Tíminn - 01.06.1974, Blaðsíða 10

Tíminn - 01.06.1974, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Laugardagur 1. júni 1974. Úrræði tii að tryggja áfram- haldandi velmegun þjóðar- innar og framfarir í landinu Eins og kunnugt er lagöi ólafur Jóhannesson forsætisráöherra, tillögur sinar i efnahagsmálum fram i formi stjórnarfrumvarps á Alþingi. Ráöherrar samstarfs- flokka Framsóknarflokksins i rikisstjórn höföu þó á ótal fyrir- vara um einstök atriöi þeirra efnahagsaögeröa, sem Ólafur Jóhannesson og Framsóknar- flokkurinn lögðu til að gerðar yrðu til að leita jafnvægis I efna- hagsmálum þjóðarinnar. Ólafur Jóhannesson mælti fyrir þessu stjórnarfrumvarpi á Alþingi hinn 3. mai sl. Eins og kunnugt er boöuðu stjórnarandstöðuflokk- arnir þá, að þeir myndu beita stöðvunarvaldi sinu i neðri deiid þingsins til að hindra það, að frumvarpið kæmist til 2. umræðu og til athugunar i þingnefnd. Slikt er fáheyrt i þingsögunni, þvi nær ætiö er talið sjáifsagt og eðlilegt að mál fái athugun og rétta með- ferð og afgreiðslu I þingnefndum, hvernig sem mönnum annars stendur hugur til efnisatriða þeirra þingmála, sem um er að tefla.Björn Jónsson, Hannibal Valdimarsson og Karvel Pálma- son rufu stjórnarsamstarfið vegna þessa stjórnarfrumvarps. Björn Jónsson sagði af sér sem ráðherra og Ilannibal Valdimars- son lýsti yfir andstöðu við rlkis- stjórnina sem formaður Samtaka frjálslyndra og vinstri manna og stóð að flutningi vantrausts á rikisstjórnina ásamt þeim Gcir Hallgrimssyni formanni Sjáif- stæðisflokksins og Gylfa 1». Gisla- syni formanni Alþýðuflokksins. Var þá ljóst að rlkisstjórnin var fallin. Eftir vandlega könnun á möguleikum innan Alþingis til að mynda starfhæfa stjórn, er Ieiddi til þeirrar niðurstöðu, að ógerlegt væri að nokkur þingmeirihluti gæti myndast fyrir lifsnauðsyn- legum og skjótum bráðabirgða- ráðstöfunum i efnahagsmálum, rauf forsætisráðherra þingið og visaði málum í þjóðardóm um lcið og hann tryggði þjóðinni starfhæfa bráöabirgðastjórn til aö koma allra nauðsynlegustu ráðstöfunum til viðnáms verö- bólguöldunni, sem þá var að riða yfir þjóðina. Dómur þjóðarinnar verður kveðinn upp 30. júni. Er ólafur Jóhanncsson, for- sætisráðherra, flutti framsögu sina fyrir stjórnarfrumvarpinu um jafnvægi i efnahagsmálum hinn 3. mai sl. stóð prentaraverk- fallið enn og litiö komst I fjöl- miöla af þeim einstöku atriðum og rökunum að baki, sem I stjórnarfrumvarpinu um efna- hagsaðgerðir voru. Timinn telur að þjóðin eigi rétt og skyldu til að kynna sér til hlltar þau efnis- atriði, sem voru i þessu stjórnar- frumvarpi, sem leiddi til falls vinstri stjórnar og þingrofs ólafs Jóhannessonar. Þess vegna birtir Timinn þessa framsögu- ræðu forsætisráðherra hér á eftir. Ræða ólafs Jóhannessonar var á þessa leið: Herra forseti. Það er rétt að taka það fram strax, að þó að þetta frumvarp sé lagt fram sem stjórnarfrumvarp hafa stjórnarflokkarnir áskilið sér að hafa óbundnar hendur um einstök atriði þess. Það er engan veginn óþekkt að svo sé. Ég tel hvorki rétt né heppilegt á þessu stigi að gera að umræðuefni um- mæli þau, sem Vestfirðinga- goðinn, háttvirtur þingmaður Hannibal Valdimarsson, lét falla hér I útvarpsumræðum i gær- kvöldi, og að mér að visu óbeint. Ég tel mál þetta stærra og brýnna en svo, að rétt sé að eyða orðum i karp um aukaatriði. En gögn öll um gang og afgreiðslu þessa máls hef ég i höndum og legg þau e.t.v. einhvern tima seinna á borðið En stjórnarfrumvarp er þetta og sá ráðherra sem vill firra sig ábyrgð á flutningi þess, hefur þrátt fyrir orðsendingu og bók- anir á elleftu stundu aðeins eitt úrræði. Ég hef áður kynnt for- ustumönnum stjórnarand- stöðunnar meginefni þessa frum- varps og get e.t.v. þess vegna farið fljótar yfir sögu en ella i framsöguræðu. 