Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1994, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1994, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1994 31 Fréttir Oskar Bjartmarz, formaður Iþróttasambands lögreglumanna, til vinstri á myndinni, afhendir Ásgeiri Ellertssyni, yfirlækni á Grensásdeild Borgarspít- ala, 100 þúsund króna peningagjöf til deildarinnar. Fyrir aftan þá eru nokkr- ir félagar úr Lögreglukórnum sem söng við sama tækifæri. DV-mynd Sveinn íþróttasamband lögreglumanna: Gaf Grensásdeild 100 þúsund krónur - gjöfin fer til kaupa á lyftara fþróttasamband lögreglumanna aíhenti á dögunum endurhæfingar- og taugadeild Borgarspítala, svokall- aöri Grensásdeild, 100 þúsund króna peningagjöf. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem íþróttasamband lögreglumanna gefur Grensásdeild- inni þvi í fyrra gaf þaö 50 þúsund krónur. Gjöfin núna var afhent þegar Lögreglukórinn söng fyrir sjúklinga og starfsfólk Grensásdeildar. Óskar Bjartmarz, formaður íþróttasambands lögreglumanna, sagði í samtali við DV að peninga- gjöfin væri af þóknun sem samband- ið fengi fyrir að dreifa kynningarefni í forvörnum í umferðarmálum. Ný- verið var gefið út kynningarspjald í samstarfi nokkurra aðila til að stuðla að forvörnum í umferðinni. Á spjald- inu segir m.a.: „Getur verið að sá sem ekur undir áhrifum áfengis sé aum- ingi því hann stofnar sjálfum sér og öðrum í lífshættu. Staðreyndin er sú að 250 ölvaðir ökumenn slasast eða slasa aðra í umferðinni árlega. Það er aumt hlutskipti." Ásgeir Ellertsson er yfirlæknir á Grensásdeild. Hann sagði við DV að peningagjöf lögreglumanna rynni beint í tækjakaupasjóð deildarinnar. „Við erum mjög ánægð með þessar gjafir. Þeim fylgir hlýr hugur. Það vantar alltaf tæki og aukabúnað á deildina. Gjöf íþróttasambands lög- reglumanna í fyrra fór í gangbraut í sjúkraþjálfun en ég býst við að gjöfin núna fari til kaupa á lyftara á aðra legudeildina hjá okkur. Það var líka afskaplega ánægjulegt að heyra í Lögreglukórnum við þetta tækifæri. Kórinn er virkilega góður um þessar mundir," sagði Ásgeir. Hagkaupekki á Akranes - seglr Óskar Magnússon Þrálátur orðrómur hefur verið á kreiki á Akranesi um að Hagkaup ætlaði að opna þar stórmarkað. Þetta var borið undir forstjóra Hagkaups, Óskar Magnússon, en hann þvertók fyrir það að fyrirtækið væri á leið upp á Skagann. Miöstöð atvmnulausra: Ákvörðun um aðopnaáný eftir áramðt - borgin leggur til húsnæði „Það hefur verið tekin ákvörðun um það að hætta ekki. Það á að reyna að finna þessu áframhaldandi farveg. Þetta stóð ekki undir sér fjárhagslega og það var mat manna að það þyrfti að gera ákveðnar breytingar á starf- seminni," segir séra Gísli Jónasson, stjómarformaður Miðstöðvar fólks í atvinnuleit. Kirkjan, ásamt stéttarfé- lögum og opinberum aðilum, stóð að rekstri miðstöðvarinnar sem lokað var 1. desember sl. Gísli segir að stjómin hafi þegar komið saman til fyrsta fundar þar sem farið var yfir stöðuna. „Það verður farið inn í nýtt hús- næði sem borgin er búin að 'finna undir þessa starfsemi. Það næsta í stöðunni er að hafa samband við þá aðila sem hugsanlega vilja styðja þetta og finna meira íjármagn þannig aö reksturinn geti haldið áfram. Það skýrist upp úr áramótum hvenær opnað verðin- á ný, “ segir Gísh. -rt „Hreint út sagt erum við ekkert á leiðinni þarna upp eftir. Það hafði einhver samband við okkur og bauð okkur iðnaðarhúsnæði til afnota en Fleece fóðraðar Neoprene andlitsgrímur. Verð aðeins kr. 1.690 5% sta&grei&sluafsláttur, einnig af pástkröfum greiddum innan 7 daga. SMÚTILÍFamSi GLÆSIBÆ SÍMI 812922 Slappaðn af og láttu þreytuna líða úr þér í nýja hvíldarstólnum frá Action. Stóllinn er með stillanlegu baki, innbyggðum skemli og fæst ruggandi eða fastur. Marco Langholtsvegi lll Sími 91-680690 Verð m/tauáklæði frá kr. 33.120 stgr. Verð m/leðuráklæði á slitflötum. frá kr. 54.280 stgr. Húsgagnaverslun 30% nteiri s Grundig 28u litasjónvarp • íslenskt textavarp og fjarstýring. • Nýr Super BLACK-LINE myndlampi. • 30% meiri skerpa. • Nicam-stereo SIÐUMULA 2 • SIMI68 90 90 • OPIÐ LAUG. 10-16 - SUN. 13-16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.