Tíminn - 01.06.1974, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.06.1974, Blaðsíða 3
Laugardagur 1. júní 1974. TÍMINN 3 ------------------------1 Laugvetningar 1941, 42, 43 og 1944 hittast að Laugarvatni FB-Reykjavik. Laug- vetningar, sem voru i skólanum 1941, 42, 43 og 1944 hafa ákveðið að koma saman að Laugarvatni laugar- daginn 8. júni næst komandi. Þar munu þeir færa skólanum gjöf. Ákveðið hefur verið að fara frá Umferðarmiðstöðinni i Reykjavik klukkan 3 þennan dag, og eru allir Laugvetningar úr þessum árgöngum kvattir til þess að mæta. Þátttöku skal tilkynna i sima 38875 og 38930. Vonast undirbúningsnefndin til þess að þessi dagur geti orðið öllum fyrr- verandi Laugvetning- um úr áðurnefndum fjórum árgöngum sem eftirminnilegast- ur. Tíðarfar gott í Búðardal Frönsk vika í Kaupgarði KAUPGARÐUR h/f í Kópavogi stendur fyrir kynningu á frönsk- um niðursuðuvörum þessa viku. Kynning þessi er haldin i samráði við franska verzlunarfulltrúann i Reykjavik, en tilgangur hennar er tviþættur: Annars vegar til þess að kynna kaupmönnum möguleika á innflutningi úrvals ávaxta, grænmetis og skyldum vörum frá þekktum matvæla- iðnaðarfyrirtækjum i Frakklandi. Hinsvegar er tilgangur kynning- arinnar að bjóða islenzkum hús- Árekstraflóð í gærdag Gsal-Rvik. — Það var nóg að starfa hjá Reykjavikurlögregl- unni I gærdag. Frá þvi um hádegi til klukkan sjö höfðú orðið 22 árekstrar i borginni og nálægt þrjátiu yfir allan daginn. Bílvelta á Seltjarnarnesi Gsal-Rvik. — Á þriðjúdag ók Volkswagen-bifreið út af veginum við Lindarbraut á Seltjarnarnesi og valt á hliðina. Bifreiðin var að taka beygju á gatnamótum Lindarbrautar og Suðurstrandar, þegar bensingjöfin hefur senni- lega festst og bíllinn tekið snar- lega á rás út úr beygjunni með þeim afleiðingum aö hann hafnaði utan vegar. Billin er mikið skemmdur á hliðum og á toppi, en öku- maðurinn slapp ómeiddur. Hann var einn i bilnum. mæðrum að reyna franskar niðursuðuvörur, sem eru viður- kenndar af sælkerum um allan heim. En þó einkennilegt megi virðast hefur frönsk niður- suðuvara ekki fyrr verið á boðstólum hérlendis svo teljandi sé. Framkvæmdastjóri Kaupgarðs h/f lét þess getið i viðtali við blað- ið i gær, að frönsku vörurnar væru I mjög sambærilegum verð- flokki og svipaðar vörur frá öðr- um löndum. Hins vegar væri óhætt að treysta gæðum frönsku vörunnar, enda væru Frakkar viðurkenndir matmælasér- fræðingar. Væri þvi von sin að franska kynningin gæti stuðlað að frekari innflutningi á frönskum niðursuðuvörum, sem jafnframt gæti aukið vöruúrval að mun. A kynningunni ber mikið á hvers konar niðursoðnum ávöxtum, perum, plómum o.s.frv., blönd- uðu grænmeti, grænum baunum og gulrótum. Einnig virtust sperglar (aspargns leggir) i ný- tizkulegum ur. oúðum vekja mikla athygli kaupmanna. Franski verzlunarfulltrúinn á fslandi: M. Daniel Parret sagði það mikið ánægjuefni, að nú væri kominn visir að væntanlegum viðskiptum á þessu sviði. Fransk- ur niðursuðuiðnaður hefði mikið og gott úrval til boða, t.d. mikið og gott úrval grænmetis, sem hann vissi að islenzkar húsmæður kynnu vel að meta. Kaupgarður h/f rekur mark- aðsverzlun i Kópavogi, auk þess sem fyrirtækið kemur til þess að vinna að verzlunarhagræðingu fyrir hluthafa