Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Side 70

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Side 70
ráðlegast er að gera hlé á fjárfestingu um nokkra ára bil, til að grynna á skuldunum. Þá veltur á, að fyrsta skrefið hafi verið tekið það langt, að raunveruleg fjármagnsmyndun eigi sér stað á búinu, þ. e. að framleiðslutekjur geri meira en að greiða þurftartekjur fjölskyldunnar, vexti og afborg- anir af föstum lánum. Þetta eru skilyrði þess, að bóndinn geti vænt sér betri daga í framtíðinni. Við gerð búrekstraráætlana og fjárfestingaráætlana, er nauðsynlegt að hafa aðgang að margvíslegum upplýsingum. Ég vi! benda hér á það, hve ákaflega mikils virði það væri, ef til væri handbók með öllum helztu upplýsingum, sem á þarf að halda við slíka áætlanagerð.1 Eðlilegast væri að vísa því til búreikningaskrifstofunnar að útbúa slíkar upplýsing- ar í aðgengilegu formi og láta prenta eða fjölrita. í þessu riti þyrfti að birta allar handbærar upplýsingar um kostnað við að reisa landbúnaðarbyggingar af sem flest- um tegundum og gerðum, kostnað við uppsetningu girð- inga, ræktun, vélakaup o. fl. Þá þyrftu að vera þar upplýs- ingar um möguleika á fastalánum, lánstíma, ársgreiðslur af hinum ýmsu lánum, ennfremur þyrfti að gefa upp lögboðna styrki. Við gerð rekstraráætlana væri æskilegt að hafa að- gang að upplýsingum um framlegðartekjur af hinum ýmsu búgreinum, vinnuþörf þeirra og ennfremur eðlileg afköst við sem flest bústörf o. m. fl. Ég sá í Englandi árið 1969 svona handbók, þar sem mjög margvíslegar upplýsingar var að finna. En meðaltölin hafa sína annmarka. Einn starfsmaður á þessu sviði í Englandi, sem einmitt vann við að safna upplýsingum í svona hand- bók eða fræðslurit varaði við því í samtali, sem ég átti við hann, hvað hættulegt væri í búrekstraráætlun, að taka með- altöl sem algildan sannleika. Hann undirstrikaði hvað nauð- synlegt það væri að taka tillit til aðstöðu á hverjum stað og i Á ráðunautastefnunni 26.—31. marz 73 lagði K.A.H. fram fjölrit mcð vísi að slíku upplýsingasafni. 74

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.