Tíminn - 01.06.1974, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.06.1974, Blaðsíða 7
Laugardagur 1. júnl 1974. TÍMINN 7 Þeir eru I Islenzku sveitinni á ólympiuskákmótinu: Friðrik, IngiR. Guðmundur og Björgvin —Timamynd: Gunnar FRIÐRIK FYRIRLIÐI ÍSL.OLYMPÍU- SKÁKSVEITARINNAR BH-Reykjavik. — tslenzka sveitin, sem keppir á Olympíu- skákmótinu i Nizza i næsta mánuði, verður þannig skipuð: Á fyrsta borið Friðrik Ólafsson, á öðru borði Guömundur Sigurjóns- son, á þriðja borði, Ingi R. Jóhannsson og á fjórða borði Jón Kristinsson. Varamenn eru þeir Ingvar Ásmundsson og Björgvin Vigiundsson. Á fundi með stjórn Skáksam- bandsins i gær kom fram, að sveitin er mjög sterk, eins og sjá má, og þó nokkrar vonir eru bundnar við góðan árangur hennar, enda þótt við ramman reip sé að draga og sveitir stór- veldanna skipaðar heims- þekktum köppum. Taldi Friðrik Ólafss. liklegt, að sú rússneska yrði skipuð þeim Petrosjan, Karpov, Spasski, Pólúgajevski og Kúzmin, og sú bandariska þeim Kavalek, Byrne, Brown, og liklega Benkö. Fyrirliði islenzku sveitarinnar er Friðrik ólafsson, og fararstjóri er Þórhallur Ólafs- son, héraðslæknir i Hveragerði. Að þessu sinni er Olympiuskák- mótið haldið i Nizza og stendur dagana 6.-29. júni. Verður þar mikið um dýrðir og búizt við miklum straumi ferðamanna i sambandi við mótið, en islenzka sveitin býr á stóru hóteli á Rivi- erunni. Austur-Þjóðverjar munu ekki taka þátt i mótinu að þessu sinni, og er ástæðan talin vera sú, að þar i landi mun gilda sú regla að taka ekki þátt i móti, þar sem ekki eru likur á að hreppa eitt- hvert af þrem efstu sætunum. Þá verða allar þátttökuþjóöirnar að undirrita yfirlýsingu um, að þær keppi við hverja, sem er, án tillits til þjóðernis, stjórnmálaskoðana eða litarháttar. Eins og kunnugt er stóð Friðrik Ólafsson sig með prýði á tveim stórmótum nýverið, og mætir vel undirbúinn til þessarar keppni, sem og félagar hans, sem allir hafa staðið i ströngu upp á síðkastið, og keppt á ýmsum mótum með góðum árangri. Utan fara þeir strax eftir helgina. Iscarco fær nýja flutningavél — Rætt við Hallgrim Jónsson, flugstjóra Siðastliðinn þriöjudag bættist nýr farkostur i islenzka flug- flotann, en þá kom hingað til lands flugvél, sem fiugfélagið ISCARGO hefur keypt frá Noregi. Vélin er af gerðinni Douglas DC 6 A, sérlega útbúin til vöru- flutninga. Var vélin keypt af norska félaginu FRED OLSEN FLYSELSKAP. Að sögn Hallgrims Jóns- sonar.flugstjóra og fram- kvæmdastjóra ISARGO, mun nýja vélin verða notuð til vöru- flutninga til og frá meginlandi Evrópu. — Við höfum undanfarin ár, eða frá þvi i ársbyrjun 1972 annast samningsbundna flutninga milli tslands og meginlands Evrópu, fyrir nokkur islenzk fyrirtæki og mun þvi haldið áfram, en það sem nú breytist er, að við erum færir um að sinna ýmsum verkefnum á sviði loftflutninga, sem við uröum að hafna. Undanfarin ár höfum við oft þurft að neita flutningi á alls konar tækjum og vélum, vegna þess að vélar félagsins hafa ekki haft nægjanlega stórar farmdyr. ife Þannig höfum við orðið af alls konar verkefnum, t.d. fisk- vinnsluvélum