sina m.a. með magninnflutningi. Hluthafar Kaupgarðs h/f eru flestir mat- vörukaupmenn. AAatstofa NLFÍ opnuð á ný við Laugaveginn Timamynd GE SJ-Reykjavik Matstofa Náttúru lækningafélags fslands hefur nú verið opnuð á ný eftir nokkurra ára hlé á slikri starfsemi I höfuð- borginni. Matstofan er nú að Laugavegi 20 b, 2. hæð, en gengið inn frá Klapparstig og lltt áber- andi frá götu séð. A dyrum er skilti um að þarna sé skrifstofa Náttúrulækningafélagsins. Þrátt fyrir þetta virðist fólkið, sem kann að meta þann góða mat, sem þarna er framreiddur, hafa fylgzt með þvi, að nú var búið að opna aftur, eftir aðsokninni i há- deginu tvo fyrstu dagana að dæma, en starfsfólkið hafði tæpast undan að afgreiða. Matstofan verður opin frá klukkan 9-5. Allan þann tima eru á boðstólum jurtate, mjólk og ávaxtasafi, kökur og bráuð úr heilhveiti, rúgi og öðrum náttúr- legum korntegundum grænmetis- salöt, ostur, súrmjólk, rjómatert- ur og skyrtertur. t hádeginu er auk þess fram- þrjú einbýlishús er einnig áformað að byggja. Bardögum hætt Damaskus NTB/Tel Aviv — Fallbyssurnar við Golanhæðirnar þögnuðu eftir siðasta stórskota- liðsbardagann á föstudag, en hann er sagður hafa verið einn sá ofsafyllsti, er þar hefur geysað. Strax eftir að samningarnir milli Sýrlendinga og tsraela, höfðu verið undirskrifaðir á föstudag hljómaði skipun til Israelsku her- mannanna um að hætta skothrið. Brosandi og blaðir komu þeir frá stöðvum sinum, en voru heldur betur fljótir I skjól aftur, þegar Sýrlendingar hófu ofsafulla skot- hrið á þá. Héldu Sýrlendingarnir skothriðinni áfram I hálfa klukkustund, áður en allt varð kyrrt meðfram linum þeirra. Talið var, að það hefði tekið þennan tima að koma skipuninni um að hætta skothrið til allra stöðva þeirra. Hvað á miðbærinn að heita? Fyrir nokkru efndi Kópavogsbær til samkeppni um nafn á miðbæn- um i Kópavogi. Alls bárust nokkrir tugir tillagna frá sjö aðil- um, en ekki verður tekin ákvörð- un um nafngiftina, fyrr en nýtt bæjarráð hefur tekið til starfa eftir nokkra daga. Baháíar á kynningarferð Eftir hvitasunnu leggja Bahá’iar upp i kynningarferð um Austfirði sem leið liggur allt frá Hornafirði til Raufarhafnar. Tilgangur ferðarinnar er að gefa fólki tækifæri til að kynna sér hin 130 ára gömlu alheims- trúarbrögð, Bahá’itrúna, sem er yngsti hlekkurinn i spámanna- keöju Guðs. reiddur heitur matur, jurta- og grænmetisréttir og súpur. t nýju matstofunni. SÞ—Búðardai — Siðan i marz hefur verið með eindæmum gott tiðarfar I Búðardal, og gróðurinn þýtur upp. Byggingarfram- kvæmdir verða með meira móti i sumar, kaupfélagið byrjar byggingu nýs frystihúss, og byrjað verður á nýrri barna- skólabyggingu, en teikningu hennar gerði Teiknistofa Ormars Þórs Guðmundssonar. Tvö til Fundinn leg- steinn Sig- urðar Árna- sonar á Leirá AÐ UNDANFÖRNU hafa farið fram miklar og gagngerar endurbætur á Leirárkirkju, og eru þær langt á veg komnar. Verður kirkjan tekin i notkun á ný við hátiðlega athöfn á hvita- sunnudag. Prófasturinn, séra Jón M. Guðjónsson á Akranesi, flytur ávarp, lýsir kirkjuna tekna i notkun að nýju og biður bless- unar Guðs yfir starf hennar og framtið. Siðan fer fram ferming og aitarisganga i umsjá sóknar- prestsins, séra Jóns Einarssonar I