Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1994, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1994, Blaðsíða 33
FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1994 41 Á myndinni er Guðmundur Árni að árita bók sina ásamt Kristjáni Þorvalds- syni, skrásetjara bókarinnar. Guðmundur Árni áritar bók sína Nýkomin er út bók Guömundar Árna Stefánssonar, Hreinar línur, á vegum Fróða hf. Bókin hefur vakið mikla athygli og Guðmundur Árni hefur haft nóg að gera við að árita bókina fyrir kaupendur á síðustu dögum. Guðmundur mun árita bókina í Kringlunni á milli klukkan 16 og 18 fóstudaginn 9. desember, í Leikbæ á milli klukkan 14 og 16 á laugardag, í Bókabúð Böðvars á Reykjavíkur- vegi milli klukkan 16 og 18 sama dag, í Eymundsson milli klukkan 13 og 15 í Borgarkringlunni á sunnudag og milli kl. 15 og 17 sama dag í Ey- mundsson, Kringlunni. Tilkyiiningar Hótel Örk Hótel Örk heldur Árborgarjólagleöi laug- ardaginn 10. des. fyrir Suöurlandsum- dæmiö. Þetta er í fyrsta sinn sem Hótel Örk heldur slíka jólagleöi og verður mik- iö um dýrðir. Sigurður Hall setur upp glæsilegt jólahlaöborö og landsfrægir skemmtikraftar koma fram, meðal ann- arra Ómar Ragnarsson, og sönghópurinn Fox Feminae syngur undir stjóm Mar- grétar Pálmadóttur og hljómsveitin Krass leikur fyrir dansi til kl. 3. Verðinu er stillt í hófi og einnig býður Hótel Örk lægsta gistitilboö ársins af þessu tilefni. Árleg bókmenntakynning Menningar- og friöarsamtaka íslenskra kvenna verður aö þessu sinni laugardag- inn 10. des. kl. 14 að Vatnsstíg 10. Kynnt verður: í luktum heimi, Engill í snjónum, Fjarri hiýju hjónasængur, Veistu ef þú vin átt, Ljóö Vilborgar Dagbjartsdóttur, Prósi Þórunnar Geirsdóttur, Ljóö Ásdís- ar Hilmarsdóttur, Brynja og Erlingur fyrir opnum tjöfdum. Stella Hauks og Elias Davíösson sjá um tónlistina. Kaffi- veitingar. Allir velkomnir. Styrktarsýning á Forrest Gump í tilefni af alþjóðlegum degi fatlaðra 3. des. sl. hefur Háskólabíó boðið ÁTAKI, félagi þroskaheftra, sérstaka styrktar- sýningu á kvikmyndinni Forrest Gump í Háskólabíói laugardagirm 10. des. kl. 17. Með styrktarsýningu er átt við að ágóði af þessari sýningu myndarinnar rennur til styrktar ÁTAKI. Rauöi kross íslands 70 ára 70 ára afmælis Rauða kross íslands verð- ur minnst með fjölbreyttum hátiðarhöld- um víða um land laugardaginn 10. des. í Reykjavík verður haldin fjölskyldu- skemmtun á Ingólfstorgi og byriar hún kl. 13.50 með leik Lúörasveitarinnar Svans, og úti á landsbyggðinni bjóða margar deildir í opið hús, sýna sjúkra- bíla sína eða minna á starfsemina með öðrum hætti. Formlega verður afmælis- ins minnst með hátíðarfundi stjómar í Kaupþingssal Eimskipafélagshússins, þar sem félagið var stofnað 10. des. 1924. Hafnfirðingar Laugardaginn 10. des. verða tendmð ljós á jólatré Hafnfirðihga, sem er gjöf frá Fredriksberg, vinabæ Hafnarfjarðar í Danmörku. Dagskrá: Kl. 14 Karlakórinn Þrestir syngur jólalag, hr. Klaus Otto Kappel, sendiherra Danmerkur á íslandi, afhendir jólatréð, Magnús Gunnarsson, formaður bæjarráðs, flytur ávarp. Séra Einar Eyjólfsson flytur stutta hugvekju. Kl. 14.30 hefst jólaball í íþróttahúsinu við Strandgötu þar sem hljómsveitin Gleði- gjafamir og fleiri koma fram. Kvennalistinn Sigríöur Lillý Baldursdóttir verður gest- ur í laugardagskaffi Kvennalistans 10. des. Hún mun greina frá undirbúningi Ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um