Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1994, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1994, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1994 19 + dv_________________________Meiming íslenskar hreyfi- myndir í Haf narborg Fyrir rúmum þremur árum var haldið í Hafnarborg árlegt þing hreyfi- myndagerðarmanna á Norðurlöndum að tilstuðlan Sigurðar Arnar Brynj- ólfssonar og Jóns Axels Egilssonar. Lítið fór fyrir umfjöllun um þingið og sýningu sem haldin var í Sverrissal á verkum sem tengdust teikni- og hreyfimyndagerð eftir hstamenn, bæði á Norðurlöndunum og í Eystra- saltslöndunum. Raunin varð samt sú að þingið hafði mikil áhrif á fram- gang íslenskrar hreyfimyndagerðar þvi Sigurður Öm hélt fljótlega utan til Eistlands þar sem hann hefur unnið að hreyfimyndagerð síðan, m.a. jóladagatah Sjónvarpsins sem nú er verið að sýna. Um hðna helgi var Myndlist Ólafur J. Engilbertsson opnuð áhugaverð sýning í Hafnarborg þar sem þrír hreyfimyndahöfund- ar sýna verk sín. Auk Sigurðar Arnar eiga þar verk Inga Lísa Middleton, sem kunn er fyrir mynd sína „Ævintýri á okkar tímum“ og Kristín Mar- ía Ingimarsdóttir sem gert hefur nokkrar hreyfimyndir í Bandaríkjunum og m.a. kennt hreyfimyndagerð í Gerðubergi. Ævintýri á okkar tímum Inga Lísa Middleton stundaði hstnám í Englandi og lauk MA-gráðu frá Royal Cohege of Art. Verk sín byggir hún á ljósmyndasamkhppum. „Æv- intýri á okkar tímum“ er t.a.m. þannig upp byggð að hstakonan fær leik- ara í myndver, líkt og um kvikmyndatöku sé að ræða, en notar þó einung- is ljósmyndavél. þannig tekur hún þúsundir ljósmynda og framkallar og nær að skapa hreyfmgar persóna þó marga myndramma vanti inn í. Yfirbragðið er fyrir vikið áþekkt gömlum kvikmyndum þar sem aðferðir voru frumstæðar. Inga Lísa færir kvikmyndagerðina þannig aftur á hand- verksstigið þar sem hún er persónulegust. Á veggjum Hafnarborgar hanga nokkrar myndir er voru teknar fyrir „Ævintýri á okkar tímum“ og er uppsetning þeirra afar athyglisverð - eins konar khppimyndir með fútúr- ísku ívafi. Lífkeðja og abstrakt þulur Kristín María Ingimarsdóttir stundaði hstnám í MHÍ og síðar í Banda- ríkjunum þar sem hún lauk MFA-gráðu frá San Francisco Art Institute. í Bandaríkjunum hefur hún unnið við hreyfimyndagerð í nokkur ár og hún á alls fimm hreyfimyndir á sýningunni sem gestir geta skoðað bæði sem myndramma á veggjum og einnig á myndbandi. „Vanda branda" ar abstrakt mynd með áskrifaðri tilvitnun í fornfræga þulu. „Lokasjóður", öðru nefni „Yellow Rattle" er einnig abstrakt verk og öllu tilraunakennd- ara. Hið sama má segja um hið örstutta verk „Vinklar". „Keðja“ er án efa bitastæðasta verk Kristínar Maríu. Þar er lífkeðjan skýrð með teikn- ingum af skordýrum sem éta og eru étin og öðrum sífellt æðri dýrum sem gera slíkt hið sama, maðurinn að sjálfsögðu meðtalinn. Skólafólki skal eindregið ráðlagt að hta inn á sýninguna og slíku fólki þykir eflaust feng- ur í að sjá myndir á borð við „Geröu Berg ekki leiðan“ og „Yap surnar", sem Kristín María vann með börnum og unglingum í Gerðubergi og í Bandaríkjunum. Raunar vantar haldbetri upplýsingar um þessi verk á sýningunni, sem og tímalengd myndanna. Þrymskviða og Jólatréð Síðast en ekki síst skal geta framlags Sigurðar Arnar, sem stundaði list- nám i MHI og í Hollandi, og sýnir hér frumteikningar og myndbönd tveggja hreyfimynda; Þrymskviðu og Jólatrésins. Bæði þessi verk eru vel þekkt og þarfnast vart kynningar. Þrymskviða var brautryðjendaverk á þessu sviði hérlendis, verk sem er orðið tuttugu ára gamalt. Jólatréð var hins vegar frumsýnt í Sjónvarpinu fyrir tveimur árum. Það er afar fróðlegt að sjá vinnubrögð þessara listamanna og þetta fram- tak Hafnarborgar er lofsvert í ljósi þess að lítið hefur verið gert til að kynna fólki möguleika þessarar listgreinar sem hefur, þegar vel er að málum staðið, meiri útbreiðslu en nokkur önnúr íslensk hst. Sýningin stendur th 23. desember. Bubbleflies - „Plnocchio“ ★★ Grúvhundar! - En betur má ef duga skal Á síðasta ári komu strákamir í Bubblefhes fram á sjónarsviðið. Þeir lofuðu góðu og voru af flestum valdir sem nýhðar ársins. Nú er önnur smíð strák- anna og þá er ekki nóg að vera efnilegur. Smekkleysa stendur fyrir útgáfu þessarar 12 laga geislaplötu (meðtahð eitt aukalag). Miklar breytingar hafa orðið á tónhstarstefnu hljómsveitarinnar síðan síðast og það fyrsta sem mað- ur tekur eftir er meiri alvöru hljóðfæraleikur alvöru hljóðfæraleikarar. Takt- sveitin, þeir Davið Magnússon gítar, Ragnar Ásgeirsson bassi og Tóh Mjómplötur Ekki falla í yfirlið! fyrsti vinningur í LOTTÓ 5/38 - í Fimmfaldur fyrsta skipti í sögunni. Guðjón Bergmann trommari sýna fram á afbragðshljóðfæraleik og gerast hinir mestu grúvhund- ar í lögum eins og „Bust“ og „Sidewalk". Akkilesarhæll sveitarinnar er hins vegar Páh Banine sem söngvari og lagasmíðar almennt. Banine er htið annað en skrautfjöður í hatt hljóðfæraleikaranna. Hann sómir sér vel í rappinu en ætti almennt að láta sönginn eiga sig. í sambandi við lagasmíðar má segja að ekki sé nógu mikið upp ris í lögum sveitarinnar. Þar má teija th lög eins og Pinocchio, Thl Now og Disappear. Annar ókostur við plötuna er hljómurinn sem er langt frá þvi að vera sam- bærhegur við það besta sem er að gerast í íslenskri plötuútgáfu fyrir þessi jól. Mín skoðun er að sveitin ætti að bæta við söngvara en halda Paha sem kyntákni og rappara og bíða örhtið með útgáfu, það er engu líkara en að ekki hafl verið th nóg efni þegar upptökur hófust. Bestu lög plötunnar eru „Bust“, „Barracuda" og „Sidewalk". Bubblefhes-menn eiga framtíðina fyrir sér ef þeir hta sér nær og hætta að eyðheggja gamlar perlur eins og „Love Action". MERKISMENN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.