og öðrum tækjum, landbúnaðarvélum og tölvum, sem við höfum ekki getað flutt, vegna þess að þessir hlutir kom- ust ekki inn um dyrnar á vélun- um. Þessi nýja vél er hins vegar með tvær farmdyr, og er dyra- opið 315 cm xl98 cm., en á hinum vélunum er dýraopið aðeins 90 cm x 198 cm. '*' — Nýja vélin kostaði 200.000 dollara eða 18-19 milljónir is- lenzkra króna, en vélar af þessari gerð hafa hækkað i verði að undánförnu. Þetta eru úrvalsvélar og voru notaðar á öllum helztu flugleiðum stóru félaganna, áður en þoturnar tóku við. Þá töldu allir, að dagar þeirra væru taldir, og var þeim lagt i unnvörpum. Nú hefur viðhorfið hins vegar breytzt og eru DC-6 B og A vélarnar eftir- sóttar og fljúga um allan heim. — Hvað verður fyrsta verkefnið hjá nýju flugvélinni? — Við förum til Englands i fyrra- málið með tvo mótora i hina vélina, sem þar er stöðvuð vegna vélabilunar, sem getið hefur ver- ið um i fjölmiðlum, en rætt var um að skemmdarverk hafi verið unnið á henni. Siðan heldur vélin til Alaborgar, þar sem hún tekur fullfermi af vörum til íslands. — Telur þú að andstæðingar hestaflutninga hafi unnið skemmdarverk á ISCARGO- vélinni? — Nei. Ekki held ég það. En vissir hlutir hafa gefið mönnum tilefni til sérstakrar rannsóknar. Það er mjög óvenjulegt, að tveir hreyflar bili samtimis. Raunar er það með ólikindum, en ég er ekki trúaður á að skemmdarverk hafi verið unnið. Þetta er aðeins til- viljun. DC-6 vélarnar fljúga ágæt- lega á tveim mótorum og þegar bilunin varð var vélin á flugi fyrir Norðursjó og snéri við. Ástæðan til þess, að flugstjórinn kaus að lenda á herflugvelli var einkum og sér i lagi sú, að þar var bezt veður og lendingarskilyrði eru tekin með i reikninginn, þegar vélum er lent með einn, eða fleiri hreyfla stöðvaða, segir Hallgrim- ur flugstjóri að lokum. -JG. Sexföld aukning — í sölu niðursoðinnar loðnu til Japans 15. inarz s.l. var undirritaður i Tókió samningur milli S.L. og fyrirtækisins Taiyo Fishcery Co., Ltd. i Japan, um söiu á 75.000 kössum af niðursoðinni kven- loðnu, að verðmæti uin 125 mill- jónir króna. Varan verður af- greidd á tiinabilinu aprii til október 1974. Sexfalit meira magn verður selt til Japans á þessu ári en 1973. Tvær verk- sniiðjur munu framleiða upp i samninginn, Norðurstjarnan h.f. og Niðursuðuverksmiðja K. Jóns- son & Co. Samningsgerð annaðist h.f. S.L. dr. örn Erlendsson, franikvæmdastjóri SOL., en Halldór S. Magnússon, varafor- maður stjórnar Norðurstjörn- unnar h.f., tók þátt i viðræöunum fyrir hönd verksmiðjunnar. Fyrirtækið Taiyo Fishery Co., Ltd. er umboðsaðili S.L. i Japan. Fyrirhuga þeir viðtæka kynningu á vörum S.L. i Japan á næstu mánuðum og hafa gert reynslu- panatanir á ýmsum vöru- tegundum. Tæknileg athugun á verksmiðjunum I marz s.l. dvaldi Per Rysst, verkfræðingur hjá Noblikk-Sann- em A.S. i Noregi, hér á landi og skoðaði allar starfandi Iagmetis- verksmiðjur hérlendis. Vinnur hann nú að skýrslu um ástand versmiðjanna og mun gera til- lögur um endurbætur á skipu- lagningu þeirra og starfsemi. Nánar verður greint frá niður- stöðum rannsókna hans siðar. