Tíminn - 01.06.1974, Blaðsíða 28

Tíminn - 01.06.1974, Blaðsíða 28
28 TÍMÍNN Laugardagur 1. júní 1974. i ÞÓRUNN ALFREÐSDÓTTIR Þórunn far in til Ala- bama... Hún mun æfa sund undir leiðsögn Guðmundar Haraldssonar, sem nýtur mikilla vinsælda þar sem sundkennari ÞÓRUNN ALFREÐSDÓTTIR/ hin unga og efnilega sundkona úr Ægi, er nú farin til Bandaríkjanna, þar sem hún mun æfa sund undir leiösögn íslenzka sund- þjálfarans Guðmundar Harðarsonar, en hann þjálfar og stundar nám í Alabama. Þórunn mun dveljast í fimm vikur hjá Guðmundi en hann nýtur mikilla vin- sælda í Alabama. Guömundi hefur verið boðinn 5 ára samningur hjá sundfélögum i. Montreal I Kanada, en þar er sundiþróltin i miklum uppgangi. Guð- mundur gat ekki þegið það boð, þvi að hann vill ekki binda sig i svo langan tima. Ilann hefði tekið þessu boði, ef samningurinn hefði hljóðað upp á 1-2 ár. Guðmundur stundar nám við háskóla i Alabama, og mun hann út- skrifast sem fullmenntaður iþróttakennari i byrjun næsta árs. llann kemur væntanlega alkominn heim i byrjun mal 1975. VÍKINGAR STÖÐVAÐIR KR-ingar sigruðu þó Kr-ingar stöðvuðu sigur- göngu Vikings i gærkvöldi, þegar þeir sigruðu þá með tveimur mörkum gegn einu i fyrstu deildar keppninni i gær- kvöldi. Þar með er sigurgöngu Vikingsliðsins lokið, en liðið hafði ekki tapað leik til þessa á keppnistimabilinu. Leikurinn i gærkvöldi var ekki góður, og einkenndist af 2:1 í gærkvöldi miðjuþófi. KR-ingar voru fyrri til að skora, er Atli Þ. Héðinsson skoraði á 28 min. i fyrri hálfleiks, og aðeins fjórum minútum siðar bætti Ólafur Ólafsson við marki fyrirKRog staðan orðin 2:0.1 seinni hálfleik tókst Vikingum að minnka muninn, eftir ljót varnarmistök KR. Það var á 20. min og var þar að verki, Stórleikur í Eyjum... Jóhannes Bárðarson. Með þessum sigri, eru KR- ingar komnir i toppbaráttuna i 1, deild. 1 STAÐAN Eftir leik Vikings og KR i gærkvöldi, er staðan nú þannig: KR 3 2 0 1 3-2 4 IA 21104-0 3 IBV 21102-13 IBK 2 10 12-22 Valur 3 0 2 1 2-3 2 IBA 2 10 11-42 Vikingur 2 0 112-31 Fram 2 0 113-41 Eyjamenn og Skagamenn mætast þar í dag VERÐA ÞAÐ EYJAMENN EÐA SKAGAMENN SEM TAKA FORUSTU t 1. DEILDAR- KEPPNINNI t DAG? — Svar við þessari spurningu fæst i Vest- mannaeyjum, þegar toppliðin 11. deildinni mætast þar i dag. Það verður örugglega hart barizt i Eyjum, þvl að stigin eru dýrmæt fyrir liðin, sem hafa ekki byrjað 1. deildar keppnina jafn vel i mörg ár eins og þau hafa gert núna. Leikurinn I Eyjum hefst kl. 14.00. KEFLVIKINGAR sem hafa nú marga leikmenn sina á sjúkra- lista, fá Akureyringa i heimsókn I dag. Keflvikingar leika með hálf- gert varalið i dag — en það ætti ekki að koma að sök, þvi þeir eiga marga góða varamenn. Leikurinn i Keflavik hefst kl. 16.00 að staðartima. Tveir leikir verða leiknir i 2. deild i dag. FH leikur við Völsunga kl. 16.00 og ísfiröingar fá Hauka i heimsókn, og hefst leikurinn á tsafirði kl. 15.00 A þriðjudaginn verður einn leikur leikinn i 1. deild. Vikingur og Fram leika þá á Laugardals- vellinum kl. 20.00. 0 GUÐNI KJARTANSSON... með hönd i fatla. (Tlmamynd Jim) Lr** HE*' !ii»i Valur VALSLIÐIÐ.... Dýri Guðmundsson, Hörður Hilmarsson, Grimur Sæmundsson, Kristinn Björnsson, Vilhjálmur Kjartans- son, Birgir Einarsson, Alexander Jóhannes- sin, Jón Gislason, Sigurður Jónsson, Sigurður Dagsson og Jóhannes Eðvaldsson, sem er fyrirliði liðs- ins. (Timamynd Jim)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.