Saurbæ. Þegar verið var að gera við kirkjuna, fannst gamall og merkur legsteinn undir gólfi hennar. Steinninn er úr liparíti, útlendrar gerðar og með táknum á hornum. Letur steinsins er mjög máð, enda mun hann hafa verið notaður sem dyrahella við Leirárkirkju á sl. öld, en verið lagður undir gólf undir altari kirkjunnar að tilstuðlan Matthiasar Þórðarsonar þjóð- minjavarðar árið 1911. Talið er fullvist, að steinninn hafi verið á leiði Sigurðar Arna- sonar, lögréttumanns I Leirár- görðum, er var sonur Arna Odds- sonar á Leirá og lézt árið 1690. Má lesa nafn Sigurðar á steininum, þó að máð sé. Einingarflokkurinn mikli Þjóðviljinn kveinkaði sér i gær undan þvi, að sézt hefur á prenti, að tvenn sérframboð róttækra kommúnista hafi komið fram og þessir listar muni draga úr fylgi Alþýðu- bandalagsins, sem er móður- skip islenzkra kommúnista. Þjóðviljinn segir, að það sé enginn klofningur i þess röðum, þar sé það einingin ein sem riki um þá, sem I framboði eru fyrir flokkinn, sem blaðið segir að séu allir „liðsmenn” verkalýðs- stéttarinnar. Þessi skrif Þjóðviijans eru kannski einmitt til komin nú vegna þess, að mikil óánægja er viða meðal þeirra „liðs- manna vcrkalýðsstéttar- innar”, sem fylgt hafa Alþýðubandalaginu, með framboðslista Alþýðubanda- iagsins i Reykjavik. Flokkur verka- lýðshreyfingar treður á foringj- um hennar í fjórða sæti listans var „liðsmaður verkaiýðs- hreyfingarinnar” Jón Snorri Þorleifsson, formaður Trésmiðafélags Reykjavikur. Hann hverfur sporlaust af list- anum. Engar skýringar gefnar. Jón Snorri var þó fyrsti varamaður þingmanna Alþýðubandalagsins i Reykja- vik og sat oft á alþingi. Menn hefðu getað haldið, að Jón Snorri hefði verið látinn rýma sætið fyrir yngri „liðsmanni verkalýðshreyfingarinnar”, Sigurði Magnússyni rafvéla- virkja, sem var i 5. sætinu og tók nokkrum sinnum sæti á alþingi og þótti standa sig mjög vel. Nei. Að visu fékk þessi liðsmaður að halda sæti sinu, þvi fimmta, en upp fyrir hann var troðið blaðamanni af Þjóðviljanum. Það hefur kannski verið gert til að leita jafnvægis við annan blaða- mann Þjóðviljans, sem er á framboðslista Fylkingarinnar i Reykjavik? Hver er skýringin? Sú saga hefur heyrzt, að blaðamaðurinn, sem fékk 4. sætið, sæti formanns Tré- smiðafélagsins, hafi verið óánægður með Alþýðubanda- lagið og hótað að kjósa lista Fy1kingarinnar eða marxistanna-leninistanna. Ekki er þáð þó selt dýrara en það var keypt. En hvers á hinn ungi og glæsilegi „liðsmaður verkalýðshreyfingarinnar”, Sigurður Magnússon, að gjalda i flokki einingarinnar? Og var „Gvendur jaki" ekki boð- legur heldur? Og menn hafa spurt: Hvers vegna fékk Guðmundur J. Guðmundsson, varaformaður Dagsbrúnar, ekki að halda 3. sætinu á lista Alþýðubanda- lagsins við borgarstjórnar- kosningarnar? Af hverju og fyrir hverjum þurfti þessi „liðsmaður verkalýðs- hreyfingarinnar” að vikja? Það var sóttur tvilráður maður i annan flokk i 3ja sætið, þegar Aiþýðubanda- lagið taldi 3ja sætið alveg öruggt borgarfulltrúasæti, Þorbjörn Broddason, vara- niaður Njarðviks i útvarps- ráði, kosinn þangað af Samtökum frjálslyndra og vinstri manna. Og af hvcrju cr Guðjón Jónsson, formaður Félags Framhald á bls. 23

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.