Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1994, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1994 Fréttir Eldborg á Reykjanesi stórskemmd með efnistöku: Ævintýramenn í þessu sem skilja eftir sviðna jörð Rányrkja ánáttúru ■ -'i -' perlum - v'v>, ' - V ■ § 'x - segir Ragnar Frank Kristjánsson hjá Náttúruvemdarráði Eldborg * S Kleifar- vatn 4reeajJ „Við vorum að vinna í þessu máli og vildum koma í veg fyrir efnistöku. Þarna var skiliö eftir hrikalegt sár. Vandræðin eru þau að það eru land- eigendur sem ráða í sjálfu sér ferð- inni í öllum efnistökumálum nema þar sem um er að ræða friðlýst svæði. Þjóðarhagsmunir eru ekki látnir ráða þegar verið er að eyði- leggja einhverjar náttúruperlur sem gætu þess vegna verið verðmætari óhreyfðar í tengslum við ferðaþjón- ustu,“ segir Ragnar Frank Kristjáns- son, landslagsarkitekt hjá Náttúru- vemdarráði, vegna efnistöku úr Eld- borg við Trölladyngju á Reykjanesi. Eldborg, sem er stórskemmd, er ekki friðlýst en á náttúruminjaskrá. Fyr- irtækið íslandsnáma hf., sem vann að efnistöku á svæöinu, varð nýlega gjaldþrota og gjallhaugur sem það átti í Hafnarflrði var boðinn upp. „Það eru alls konar ævintýramenn í þessari grein og þeir skilja eftir sig sviöna jörð. Menn em að sjá í þessu gróðavon og niðurstaðan er sú að það er verið að selja landið til útlanda fyrir sama og ekkert. Ef þetta eru í raun verðmæt jarðefni þá eigum við í raun stærri hagsmuni í því að hafa þetta héma. Þetta hleypur ekkert frá okkur,“ segir hann. Ragnar segir að um sé að ræða hreina rányrkju á mörgum stöðum á landinu varðandi efnistöku á við- kvæmum stöðum. Þar séu skilin eftir sár sem ekki grói. Um sé að ræöa 100 kílómetra radíus í kringum Reykja- vík þar sem hætta sé á spjöllum á merkum jarðmyndunum. Þarna sé gífurleg ásókn í þessi efni og menn nú famir að leita víðar fanga, svo sem á Snæfellsnesi. Um sé að ræða gjallgíga sem eru fleiri þúsund ára gamlir. Hann nefnir dæmi um fleiri Veröbólga í OECD: Hvergi lægri en á Islandi Frá október 1993 til október á þessu ári ríkti að meðaltah engin verðbólga á íslandi. Samkvæmt tilkynningu frá Hagstofunni var verðbólga hvergi lægri í OECD-ríkjunum á þessum tíma, miðað við hækkun neyslu- verðsvísitölu. Verðbólga í ríkjum Evrópusambandsins var 3% að með- altali á tímabilinu. Sem dæmi má nefna að verðbólga í Bandaríkjunum mældist 2,6%, 1,8% í Finnlandi, 1,7% í Noregi, 2% í Dan- mörku, 2,4% í Svíþjóð, 0,5% í Sviss, 0,2% í Kanada, 2,8% í Þýskalandi, 2,4% í Bretlandi og 0,8% í Japan. íslenska útvarps- félagiðsýknað íslenska útvarpsfélagið var í gær sýknaö af kröfu Ömólfs Árnasonar rithöfundar um skaðabætur. Málið var höfðað fyrir Bæjarþingi Reykjavíkur árið 1990 en Ömólfur, sem starfað hafði við þýðingar hjá forvera íslenska útvarpsfélagsins, krafðist greiðslu fyrir endursýningar á myndum sem hann hafði þýtt og textað. eldborgir og gjallgíga sem er búið að skemma eða útrýma svo sem Litlu Eldborg austan Krísuvíkur og Rauð- hólana. „Það er ekki bara verið að vinna landspjöll heldur er líka um það að ræða að þetta gefur okkur vitneskju um upptök hrauns. Það er alveg ótrú- legt hvemig farið er með landið. Það er skiliö eftir í sáram og það eru engin lög sem ná yfir þetta," segir Ragnar. -rt Stuttar fréttir Miklar breytingar urðu á högum hjónanna Sturlu Jónssonar og Sigríðar Magnúsdóttur frá Hafnarfirði og ínu Salóme, 2 ára, þegar þeim var afhentur nýr Volvo að andvirði rúmar 2,8 milljónir og skíðaútbúnaður fyrir 130 þúsund krónur í gær - stór vinningur í Happdrætti DAS. Hjónin hafa staðið í húsbyggingum. DV-mynd BG Bækurhækka í verði íslenskar bækur hafa hækkað um 15% á einu ári skv. mælingu Hagstofu íslands. Engin hækkun mældist á verði bóka fyrir ári þrátt fyrir upptöku 14% virðis- aukaskatts. RÚV greindi frá. illanýtturkvóti Skip frá Evrópusambandinu hafa einungis veitt 100 til 200 tonn innan íslenskrar lögsögu þrátt fyrir 3 þúsund tonna kvóta. Mbl. greindi frá þessu. Þrá!