Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1994, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1994, Blaðsíða 32
40 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1994 VETRARSKOÐUN Sviösljós Verðdæmi kr. 5.950,- F. 4 cyl. án efnis. Pjónusta í 15 ár/ JXTJXK SF. bílaverkstæði Nýbýlavegi 24 200 Kópavogi Símar 46040 - 46081 9 9-1 7-0 0 Verö aðeins 39,90 mín. 1 jKrár 2J Dansstaðir 31 Leikhús 41 Leikhúsgagnrýni 5J Bíó 61 Kvikmgagnrýni Hlúum að börnum heims - framtíðin er þeirra FRAMLAG ÞITT ER MIKILS VIRÐI Stálvaskar Besta verð á íslandi Besta verð á Islandi 1 '/2 hólf + borð Kr. 10.950 11 gerðir af eldhúsvöskum á frábæru verði. Einnig mikið úrval af blönd- unartækjum. Verslun fvrír Faxafeni 9, s. 887332 Opið: mánud.-föstud. kl. 9-18 laugard. kl. 10-16 Burt fannst fullmikið að borga milljón á mánuði í meðlag en nú hefur hann náð samkomulagi við Loni Anderson. Spike Lee eignast dóttur Kvikmyndastjórinn Spike Lee hefur skotið mörgum hvítum manninura skelk í bringu með beinskeyttum myndum sinum um samskipti kynþáttanna vestra. Nægir þar að nefna mynd- ir eins og Jungle Fever og Malc- olm X. En þótt menn séu haröir í hom að taka á myndvellinum geta þeir verið ljúfir sem lamb að öðru leyti. Nú, ef Spike hefur ekki verið ijúflingur er eins gott að hann verði það héðan í frá. Hann og kærastan, Tonya Lewis, voru nefnilega að eignast stúlku- barn. Dóttirin fæddist á sjúkra- húsi í New York 2. desember og heitir Satchel Lewís Lee. Kate Moss getur ekki eignast barn nema fita sig fyrst. Nú úðar hún í sig hamborgurum og hefur þyngst um nokkur grömm. Kate Moss: Vill eignast bam með Depp Fyrirsætan grindhoraða, Kate Moss, þráir heitt að eignast barn með leikaranum og kærastanum, Johnny Depp. Einn hængur er þó á. Læknar skipa henni nefnilega að bæta á sig nokkrum kílóum áður en af því geti orðið. Kata hefur því brugðið á það ráð að úða í sig McDonalds-hamborgur- um í gríð og erg (á hennar mæh- kvaröa) og segja kunnugir að það hafi gefið nokkuð góða raun því stúlkan hafi áreiðanlega þyngst um nokkur grömm. Faðir Kötu segist einnig vera ánægöur. Hann hafi allt- af vilja hafa svolitið utan á konum. Kata segist aldrei hafa verið ánægð með eigið útht. Þegar hún var sextán ára hataði hún líkama sinn og vildi brjóstastækkun. Síöan varð hún fræg út á skinnið og beinin og græddi vel á. Nú hefur hún hins vegar ákveðið að fita sig. Burt og Loni ná sáttum Hollywood-stjörnurnar Burt Reyn- olds og Loni Anderson hafa náð sátt- um um meðlagsgreiðslur en í kjölfar skilnaðar þeirra fyrir nokkrum árum hófst hatrömm deila þeirra í millum um það mál og ýmis önnur sem skilnaðinum tengdust og voru þau tvö á forsíðum slúðurblaðanna svo mánuðum skipti. Nýverið náðu Burt og Loni hins vegar réttarsátt um peningagreiðsl- una og féllust í faðma á eftir, nokkuð sem hefði verið gjörsamlega óhugs- andi fyrir ekki svo löngu. Þau skötuhjú eiga einn ættleiddan son sem heitir Quinton en hann er sex ára. Burt hefur undanfarið borg- að jafnvirði einnar miUjónar króna í meðlag með piltinum. Burt vildi aUs ekki borga meira en 500 þúsund á mánuði. Hvorki Burt né Loni vildu gefa upp þá upphæð sem þau sættust á en bæði sögðust vera mjög sátt. Þau héldust í hendur og brostu breitt þegar þau komu út úr réttarsalnum og sögðu að aðalmáUð væri hamingia sonar þeirra. Michael Douglas bjargaði hjónabandinu með því að fara á snúruna, eins og sagt er. „Ég vissi að ég drakk of mik- ið,“ segir leikarinn frægi. Það var svo ekki fyrr en í óefni var komið að hann tók sig saman i andliUnu og fór í meðferð. „Síðustu tvö árin hafa verið dásamleg. Ég kaus að vinna ekki en verja tíma mínum með fjöl- skyldunni." LloydWebber á spítala Söngleikjahöfundurinn Andrew Lloyd Webber varíagður inn á sjúkrahús fyrir stuttu vegna meinsemda í vélinda. Hann hafði verið hálfslappur í nokkurn tima. Krankleikinn lýs- ir sér þannig að magasýra fer upp í véUndað og veldur óþægindum. „Mér Uöur miklu betur núna,“ sagði söngleikjahöfundurinn á sjúkrabeðinu, með næringar- slönguna í æð. Mikilhæfur leikariallur ítalski kvikmyndaleikarinn Gian Maria Volonte var í Grikk- landi til að leika í nýjustu mynd Theos Angelopoulosar þegar hann lést á hótelherbergi sinu á þriðjudag. Svo virðist sem bana- mein hans hafi verið hjartaáfaU. Volonte var 61 árs en á 34 ára ferU sínura lék hann í rúmlega 40 myndum, þar á meöal spag- hettívestranum Hnefafylli afdoU- urum. Díana Ross tilTokyo Söngkonan Díana Ross heldur þrenna tónleika í Tokyo á næst- unni og er fýrir löngu uppselt á þá alla. Á leið smni tíl Japans hafði hún skamma viödvöl í HoUywood þar sem hún ræddi við mektarmenn um hlutverk í myndinni The Retta WiUiams Story. Þar segir frá móður sem fær fyrrum tugthúslimi tU að hjálpa sér aö leita aö 12 ára syni sínum sem var rænt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.