Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1994, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1994 Fréttir Úttekt DV á dökkum hliðum samfélagsins: v Ofbeldið hrottalegra og tilgangsleysið einkennandi - segjalögreglaoglæknar Undanfarnar vikur og mánuði hef- ur mikið veriö fjallað um tilefnis- laust ofbeldi í íjölmiðlum, rán í sölu- tumum og rán um hábjartan dag á götum úti. Ef flett er lauslega í gegn- um DV hefur í hátt í 20 skipti verið fjallað um grófar líkamsárásir eða rán á síðum blaðsins. Ajlar árásir tilefnislausar í apríl vora 13 tennur brotnar úr munni manns sem var barinn með meitli. Árásin var tiiefnislaus. í næsta mánuði var sjoppa rænd í tví- gang við Skólavörðustíg og hendur lagðar á afgreiðslukonu. í sama mán- uði sparkaði unglingsstúlka í höfuð og maga jafnöldru sinnar þar sem hún lá í götunni. Afleiðingarnar urðu þær að stúlkan missti meðvitund og var flutt á slysadeild. Þriðja fréttin í maí fjallaði um vmgan Keflvíking sem var stunginn í síðuna með þeim afleiðingum að sauma þurfti í hann 13 spor. Þá var tvisvar framið rán í maí. Skorinn á háls í júní var maður skorinn á háls í Þingholtunum. Þá hlaut 35 ára Kefl- víkingur mikla áverka á höföi 1 sept- ember þegar tveir menn réðust að honum og létu á þriðja tug högga dypja á honum. Fjórir piltar frömdu rán í tveimur söluturnum í Breiö- holti í sama mánuði og ógnuðu af- greiðslufólki með hnífi. í október var maður fluttur á slysadeild þegar hann rotaðist eftir að hann var kýld- ur, skallaður og sparkað í hann í miðbænum. í síðasta mánuði var tví- tugur maður stunginn í síðuna og fótlegginn í tilefnislausri árás. Fyrir viku gat svo að lesa í DV um mann sem var með glóðaraugu, nef- brotinn og með brotnar tennur eftir tilefnislausa árás í Keflavík. Um svipað leyti réðust fjórir menn á kennara og son hans með hafna- boltakylfu að vopni og börðu þá fyrir utan heimili sitt á Hvolsvelli. Árásin er óupplýst og talin tilefnislaus. Þá gerðist það um helgina að rán var framið í söluturni og í fersku minni fólks er kaldrifjað rán þegar þrjú ungmenni réðust á konu í bíla- geymslu við Skeljagranda og rændu af henni 30 þúsundum. Afleiðing aukinnar fíkniefnaneyslu „Það má segja að ránum hafi fjölg- að lítls háttar á síðustu árum, meðal- talið er 22 til 23 ránsmál á ári en nú eru þau komin í eitthvað svipað. Hitt er annað mál að það er mjög misjafnt hversu miklu ofbeldi er beitt í þeim en þetta er mjög alvarlegt mál sem kom upp við Skeljagranda á þriðju- dag,“ segir Hörður Jóhannesson, yf- irlögregluþjónn hjá RLR. Samkvæmt tölum frá embættinu hefur ofbeldiskærum lítið fjölgað síö- ustu misseri en Hörður segir að- spurður að svo virðist sem tilefnis- lausar árásir færist í vöxt. Hann seg- ir ennfremur að ránið við Skelja- granda, sem framiö var um hábjart- an dag, sé kannski vísbending um breytt afbrotaform. Ólafur Guðmundsson, rannsókn- arlögreglumaður í forvarnadeild lög- reglunnar, segir að skortur á töluleg- um gögnum hái því að menn geti al- hæft um aukningu ofbeldis og rána. Tölur frá síðustu árum sýni hins vegar að ofbeldismál séu svipuö að tiltölu en það sé orðið grófara. „Þegar ég var ungur maður í vinnu á Raufarhöfn kom það fyrir að við þurftum að fara í hópum út í sjoppu því annars hefðum við verið barðir í klessu af heimamönnum. Samt gerðist það ekki, sem er að gerast nú, að haldið var áfram að berja á mönn- um og sparka í þá eftir aö þeir voru komnir í götuna. Tilefnislaust of- beldi, eins og menn horfa upp á í bíómyndum, hefur aukist. Þar sem ég starfa aö forvömum fíkniefna- mála, sé ég það í mínu starfi að menn nota allar aðferðir til að ná sér í fíkni- efni. Konur geta selt blíðu sína fyrir flkniefni, og