Tíminn - 01.06.1974, Blaðsíða 29

Tíminn - 01.06.1974, Blaðsíða 29
Laugardagur 1. júni 1974. TÍMINN 29 ÍTALSKA landsliöinu i knattspyrnu er spáð miklum fraina i heiins- meistarakeppninni i Vestur-Þýzkalandi. Hér á myndinni sjást nokkrir af snjöllustu leikinönnum ttaliu. Aftari röð frá vinstri: Gi- orgio Chinaglia (Azio), Luciano Spinosi (Juventus), Mauro Bellugi (Inter Milan), Giauni Rivera (AC Milan), Dino Zoff (Juventus) og Luigi Iíiva (Cagliari' r emri röð: Fabio Capello (Juventus), Franco Causio (J' ,us), Giacito Facchetti, fvrirliði (Inter Milan), Tarcis' Duí'g'nich (Inter Milan) og Romeo Benetti (AC Milan). nHDWlei' SYNGJANDI SKOTAR SYNGJANDI SKOTAR...getum við kallaðþessa mynd, sem var tekin af nokkrum leikmönnum HM-liðs Skotlands, þegar þeir voru að syngja inn á hljómplötu i Lundúnum. Á myndinni sjást þeir George Connelly (komst ekki í 22 manna hópinn), Danny McGrain (Celtic) og Sandy Jardine (Glasgow Rangers). Fyrir framan þá eru þeir Eric Schaedler (Hibs) og Donald Ford (Hearts). „Ég hef leikið brotinn í 8 ár" Argentínu menn tapa italska 1. deildar liðið Fiorentina sigraði HM-lið Argentinu, 2:0, á fimmtudagskvöld- ið. ttalirnir skoruðu sitt markið i hvorum hálfleik. Það voru þeir Speggiorin og And- dcsolati, sem skoruðu mörkin. — segir Hermann Gunnarsson, sem ætlar sér að klæðast Valspeysunni aftur í sumar „Ég mun klæöast Valspeysunni aftur í sumar".....sagöi markaskorarinn mikli úr Val, Hermann Gunn- arsson, þegar við spurð- um hann að því, hvort hann myndi leika meira með Valsliðinu í sumar. En eins og hefur komið fram hér á síðunni, þá meiddist Hermann illa í fyrsta 1. deildar leik sín- um í ár, gegn Akurnes- ingum uppi á Skaga. Þá ristarbrotnaði hann, ökklabrotnaði og liðbönd slitnuðu. „Ég hef leikið brotinn í 8 ár — því ætti þetta ekki að skipta miklu", sagði Hermann. Hermann fór upp á Land- spitala I gær, þar sem var skiptum gipsá fætinum á hon- um. Hermann sagði, að hann yrði settur i göngugips i byrj- un júni og ætti hann að vera i þvi i 4-6 vikur. Þegar hann er laus við það, þá myndi hann strax byrja að þjálfa fótinn og styrkja hann. Hermann er mjög bartsýnn á, að geta byrjað að leika með Valsliðinu i júlí. — Þú verður ekki á lista yfir markhæstu leikmennina í 1. deild i sumar, Hermann? — Það er aldrei að vita — það þarf ekki nema nokkra leiki. Sástu leikinn — Valur og Fram? — Jú, heldurðu að þú hefðir ekki skorað nokkur mörk, ef þú hefðir verið i framlínunni hjá Fram? — Jú, það hefðu allir getað gert það. Að lokum spurðum við Hermann, hverjir hann héldi að yrðu markhæstu menn i 1. deild i sumar. Hermann sagði, að það yrðu Skagamennirnir Teitur og Matthias, ásamt Steinari Jóhannessyni úr Keflavik, sem mundu berjast um það.— sos. „Bezt að fá Derby" — sem mótherja í UEFA-keppninni, segja Valsmenn ,,I»að væri bezt að fá Derby sem mótherja”, sögðu Valsmenn, þegar þeir fréttu, hvaða ensk lið taka þátt i UEFA-bikarkeppni Evrópu. Valsliðið tekur þátt i UEFA-keppninni, og það getur státað af þvi að vera eitt af fáum liðum, sem ekki hefur tapaö leik á heimavelli i Evrópukeppni i knatt- spyrnu. Valsmenn hafa nú möguleika á að fá enskt lið sem mótherja i sumar, þvi að fjögur ensk lið hafa verið tilkynnt i keppnina. Það eru Ipswich, Derby, Stoke og Wolves. HERMANN GUNNARSSON ... á fullri ferð á hækjum. (Timamynd Jim) ITALIA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.