Tíminn - 01.06.1974, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.06.1974, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Laugardagur 1. júni 1974. Er endurreisn landbúnaðarþjóðfélags evrópubúum lífsnauðsyn? ÞAÐ var ekki fyrr en á siðustu öld, sem menn tóku að stunda jarðrækt á visindalegan hátt. Allt fram að þeim tima hafði hvers konar jarðrækt farið fram eftir hefðbundnum reglum, sem litlum sem engum breytingum höfðu tekið i hundruð, ef ekki þúsundir ára. Iðnbyltingin mikla leiddi til við- tækra visindarannsúkna, sem menn höfðu ekki látið sig dreyma um áður, þ.á m. á sviði jarðrækt- ar. Siðan hafa framfarirnar orðið ótrúlegar. En það segir ekki alla söguna. Framfaririrnar hafa nefnilega einkanlega átt sér stað i Evrópu, Norður-Ameriku og Ástraliu. Aðrir heimshlutar hafa að mestu leyti orðið útundan. Hin öra fólksfjölgun, sem engan gat órað fyrir i byrjun aldarinnar, kallar á skipulagða nýtingu jarð- vegsins. Og þótt undarlegt megi virðast, þarf ekki aðeins að lyfta Grettistaki i þriðja heiminum, heldur einnig I Evrópu. Hinn öri vöxtur iðnaðarins i kjölfar iðnbyltingarinnar bilnaði hart á landbúnaði. Evrópumenn flykktust úr sveitum til bæja og borga, og i heilu héruðunum lagð-, ist landbúnaður niður. Þess I stað voru flutt inn matvæli frá öðrum heimsálfum. Og það er raunar gert enn þann dag i dag. En matvælaskorturinn I þriðja heiminum ætti að sannfæra menn um, að ekki er langt i að Evrópu- menn verði sjálfir að framleiða ofan i sig fæðu. Til þess þarf stór- kostlegt átak. Rækta þarf upp jarðveginn viða um álfuna, og gifurlegur fjöldi fólks verður að hætta að vinna i iðnaði, en hefja þess I stað landbúnaðarstörf. Vissulega verður þetta ekki gert á svipstundu. Endurbætur á , ræktunarlandi taka sinn tima, og vissulega þurfa Evrópumenn sinn aðlögunartlma vegna allra þeirra efnahagslegu breytinga, sem „græn bylting” mun leiða af sér. En ýmsir visindamenn eru þeirrar skoðunar, að litill timi sé til stefnu, jafnvel ekki nema ára- tugur eða svo. Söngvin fjölskylda A fimmta hundrað fugla eru til heimilis hjá Boris Simonov, lækni i Tasjkent, og Raju, konu hans: 18 tegundir páfagauka, ótrúlega litskrúðugra 30 tegundir af finkum, kynstrin öll af fulgum Úzbekistans, lyng- hænur, fasanar, lævirkjar, og svona mætti lengi telja, þvi að i safni þeirra Simonov-hjóna eru fuglar frá öllum álfum heims nemá Suðurskautslandinu, en mörgæsir þyldu tæplega hitann i Tasjkent, sem getur farið upp i 40 stig og þar yfir. Heima hjá Simonov er aldrei hljótt, Allan guðslangan daginn er sungið, kvakað, skrækt, gaggað og krunkað, og fyrir getur komið, að mannsrödd heyrist bölva. Boris Simonov man ekki glöggt, hvenær hann eignaðist fyrsta fuglinn. Þeir hafa sveimað i kringum hann frá bernsku. Faðir hans og afi höfðu yndi af öllu kviku, og afi hans fór oft með sonarson sinn út i skógarkjarrið og lét hann hlusta. Raja og Boris kynntust, þegar þau voru nemendur við lækna- skólann i Tasjkent. Siðan hafa þau búið undir sama þaki i 35 ár, komið börnum sinum tveimur á legg og bætt jafnt og þétt við fuglasafnið. Nýlega var samþykkt i borgarráði Tasjkent að úthluta allri fjölskyldunni tveggja hæða einbýlishúsi. Margir hafa látið heillast af tómstundagamni Simonovs læknis. t náttúruverndarfélagi borgarinnar hefur verið stofnuð sérstök deild áhugamanna um söng- og skrautfugla, og er Simonov formaður deildarinnar. 1 henni er fólk á öllum aldri og úr ólikustu sta rfsgreinum . Yngstu félagarnir eru krakkar af barnaheimili nr. 159, en það eru börn starfsfólks jarðstrengj- averksmiðju i Tasjkent. Á þessu barnaheimili hefur að frum- kvæði Simonovs, verið komið upp gróðurreitum fyrir hverja deild, þar sem fuglar og ýmis smádýr eiga sér athvarf. Börnin fá svo að fóðra og lita eftir dýrunum. Barnaheimili þetta þykir mjög til fyrirmyndar og er oft sýnt, þegar farið er i skoðunarferðir um borgina. Boris Simonov hefur skrifað þrjár bækur um fugla. Hann varð fyrstur til að greina visindalega skrautdúfur Úzbekistans, og eftir hann hafa birtst rit um ferðir farfugla frá Suðaustur-Asiu, til norður- héraða Asiu. Hann sér um dýralifsþætti fyrir sjónvarpið, sem eru afarvinsælir meðal barna i Úzbekistan. Og hann stendur i miklum bréfaskriftum við fuglaskoðara viða um heim — bréfin streyma til hans frá Tékkóslóvakíu og Póllandi, Rúmeniu og Vestur-Þýzkalandi, Austurriki og Austur-Þýzka- landi og viðar að.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.