur sér ekki nægja aö renna sér á lygnum polli á góðum degi heldur ferðast hún um Bandaríkin þver og endilöng til að taka þátt í þeim keppnum scm haldnar eru í þessari grein. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að Irene er elsta manneskjan sem tekur þátt í keppnum af þessu tagi. Þaö cr líklega óþarfi aö geta þess að hún er jafnvíg á tvö skíði sem eitt. Eilíft karlrembusvín Sú félagslega iðja að glápa á eftir stúlkum hefur verið eftirlætisdægrastytting karlrembusvína frá ómunatíð. Að sögn fróðra þá hefur þótt best að stunda tóm- stundagaman þetta á heitum sumardögum á sundlaugarbörmum. Hins vegar harðnar á dalnum þegar haustar að og fötunum f jölgar og svínin draga sig í hlé og bíða næsta sumars í ofvæni. Á þessari mynd má þó sjá einn sem stundar sína iðju á hvaða árstíma sem er og skiptir hann engu hvaða dúðadurtur á leið framhjá, athyglisgáfan er alltaf óskert. Glöggir lesendur ættu þó að hafa áttað sig á því að maður þessi er ekki af holdi og blóði, heldur er hann hluti af veggmálverki á húsi einu í Chicago. í öðru sœti var Lynn Popadince. Hún sýndi ótrúlega hugkvæmni sem þvi miður dugði henni ekki til sigurs. Hún sat í hólfa klukku- stund i tvö hundruð litra fiska- búri og lót henda yfir sig lifandi ónamöðkum. Fyrir skömmu lauk hörkuspennandi keppni í Banda- rikjunum. Því miður hefur lítið spurst af þessari keppnl hingað til en hún er haldin árlega af þarlendri sjónvarps- stöð. Keppt er um hinn eftirsótta sjö karata safír sem sigurvegarinn fær til eignar hverju slnni. Verðlaunin eru veitt fyrir fárán- legasta uppátækið og þyrpist jafnan að mikill áhorfendaskari til að fylgj- ast með og fagna niðurlægingunni. Fárán- leika- kemmi Hér mó sjó sigurvegarann Brian Wolf. Hann var öruggur sigurvegari en hans framlag var að maka sig allan út í hnetusmjöri og velta sér að því búnu upp úr hrúgu af núðlum. Þetta fólk fékk viðurkenningu fyrir það að lóta þekja sig með gifsi og flytja söng- og dansatriði úr Gæjum og píum. m.9i.mW*3LiX

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.