Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1994, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÚNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Nítján þúsund fórnarlömb Síðustu mánuði og reyndar misseri hefur DV, og aðrir hölmiðlar, birt stöðugar fréttir af alvarlegum líkamsárás- um og öðrum ofbeldisverkum. Augljóst er af þessum fréttum að gróft og gjaman tilefnislaust ofbeldi hefur farið stórlega í vöxt, ekki síst í höfuðborginni. Þetta er rækilega staðfest í nýrri rannsókn sem sagt er frá í Læknablaðinu. Þar er gerð úttekt á þeim lög- skráðu íbúum Reykjavíkur sem leituðu á slysadeild Borg- arspítalans á árunum 1974-1991 vegna ofbeldisáverka. Þær tölur gefa skýra mynd af þróun ofbeldismála í höfuð- borginni vegna þess að lögreglan í Reykjavík vísar öllum fórnarlömbum og kærendum ofbeldis á slysadeildina. Niðurstöður rannsóknarinnar sanna óvéfengjanlega að ofbeldið í höfuðborginni er ógnvænlegt. Á þeim árum sem rannsóknin nær til leituðu nílján þúsund manns með ofbeldisáverka til slysadeildarinnar. Þetta er fleira fólk en allir íbúar sumra stærstu kaupstaða landsins. Allt frá árinu 1982 hefur þeim fómarlömbum ofbeldis sem leita til slysadeildarinnar fjölgað verulega. Það kem- ur væntanlega ekki á óvart að tíðni ofbeldisáverka var hæst hjá yngra fólki, á aldrinum 15 til 24 ára. Tölurnar staðfesta þær fréttir sem stöðugt berast af hörmulegu ástandi í miðbæ höfuðborgarinnar um helg- ar. Þau vandræði stafa ekki aðeins af þeim mikla Ijölda ungs fólks sem þar safnast saman. Ástæðan er fyrst og fremst sú sérkennilega staðreynd að langflestum öldur- húsum borgarinnar hefur verið holað niður á htlu svæði í miðbænum. Þar er því mikið um kófdrukkið fólk á ferh um miðjar nætur um helgar. Enda leitar um helmingur fómarlamba ofbeldis til slysadehdarinnar á laugardögum og sunnudögum. Karlar verða líka helst fyrir ofbeldisá- verkum á skemmtistöðunum, eða þá utan dyra þeirra. En ofbeldi í heimahúsum er líka alvarlegt vandamál. Á árinu 1991 urðu ríflega fjörutíu af hundraði þeirra kvenna sem leituðu til slysadehdarinnar fyrir ofbeldi á heimilinu. Þá kemur frain í skýrslu læknanna að mjög mikh aukning hefur orðið á ofbeldisáverkum sem eru svo al- varlegir að fómarlömbin þurfa að leggjast inn á sjúkra- hús. Þau thvik hafa meira en tvöfaldast á tíu árum. Þetta þýðir einfaldlega að ofbeldismennirnir verða sífeht hömlulausari í árásum sínum. Ástandið í þessum málum er augljóslega gjörsamlega óviðunandi. En hvað er til ráða? Forvamarstarf er lykhorð margra. Vissulega er mikh- vægt að reyna að koma í veg fyrir ofbeldi í þjóðfélaginu með fyrirbyggjandi starfi. Læknamir benda á að fræðsla um tilgangsleysi og afleiðingar ofbeldis verði að hefjast strax við tíu ára aldur, því að meðal unghnga á aldrinum 19-14 ára em mörg fómarlömb ofbeldis - reyndar fleiri en á aldrinum 30-34 ára. En fleira þarf að koma th. Aukin og um leið sýnhegri löggæsla á götum borgarinnar skiptir miklu máh. Sömu- leiðis hraðari meðferð ofbeldismála í dómskerfinu og hertar refsingar. Á undanfómum áratugum hefur mikið verið rætt um rétt þeirra sem brjóta af sér og nauðsyn þess að reyna að gera þá að nýtum þjóðfélagsþegnum. Vissulega þarf að sinna því starfi vel. En meira máh skiptir þó að sfjóm- völd ræld þá frumskyldu sérhvers siðaðs þjóðfélags að vernda borgarana fyrir thefnislausum árásum og líkams- meiðingum, meðal annars með því að taka ofbeldismenn- ina fljótt og rækhega úr umferð. Ehas Snæland Jónsson „Hver má beita hervaldi og hvar? - Alla forystu vantar.“ Stef nulaust ráðleysi Þaö er háðulegt aö enn eitt skrif- stofubáknið, RÖSE, skuli nú vera aö breiða úr sér á sama tima og sú skipan mála sem þessari stofnun var ætlað að varðveita er hrunin. Hrunið byrjaði á Balkanskaga en það mun ekki enda þar. Á sama tíma og annað bákn, NATO, er að þvaðra um útfærslu til austurs og „Samvinnu til friðar", með miklum lúðrablæstri, er augljóst aö það bandalag er farið að berja nestið. NATO var stofnað til höfuðs yfir- gangi kommúnismans í Evrópu og gegndi því hlutverki prýðilega. Kommúnisminn veslaöist upp úr sinni eigin innanskömm. Það er mikil sjálfsblekking og stofnana- bundin blinda forystumanna að rembast við að þenja út NATO án nokkurs afmarkaðs hlutverks. Ekki skortir skrifstofubákn til aö takast á við upplausnina sem fylgt hefur hruni