Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1994, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1994, Blaðsíða 34
42 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1994 FólkíÉréttum Þorsteinn Thorarensen ÞorsteinnThorarensen, blaðamaö- ur, rithöfundur og bókaútgefandi, Njörvasundi 15 A, Reykjavík, hefur látið af störfum hjá fréttastofunni Reuter eftir fjörutíu og þriggja ára fréttaritarastarf. Af því tilefni hélt Reuter honum veglegt kveðjuhóf sl. fostudag. Starfsferill Þorsteinn fæddist á Móeiðarhvoli á 26.8.1927 en flutti ungur til Reykjavíkur. Hann lauk stúdents- prófi við MR1946 stundaði B A-nám feica Group TEKA AG Heimilistæki á kynningarverði Nú er lag! Endurnýjaðu gömlu tækin með glæsilegum og vönduð- um TEKA heimilistækjum, meðan þessi hagstæðu kynn- ingarverð bjóðast. Innbyggingarofnar, efri og neðri ofnar. Litir: hvítt, brúnt eða burstað stál. Verð frá 17.950 o O Helluborð Litir: hvítt, brúnt eða burstað stál meö eða án takkaborðs. Steyptar hellur verð frá 11.900 Keramik hellur verð frá 24.350 Viftur og háfar Litir: hvítt, brúnt eða burstað stál. Verð frá 6.890 Stjórnborð Litir: hvítt eða brúnt Verð frá 3.250 ■ tryggÍHg fy rirl^íiverd i! Faxafeni 9, s. 887332 Opið: mánud.-föstud. kl. S-18 laugard. kl. 10-16 Verslun fyrir alla í ensku, frönsku og íslenskum bók- menntum við HÍ og lauk síðan embættisprófl í lögfræði 1953. Þorsteinn var blaðamaður við Morgunblaðið 1947-61 ogfrétta- stjóri á Vísi 1961-69. Hann stofnaði bókaútgáfuna Fjölva 1969 sem hann starfrækir enn. Meðal rita Þorsteins má nefna fimm bindi af íslenskri stjórnmála- sögu í lok nítjándu og við upphaf tuttugustu aldar; átta bindi af Ver- aldarsögu; átta bindi í bókaflokkn- um Undraveröld dýranna (að hluta til þýtt); þrjú bindi af Listasögu; Nútímalistasaga; Tónagjöf og Söngvagleði (óperutextar). Þá hef- ur hann þýtt fjölda rita og skrifað mikinn fjölda greina í blöð og tíma- rit. Fjölskylda Þorsteinn kvæntist 1954 Sigur- laugu Bjarnadóttur, f. 4.7.1926, kennara og fyrrv. alþm. Hún er dóttir Bjarna Sigurðssonar, b. í Vigur, og k.h., Bjargar Björnsdótt- urhúsfreyju. Börn Þorsteins og Sigurlaugar eru Ingunn, f. 15.11.1955, frönsku- kennari, starfsmaður hjá Fjölva, búsett í Reykjavík og er sonur hennar Þorsteinn Baldur Friðriks- son; Björn, f. 20.3.1962, forstöðu- maður tölvudeildar EES í Brússel, kvæntur Eydísi Sveinbjarnardótt- ur hjúkrunarfræðingi og eru börn þeirra Sveinbjörn og Sigurlaug; Björg, f. 24.9.1966, lögfræðingur við dómsmálaráðuneytið, gift Markúsi Sigurbjörnssyni hæstaréttardóm- ara og eiga þau eina dóttur, Ing- unni Elísabetu. Systkini Þorsteins: Eggert, f. 1921, forstjóri BSR; Guðrún, f. 1923, starfsmaður borgarfógeta; Skúh, f. 1932, nú látinn, lögfræðingur; Odd- ur, f. 1932, fyrrv. prestur á Hofsósi; Sólveig, f. 1933, menntaskólakenn- ari í Kópavogi; Ásta Guðrún, f. 1937, starfsmaður tollstjórans í Reykja- vík. Foreldrar Þorsteins voru Óskar Thorarensen, forstjóri í Reykjavík, og k.h., Ingunn Eggertsdóttir hús- móðir. Ætt Óskar, var sonur Þorsteins, b. á Móeiðarhvoli, Skúlasonar, læknis á Móeiðarhvoh, Vigfússonar, sýslumanns á Hhðarenda í Fljóts- hhö, Þórarinssonar, sýslumanns á Grund í Eyjafirði og ættföður Thor- arensensættarinnar, Jónssonar. Móðir Skúla læknis var Steinunn Bjarnadóttir, landlæknis í Nesi, Pálssonar og k.h., Rannveigar Skúladóttur, landfógeta Magnús- sonar. Móðir Þorsteins á Móeiðar- hvoli var Ragnheiður Þorsteins- dóttir, prests í Reykholti, Helgason- ar, og Sigríðar Pálsdóttur, sýslu- manns á Hallfreðarstöðum, Guð- mundssonar. Móðir Óskars var Solveig Guð- mundsdóttir, b. í Austurhlíð í Bisk- upstungum, Eyjólfssonar og k.h., Guðrúnar Magnúsdóttur, alþm. í Bráðræði í Reykjavík, Jónssonar Móðir Guðrúnar var Guðrún Jóns- dóttir Hjaltalín. Móðir Þorsteins var Ingunn Egg- ertsdóttir, prófasts og alþm. á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Pálsson- ar, gullsmiðs á Sogni í Kjós, Einars- sonar, prests á Reynivöllum í Kjós, Pálssonar, bróðursonar Jóns Þor- lákssonar, prests og skálds á Bæg- isá, en móðir Einars var Sigríöur Stefánsdóttir, prests á Breiðaból- stað, Presta-Högnasonar. Móðir Páls gullsmiðs var Ragnhildur Þorsteinn Thorarensen. Magnúsdóttir, lögmanns á Meðal- felli í Kjós, bróðir Eggerts Ólafs- sonar skálds og tengdasonur Finns Jónssonar biskups. Móðir Eggerts á Breiðabólstað var Guörún Magn- úsdóttir Waage, b. og hreppstjóra á Stóru-Vogum, en móðuramma Þor- steins var Guðrún Hermannsdóttir Johnsen, sýslumanns á Velh í Hvolhreppi, og Ingunnar Halldórs- dóttur, b. á Álfhólum í Landeyjum, Þorvaldssonar. Afmæli Haukur Sigurðsson Haukur Sigurðsson, deildarstjóri við Sjómæhngar íslands, til heimilis að Sjávargötu 17, Bessastaðahreppi, verður sextugur á sunnudaginn kemur. Starfsferill Haukur fæddist í Vestmannaeyj- um og ólst þar upp. Hann byrjaði til sjós á varðskipum er hann var flmmtán ára, stundaði nám við Stýrimannaskólann í Reykjavík og lauk þaðan farmannaprófi 1956. Haukur var stýrimaður hjá skipa- félaginu A.P. Moller i Danmörku 1957-59, var stýrimaður og skip- stjóri í Vestmannaeyjum 1959-62 og stýrimaður við Skipaútgerð ríkisins 1962-72. Þá hóf hann störf hjá Sjó- mæhngum íslands þar sem hann starfar enn. Haukur átti heima í Vestmanna- eyjum til 1962, í Reykjavík 1962-83 og hefur átt heima í Bessastaða- hreppi frá 1983. Hann hefur setið í ýmsum nefndum á vegum Bessa- staðahrepps, s.s. félagsmálanefnd, húsnæðisnefnd og verið formaður ferlinefndar. Þá er hann félagi í Lionsklúbbi Bessastaðahrepps, hef- ur setið í stjórn hans og gegnt fleiri trúnaðarstörfum fyrir klúbbinn. Fjölskylda Haukur kvæntist 30.10.1959 Urs- ulu Georgsdóttur, f. Thiesen 20.7. 1937 í Stralsund í Þýskalandi. Börn Hauks og Ursulu eru Ágúst Friðrik, f. 11.9.1960, íþróttaþjálfari og verslunarmaður hjá Hagkaupi, búsettur í Reykjavík en sambýhs- kona hans er Mari Janne Röstland frá Noregi, húsmóðir, og á hann tvö börn; Ragnar, f. 22.3.1962, verkamað- ur í Reykjavík; Anna Lisa, f. 7.10. 1971, húsmóðir, en maður hennar er Haukur Hauksson sj ómaður. Systkini Hauks eru Guðrún Ág- ústa Brander, f. 26.12.1927, húsmóð- ir í Kaupmannahöfn, ekkja eftir Svend Brander, innkaupastjóra hjá danska flughernum og eru dætur þeirra þrjár; Ragnheiður, f. 20.3. 