Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1994, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1994 15 Brotin loforð Jóhanna Siguröardóttir hefur verið að opinbera skoðanir sínar og stefnumál að undanfómu. Við sem höfum starfað með Jóhönnu vitum að ekki er nokkur ágreining- ur okkar í miili um stefnumál enda kom í ljós að hennar ræða um stefnu- og áherslumál er ekki ann- að en kópía af stefnumálum Al- þýðuflokksins. Aðeins er um breytta orðaröð að ræða í einhveij- um tilvikum, t.d. Evrópumálunum þar sem Alþýðuflokkurinn ætlar að taka endanlega ákvörðun um þau mál í janúar nk. í kjölfar inn- göngu EFTA-ríkja í ESB að tilmæl- um Jóhönnu og fleirl á flokksþingi, og síðan eru áherslur Alþýðu- flokksins skýrari í málefnum grunnatvinnuvega og umhverfis- málum. Kjallaiiim Gísli S. Einarsson alþingismaður „ Jóhönnu er kunnugt að ég hafði á margan hátt álit á henni sem stjórn- málamanni. Því miður er það álit þverrandi vegna óbilgirni í samskipt- um við félaga 1 þingflokki Alþýðu- flokksins.“ Persónuleg vonbrigði Fyrirsögn þessarar greinar vísar til persónulegra vonbrigða minna varðandi loforð Jóhönnu Sigurðar- dóttur um að aldrei skyldi hún kljúfa Alþýðuflokkinn og að hún myndi sitja í embætti félagsmála- ráðherra ef hún hlyti 40% stuðning í formannskjöri í júní sl. Jóhönnu er kunnugt að ég hafði á margan hátt álit á henni sem stjórnmálamanni. Því miður er það álit þverrandi vegna óbilgimi í samskiptum við félaga í þingflokki Alþýðuflokksins. Þessi orð styð ég með því að rifja upp að í upphafi starfstíma míns á Alþingi var kom- ið með hvert máhð á fætur öðru til yfirferðar og athugunar í þing- flokknum frá ráðherraborðum. Við þessi mismunandi frumvörp markaði Jóhanna sér sérstöðu með fyrirvörum um þessi mál, a.m.k. ef það voru mál frá samstarfs- „Jóhanna trónir nú á toppi Þjóðvakaflokksins ... en það er oft kalt og næðingssamt á toppnum ... “ segir þingmaðurinn m.a. i grein sinni. flokknum og einnig við ýmis mál samstarfsráðherra úr okkar flokki. Allir hylltu hana Þessi vinnubrögð komu mér á óvart sem sveitarstjórnarmanni. Hún gerði meiri ágreining við sam- herja innan eigin flokks en gerist á milli meiri- og minnihluta í sveitar- stjórn þar sem ég þekki til. Jó- hanna hlaut 39,7% atkvæöa eða þar um bil í formannskjöri. Flestir muna orð hennar þá: „minn tími mun koma“, um leið og hún hvarf af vettvangi. Það má vel vera að svo verði en ég vil minna á að allir þingfulltrúar stóðu upp og hylltu hana sem félagsmálaráðherra en af því að hún vann ekki formanns- slaginn gekk hún á dyr. í kjölfarið sagði hún af sér, gekk úr Alþýðu- flokknum og þar með var loforð brotið. Jóhanna trónir nú á toppi Þjóð- vakaflokksins. Vindar eru hlýir eins og er en það er oft kalt og næðingssamt á toppnum, ekki síst þegar fólk stendur uppi með „brot- in loforð“ eins og gerðist við út- göngu Jóhönnu úr Alþýðuflokkn- um. Gísli S. Einarsson Af skapstyggum borgarstjóra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hefur aldeihs látið skapið hlaupa með sig í gönur. Það sáu lesendur DV á miðvikudaginn þegar frúin