Tíminn - 01.06.1974, Blaðsíða 12

Tíminn - 01.06.1974, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Laugardagur l. júni 1974. um það tölur i ræðu minni i gær, þeirra sérfræðinga,sem þar um hafa fjallað. Þess má t.d. geta, að i greinargerð sem fylgir með, hefur ekki verið reiknað með verðhækkunaráhrifum stuðnings- aðgerða við atvinnuvegina, sem nauðsynlegar yrðu og óhjá kvæmilegar i einhverju öðru formi, ef ekki yrði nú spyrnt við fæti með þeim hætti, sem gert er ráð fyrir i þessu frumvarpi.Til þess að gefa hugmynd um mikil- vægi aðgerðanna miðað við, að þeim verði beitt til fulls, má nefna fimm atriði. 1. Þróun verðlags og framfærslukostnaðar 2. Þróun kauptaxta og kaupmáttar. 3. Afkomu atvinnuvega. 4. Peninga- og lánamarkað. 5. Viðskipta- og greiðslujöfnuð. Vegna þess hve langt er á árið liðið, hafa viðnámsaðgerðirnar að sjálfsögðu ekki fuli ahru á út komu þessa árs i heild.En til þess aö gera grein fyrir áhrifum þeirra á heilu ári, má lita til talna um stöðuna á næstliðnu hausti, sem gefa mynd af þeirri undir- stöðu,sem aðgerðirnar gætu lagt af framvindu efnahagsmála i jafnvægisátt á næstu missirum. Og þá er það fyrst þróun verð- lags- og framfærslukostnaðar. Uggvænleg þróun verðlags An nokkurra aðgerða stefnir i 40-50% meðalhækkun verðlags og kostnaðar á árinu 1974. Þessi verðbólguhraði væri enn meiri i lok ársins. Með aðgerðum er reiknað með 35-40% meðal- hækkun verðlags á árinu 1974. Þessi tala gefur þó ekki full- nægjandi hugmynd um árangurinn, þvi að i árslok væri verðbólguhraðinn orðinn mun minni og kominn niður fýrir 30% á ári og stefndi til lækkunar ef að gerðirnar stæðu eitthvað áfram, eða aðrar lausnir væru þá fundnar, sem gætu skilað svipuðum árangri.Sem sagt, i stað stigmögnunar verðbólgu i yfir 50% á ári væri stefnt að þvi að vinna hagkerfið niður i hóf legar verðbreytingar á árinul975. Hér væri um mikinn ávinning að ræða. Kaup og kaupmóttur 1 öðru lagi er það svo þróun kauptaxta og kaupmáttar. Að óbreyttri þróun kauplags og verð- lags eru horfur á að minnsta kosti 60% meðalhækkun kaup- taxta á þessu ári og rúmlega 42% hækkun framfærslukostnaðar eins og i greinargerðinni segir. Það þarf náttúrlega ekkert annað en nefna þessar tölur. 60% meðalhækkun kauptaxta og rúm- lega 42% hækkun framfærslu- kostnaðar, til þess að mönnum sé og verði ljóst, að svona stökk getur engin þjóð tekið. Kaup- mætti, þó að hækkuniná kaup- taxta væri þessi, 60%, þá er kaup- mætti kauptaxta stefnt i um ná- lægt 12% aukningu, sem er, verð ég þvi miður segja, langt umfram efni, eins og sakir standa i dag. Sé hins vegar miðað við, að kauptaxtar hækki ekki frekar en orðið er fyrr en i lok ársins verða þeir að m.t. um 43% hærri á núv. ári en s.l. ári. Það virðist nú býsna há upphæð, býsna mikið stökk á einu ári. En þannig ykist kaupmáttur kauptaxta um 4-5% að meðaltali á árinu, ef viðnáms- aðgerðum yrði beitt til fulls. Leiðinleg staðreynd til að horfast i augu við, en bezt að hafa ekki sömu aðferð og strúturinn — að stinga höfðinu i sandinn. En ég undirstrika, að þetta er miðað við það, að viðnámsaðgerðum yrði beitt til fulls. Þarna verður t.d. þegar ætti að lita á stöðu laun- þega út af fyrir sig, að athuga og reikna með hinum auknu niður- greiðslum, sem gert er ráð fyrir i þessu frumvarpi, sem ekki er varlegt að fara með miklar tölur um á þessu stigi, en gætu kannski, ef allt það fé fengist, sem þar er gert ráð fyrir og væri að fullu notað, numið, 6-8 stigum og jafn- framt verur svo auðvitað að hafa i huga þá heimild, sem er i 2. málsgrein 4. greinar til greiðslu sérstakrar verðlagsuppbótar á þau laun, sem kölluð eru lág laun. En það er sem sagt um heimild að ræða, sem engin ákvörðun liggur fyrir um, hvernig yrði notuð, en hún gæti náttúrlega verið notuð þannig, að þar kæmi veruleg uppbót á þessi laun lág- launamanna, þannig að þá gæti dæmið staðið þannig, að það væri ekki um umtalsverðar fórnir að ræða, semþað láglaunafólk tæki á sig með visitölubindingu. En þó endurtek ég það, að það fer auðvitað algerlega eftir þvi, hvernig þessari heimild er beitt. Kaupmáttur ráðstöfunartekna