þess eru dæmi, en það er erfiðara um vik fyrir karlmenn- ina. Þeir fremja smárán eða stunda fíkniefnasölu til að fjármagna eigin neyslu eða þá fremja innbrot og þjófnaði," segir Ólafur og bætir við að með amfetamínneyslu, sem færst hefur í aukana, fylgi ofsóknaræði. Það verður þess valdandi að menn fara að ímynda sér óvini og stuðli ábyggilega mikið aö þessum tilefnis- lausu árásum. „Því amfetamín er alversta fíkniefni með ofbeldi," segir Olafur. Komum á slysadeild fjölgað í nýjasta hefti Læknablaðsins er að finna athugun sem þrír læknar gerðu á þróun ofbeldis út frá komum á slysadeild Borgarspítala árin 1974 til 1991. Þar kemur skýrt fram aö meðhöndlun fórnarlamba með of- beldisáverka hefur stórlega aukist á fyrrgreindu tímabili. Frá árunum 1980 til 1,982 til áranna 1989 til 1991 fjölgaði þejm sem leituðu á slysadeild vegna ofbeldisáverka um tæplega helming. Ef sömu tíma- bil eru borin saman fjölgaði innlögn- um á Borgarspítala vegna ofbeldis- brota um 160 prósént. Um helmingur ofbeldisverkanna átti sér stað um helgar þegar víndrykkja er mest og algengast er að fölk á aldrinum 15 til 30 ára eigi þarna í hlut. Forvarnarsfarf hefjist hjá börnum „Þetta bendir til þess að fullyrðing- ar lögreglu 'um aukningu alvarlegs ofbeldis sép réttar," segir í greininni í læknablaðinu. Ennfremur segir að erfitt sé að benda á leiðir til úrbóta vegna skorts á rannsóknum en vitað sé að þau börn sem verða fyrir of- beldi eigi frekar á hættu að verða þolendur eða gerendur ofbeldis. For- varnarstarf beri að hefja strax viö 10 ára aldur og leggja eigi áherslu á að benda börnum á tilgangsleysi og afleiðingar ofbeldis, „en ljóst er að flest börn fá mikla fræöslu um hið gagnstæða með kvikmyndum, sjón- varpsþáttum og tölvuleikjum". Auður Sveinsdóttir varaþingmaður um tillögu Guðrúnar Helgadóttur: Svona vinnur maður ekki gagnvart félögum sínum - kjördæmisráðið hefur síðasta orðið, segir formaður ABR „Eg var í þriðja sæti listans siðast en gef kost á mér í annað sætið nú. Menn mega ekki gleyma því að ákvörðunin um prófkjör stendur þangað til annaö er ákveðið. Ég vil líka taka fram að ég er algerlega andvíg þeirri hugmynd Guðrúnar Helgadóttur að stilla upp á listann eins og hún lagði til að gert yrði. Þegar Guðrún ætlar loks að rýma fyrir öðru fólki þá er það fólkið í flokknum sem á að fá að segja sína skoðun. Það hefur ekkert breyst ef hún segist ætla að ráða því hver fær sætið. Svona vinnur maður ekki gagnvart félögum sínurn," segir Auð- ur Sveinsdóttir, varaþingmaður Al- þýðubandalagsins í Reykjavík, um þann óróa sem kominn er upp vegna hugmyndar sem Guörún Helgadóttir kynnti í fyrradag um uppstilhngu á listann í Reykjavík. Auður segir að það sé ljóst að Guð- rún Helgadóttir hafi ekki verið ein í ráðum með þá hugmynd að stilla Bryndísi Hlöðversdóttur og Ög- mundi Jónassyni í 2. og 3. sæti list- ans. Þar standi sterk öfl aö baki. „Þegar fólk gerir sér grein fyrir því að þetta er ekki hugmynd Guðrúnar þá bregst það auðvitað við og vill fá að kjósa um það hvort það vill þessa aðferð eða hvort haldið verður próf- kjör. Hvort þetta verður að stórmáli í félaginu skal ég ekkert um segja. Enn er þetta aðeins eins og smá gufu- ketill sem verið er að tappa lofti af. Menn þurfa því aðeins að átta sig á hlutunum. Auðvitað hljótum við að ná sáttum í þessu máli,“ segir Auður. „Það eru margar skoðanir uppi um hvaða aöferð nota skal við að stilla upp lista. Það er og vandasamt að gera upp á milli sjónarmiða í þessum efnum. Hitt liggur alveg í augum uppi að síðasta orðið um uppstifling- una hefur kjördæmisráðið. Þessi óeðlilegu vinnubrögð, sem Guðrún Helgadóttir leggur til og minna mann á gráa fomeskju, að einhver