Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1984, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1984, Blaðsíða 31
DV. FIMMTUDAGUR 5. JOLl 1984. 31 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Matthias stjórnaði umferð. Matthías stjórnsami Umferðarslys varð á Hverfisgötunni morgun einn fyrir skömmu. Elnn af fyrstu mönnum á vettvang var Matthías Mathiesen við- skiptaráðherra og sá var ekki að tvinóna við hlutina. Stökk út úr bifreið sinni og byrjaði að stjórna aðgerðum þar sem lögregla var ekki mætt á stað- inn. Ráðherrann byrjaði á því að losa um bindi og belti þess slasaða og sneri sér síðan að umferðarstjórn af mikilli röggsemi. Beindi umferð upp og niður næstu götur og fórst það vei úr hendi. Enda lög- fræðingur að mennt. Síðan brá hann sér í kaffi hjá Báru sem rekur tískuverslun þarna á næsta horni enda eru ráðherrann og hún gamlir leikfélagar úr Hafnarfirði. Yfirheyrslan fór með Alcan í Helgarpóstinum síðasta var fyrrum forseti bæjar- stjórnar Akureyrar tekinn til yfirheyrslu. Þar skammast Valgerður Bjarnadóttir tals- vert út í hugsanlegt álver við Eyjaf jörð enda er hún einn af hörðustu andstæðingum ál- vers. Halldór Halldórsson, fyrrverandi ritstjóri islend- ings, tók þessa yfirheyrslu. Á miðvikudagskvöldi skyldi hún suður með síðustu vél enda ekki seinna vænna, blað- ið var á leið í prentun. Eitt- hvað var Halldór seinn fyrir og sem hann geysist suður Drottningarbraut er Flug- leiðavélin að fara af stað. Nú voru góð ráð dýr en ritstjór- inn fyrrverandi dó ekki ráða- laus. Á vellinum var gljáfægð þota Alcanmanna og farið að styttast í brottför hennar til Reykjavíkur. Af elskusemi greip Birgir tsleifur, for- maður stóriðjunefndar, bréf- ið með sér án þess að vita hvað í því stóð. Það var því Alcan-þotan sem sá til þess að óhróðurinn um álverið komst í Helgarpóstinn á rétt- um tíma. Umhverfis- mengun? Við sögðum um daginn frá þvi að einn hinna heppnu lóðaeigenda við Stigahlið hygðist byggja Hosbyhús á lóð sinni, hús sem hægt er að panta eftir dönskum verðlist- um og kosta lítið meira en ióðirnar sem byggt er á. Nú berast þær fréttir norðan af Siglufirði að fyrirspurnir hafi borist til fyrirtækisins Húseininga, sem framleiðir einingahús, frá lóðaeigend- um við Stigahlíð, og það fleiri en ein. Siglufjarðarhúsin munu vera ódýrari en Hosbyhúsln og þar af leiðandi kosta minna en lóðirnar sem þau verða byggð á ef allt fer eftir áætlun. Albert á linunni. Albert snarráði Litlu mennirnir í þjóðfélag- inu eiga sér vin þar sem Al- bert Guðmundsson er. Ekki er ástæða til að draga það í efa vegna þess að fjármála- ráðherrann sagði þetta sjálf- ur í sjónvarpinu og nú hafa orðin sannast svo um munar. Ungur atvinnulaus drengur hringdi í Albert þar sem hann sat við vinnu sina í stjórnar- ráðinu og spurði ráðherrann hreint út hvort hann gæti ekki útvegað sér vinnu. Albert tók því ekki fálega og sagðist mundu láta frá sér heyra. Eftir þrjá tíma hringdi sím- inn hjá pilti og á línunni var sjálfur ráðherrann. Albert var búinn að redda honum vinnu hjá Hafskip. Umsjón Eiríkur Jónsson. En málið einfaidaðlst tölu- Það mun eitthvert vík- ingaskip vera að sigla hér við land og ætlar áhöfnln sér að ferðast umhverfis hnöttinn á 800 dögum. Léttlr lelkmenn skilja ekki hvernlg mennlrnir fara að þvi að koma skipinu alltaf i rétta átt því seglskip hijóta að sigla undan vindi hvað sem hver segir. ________»_____• • (ÞAMA Sricun UausJ. HWN RizAzm-aeFúíi vert þegar ljóst varð að víkingaskipið er með skrúfu og vél og því fylgir birgðaskip — sumir segja olíuskip. Kvikmyndir Kvikmyndir Stjömubíó —Krull: Barátta hins góða gegn hinu illa Loikstjóri: Petor Yates. Handrit: Stanford Sherman. Kvikmyndun: Peter