1929, húsmóðir í Reykjavík, gift Sig- urjóni F. Jónssyni, loftsiglingafræð- ingi og síðan flugumsjónarmanni, lengst af hjá Loftleiðum og síðan Flugleiðum og eiga þau flmm börn; Bogi, f. 9.2.1932, verksmiðjustjóri í Vestmannaeyjum, var kvæntur Fjólu Jensdóttur, húsmóður og bankastarfsmanni sem nú er látin og eru börn þeirra fjögur en kona hans er Helga Tómasdóttir húsmóð- ir; Þórdís, f. 2.2.1939, húsmóðir í Nesjahreppi en sambýhsmaður hennar er Guðbrandur Jóhannsson, kennari við Nesjaskóla, og á hún þrjú böm; Þorsteinn, f. 28.7.1940, skipasmiður í Hafnarfirði, kvæntur Ágústu Olsen bankastarfsmanni og eiga þau þrjár dætur; Sigurður, f. 20.3.1943, verkstjóri í Reykjavík en kona hans er Gréta Kortsdóttir kennari. Foreldrar Hauks voru Sigurður Bogason, f. 29.11.1903, d. 20.11.1969, skrifstofustjóri hjá Vestmannaeyja- kaupstað, og k.h., Matthildur Ág- ústsdóttir, f. 28.7.1900, d. 18.6.1984, húsmóðir. Ætt Sigurður var sonur Boga Sigurðs- Haukur Sigurðsson. sonar, kaupmanns í Búðardal, og Ragnheiðar, dóttur Sigurðar, kaup- manns í Flatey, Johnsen. Matthildur var dóttir Ágústs Gíslasonar, útgerðarmanns frá Val- höll í Vestmannaeyjum, og Guðrún- ar Þorsteinsdóttur, í Landlyst, Jóns- sonar. Haukur tekur á móti gestum í hátíðarsal íþróttahúss Bessastaða- hrepps í dag, 9.12. kl. 20.00. Til hamingju með afmælið 9. desember Valborg Ingimundardóttir, Ægisgötu 5, Akureyri. Helgi eraöheiman. Vigfús Kristinn Vigfússon húsasmíöameistari, Bæjartúni 9, Ólafsvík, verður sjötugur 14.12. nk. Hann tekur á móti gestum i félags- heimilinu Klifi í Ólafsvík latigar- daginn 10.12. nk. milli kl. 17 og 19. Helga Axelsdóttir, Ytri-Neslöndum, Skútustaða- Marinó Viborg Guðmundsson, Skúlagötu 40 B, Reykjavík. Stefanía Finnbogadóttir, Miðhúsum, Reykjarfjarðarhreppi. Bragi Hallgrímsson, Holti, Fellahreppi. Aðalbjörg Jónsdóttir, Sléttahrauni 25, Hafharfirði. Guðleifur Sveinn Þórarinsson, b. að Másseh, Hlíðarhreppi. Guðleifur verður að heiman. Galtafelli, Hrunamannahreppi. Erna Björnsdóttir, Staðarbergi 12, Hafnarfirði. Erna og maður hennar, Björn Bjarnar Guðmundsson matreiðslu- maður taka á móti vinum og vandamönnum í Haukahúsinu við Flatahraun á afmælisdaginn 9.12, frákl. 19,30. Guðj ón Árnason, Egilsgötu 17, Borgarnesi. Helga Kristjana Ólafsdóttir, Krossdal, Kelduneshreppi. Magnús Þór Óskarsson, Borgarholtsbraut 78, Kópavogi. Kristbjörg Gunnarsdóttir, Dalsgerði4 C, Akureyri. HelgiV. Helgason, Grimsstöðum I, Skútustaðahreppi. Gunnar Ingvi Hrólfsson, Hraunbæ 46, Rcykjavik. Hjalti Árnason, Fabio l’atrizi, Bústaðavegi 65, Reykjavik. Margrót Haila Magnúsdóttir, Skaftahliö 42. Reykjavik. Magnús Sverrisson, Drekahlíð 8, Sauðárkróki. Sólveig Einarsdóttir, Langholti9, Keflavik. Eiginmaður hennar er Pétur Jó- hannsson hafnarstj óri. Hann veröur fertugur 11.12. nk. Þau taka á móti gestum í KK-saln- um, Vesturgötu 17, Keflavík, laug- ardaginn 10.12. kl. 18-21. Jóhanna Skúladóttir, Rauðalæk 7, Reykjavík. Jóngeir A.E. Sigurðsson, Hlíðarvegi 17, Kópavogi. Þórhildur Freysdótttir, Stóragerði 24, Reykjavík. Sumarliði Kristmundsson, Hábrekku 8, Ólafsvik. Gunnar Tómasson, Vesturbraut8 Á, Grindavik. Axel Birgir Knútsson, Melholti 4, Hafharfirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.