áisalinone!!a Þrálát salmonellumengun í kjúkhngabúi Fjöreggs í Eyjafirði kahar á aögeröir að mati yfir- dýralæknis. Tilmælum um reglu- bundnar sýnatökur hefur ekki verið fylgt og komið hefur til tals að svipta búið starfsleyfi. Sjón- varpíð skýrði frá. 2 miHjónir til London Ríkisstjómin hefur samþykkt aö seija 2 mihjónir króna í hsta- hátíð í London. Hátíðin var skipulögð af Jakobi Magnússyni. Tíminn greindi frá þessu. -kaa NIÐURSTAÐA Á að gefa börnum í skóinn? ■ A ** d d FÓLKSINS 99-16-00 Já Grunnskólafrumvarpið skortir trúverðugleika að mati foreldra: Við neitum þátttöku í þessum hráskinnsleik - segir Unnur Haildórsdóttir, formaður Heimilis og skóla Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í síma 99-16-00. 39,90 kr. mínútan. Já jlJ Nei 2] ,r ö d d F0LKSINS 99-16-00 Er Bjöggi besti kostur okkar í Evrópusöngvakeppninni? AÍllr í stafræna kerflnu me6 tónvalssima geta nýtt sér þessa þjónustu. „Viö neitum að taka þátt í þessum pólitíska hráskinnsleik að semja lög, skýrslur og álit á áht ofan. Við erum tilbúin til samstarfs þegar stjómvöld sýna raunverulegan áhuga á því að fylgja grunnskólafrumvarpinu eftír. Þessi grunnskólalög eru einskis virði ef menn setja ekki peninga með,“ segir Unnur Hahdórsdóttir, formað- ur Heimihs og skóla, samtaka for- eldra barna í grunnskólum landsins. Foreldrasamtökin hafa undan- fama mánuði óskað eftir fundi með Ólafi G. Einarssyni menntamálaráð- herra en til þessa hefur ráðherrann ekki fundið sér tíma til þess. Vegna þessa boðuðu samtökin til blaða- mannafundar um ástandið í grunn- skólunum og viðhorf sín til gmnn- skólafrumvarpsins. Þar var meðal annars kynnt bréf sem samtökin hafa sent Sigríði Önnu Þóröardóttur, formanni mennta- málanefndar. í bréfinu er þeim tví- skinnungi stjórnvalda mótmælt að leggja fram frumvarp um einsetinn grunnskóla og leggja samtímis fram fjárlagafrumvarp sem geri ekki ráð fyrir nauðsynlegum breytingum í skólastarfinu. Á blaðamannafundinum var enn- fremur afhjúpuð teiknimynd af ráð- herranum án fata með tilvísun til ævintýrisins um nýju fótín keisar- ans. Forsvarsmenn samtakanna gagnrýna ráðherrann harkalega fyr- ir sinnuleysi en taka fram að sú gagnrýni nái einnig til fyrirrennara hans. í raun sé því þannig háttað að grannskóhnn eigi sér enga málsvara á Alþingi. Fram kom á fundinum að þrátt fyr- ir breytingar á grunnskólalögunum á áranum 1974 og 1991 hafi fæst af því sem til framfara horfði í skóla- starfinu komist til framkvæmda. í raun hafi ráðherrar og stjórnvöld svikið gefin loforð með því að skerða fjárframlög til skólastarfsins. Fyrir vikið séu til dæmis bekkir of stórir, flestir skólar tvísetnir, skortur á námsgögnum, húsnæðisleysi og börn án skólamáltíða. í Ijósi þessa telja foreldrasamtökin litla ástæða til að ræða framkomið grunnskólaframvarp enda sé ekki gert ráð fyrir auknum fjármunum til þessa í fjárlagafrumvarpinu. Að matí samtakanna er fráleitt að gera ráð fyrír því að af flutningi grunnskólans tíl sveitarfélaganna getí orðið næsta sumar. Til dæmis hafi ráðherra enn ekki skipað fulltrúa í samstarfshóp sem fjalla átti um ýmis réttindamál kennara. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.