1. umræða þyrfti þess vegna, e.t.v. ekki að verða mjög löng, þó að auðvitað sé það eðlilegt, að menn þurfi að ræða þetta mál, án þess að þar sé nokkur tamörkun á gerð. Áskorun Þrátt fyrir að málið hafi áður verið kynnt stjórnarandstöðunni eða forustumönnum hennar, þá tel ég æskilegt og vil skora á hæstvirta alþingismenn að gefa sér gott tóm til að kynna sér málið, áður en þeir á þessu stigi gefa um það nokkrar bindandi og óafturkallanlegar yfirlýsingar og lýsa þannig afstöðu sinni til þess. Efni frumvarpsins hefur með viðræðum kynnt aðilum vinnu- markaðarins, bæði af hálfu hag- rannsóknastjóra og eins með formlegri hætti af þriggja manna ráðherranefnd, sem I eiga sæti ráðherrarnir Lúðvik Jósefsson, Halldór E. Sigurðsson og Magnús Torfi Ólafsson, þar sem Björn Jónsson er nú sjúkur. Nefndin hefur rætt við launþegasamtökin þ.e.a.s. Alþýðusambandið, BRSB og Bandalag háskólamanna, og mun halda þeim viðræðum áfram, auk þess sem ég hef óformlega rætt litillega áður við forustumenn I Alþýðusam- bandinu. Þá hef ég og átt við- ræður um þetta mál við samtök bænda og Vinnuveitendasam- bandið eða fyrirsvarmenn þess. Hér er aðeins um að ræða við- ræður, en ekki neins konar samn- inga. Viðræður til kynningar og til að fá ábendingar, en alls ekki til þess að fá samþykki þessara aðila til þeirra aðgerða, sem hér er um að ræða. Ábyrgð Alþingis Það er rikisstjórnin og Alþingi og fyrst og fremst Alþingi, sem á og verður að taka ákvarðanir um þessi efni og bera á þeim ábyrgð, án þess að geta skotið sér á bak við aðra. Þeir, sem telja þetta úr- lsusnarefni, sem hér liggur fyrir, svo brýnt, að nú i svipinn sé ekki timi til kosninga — og ég er þvi algerlega sammála, — ættu a.m.k. að sjá og játa, að nú er ekki timi til samningaþófs _ svo að vikum skiptir, sem þvi miður væru litil likindi til, að leiddu til beinna samninga, bæði þegar litið er til fenginnar reynslu og eðli málsins. Það hefur vissulega verið haft og er haft samband og samstarf við aðila vinnumark- aðarins. Ég tel, að i þessu efni hafi sizt af öllu verið brotið gegn ákvæðum málefnasamings. AAálefna- samningurinn 1 málefnasamningnum segir svo með leyfi hæstvirts forseta: „Hún (þ.e. rikisstjórnin) mun leitast við að tryggja, að hækkun verðlags hér á landi verði ekki meiri en I helztu nágranna- og viðskiptalöndumV Ég skýt þvi inn I sviga, að ég játa hrein- skilnislega, að þetta hefur ekki tekizt, en siðar segir: „1 þvi skyni mun hún beita aðgerðum i pen- inga- og fjárfestingarmálum og ströngu verðlagseftirliti. Til að ná þessu marki vill stjórnin hafa sem nánast samstarf við samtök launafólks og atvinnurekenda um ráðstafanir i efnahagsmálum”. Ég tel, að við samningu þessa frumvarps hafi verið fylgt þeirri meginreglu, sem þarna er sett. Frumvarp þetta er um viðnám gegn verðbólgu og aðrar ráð- stafanir til að stuðla að jafnvægi i efnahagsmálum. Það er um vissar tlmabundnar bráðabirgða- ráðstafanir til lausnar á að- steðjandi vanda I efnahags- málum. Fljótt á litið getur það hljómaðsem eins konar öfugmæli að tala um efnahagsvanda, a.m.k. i eyrum manna, sem ekki hafa heildaryfirsýn yfir þjóðar- búskapinn, en lita aðeins á það, sem næst þeim er i augnablikinu. Kjörin aldrei betri en nú Það er staðreynd, að hér á landi er nú almennari velmegun og al- mennt betri lifskjör en áður hafa þekkzt, og það er einnig stað- reynd, að tslendingar eru i þvi efni i fremstu röð þjóða. Atvinnu- lif stendur með blóma, atvinna er óvenjulega mikil og atvinnu- öryggi er sem næst þvi hámarki, sem menn geta búizt við að ná. Samt er við efnahagsvandamál að glima. Verðbólguna þ.e.hinn öra verðbólguvöxt, sem ógnar sjálfum forsendum velmegunar- innar, sjálfum atvinnurekstr- inum, atvinnunni og atvinnu- örygginu og teygir rætur sinar i ýmsar áttir og grefur undan horn steinum heilbrigðs þjóðarbú- skapar og stofnar framtiðar- öryggi atvinnulifsins og fram- förum i hættu. ef ekki verður i tæka tið brugðizt við á réttan hátt. Megindstæðurnar Fyrir þessu vandamáli, verð- bólguvandanum, gerði ég nokkra grein i útvarpsumræðum. Sé ég ekki ástæðu til að endurtaka það hér, en visa til þess, sem ég þá sagði. Þó vil ég aðeins leyfa mér --------7---------------------1 Ræða Ólafs Jóhannessonar, forsætisráðherra, á Alþingi 3. maí sl., er hann mælti fyrir stjórnarfrumvarpi um „Jafnvægi í efnahagsmálum". v.____________________________) Olafur Jóhannesson á Alþingi. Les þingrofsboðskapinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.