Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1994, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1994 Stuttar fréttir Utlönd FSugskeytiáBihac Bosnlu-Serbar skutu ílugskeyti á Bihac til að ögra NATO og vest- urveldunum. Clinton býður hermenn Bill Clinton Bandaríkjafor- seti hefur boð- ist til aö senda þúsundir bandarískra hermannatilað vernda brottiör friðargæslu- sveita SÞ frá Bosníu. Leiðtogar Evrópusambandsins halda fund í Essen og verður Bosníudeilan ofarlega á baugi. Neita báðir Yílrheyrslur standa nú yfir mönnunum tveimur sem stóðu fyrir skotárásinni í Stokkhólmi. Báðir neituðu sakargiftum í gær. 130 lík Kafarar, sem rannsaka nú ílak Estoniu, hafa íúndið 130 lík inni í skipinu. Gleðikona myrt Gleðikona fannst myrt í Kaup- mannahöfn í gær. Kúnni er grun- aður um að hafa drepið hana en hann hefur ekki fundist. Berlusconi neitar Silvio Ber- lusconi, forsæt- isráðherra ílal- íu, neitaði í gær að stjórn hans hefði hrakið rannsóknar- dómarann og spillingarban- ann Di Pietro úr embætti. Friðarverðlaun Nóbels Mikill viðbúnaður er í Ósló vegna athendingar Friðarverð- launaNóbels. Reuter, TT, NTB, Ritrau Mannskæðasti eldsvoði í Kína í fimmtán ár í nótt: Þrjú hundruð brunnu inni í kvikmyndahúsi - fimm hundruð skólaböm vom í húsinu og flestar útgöngudyr læstar Um þrjú hundruð manns, flestir þeirra börn, brunnu til bana og fjöl- margra er saknað eftir eldsvoða í kvikmyndahúsi í oliuvinnslubænum Karamay í norðvesturhluta Kína í nótt. Átta hundruð manns voru í kvikmyndahúsinu, þar af flmm hundruð skólaböm frá fimmtán skólum í bænum, þegar eldurinn braust út. „Um þrjú hundruð létu lífið og margra er saknað. Við vitum ekki hversu margir era slasaðir þar sem við erum enn að telja. Þetta var harmleikur," sagði embættismaður skólakerfis borgarinnar. Börnin voru að taka þátt í sýningu fyrir leiðtoga bæjarfélagsins og kennara þeirra. Eldurinn kom upp í miðri sýningu og þeir sem sluppu lifandi úr brunanum sögðust hafa séö neista og reyk koma frá skreyttu lofti kvikmyndahússins. Talið er að kviknað hafi í út frá rafmagni. Allar neyðarútgöngudyr voru læst- ar nema einar og var því mikill troðningur þegar fólkið reyndi að komast út um þær sem opnar voru. „Foreldrar komu æðandi á staðinn og það ríkti mikil ringulreið þar sem allir voru að reyna að bjarga fólki,“ sagði embættismaðurinn. Eldsvoði þessi er einhver sá mannskæðasti sem hefur orðið í Kína síðustu fimmtán ár. Tvö sjúkra- hús í Karamay tóku á móti rúmlega tvö hundruð særðum. Á annað þeirra komu 116 manns og þar af voru 67 illa haldnir. Flestir hinna slösuðu voru böm. Rúmlega hundr- að slasaðir komu á hitt sjúkrahúsið, þar af voru ellefu mikið meiddir. Embættismenn áttu í erfiðleikum með að átta sig á endanlegri tölu lát- inna þar sem margir foreldrar fóru heim með lík barna sinna. Reuter Major berst fyrir pólitísku líf i eftir slæma ósigra Ráðherrar í ríkisstjórn Johns Maj- ors reyna nú að bæta stöðu hans og stjórnarinnar eftir þá niðurlægingu sem ekki síst Major sjálfur hefur orðið fyrir síðustu tíu dagana. Kenneth Clarke fjármálaráðherra hefur fengið það verkefni að minnka þann skaða sem varð þegar stjórnar- frumvarp um aukinn virðisauka- skatt á rafmagni og gasi til heimili- snota var fellt. Þá sátu 15 þingmenn íhaldsflokksins hjá eða 'greiddu at- kvæði gegn frumvarpinu. 8 þing- menn höfðu áður verið reknir úr þingflokknum eftir að þeir greiddu atkvæði gegn frumvarpi um aukin íjárframlög Bretlands til • Evrópu- sambcmdsins. Það frumvarp hefur hins vegar náðst í gegn nú. Hins veg- ar er vart hægt að tala um meiri- hluta íhaldsmanna í þinginu lengur. Það bíður nú Clarke að reyna að finna nýjar leiðir til fjáröflunar eftir að frumvarpið um aukinn virðis- aukaskatt á rafmagn og gas var fellt. Skoðanakannanir sýna að 48% bresku þjóðarinnar eru andvíg fjár- lagafrumvarpi stjómarinnar og fylgi íhaldsflokksins er 18% minna en Verkamannaflokksins. Reuter Nýkomið frá Italíu .. ■ : •" ' Teg. 52346 Með hlýju fóðri og stömum slit- sterkum sóla. Litur tóbaks- brúnt leður. St. 36-41. Verð kr. 6.980 Teg. 52355 Með hlýju fóðri og stömum slitsterkum sóla. Lit. svart leður. St. 36-41. Verð kr. 6.980 ecco Laugavegi 41, sími13570 Teg. 51815 Með hlýju fóðri og slitsterkum sóla. Lit. mokkabrúnt leður. St. 36-41. Verð kr. 4.750 Ath! Nýtt kortatímabil Póstsendum 4^ t^v PÓKÐAK gceSí/ oty pjónu&ta' KIRKJUSTRÆTI8 SIMI 14181 Þessi risastóra veggmynd er hluti af auglýsingaherferð fyrir mikla upplýs- ingasýningu um kynlíf sem stendur yfir i borginni Tapei í Taiwan um þess- armundir. Simamynd Reuter Argentínsku óbyggðakrakkamir komnir heim: Sáum ekki fæturna fyrir þoku „Við héldum fast hvort utan um annað, svona, og settum strá yfir okkur en það var samt kalt,“ sögðu systkinin Daniel og Romina Quispe, sex ára og fjögurra ára, við frétta- menn þegar þau voru komin til byggða eftir þriggja vikna villuráf um óbyggðir norðvesturhluta Arg- entínu meðal fjallaljóna, villigalta, hrægamma og eitursnáka. Þau átu rætur og söfnuðu drykkjarvatni með lauíblöðum til að halda í sér lífi. Læknar í héraðshöfuðborginni San Salvador de Jujuy sögðu að börnin væru „ótrúlega vel á sig komin“ þótt þau hefðu mátt þola mikið vökvatap, hungur og slæm sár á fótum við að ganga berfætt rúmlega níutíu kíló- metra leið áður en þau fundu skjól í rústum fjallakofa. Lögregluþjónar sem leituðu að börnunum neituðu að gefast upp og fundu þau um síðustu helgi. Börnin villtust þegar þau fóru út að leita foreldra sinna. „Við fóru út að leita að mömmu en þá skall þokan á. Þegar þokan kom gátum við ekki einu sinni séð fæt- urna á okkur,“ sögðu þau. Daniel og Romina búa ásamt for- eldrum sínum og átta systkinum í litlum kofa í afskekktu fjallaþorpi í þijú þúsund metra hæð yflr sjávar- máli. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.