mál- efni kvenna, sem verður í Peking á næsta ári, en Sigríður Lillý er starfskona ís- lensku undirbúningsnefndarinnar. Kaff- ið vérður á Laugavegi 17 og hefst kl. 11. Aflir em velkomnir en þetta verður síð- asta laugardagskaffið fyrir jól. Kveikt á jólatrénu á Garðatorgi Kveikt veröur á jólatrénu á Garðatorgi í Garðabæ laugardaginn 10. des. kl. 16. Jólatréið er gjöf frá Asker, vinabæ Garðabæjar í Noregi. Blásarasveit Tón- listarskóla Garðabæjar leikur frá kl. 15.45. Formaður Norræna félagsins í Garðabæ, Stefán Veturliðason, býður gesti velkomna og vind Stokke frá norska sendiráöinu afhendir tréð og tendrar ljós- in. Forseti bæjarstjórnar Garöabæjar, Laufey Jóhannsdóttir, veitir trénu við- töku. Kór Flataskóla syngur og jólasvein- ar koma í heimsókn. Dóttir Lúsífers - Önnur auka- sýning Vegna mikillar aðsóknar hefur verið ákveðið að hafa aðra aukasýningu á ein- leiknum Dóttir Lúsífers. Dóttir Lúsífers hefur verið sýnd á Litla sviði Þjóðleik- hússins síðan í haust og fjallar leikritiö um ævi og ritverk dönsku skáldkonunn- ar Karenar Blixen. Það er Briet Héðins- dóttir sem leikur þessa sérstæðu og heil- landi konu og hefur Bríet hlotið mikið lof fyrir leik sinn. Síðari aukasýning verður laugardagskvöldið 10. des. kl. 20.30. Kveikt á jólatrénu á Austurvelli Sunnudaginn 11. des. kl. 16 veröur kveikt á jólatrénu á AusturveUi. Tréð er að venju gjöf Óslóborgar til Reykvíkinga. Athöfnin á Austurvelh hefst kl. 16 að loknum leik Lúðrarsveitar Reykjavíkur. Frú Kari Pahles, varaforseti borgar- stjórnar Óslóborgar, mun afhenda tréð fyrir hönd Óslóarbúa, en Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri veitir trénu viðtöku fyrir hönd borgarbúa. Strax aö athöfn lokinni skemmta jólasveinar yngstu borgumnum á Austurvelli. Plötutíðindi í fyrsta sinn Samband hljómplötuframleiðenda stend- ur nú fyrir útgáfu plötutíðinda í fyrsta sinn. Tilgangurinn er aö sýna hiö gífur- lega fjölbreytta úrval af íslenskri tónlist sem út er gefin fyrir þessi jól. Þar kennir ýmissa grasa og er þar að finna tónhst sem höfðar til ahra aldurshópa. Má þar nefna popp-, rokk- og danstónlist, sveita- og þjóðlagatónlist, trúartórdist, barna- og jólatórdist, harmoníkutónhst og ýmiss konar síghda tónlist svo sem ópemr og fleira. Leikhús ÞJÓDLEIKHÚSIÐ Sími 11200 Stóra sviðiö kl. 20.00 VALD ÖRLAGANNA eftir Giuseppe Verdi Á morgun, uppselt, siðasta sýning. GAUKSHREIÐRIÐ eftir Dale Wasserman Föd. 13. jan. Ath. Sýningum fer fækkandi. GAURAGANGUR eftir Ólaf Hauk Simonarson Föd. 6. jan. Ath. Sýningum fer fækkandi. SNÆDROTTNINGIN eftir Evgeni Schwartz Byggt á ævintýri H.C. Andersen Mvd. 28/12 kl. 17.00, nokkursæti laus, sud. 8. jan. kl. 14.00, nokkursæti laus. Litla sviðið kl. 20.30. DÓTTIR LÚSÍFERS eftir William Luce Aukasýning lau. 10/12 kl. 20.30. Allra siðasta sinn. Gjafakort í leikhús - sígild og skemmtileg gjöf. Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningar- daga. Tekið á móti simapöntunum aila virka daga frá kl. 10.00. Græna linan 99 61 60. Bréfsimi6112 00. Simi 1 12 00-Grelðslukortaþjónusta. Ný hársnyrtistofa, Hárkó var opnuð 3. des. í húsi Miðjunnar að Hlíðasmára 8, Kópavogi. Eigendur stof- unnar em systurnar Þóra Grímsdóttir hársnyrtimeistari, sem rak áður stofu í Þorlákshöfn, og Hulda Grímsdóttir hár- skeri sem vann áöur á Hárhominu, Hverfisgötu. Þær bjóða upp á almenna hársnyrtiþjónustu í notalegu umhverfi. Stofan verður opin alla virka daga frá kl. 9-18 og laugardaga frá kl. 10-13. Visa/Euro/Debetkortaþjónusta. Síminn er 644495. Ahir hjartanlega velkomnir. Hana-nú í Kópavogi Vikuleg laugardagsganga verður á morg- un. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Nýlagað molakaffi. Félag eldri borgara í Rvík og nágrenni Félagsvist í Risinu kl. 14 í dag. Göngú- Hrólfar Ieggja af stað frá Risinu kl. 10 laugardag. Félag eldri borgara Kópavogi Spiluð verður félagsvist aö Fannborg 8, Gjábakka, í kvöld kl. 20.30. Húsið öllum opið. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Litla svið kl. 20.00 ÓSKIN (G ALDR A-LOFTU R) eftir Jóhann Sigurjónsson Föstud. 30. des. Laugard. 7. jan. Stóra svið kl. 20. LEYNIMELUR13 eftir Harald Á. Sigurðsson, Emil Thoroddsen og Indriða Waage. Föstud. 30. des. Laugard. 7. jan. Litla svið ki. 20: ÓFÆLNA STÚLKAN eftir Anton Helga Jónsson. Fimmtud. 29/12, sunnud. 8. jan. kl. 16. Söngleikurinn KABARETT frumsýning i janúar. Miðasala er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00-20.00. Miða- pantanir i síma 680680 alla virka daga frákl. 10-12. Gjafakortin okkar eru frábær jólagjöf! Greiðslukortaþjónusta. Leikfélag Reykjavíkur- Borgarleikhús MÖGULEIKHÚSID vif Hlemm TRÍTILTOPPUR barnasýning eftir Pétur Eggerz Fös. 9/12, kl. 10, upps., og 14, upps. Aukasýning lau. 10/12, kl. 15, fá sæti laus. Sun. 11/12, kl. 14, upps., og 16, upps. Mán. 12/12, kl. 10, upps., og 14. Þri. 13/12, kl. 10 og 14. Mið. 14/12, kl. 10 og 14. Fim. 15/12, kl. 10.30, upps., og 14. Fös. 16/12, kl. 10 og 14. Miðasala allan sólarhringinn, 622669 Laugavegi 105 - 105 Reykjavfk Húnvetningafélagið Félagsvist laugardaginn 10. des. kl. 14 í Húnabúð, Skeifunni 17. Allir velkomnir. Baháíar í Reykjavík Baháíar bjóða á opið hús laugardags- kvöldið 10. des. í Álfabakka 12 í Mjódd kl. 20.30. Ahir velkomnir. Jóiamarkaður íTryggvaskála Reynsluverkefnið Handverk, sem starfar á vegum forsætisráðuneytisins, heldur jólamarkað í Tryggvaskála á Selfossi laugardaginn 10. des. frá kl. 11-17. Þing- borg, Græna smiðjan, Sólheimar og Vinnustofan á Selfossi taka þátt í mark- aðnum auk um tuttugu einstaklinga. Þingborgarkonur munu þæfa utan á sjálfan jólaköttinn meðan á markaðnum stendur. Fleiri handíðir verða sýndar svo sem körfugerð og bandvefnaður og tólg- arkerti verða steypt. DRÍFA í 1. SÆTI Reynsla - Þekking - Forysta Veljum Drífu Sigfúsdótt- ur, forseta bæjarstjórnar Keflavíkur- Njarðvíkur- Hafna, í 1. sæti í próf- kjöri Framsóknarflokks- ins í Reykjaneskjördæmi 10. des. nk. Metum þekkingu hennar og reynslu í stjórnmálum. Stuðningsmenn Prófkjörsskrifsto símar 14025 og 141 (gengið inn baka ur: Keflavik, Hafnargötu 45, 35, Kópavogur, Hamraborg 10 til), simar 644744 og 644734 €*íiifl ^jpg| | ~ DV 9 9*1 7*0 0 Verð aðeins 39,90 mín. Fótbolti 2j Handbolti 3 j Körfubolti 4| Enski boltinn 5 j ítalski boltinn 61 Þýski boltinn 71 Önnur úrslit [8j NBA-deildin ll Vikutilboð stórmarkaöanna 2 Uppskriftir Læknavaktin Apótek Gengi WM5M lj Dagskrá Sjónv. [2J Dagskrá St. 2 3 j Dagskrá rásar 1 4 j Myndbandalisti vikunnar - topp 20 5j Myndbandagagnrýni 6 j ísl. listinn , - topp 40 71 Tónlistargagnrýni 5JSSufi31SÍ ||] Krár 2 Dansstaðir 3.j Leikhús 4J Leikhúsgagnrýni 5j Bíó 6 j Kvikmgagnrýni ; lj Lottó 2 Víkingalottó 3 j Getraunir 99*17*00 Verð aðeins 39,90 mín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.