Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1994, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1994 1. Ýmsir - Minningar 2. Mariah Carey - Merry Christmas 3. Spoon - Spoon 4. Unun - æ 5. Pálmi Gunnarsson - Jólamyndir 6. Svanhltdur - Litiu börnin leika sér 7. R.E.M. - Monster 8. Sting - The Best of Sting 9. Bubbleflies - Pinocchio 10. Olga Guörún - Babbidi-bú 11. Birthmark - Unfinished Novels 12^Siggi Björns - Bisinn á Trinidad 13. Eric Clapton - From the Cradle 14. Mannakom - Spilaðu lagið 15. Ýmsir - Now 29 16. Utangarðsmenn - Utangarðsmenn 17. Nirvana - Unplugged 18. Kolrassa krókriðandi - Kynjasögur 19. Skagfirska söngsveitin - Kveðja heimanað 20. Bragi Hliðberg - / léttum leik Ef þú býrð úti á landi og pantar 5 diska af þessum lista, er póstkröfukostnaður enginn. JAPISð tónlistardeild Brautarholti og Krínglunni Símar 62S290 og 625200 Dreifing: Simi 625088 Neytendur Akureyri: Vöruverdið sem fyrr lægst hjá KEA-Nettó - kjötverðið í könnun DV þó lægst í Hagkaupi: Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: DV kannaði í gær verð á 13 tegund- um matvpru í þremur verslunum á Akureyri. Fyrir valinu urðu stærstu verslanirnar, KEA-Nettó, Hagkaup og KEA, Hrísalundi. Valdar voru af handahófi vöruflokkar sem keyptir eru inn á flest heimili fyrir jólin, ýmist varðandi bakstur eða á jóla- borðin. Skemmst er frá því að segja aö verð þessara vörutegunda var lægst í KE A Nettó eins og við var að búast, enda hefur Nettó-verslunin í langan tíma verið ódýrasta matvöruverslunin á Akureyri. Það sem kom mest á óvart var að verð fjögurra kjöttegunda, sem verðkönnunin náði til og fékkst í öllum verslununum, var lægst i Hagkaupi í þremur tilfellum. Þrátt fyrir það var „matarkarfan" ódýrust í Nettó sem fyrr sagði. Þar kostaði hún 6.416 krónur, í Hagkaupi 6.558 krónur og í KEA, Hrísalundi, 7.070 krónur. Munurinn á Hagkaupi og KEA, Hrísalundi, var meiri en búast hefði mátt við því til skamms tíma mátti ekki á milli sjá hvor þess- ara verslana bauð lægra verð og munaði sáralitlu á þeim í könnunum. Það er ljóst að Akureyringar búa við lægra vöruverö en var fyrir ári þegar verðstríð Nettós og Bónuss stóð sem hæst. Þetta kemur best í ljós þegar það er skoðað að verð í Nettó hefur ekki hækkað síðan og lækkað í mörgum tilfellum. Þá hefur verðmunur milli Nettós og Hagkaups greinilega minnkað. Heilt hangikjötslæri var ódýrast í Hagkaupi á 745 kr., í Hrísalundi kost- aði það 854 kr. en í Nettó 935 krónur og var það í eina skiptiö sem Nettó var með hæsta verðið en Nettó var í 10 tilfellum af 13 með lægsta veröið í könnuninni. Úrbeinað hangikjöts- læri kostaði 929 krónur í Hagkaupi, 998 krónur í Nettó og 1186 krónur í Hrísalundi. Svínahamborgarhrygg- ur var ódýrastur í Nettó á 861 krónu kílóið, í Hagkaupi 885 krónur og 898 krónur í Hrísalundi. Kalkúnn var ódýrastur í Hagkaupi á 941 krónu kílóiö, í Nettó á 945 og 996 krónur í Hrísalundi. Á öllum öðrum vörum í könnun- inni hafði Nettó vinninginn. Þar kostaði 1/1 dós af Ora grænum baun- um 96 krónur, 108 krónur í Hrísa- lundi og 109 krónur í Hagkaupi. 600 gramma pakkning af Eldorado rauðkáli kostaði 66 kr. í Nettó, 78 kr. í Hrísalundi og 79 kr. í Hagkaupi. Tveggja lítra flaska af Egils appelsíni kostaði 156 kr. í Nettó en 179 kr. bæði í Hrísalundi og Hagkaupi. Tvö kg af hveiti kostuðu 57 kr. í Nettó en 65 í Hrísalundi og Hag- kaupi. Sama magn af strásykri kost- aði 94 kr. í Nettó en 106 kr. í Hag- kaupi og Hrísalundi. Umtalsverður munur var á verði á eggjum. í Nettó kostaði kg 289 kr., 367 í Hrísalundi og 369 kr. í Hagkaupi. Tveggja kg dós af Mackintosh sæl- gæti kostaði 1779 kr. í Nettó en 1989 kr. í Hagkaupi og Hrísalundi. Þá var munurinn enn meiri á hæsta og lægsta