Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1994, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1994, Blaðsíða 40
FRÉTTASKOTIÐ 62'25 • 25 Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJÓRN - AUGLYSINGAR - ASKRIFT - DREIFING: 63 27 00 BLAÐAAFGREIÐSLA OG ÁSKRIFT ER OPIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokaö Mánudaga: 6-20 Þriöjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 63 27 77 KL. fr8 lAUGARDAGS- OG MANUDAGSMORGNA FOSTUDAGUR 9. DESEMBER 1994. Undirskriftirtil stuðnings Pétri - sérframboð ekki útilokað í gær gengu undirskriftalistar á Vestfjöröum þar sem tugir manna úr öllum öðrum flokkum en Fram- sóknarílokknum og óflokksbundnir skrifuöu undir stuöningsyflrlýsingu viö Pétur Bjarnason, núverandi þingmann Framsóknarflokksins á Vestfjöröum. Pétur lenti i 2. sæti í prófkjöri flokksins um síðustu helgi. Að sögn eins stuðningsmanna Péturs sem DV ræddi við eru fjölmargir Vestfiröingar óánægöir meö að missa heimamanninn Pétur Bjarnason út af þingi. Framsóknarmenn og fleiri á Vestfjörðum eru æfir út í nokkra af forystumönnum Framsóknar- flokksins, þar á meöal Steingrím Hermannsson seölabankastjóra, fyr- ir afskipti þeirra af prófkjörinu til stuönings Gunnlaugi Sigmundssyni. „Mér sýnist aö sú staða sem komin er upp hjá okkur sé nokkuð vand- meðfarin og við framsóknarmenn þurfum aö skoöa það vel hvemig við leysum þetta hest. Ég ætla aö taka mér góðan tíma til að yfirfara stöð- una og hugsa minn gang,“ sagði Pét- ur Bjamason þegar DV bar undir hann hvort sérframboð hans á Vest- fjörðum væri hugsanlegt. Hann sagöi sérframboð bara til þess að bjóða fram ekki koma til greina. Annað mál væri ef hann teldi sig eiga raunhæfan möguleika á að ná kjöri. En allt þetta vildi hann skoða vel. Hátekjuskattur: Ekki niðurstaða - segir fjármálaráðherra „Það hafa komið fram óskir um aö hátekjuskatturinn verði áfram en ella hefði hann fallið niður um ára- mót. Stjómarflokkamir era að ræða þetta eins og ýmislegt annað varð- andi fjárlögin en það er engin niður- staða komin enn. Máliö ætti þó að vera komið á hreint strax eftir helgi,“ sagði Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra í morgun. Síðumúlafangelsið: Lyfjaátogkveiktí Róstusamt hefur verið í Síðumúla- fangelsi seinustu 2 daga. í fyrradag voru tveir fangar fluttir í sjúkrahús þar sem dælt var úr þeim lyfjum í kjölfar ofneyslu þeirra. Ekki mun vera um fíkniefni að ræða heldur áritimarskyld lyf. í gær var svo sjúkrabíll aftur kall- aður að fangelsinu af sömu orsökum og á ellefta tímanum í gærkvöld var slökkviliðið kallaö að fangelsinu eftir að einn fangi hafði kveikt í rúmfatn- aði sínum og dýnu í klefanum. LOKI Péturtapaði. Á hann þá ekki heima í Þjóðvakanum? Risastórri brugg- verksmiðju lokað haldlagtá2tæki, HálfFimmtugur maöur er í haldi lögreglu eftir að ávana- og fíkni- efhadeild lögreglunnar lagöi hald á 150 lítra af landa og vel á þriðja þúsund lítra af gambra í verk- smiðjuhúsnæöi við Fiskislóð í nótt. Um er að ræða stærsta bruggmál lögreglunnar í Reykjavík til þessa. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og Rúnar Sigurpálsson aðstoðarvarðstjóri standa hér við bruggtækin og tunnurnar sem hald var lagtáínótt. DV-myndGVA Það var á miðnætti sem 5 lög- reglumenn létu til skarar skríða og réðust til inngöngu í húsið við fiskislóð. Við athugun kom í ljós að búið var að stúka af hluta af húsnæðinu. Á bak við vegg blasti við þeim stór og fullkomin bmgg- verksmiöja. Hald var lagt á 2 eim- ingartæki, sem í var gambri i suðu, annarsvegar 300 lítra eimingartæki og hins vegar 250 lítra tæki. í grennd við suöutækin gat að líta 12 rúmlega 200 lítra tunnur sem í var gambri í litlu bakherbergi var átöppunaraðstaða og þar fundust 10 pappakassar sem í voru 15 brús- ar, sem hver tók 10 lítra af landa - samtals 150 lítrar af landa. Karlmaðurinn sem er í haldi var handtekinn á staðnum en ekki fengust upplýsingar um hvort fieiri tengist málinu. Maðurinn sem er í haldi bíður yfirheyrslu en lögreglu- mennirnir 5 sem unnu að málinu voru til klukkan 5 í morgun við vettvangsrannsókn. Um er að ræða 15. bruggmálið sem ávana- og fíkniefnadeild lög- reglunnar upplýsir frá því að hún tók yfir rannsókn þessara mála fyrir um þremur mánuðum. Óvenjulegt uppsagnarmál: Þótti of feit Ómar Garðarsson, DV, Vestmaimaeyjum: „Mér var sagt upp og skýringin sem ég fékk var sú að ég væri of feit. Nú færa að koma vond veður og ég gæti slasaö mig og aðra og fengi ég hjartaáfail yrði enginn hægðarleikur að koma mér upp úr skipinu," sagði Jóna Kjartansdóttir kokkur sem var rekin af frystitogarananum Bylgj- unni VE í haust. Jóna segir að þessi fullyröing út- gerðarmannsins hafí komið sér gjör- samlega í opna skjöldu því hún hafi lést töluvert síðan hún hóf störf á Bylgjunni fyrir réttu ári. Hún veit ekki til þess að áhöfnin sé óánægð með hennar störf og finnst skrítið að aðkomumaður skuli ráðinn sem kokkur í hennar stað. Matthías Ósk- arsson, útgerð- armaður Bylgj- unnar, vildi ekki ræða mál- ið. Jóna var í fríi þegar skipið fór í Smuguna í haust. „Ég vissi ekki til þess að ég hefði gert neitt af mér og átti ekki von á öðra en fara um borð þegar Bylgjan kæmi úr Smugunni. Það var eins og köld vatnsgusa þegar mér var sagt upp. Útgerðarmaðurinn gat sagt mér upp en hann þurfti ekki að sýna mér ruddaskap," segir Jóna og er ákveðin að leita réttar síns. Jóna Kjartans- dóttir. DV-mynd Ómar Vann 5 sjónvarpstæki 79 ára íbúi á Djúpavogi vann fimm af sjö sjónvarpstækjum sem fóru til staöarins þegar dregið var í Happ- drætti DAS á miðvikudag. 60 miðar voru seldir á Djúpavogi og átti mað- urinn 10 af þeim. Að sögn umboðs- manns DAS er hér um mjög sérstakt tilfelli að ræða. Hvert tæki, sem er með útvarpi, er að andvirði um 40 þúsund krónur. -Ótt Veðrið á morgun: Frostá öllu landinu Á morgun verður norðlæg átt á landinu, kaldi eða stinningskaldi. É1 norðaustanlands en annars að mestu leyti þurrt. Frost 1 til 5 stig. Minns verður frostið á Suður- landi. Veðrið í dag er á bls. 44 VININÁ BLINDRA BURSTAFRAMLEIOSLA SÉRGREiN BLINDRA HAMRAHLlÐ 17 • REYKJAVlK ©91 - 68 73 35

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.