birti hér geðvonskulega kjaharagrein með skömmum, stór- yrðum og samsæriskenningum um undirritaðan og útgefendur blaðs- ins. Umkvörtunarefni Ingibjargar Sólrúnar virðast þríþætt. í fyrsta lagi að undirritaður fréttastjóri á DV sé ekki alvöru blaðamaður heldur „pólitískur vikapiltur" á vegum útgefenda og manna úti í bæ. í öðru lagi er hún ósátt við skrif mín og skoðanir. í þriðja lagi telur hún að þess sjáist merki á fréttaumfjöllun blaðsins hvenær ég sé á fréttavakt og þá sé staðreynd- um um borgarmál snúið við. Staðreyndum hagrætt Um tvö fyrstu ákæruefnin skal ég vera stuttorður. Þau eru heila- spuni Ingibjargar Sólrúnar. Ég á að baki langan feril og mikla reynslu sem blaðamaður og ég þyk- ist vita að það og annað ekki hafi ráðið því aö mér var boðiö að koma til starfa á DV. Þótt ég hafi að sönnu tekið þátt í stjómmálum gerir það mig ekki vanhæfan til starfa. Um þriðja ákæruefnið er ástæða til að fara nokkrum orðum því þar fer Ingibjörg Sólrún fijálslega með staðreyndir. Það er rétt hjá henni að mishermt var í frétt DV 24. nóv. sl. að auglýsingar sem málgagn KjaUarinn Guðmundur Magnússon fréttastjóri DV hennar, Regnboginn, fékk hjá Reykjavíkurborg hefðu ekki birst annars staðar. Leiðrétting á því birtist á baksíðu DV daginn eftir. Kveikjan að umfjöhuninni var frétt í Alþýðublaðinu (málgagni R-Ust- ans, ekki satt?) þar sem staðhæft var að auglýsingarnar hefðu ekki birst annars staðar. Hér var sem sagt ekki um hugdettu fréttastjóra eða blaðamanns DV að ræða. En „glæpurinn" í fréttinni af þessu máh (svo notað sé orð Ingi- bjargar Sólrúnar) var reyndar ekki þetta atriði heldur hitt, sem stend- ur óhaggað, hvemig borgarsjóður var misnotaður í þjónustu við póh- tískt málgagn R-hstans. Á þetta benti ég í laugardagspistli í DV fyr- ir tæpri viku og mér sýnist að ábending um þetta og gagnrýni á holræsaskatt borgarstjóra sé hið raunverulega tílefni greinar henn- ar. Sú málsvörn Ingibjargar Sól- rúnar að „hinir“ hafi hka gert þetta er tæpast í anda þeirra „nútíma- legu stjórnmála" sem hún telur sig stundum fuUtrúa fyrir. Borgarstjóri skeytir líka skapi sína á Loka greyinu. En tilvitnunin er röng og þannig tekst Ingibjörgu Sólrúnu að hafa endaskipti á sann- leikunum. Loki karhnn sagði ekki „Nú skU ég hvers vegna útsvariö var hækkað", eins og hún fuUyrðir, heldur: „Nú skU ég af hveiju þarf að hækka útsvarið." Á þessu tvennu er augljós efnislegur mun- ur. Svíður gagnrýni Og þótt Ingibjörg Sólrún sé hætt við að hækka útsvarið, eins og hún var að velta fyrir sér í haust, er hún þessa dagana að hækka fasteigna- gjöldin um fiórðung. Henni sviður það líklega að ég benti á það í laug- ardagspistU mínum að fyrir kosn- ingar lofaði hún að hækka ekki álögur á borgarbúa. Skyldi ekki mega kalla hana „gamaldags og haUærislegan" stjórnmálamann fyrir vikið, svo enn sé notast við hennar eigin orðaforða? Sá sem þessar línur ritar er gam- aU kunningi og samstarfsmaður Ingibjargar Sólrúnar og þótt ég hiki ekki við að gagnrýna hana þegar tUefni gefst tU og halda uppi spurn- um um borgarmál, líka hin „óþægi- legu“ og vandræðalegu, fylgist