þing- maður rjúki til og leggi til uppstill- ingu á lista, eru bara alls ekki líð- andi,“ segir Garðar Mýrdal, formað- ur Álþýöubandalagsfélags Reykja- víkur. Hann segir það nýtt í þessu öllu að Ögmundur Jónasson skuli gefa kost á sér á listann. Það sé spurning hvemig tekið er á því. Hvort eðlilegt sé að utanflokksmaður fari í prófkjör í flokknum, eða hvort hægt er að gera þetta eins og þegar farið var í R-lista framboöið og samið var um ákveðin sæti en kosið um önnur. Eða ef farið er að handraða í eitt sæti hvort handraða eigi í þau öfl. „Þá vaknar spumingin um hvem- ing svara eigi þeim einstaklingum sem vilja fara í framboð," segir Garð- ar Mýrdal. Hann segir að á fundi kjördæmis- ráösins á fimmtudag í næstu viku verði ákveðið með hvaða hætti raðaö verður á listann í Reykjavík. - sjá einnig viötal við Svav- ar Gestsson á bls. 17 Evrópusöngvakeppnin: Lagið valið í janúar „Það er ekki búiö að velja lag i Evrópusöngvakeppnina (Eurovisi- on) en þaö er í undirbúningi. Viö erum byrjaðír á fullum ki-afti i samvinnu, Sjónvarpið, Skífan og ég, að gera upp við okkur hvernig framkvæmdin á þessu verkefni verður. Hjá Sjónvarpinu var tekin sú ákvörðun aö velja fyrst söngv- ara og síöan lagið í samráöi við hann,“ sagði Björgvin Halldórsson sem var valinn til þess að flytja ís- lenska lagið á Söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva þann 13. maí á næsta ári í írlandi. Hingað tii hefur íslenska lagið verið valið aö undangenginni forkeppni, en með þessu hefur orðiö breyting á. - Ertu vongóður um að góður árangur náist í keppnínni? „Ég ætla aö hafa það alveg á hreinu að þaö veröa engar yfirlýs- ingar gefnar. Ég tek þetta verkefni jafn alvarlega og önnur verkefni sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Við veröum að vera tilbúnir með lag í endaðan janúar eða í byrjun febrúar. Ekki er enn fullljóst hvernig staðiö verður að vali á lag- inu. Sumir vilja að valið verði eitt lag, en einnig kemur til greina að nokkur lög verði valin til flutnings á íslandi og eitt af þeim valið úr í keppnina. Menn mega samt ekki gleyma því að kynningin hér inn- anlands skiptir nánast engu máli erlendis. Dómnefndin hérlendis má ekki gefa sínu landi stig, en aftur á móti skapar kynningin ákveöna stemningu í kringum keppnina. Ég held að það sera mestu máli skiptir sé frammistaðan á forsýningunni úti, en dómnefndir allra landa fylgjast með henni og flestir taka ákvörðun um stigagjöfina þar,“ sagði Björgvin. Málþing um of beldi gegn konum Ákæra á leiðbeinandann felld niður í Noregi Ákæmvaldið í Kongsvinger í Nor- egi féll frá ákæra 17. nóvember síð- astliðinn á hendur fyrram grunn- skólaleiðbeinanda á Sauðárkróki. Manninum var vikið frá störfum á Sauðárkróki, samkvæmt upplýsing- um DV, meðal annars vegna frétta af ákæranni. Hann sat í gæsluvarð- haldi í Noregi vegna málsins en hyggst nú höfða skaðabótamál vegna þess. Fyrir skömmu greindi DV frá því að rannsókn væri hætt í málinu en nú hefur ákæruvaldið fallið frá ákæra vegna skorts á sönnunum. A laugardag er lokadagur alþjóð- legrar baráttu kvenna gegn ofbeldi gagnvart konum. Dagskráin verður með þeim hætti að efnt verður til málþings um ofbeldi á konum sem mannréttindabrot. Málþingið verður haldið í Odda, stofu 101, og hefst kl. 14. Frummælendur verða Sigríður Lillý Baldursdóttir, Stefanía Traustadóttir og Helga Leifsdóttir. Alþingiskonumar Guðrún Halldórs- dóttir, Guðrún Helgadóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Rannveig Guð- mundsdóttir, Sólveig Pétursdóttir og Ingibjörg Pálmadóttir munu sitja fyrir svörum málþingsgesta um stefnu flokka sinna varðandi ofbeldi gegn konum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.