Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Síða 70

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Síða 70
ráðlegast er að gera hlé á fjárfestingu um nokkra ára bil, til að grynna á skuldunum. Þá veltur á, að fyrsta skrefið hafi verið tekið það langt, að raunveruleg fjármagnsmyndun eigi sér stað á búinu, þ. e. að framleiðslutekjur geri meira en að greiða þurftartekjur fjölskyldunnar, vexti og afborg- anir af föstum lánum. Þetta eru skilyrði þess, að bóndinn geti vænt sér betri daga í framtíðinni. Við gerð búrekstraráætlana og fjárfestingaráætlana, er nauðsynlegt að hafa aðgang að margvíslegum upplýsingum. Ég vi! benda hér á það, hve ákaflega mikils virði það væri, ef til væri handbók með öllum helztu upplýsingum, sem á þarf að halda við slíka áætlanagerð.1 Eðlilegast væri að vísa því til búreikningaskrifstofunnar að útbúa slíkar upplýsing- ar í aðgengilegu formi og láta prenta eða fjölrita. í þessu riti þyrfti að birta allar handbærar upplýsingar um kostnað við að reisa landbúnaðarbyggingar af sem flest- um tegundum og gerðum, kostnað við uppsetningu girð- inga, ræktun, vélakaup o. fl. Þá þyrftu að vera þar upplýs- ingar um möguleika á fastalánum, lánstíma, ársgreiðslur af hinum ýmsu lánum, ennfremur þyrfti að gefa upp lögboðna styrki. Við gerð rekstraráætlana væri æskilegt að hafa að- gang að upplýsingum um framlegðartekjur af hinum ýmsu búgreinum, vinnuþörf þeirra og ennfremur eðlileg afköst við sem flest bústörf o. m. fl. Ég sá í Englandi árið 1969 svona handbók, þar sem mjög margvíslegar upplýsingar var að finna. En meðaltölin hafa sína annmarka. Einn starfsmaður á þessu sviði í Englandi, sem einmitt vann við að safna upplýsingum í svona hand- bók eða fræðslurit varaði við því í samtali, sem ég átti við hann, hvað hættulegt væri í búrekstraráætlun, að taka með- altöl sem algildan sannleika. Hann undirstrikaði hvað nauð- synlegt það væri að taka tillit til aðstöðu á hverjum stað og i Á ráðunautastefnunni 26.—31. marz 73 lagði K.A.H. fram fjölrit mcð vísi að slíku upplýsingasafni. 74
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.