Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Side 81

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Side 81
vöðvaþræðir sjúkra lamba eru mjög viðkvæmir fyrir snögg- um átökum og standast ekki þá áreynslu, sem lömbunum er eðlilegt að viðhafa í leik þegar þau hafa nægilegt svigrúm, þ. e. þegar þeim er lileypt út. Ef vöðvaskemntdirnar eru ekki miklar um og eftir fæð- ingu þjálfast þeir vöðvaþræðir sem heilir eru smám saman til að gegna hlutverki þeirra vanheilu ef svigrúm til hreyf- ingar er ótakmarkað frá fæðingu. Kvillans verður í þessu til- vikum því aldrei vart, gagnstætt því sem gerzt hefði eftir kannski hálfs mánaðar innistöðu og hreyfingarleysi. Stund- tim kemur það fyrir að lömb drepast rnjög skyndilega úr þessum sjúkdómi, líkt og um blóðsótt sé að ræða. Skýringin á þessu er trúlega sú, að hjartavöðvinn hefur skemmzt á undan öðrum líkamsvöðvum lambsins og það því fengið hjartaslag. Eru þess þó nokkur dæmi að bændur hafi fengið lambablóðsóttarbóluefni við þessu, sem að sjálfsögðu hefur reynzt vitagagnslaust. Á svæði R. N. hefur orðið nokkuð vart við ófrjósemi í ám, sem hefur lýst sér þannig að ærnar hafi ekki fest fang eftir hrút við fyrsta gangmál, og ekki sýnt beiðsli aftur, og því orðið geldar að vori. Hér gæti selen verið orsök, þar eð það virðist hafa þýðingu við að festa eggið í leginu eftir frjóvg- un. Þá má nefna að stíguskjögurs í kálfum og kvilla í kúm hefur orðið áþreifanlega vart í Ólafsfirði. Dæmi eru til að þrír eða fjórir kálfar og einar sex kýr hafi drepizt eða orðið að drepa á stuttum tíma á sama búi úr kvilla, sem aðrar kýr læknuðust síðar af á búinu með selengjöf. Breytt fóðrun kom einnig til, en líkur eru á að koma megi að verulegu leyti í veg fyrir selenskort með því að nota fiskmjöl og klíð í fóðurblöndur. Óeðlileg tíðni á föstum hildum í kúm hefur verið rakin til selenskorts. Sömuleiðis má nefna að tannlos í sauðfé hef- ur verið rakið til selenskorts og væri ekki að ófyrirsynju að kanna hvort hin mikla tannlosalda, sem virðist vera að ganga yfir sauðfé í landinu, geti átt rætur sinar að rekja til þess arna. 85

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.