verði á 2 kg af kartöflum. Þær kostuðu 66 kr. í Nettó, 79 kr. í Hag- kaupi en 165 kr. í KEA, Hrísalundi. Akureyringar flykkjast að jólahlaðborðunum Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Veitingamenn Bautans á Akureyri urðu fyrstir þar í bæ til að bjóða gest- um sínum upp á jólahlaöborð í des- embermánuði, skömmu eftir að veit- ingahúsið Óðinsvé í Reykjavík reið á vaðið með þessa nýjung í höfuðborg- inni. Til að byrja með voru Bauta- menn einir um þetta í höfuðstað Norðurlands en fleiri hafa fylgt í kjölfarið. Nú er jólahlaöborð fyrir gesti á sex veitingastöðum bæjarins og úr ýmsu er að velja fyrir þá sem vilja taka til viö kræsingamar á að- ventunni. DV kannaði í gær hvað veitingastaöirnir sex á Akureyri byðu gestum sínum upp á í þessum efnum. Á ölium stöðunum er með- lætið með réttunum vel útilátið og einnig eru alls staðar margar tegund- ir af brauði, að ógleymdu laufabrauð- inu. Bautinn Á jólahiaðborði Bautans er m.a. grísasteik, eplaflesk, danskar kjöt- bollur, bayonneskinka, lifrarkæfa, grísasulta, kálfarúllupylsa, salami- pylsa, síldarréttir og fiskpaté. Að sjálfsögðu fylgir ýmislegt meðlæti og einnig má nefna kökur og „ris á l’a- Þeir voru „matarlegir" gestirnir sem komu að hlaðborðinu i Lindinni á Akureyri i hádeginu í gær. DV-mynd gk mande". Verðið er 1.390 krónur, 6-11 ára greiða hálft verð og ókeypis er fyrir 5 ára og yngri. Greifinn Á hlaðbórði Greifans má nefna reykta svínasíðu, hangikjöt, danskar kjötbollur, lifrarkæfu, innbakaða lifrarkæfu, svínarúllupylsu, fjalla- grasakæfu, salamipylsur, danskar jólapylsur, grísasultu, eplaflesk og síldarrétti. Greifamenn bjóða auk hefðbundins meðlætis m.a. upp á eplaköku í eftirrétt. Verðið er 1.290 krónur í hádeginu og 1.590 krónur á kvöldin. Lindin Lindin er með „danskt" jólahlað- borð sem á er m.a. eplaflesk, grísa- tær, reykt medisterpylsa, danskar kjötbollur, hangikjöt, graflax, dönsk lifrarkæfa, svínasulta, svínahjörtu, laxapaté og fiskpaté. Síðan fylgir jólagrautur og verðið er 1.200 krónur fyrir fullorðna, 600 krónur fyrir 5-10 ára og ókeypis fyrir yngri en 5 ára. Fiðlarinn „Alifuglahlaöborð" er yfirskriftin á jólahlaðborði Fiðlarans en auk fugla- kjöts er reyndar boðið upp á aðra rétti, s.s. hangikjöt, grísasteik og lax. Af fuglakjötinu má nefna reyksoðna aligæs, kjúkhngapaté, fylltan kara- melluhjúpaðan kalkún, önd í appel- sínusósu, „Malasíu“-kjúkhnga- vængi, grísabohur og grihaðar kalk- únabringur. Verðið hjá þeim á Fiðl- aranum er 1.790 krónur. Bing Dao Hjá Bing Dao er m.a. boðið upp á kalkún með ávaxtafylhngu og sveppasósu, svínasteik, hangikjöt, graflaxrúhur, lúðubita í kryddjurta- sósu, kínverskar kjötbollur með súr- sætri sósu, síldarrétti, síldarsalöt, fimm tegundir af paté, sjávarrétta- salöt, reykan ál og síðast en ekki síst reyktar rjúpur í hunangssósu sem er sérréttur staöarins. Punkturinn yfir i-ið er svo grjónagrautur og heppnir gestir fá möndlugjöf. Verðið hjá Bing Dao er 1.680 krónur. Hótel KEA Ýmissa grasa kennir á jólahlað- borði Hótel KE A. Af réttum má nefna kalt hangikjöt, reykt svínakjöt, mag- ál, hreindýrapaté, danskar kjötboll- ur, roast beef, heita kæfu, reyktan lax, grafinn lax, síld, skötukæfu, sviðasultu, grísasultu, shung í hlaupi, gæs, rækjubökur, svartfugl, grænmetis- og fiskpaté, piparhangi- kjöt, grihsteikt höfrungakjöt og sænska svínapylsu. Jólagrautur eða ís er svo fyrir þá sem vilja. Verðið hjá Hótel KEA er 1.750 krónur og eins og hjá hinum veitingastöðunum er boöið upp á afslátt fyrir hópa. Ht Okkar góða jólahlaðborð byrjar í kvöld 9. desember Borðapantanir í síma 88 99 67 Verð kr. 2.250 á kvöldin u) (jufínifícmmtÐ Laugavegi 178, s. 889967

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.