Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1988, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1988, Síða 25
FIMMTUDAGUR 17. MARS 1988. ttinn þinn Því fé sem þú borgar í skatta er I ekki kastað á glæ. Skattpen- ingana þína færð þú til baka, margfaldlega ávaxtaða í formi félags- legrar þjónustu sem þú og allir sam- borgarar þínir njóta góðsaf. Skattar eru hluti af tekjuöflunarkerfi ríkis- sjóðs og fyrir þær tekjur byggir hið opinbera upp réttlátt og mannúðlegt velferðarþjóðfélag sem allir geta verið stoltir af. Við búum í velferðgrþjódfélagi ✓ Islendingar eru vinnusöm, harð- dugleg og kröfuhörð þjóð. Fáir geta fullyrt með sterkari rökum en við að hvergi á jörðinni sé betra að búa. Við erum stolt af landi okkar, uppruna og stöðu í samfélagi þjóðanna. Um aldir vorum við kúguð og kaghýdd en höf- um af eigin rammleik byggt upp á liðnum áratugum sjálfstætt fyrir- myndarþjóðfélag þar sem öllum er minna mega sín er tryggt öruggt lífs - viðurværi. Við verðum að halda vörð um þetta- grundvallaratriði og bera jafn- harðan í brestina, loka leiðum þeirra sem reyna að svíkjast undan sam- hjálpinni. Það er siðferðileg skylda okkar að tryggja öllum jafnan aðgang að allsnægtarborðinu. Það gerum við meðal annars með sköttunum okkar. Skattkerfis- breytingarnar tryggjg jðfnuð og réttlæti Þeim skattkerfisbreytingum sem nú hefur verið komið á er ætlað að tryggja þessa undirstöðu. Þeim er ætlað að stuðla að auknum stöðug- leika bg jöfnuði í þjóðfélaginu. Breytingarnar munu treysta fjárhags- legar undirstöður velferðarríkisins, koma á réttlátari tekjuskiptingu,virk- ara skattaeftirliti og uppræta skatt- svik ýmissa forréttindahópa. Upp- skeran verður skilvirkara skattkerfi sem allt heiðarlegt fólk hagnast á. Hærri ráðstöfunartekjur, öruggari framtíð VELFERÐ FYRIR ÞIG Breytingarnar birtast m.a. í hærri barnabótum og barnabótaauka, hærri lífeyrisgreiðslum, hærri skatt- frelsismörkum, lægri tollum á nauð- þurftum, lægri vörugjöldum, sterkara söluskattskerfi og minni verðbólgu. Ráðstöfunartekjur heimilanna auk- ast og ríkisvaldið hefur meira fé til að byggja upp öflugt menntakerfi, heil- brigðiskerfi, samgöngukerfi og marg- háttaða menningarstarfsemi og ótal margt fleira sem nýtist öllum þjóðfé- lagsþegnum um ókomin ár. Nýja skattkerfið tryggir að þú færð peningana þína tii baka. FJARMAIARAÐUNEYTIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.