Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1994, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1994, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1994 33 Menning Myndarlegt aukablað um jólabækumar fylgir DV á miðvikudag: Fjórðungi fleiri bæk- ur en í Bókatíðindum - íslenskum skáldsögum og viðtals- og ævimmningabókum flölgar um 50 prósent Um 430 kynningar á bókum verða í aukablaði DV um bækurnar á jóla- markaðnum, DV-bækur, sem fylgir blaðinu miðvikudaginn 14. desemb- er. Er það veruleg aukning frá því í fyrra þegar 347 bókakynningar voru í blaðinu. Þess utan er bókablaö DV mun ítarlegra en Bókatíðindi Félags íslenskra bókaútgefenda. Þar er nú einungis að finna ríflega 330 kynn-‘ ingar á bókum. Bókakynningar í DV eru því 27 prósentum fleiri. Allir sem standa að bókaútgáfu fyr- ir jófln eiga aögang að þessu bóka- blaði DV, endurgjaldslaust. í bóka- blaðinu er því að fmna mikið af bók- um frá litlum útgáfufyrirtækjum auk bóka sem höfundar gefa út sjálfir. Bókablað DV ætti því að svara spurningum flestra þeirra sem ætla að gefa bók í jólagjöf. Míkíl fjölgun íslenskra skáldsagna Sé fltið á einstaka flokka bóka í bókablaði DV í fyrra og nú kemur í ljós að íslenskar skáldsögur hafa sótt mjög í sig veðrið, eru ríflega 50 pró- sentum fleiri en í fyrra. Þá voru 28 íslenskar skáldsögur kynntar í bóka- blaði DV en nú verða þær 43 eöa fleiri. Þýddar skáldsögur eru einnig umtalsvert fleiri, 54 samanborið viö 40 í fyrra. Viðtals- og æviminningabókum hefur einnig fjölgaö verulega. i fyrra voru þær 26 en eru nú 39. Samsvarar það 50 prósent fjölgun. Af þessum 39 bókum eru 33 íslenskar sem er um helmingi meira en undanfarin ár. Ljóðabókum hefur fækkað lítillega, eru 34 en voru 28 í fyrra. íslenskum bama- og ungflngabókum hefur einnig fækkað, eru 37 nú en voru 41 í fyrra. Þýddar barna- og ungl- ingabækur eru íviö fleiri en í fyrra, 59 í stað 56. Mest fjölgun titla er í flokknum önnur rit en undir hann falla hvers kyns handbækur, bækur sögulegs efnis, listaverkabækur, fræðslubæk- ur o.fl. Nú er að finna 129 bækur í þessum flokki samanborið við 94 í fyrra. Bækur um mat og tengd efni eru 9 nú en voru 4 í fyrra en hesta- og íþróttabækur eru nánast jafn margar og í fyrra eða átta. Athygli vekur að útgáfa hljóðbóka á vegum Bfindrafélagsins er sífellt að aukast en þær eru nú fjórar; Lax- dæla, í faðmi ljóssins, Grettis saga og Draugar vilja ekki dósagos. Áhugaverð og falleg bók: Höfundur segir frá innlendum og erlend- um mönnum og málefnum úr reynslu- heimi sínum á löngum ferli diplómatsins. i bókinni er mikið af forvitnilegum, fróð- legum og skemmtilegum frásögnum þar sem hulunni er flett ofan af utanríkis- þjónustunni og sagt frá ævintýrum land- ans sem leitar til sendiráðanna um að- stoð og fyrirgreiðslu vegna ótrúlegustu vandamála og klandurs. Lesandinn kynnist líka örlagarikum heimsviðburð- um sem höfundur sá I nærmynd i Bonn, London, Moskvu, New York og viðar. Einnig eru i bókinni palladómar um áber- andi samferðamenn, innlenda og er- lenda. Yfir 60 myndir. BÓKASAFN FÉLAGSMÁLASTOFNUNARINNAR Póslbóll 9166 - 109 Reykjavik - Simi 75352 Ekki kerta- Ijósadjass Hljómplötiir Ingvi Þór Kormáksson -Tríó Olafs Stephensen: píanó, bassi, tromma Það er alltaf ánægjulegt að fá íslenska djassplötu í hendur. Það er ekki svo oft sem það gerist. Tríó Ólafs Stephensen hefur nú bætt úr því og sent frá sér eina slíka. Þetta er ekki kertaljósadjass beinfinis, eins og sumir búast ef til viU við af píanótríói, heldur er partístemning fremur ráðandi og léttleiki í fyrirrúmi. ■ Þetta er fremur afslappað hjá þeim félögum en öðru hvoru virkar píanóleikur Ólafs svolítið stressað- ur, sem er ekki undarlegt þegar segulbandiö rúllar. Er hann þá helst til framarlega í takti og hljóm- ar og tónar slegnir á stöðum sem geta orkað tvímælis. En „live“ tilfinn- ing blómstrar hér með sínum kostum og göllum og sveiflan er ekki dauð- hreinsuð úr upptökunum eins og getur hent við langar yfirlegur. Dálítið dularfuflar áherslur á köflum auka að vissu leyti viö sjarma plötunnar auk þess að vera svofitið „Þelóníusar“legar. Ólafur heldur sig við þá teg- und djasspíanóleiks sem tíðkaðist um og fyrir 1960 og er auðvitað klassísk- ur á sinn hátt. Blúsinn er yfirleitt nálægur þegar þess er kostur og mikið- er það gott. Hlustið á „Tiny’s Blues“ (eftir Ólaf), „Jeepers Creepers" og „I’m Thru’ with Love“. Það er blússveifla í þessum lögum. Tómas R. Einarsson blómstrar í þessu tónlistarumhverfi. Dálítið gamal- dags bassatónn hans syngur hér af flfi og sál og sólóin eru lagræn, íjör- leg og nokkuð írónísk. Guðmundur R. Einarsson með einn sneril, hi-hat og symbala sýnir að það er ekki stærð trommusettsins sem skiptir máli, heldur hvemig á það er leikið. Eftir nokkra hlustun eru uppáhaldslögin oröin nokkur, þó helst „I’m Thru’ with Love“. „Makin Whoopie” er flutt í útsetningu sem venst ekki vel og virkar grautarleg og „What a Difference a Day Makes“ heföi kannski mátt missa sig. Þetta er geisladiskur handa þeim sem ekki hafa þorað að fá sér íslenska djassplötu síðan Guðmundur Ingólfsson var og hét af ótta við að þetta væri allt svo gáfulegt, þungt og leiðinlegt. Djass hefur auðvitað margar hliðar eins og önnur músík og þegar öllu er á botninn hvolft er kannski gáfulegast af öllu að kasta hátíðleikanum og bara skemmta sér - og öðrum í leiðinni. • • • • •• •• •• •• •• •• •• • • © • • • • •• •• •• • • • Þú færð 500 g stk. á 122 kr. Gerðu gott betra með jólasmjöri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.