kommúnismans, né hervald; það sem allt strandar á er stefnumörkun. Með hruni kommúnismans hvarf grundvöllurinn sem samvinnan í Evrópu byggðist á. Engin stefna hefur verið mótuð í tómarúminu eftir kommúnismann því að ekkert viðurkennt yfirþjóðlegt vald hefur komið fram á sjónarsviðið né er heldur í sjónmnáh nema síður sé. Hneisa í Bosníu Bosníustríðinu er lokið, hvað sem hver segir, aðeins er eftir að telja hkin. Múslímar hafa tapað, þeir hafa verið dregnir á asnaeyrunum í þeirri trú að þeim yrði hjálpað. Þeir munu fá landskika fyrir sig, því að Serbar kæra sig ekki um aha Bosníu, sem þeir ættu áhka erfitt með að stjórna og ísraels- menn Gazasvæðinu. En það svæði verður minna nú en það hefði getað orðið ef þeir heíðu ekki neitað að semja þegar þeir gátu í þeirri blekkingu að þeim yrði komið th hjálpar. Niðurstaðan verður sú að í fyrsta sinn síðan 1945 er landamærum í Evrópu breytt með hervaldi og þjóðir heims gera það eitt í málinu að halda fjölmennar ráðstefnur og reyta þar hár sitt í örvinglan og sjálfsaumkun, samanber kjafta- þingið í Búdapest. Heilög landamæri? En hvað verður um hin hehögu landamæri sem öll heimsskipan hefur byggst á frá stríðslokum? Á Þvaður um stækkun NATO eða nýtt risabákn fyrir RÖSE tekur ekki á kjarna málsins: Það er engin stefna ríkjandi. Eru landamæri óbreytanleg, eins og þau voru fryst 1945, eða, í ljósi sigurs Serba í Bos- níu, skal viðurkenna hemaðarleg- ar breytingar á þeim í samræmi við staðreyndir? Hver má beita hervaldi og hvar? - Alla forystu vantar. Hin nýja heimsskipan er að koma í ljós og hún táknar aftur- hvarf til upplausnar til þeirrar skipanar sem ríkti á 19. öld. Gunnar Eyþórsson Balkanskaga er háð barátta sem kann að teygja anga sína um allan heim. Hin „Nýja heimsskipan", sem George Bush lýsti yfir eftir stríðið um Kúveit, byggðist á því að öll landamæri væru hehög og höggvin í stein eins og Móselögmál- ið. Hvað með landamæri Bosníu, Serbíu, Króatíu, Albaníu, Makedó- níu, Grikklands, Tyrklands, Búlg- aríu, Aserbædsjans, Armeníu, Tsjetjeníu, Ingusjíu, Georgíu, Rúmeníu, Ungverjalands? Eða þá Þýskalands og Póllands. Eða Pól- lands og Úkrainu. Eða Úkraínu og Rússlands. - Eða hinna ótal ríkja sem nýlenduveldin bjuggu th á landakortum í Afríku? - Kalda stríöið frysti öh þessi vandamál frá 1945 en þau verða ekki umflúin endalaust. KjaHarinn Gunnar Eyþórsson blaðamaður „Niöurstaðan verður sú að 1 fyrsta sinn síðan 1945 er landamærum í Evrópu breytt með hervaldi og þjóðir heims gera það eitt í málinu að halda fjöl- mennar ráðstefnur...“ Skoðanir aimarra Fjármagnað með lánum „Sveitarfélögin á íslandi eru flest hver afar hla rekin, og sum hörmulega.... Staða Reykjavíkur er lýsandi dæmi fyrir þetta ástand - nánast ahar tekjur borgarinnar á þessu ári fara beint í rekstur. Hvert handarvik, sem ætti að framkvæma, yrði aö fjár- magna með lánum. Svipaða sögu er að segja um stóru sveitarfélögin í nágrenninu, Kópavog og Hafnarfjörð, og raunar miklu fleiri um land aht. Og þegar allt stefnir nú norður og niður í lok kosningaárs eru úrræðin gamalkunnug. Einn leggur á holræsagjald, annar hækkar útsvar og allir taka lán.“ Páll Magnússon í Morgunpóstinum 8. des. Norðurlönd, við og ESB „Samvinna við frændur okkar er ágæt og auðvitað viljum við hafa sem best samskipti við þá, en þegar öhð er af könnunni eru engir harðari í viðskiptum við okkur en einmitt þessir frændur okkar.... Það eru því ekki rök fyrir okkur að sækja um aðhd að ESB bara af því að hin Norðurlöndin hafi gert það. Við getum haft gott samstarf við þau eins og áður, en það verður að vera á jafnréttisgrundvelh og við eigum ekki að láta þau segja okkur fyrir verkum." Jón ísberg, fyrrv. sýslum., í Mbl. 8. des. Sala ríkisfyrirtækja „Með sölu ríkisfyrirtækja er verið að fara með eign- ir almennings í landinu og því fylgir mikil ábyrgð. Það er með engu móti verjandi að ganga með miklum flýti th sölu á þessum eignum í krafti póhtískrar kreddutrúar um einkavæðingu og að það sé óþol- andi að nokkur starfsemi sé í eigu samfélagsins. Það er eðihlegt að selja fyrirtæki sem eru í samkeppni, sé ákveðnum skilyrðum fullnægt og jafnræði sé fyr- ir kaupendur að bjóða í þau. Það er á hinn bóginn fullkomlega óeðhlegt að selja markaösráðandi fyrir- tæki.“ Úr forystugrein Timans 8. des.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.