Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1984, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1984, Blaðsíða 37
DV. FIMMTUDAGUR 5. JULl 1984. 37 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Þessa dagana eru skipasmíöa- stöðvar í Englandi og Italíu aö leggja síðustu hönd á tvær skemmtisnekkjur sem tveir víðkunnir auðjöfrar hafa pantað. Þessir dándimenn eru Fahd konungur í Saudi-Arabíu og vopna- salinn góðkunni, Adnan Kashoggi. Þessi skip eru engar venjulegar jullur, heldur nánast fljótandi hallir sam- kvæmt því sem heimildarmenn segja. Snekkja Faþds er sögð um 470 fet á lengd og er þar með orðin sú stærsta í heimi, heilum 58 fetum lengri en snekkja Bretadrottningar sem fram til þessa var talin sú stærsta. Búiö er að gefa herlegheitunum nafn og er það Abdul Aziz. Á því skipi eru fjögur dekk tekin undir vistarverur og geta 60 gestir dvalið þar í einu. Hvergi eru olíupeningar sparaðir og sem dæmi má nefnaaðeinkabaöherbergi konungs er skreytt meö bláum eðalsteinum, Kóngar Adnan Kashoggi Fahd konungur vopnaprangari. kátur á svip. Ffjótandi höll, aöeins 470 fetá lengd. Á þessu fleyi mun Fahdsigla um höfin blá. Likan af snekkju Kashoggis sem líkist meir hraðbáti en lystisnekkju. Setustofan í núverandi snekkju vopnaprangarans sem bráðum fer á sölulista. baðkerin eru úr marmara og allir kranar eru úr 24 karata gulli. Af föstum fylgihlutum má nefna sundlaug, gufuböð, fullkomna gjörgæsluaðstöðu og margt fleira. Vopnasalinn hann Kashoggi er ekki eins stórtækur því snekkjan hans er aöeins 400 fet á lengd. Meðal innrétt- inga má nefna bíósal, diskótek að ógleymdum gullkrönunum sem báðir virðast hrifnir af. Smekkur Kashoggis er aðeins undarlegri því allir hurðar- húnar eru úr gulli. Kashoggi hefur tekiö upp á nýbreytni í skipahönnun, en hún felst í því að innréttað hefur verið svonefnt kvennabúrsdekk. Þessi viðbót er þannig úr garði gerð að svefnherbergi vopnasalans er staðsett fyrir miðju dekki, risavaxið að sjálf- sögðu. Frá því liggja margir litlir gangar til nokkurra lítilla svefnher- bergja ‘Sem hvert hýsir eina konu eða hjákonu. Mikil leynd hefur hvílt yfir þessum framkvæmdum er þó er þvi hvíslað að kaupverð Kashoggi snekkjunnar muni vera um 560 milljónir króna. Fahd virðist hafa fengið meira fyrir sinn pening, en snekkja hans kostar svipaða upphæö. Siggi Helgi á melódískri Ifnu Sigurður Helgi Jóhannsson heitir hann fuDu nafiii en sviðsnafnið á að verða Siggi Helgi. Hann er nýbúinn að taka upp plötu og verður trúlega áberandi á landþeysu skemmtikraft- anna í sumar. „Upphaflega átti þetta ekki að vera plata heldur ætlaöi ég að gefa lögin sjálfur út á kassettu. Þegar ég fór suður til að fjölfalda kassettuna fékk ég rosalega góða umsögn, sér- staklega fýrir eitt lagið sem heitir Eiginkona. Eg var hvattur til að setja þetta á plast og það varð úr að Bimbó bauð mér samning og ætlar aðgefaplötunaút.” Siggi Helgi sagði að platan væri 12 laga og hann reyndi að hafa á henni allt frá harmóníkumúsík upp í rokk. Grípandi lög, lagöi hann áherslu á, ballöður og melódiskt efni. Allt væri frumsamið, um það bil helmingurinn af textum og lögum eftir hann sjálf- an og hitt eftir nokkra kunningja. Þó litið hafi heyrst um þennan músíkant þar til nú er hann ekki með öllu nýr í faginu: „Eg var í þremur hljómsveitum í Keflavík þegar ég átti heima þar. Langlífust þeirra var Casanova. Þar aöstoðuðu Magnús Þór og Jóhann Helga mig meðal "JLVtltj annars við lagasamningu og út- setningar.” Siggi Helgi er fæddur Olafs- firðingur en var þar aöeins í 6 ár. Þá var hann önnur 6 á Akureyri og flutti síðan til Keflavíkur þar sem hann b jó í 7 ár áður en hann flutti aftur til Akureyrar. Hann vinnur sem skipa- afgreiðslumaður hjá kaupfélaginu. Til liðs við sig fékk hann á plötuna harðsnúið lið tónlistarfólks. Sigfús Ottarsson í Baraflokknum ber trommur, Kristján Guömundsson leikur á hljómborð, Ingvar Grétars- son gítar, Guðmann Jóhannsson (bróðir Sigga) spilar á harmóníku og Fanney Tryggvadóttir á flautu. Stelpur frá Grenivik eiga bakradd- irnar en sjálfur spilar Siggi Helgi á kassagítara og bassa í öllum lögum nema einu. Eins og platan á aö bera meö sér er Siggi Helgi hlynntur léttri línu í músíkinni og segist hvergi hræddur við það á öld öllu þyngra rokks. „Eg hlusta yfirleitt á alla músík,” segir hann þó, „allt frá klassík upp í pönk. En þó held ég mig mikiö á melódísku linunni. Eg vil vera með lög sem f ólk- inu þykir gaman að hlusta á og getur dansaðeftir.” -JBH/Akureyri. Sigurður Helgi Jóhannsson alias Siggi Helgi bætist fljótlega i hóp þeirra landsmanna sem geyma rödd sina á plasti handa komandi kynslóðum. DV-mynd JBH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.