ég með henni af velvUja og fordóma- leysi. Ég er ónæmur fyrir stóryrð- um stjómmálamanna, hver sem í hlut á, en bendi Ingibjörgu Sólrúnu á það í fullri vinsemd að það stækk- ar hana sjálfa ekki þótt hún teipji sér að tala niður tU fólks af hroka og belgingi. Og ekki ætti að þurfa að taka fram að það hefur engin áhrif á fréttaskrif DV þótt stjórn- málamenn og aðrir valdsmenn kveinki sér undan þeim. Guðmundur Magnússon Og ekki ætti að þurfa að taka fram að það hefur engin áhrif á fréttaskrif DV þótt stjórnmalamenn og aðrir valds- menn kveinki sér undan þeim. Auknar álögur bæjar- sjóðs á Akureyringa varasöm „Það er mín skoðun að á þeim tíma þegar tekjur bæjarins eru að dragast saman og minnaféertíl framkvæmda Sem nemur QlsllBraalHlartarson, röskum 100 ...., , . ftokksimdrihlutabæj- milljonum.þa arstjómar. finnst mér sjálfsagt að við nýtum okkur þá heimild í lögum að hækka útsvarið um 0,2%, í 9,2%. Leikskólagjöld hækkuðu siðast 1993 og nú var ákveðið að hækka þau um 0,2% sem er hækkun launavísitölu á sama tímabUi. Hvað varðar sorphirðugjaldið, þá er það hækkað um þúsund krón- ur á hverja íbúöareiningu og þaö er gert til þess að hægt verði aö endurvinna þann hluta sorps sem er papþír og plast. Ég hef verið þeiirar skoðunar að við ættum að reyna að halda uppi eins mikl- um framkvæmdum og mögulegt er. Ég óttast hins vegar vissulega það að fara til þess lántökuleið- ina, það hefur sýnt sig að sú leið er varasöm þótt Akureyri standi nokkuð vel fjárhagslega eins og er. En ég hef fallist á þau rök íé- laga minna í meirihluta bæjar- stjórnar að doka við og sjá hverju fram vindur á næstu mánuðum. Það sem við erum að reyna er aö halda uppi þeirri þjónustu sem við höfum nú þegar og flárhags- áætlunin byggist ekki á mikilli aukningu þjónustu. Ég tel að þessar hækkanir á álögum séu verjandi, vegna þess að þeim auknu tekjum sem þær færa bæj- arsjóði á að verja til atvinnuskap- andi verkefna, þannig er það skil- greint og hugsað í fjárhagsáætl- uninni.'* forsendur „Það er ýmislegt sem mælir á móti því að leggja auknar álög- ur á bæj- arbúa, eins og t.d. það aö launafólk hef- urekkifengið _1X a kfllinhækk B|«m6r>œb|ömsK)n, KdUjiIlíiílvK formaöur Verkalýösfé- anir SÍÖan ár- lagslns Elnlngar. ið 1992. Auknar álögur á þeim tima þegar atvinna hefur: farið miimkandi og tekjur heirailanna dragast saman hljóta því að valda enn meiri erfiðleikum. Það er mjög mikið um atvinnuleysi á Akureyri og vandinn sem fólk stendur frammi fyrir er þess vegna mjög mikill. Það að bæta svo gráu ofan á svait með því aö hækka útsvarið um 0,2%, hækka sorppokagjald um helming og hækka leikskólagjöldin er því fráleitt. Almennt launafólk hefur nefiiilega ekki fengiö þessa hækkun. Ég sé því engar forsend- ur fyrir því að fara að leggja auknar álögur á fólk. Mér finnst þaö ekki góö byrjun hjá nýjum meirihluta í bæjarstjóm aö byijá á því að haikka álögur á bæj- arbúa. Á þrengingartímum er iúns vegai- veijandi að auka lán- tökur bæjarsjóös og nú eru þeir þrengingatímar hjá Akureyring- um.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.