Suschitzky. Tónlist: Jamos Horner. Aðalleikendur: Ken Marshall, Lysette Anthony, Freddie Jones og Francesca Annis. Þótt byrjunin á Krull og tónlistin minni á Star Wars myndirnar þá er varla hægt að bera þær saman að öðru leyti en því að ævintýramyndir eru þær þar sem tæknibrellur ráða ferðinni. Til að mynda sést ekkert geimskip í Krull, og klæðnaður leik- enda og sviðsetning minnir mest á miðaldir. En samt verður að flokka Krull með öörum vísindaskáldsögu- myndum. Sagan gerist á plánetunni Krull og ríkir þar mikið ófriðarástand. Plán- etunni er stjómað af skrímsli sem hefur mikinn kraft og hefur á sínum snærum ómennska hermenn sem kallast slátrarar. Tveimur öldnum konungum dettur það í hug að gifta dóttur annars og son hins til að sam- eina krafta sína gegn hinu ógurlega skrímsli áður en það tortímir þeim. Áður en það tekst rænir skrímsliö prinsessunni og slátraramir drepa alla hirðina að undanskildum prins- inum Colwyn. Gamall maður, Ynyr, kemur Colwyn til hjálpar og segir honum hver hafi orðið örlög unnustu hans. Colwyn ákveður að fara að leita skrímslisins og ganga frá því dauðu, en það er hægara sagt en gert því að það skiptir um aðseturstað einu sinni á sólarhring, en gamli maðurinn Ynyr kann ráð við mörgu. Það verða margir ævintýralegir atburðir á vegi þeirra í leit að skrímslinu og koma margar furðu- legar verur til sögunnar. Má þar nefna töframanninn Ergo, en töfra- brögð hans bitna einna helst á honum sjálfum. Þá hitta þeir hóp stroku- fanga sem ganga til liðs við þá. Smaragðaspámaðurinn er sá sem getur sagt þeim hvar skrímslið er. En áður en af því verður tekst skrímslinu að ganga af honum dauð- um. Eineygður risi, sem kallast Kýl- ópi, gengur einnig til liðs við þá félaga. Ekkja Vefsins er ein persóna myndarinnar og verður það hún sem vísar þeim veginn að skrímslinu. Eftir miklar svaöilfarir tekst prinsinum að hafa uppi á skrímslinu og slátrurum þess og eins og í öllum góðum ævintýrum endar sagan með sigri prínsins sem endurheimtir prínsessuna sína. Þrátt fyrir viðburðaríkan sögu- þráð er Krull fyrst og fremst kvik- mynd tæknimannanna og leikstjór- ans. Situr maður oft agndofa yfir þeim furðum sem birtast á tjaldinu. Allt er þetta undir öruggri stjórn þess reynda Peter Yates sem svo sannarlega á að baki feril sem leik- stjóri ólíkra mynda. Má þar nefna myndir eins og Bullit, Breaking Away og The Deep. Krull er ekki nýjasta kvikmynd Peter Yates. Það er hin verðlaunaða mynd The Dress- er. Og þrátt fyrir að Krull heppnist nokkuö vel sem ævintýramynd eru flestir á því máli að The Dresser sé besta kvikmynd sem Peter Yates hafi gert. Vonandi verður ekki löng bið þar til viö fáum aö sjá hana. Hilmar Karlssou. SÖLUTURN til sölu á góðum stað í Reykjavík. Hafið samband við auglþj. DV í síma 27022. H-456. SjÚKRAHÚS SKAGFIRÐINGA \V7 SAUDÁRKRÓKI Sjúkraþjálfarar - Ijósmæóur Sjúkrahús Skagfirðinga, Sauðárkróki, óskar að ráða sjúkraþjálfara frá 1. sept. '84, eða eftir nánara samkomulagi, og Ijósmóður til afleysinga frá 15. ágúst til 30. september. Allar nánari uppiýsingar veitir hjúkrunarfor- stjóri á staðnum og í síma 95-5270. Hjúkrunarforstjóri. vATfU Álfhólsvegur L Opið mán.—föst. 9—18, um helgar 13—18. 30 fm einstaklingsíbúð, sérhiti, sérrafmagn, ákveðin, bein sala. Verð 600 þús. Grettisgata 4ra herb., 95 fm íbúð með aukaherbergi í kjallara, auk 40 fm bílskúrs, mjög snyrtileg eign. Verð 2.100 þús. Vesturberg 4ra herb. vel staðsett og rúmgóð íbúð. Verð 1.850 þús. Álftamýri 110 fm, 4ra herb. endaíbúð á annarri hæð. Verð 2.100 þús. Flúðasel 50 fm, 2ja herb. íbúð á jarðhæð. Verð 1.100 þús. Símar: 687520 687521 39424 FASTEIGNASALA BOLHOLTI6 H|: MMMmmmmmmmmm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.