og þar með einkaneyzla ykist nokkru meira en gert var ráð fyrir um kaupmátt kauptaxta, eða um 7-8% vegna áhrifa skatt- kerfisbreytingarinnar, frá þvi i marz s.l. Þó að hér sé ekki eins hátt stefnt eins og vikið var að, þegar nefnd var 12% kaup- máttaraukning, þá held ég, að það sé ekki ofmælt, að samt sé hátt stefnt, þvi að lifskjör hér á landi I fyrra voru á hátindi og eru það enn. Við lok ársins væri með viðnámsaðgerðum að þvi stefnt að freista þess að halda þessum kaupmætti. Atvinnuóstandið — afkoma atvinnuvega Þá er það i þriðja lagi atvinnu- ástand. Flestar greinar sjávarút- vegs eiga nú þegar við talsverðan rekstrarvanda að etja, einkum þó frystiiðnaðurinn. Og nefndi ég sem ég endurtek ekki. Sama gildir einnig um útflutningsiðn- aðinn og sennilega um ýmsar greinar heimamarkaðsiðnaðar, sem eiga I samkeppni við inn- fluttar vörur. Til þess að leysa vanda þessara atvinnugreina, þarf þvi sérstakar aðgerðir. Við námsaðgerðum i 1. áfanga er fyrst og fremst ætlað að koma i veg fyrir truflanir á útflutnings- greinum, sem annars væru fyrir- sjáanlegar og gætu raunar náð til fleiri atvinnugreina. En fremur er þeim ætlað að tryggja fullt at- vinnuöryggi og koma i veg fyrir, að gengi krónunnar þurfi að siga verulega, þvi að sllk þróun mundi fela I sér alvarlegar afleiðingar, bæöi fyrir þróun atvinnulifs og félagslegt "réttlæti tekju- og eignaskiptingar. Það þekkja menn af reynslunni. Peninga- og lónamarkaður Þá er það i fjórða lagi peninga- og lánamarkaður. A vettvangi peninga- og fjármála kemur verðbólguþróunin fram i mikilli fjárvöntun til útlána og opinberra framdvæmda, sem metin er i greinargerð sérfræðinganna a.m.k. k 2000 millj. kr. 1 frum- varpinu er annars vegar með skyldusparnaði einstaklinga og kröfu um verðbréfakaup lána- stofnana stefnt að a.m.k. 1000 millj. kr. viðbótarfjáröflun innan- lands á árinu. Hins vegar er gert ráð fyrir þvi, að endurskoða öll lánskjör fjárfestingarlánasjóða, og taka þá m.a. til athugunar, eða taka upp einhvers konar verð- tryggingu útlána i þvi skyni að draga úr eftirspurn, sem óneitanlega á að verulegu leyti rætur að rekja til viðleitni manna að hagnast á verðbólgunni. Það skulum við hreinskilnislega játa. Fjáröflunarvandinn Ljóst er, að þrátt fyrir þá fjár- öflun, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, verður alltaf helmingur fjáröflunarvandans enn óleystur, og verður þvi nauðsynlegt að vinna enn að nokkrum niður- skurði útgjalda- og útlánafyrir- ætlana á næstu vikum. Utan við ramma þessa frumvarps eru einnig peningalegar ráðstafanir, svo sem takmörkun á útlána- aukningu bankanna, aðild um aukningu erlendra skulda, breyting lánskjara, sem nauðsyn- legar eru til þess að hemja þá eftirspurnaraukningu, einkum i formi fjárfestingar, em er ein meginorsök vaxandi viðskipta- halla. An slikra aðgerða má búast við að áhrif'j.... viðnámsað- gerðanna á viðskiptajöfnuðinn, en áhrif aðgerðanna á viðskipta jöfnuðinn eru metin á 1500 millj. kr. á árinu, muni ekki koma fram nema að litlu leyti, Viðskiptahallinn — Gjaldeyrissjóðurinn Og þá er það loks I fimmta og siðasta lagi viðskipta- og greiðslu jöfnuður. Annað megineinkenni efnahagsvandans er vaxandi halli á viðskiptum þjóðarbúsins við út- lönd. Þannig gæti nú stefnt sam- kvæmt áliti sérfræðinganna i um 8000 millj. kr. viðskiptahalla á árinu, ef ekki yrði að gert og gæti það falið i sér allt að helmings minnkun gjaldeyrisforðans eins og hann var um siðustu áramót, en þá var hann reyndar meiri en nokkru sinni fyrr. Ahrif efna- hagsráðstafana frumvarpsins á viðskiptajöfnuð ársins i ár hljóta að takmarkast af þvi, hve langt er á árið liðið, en innflutningur hefur verið afarmikill á fyrstu mánuðum ársins. Lauslegar áætlanir um áhrif frumvarpsins benda þó til þess, að innflutningur Siglufjörður. Þar var allt i dauöa og dofa á viöreisnartimabilinu, atvinnuleysi og fólklflótti. Nú eftir þriggja ára setu ráöuneytis ólafs Jóhannessonar er Siglufjörður f hóþi þeirra mörgu uppgangs og framfarastaða, sem byggöastefnan hefur bjargaö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.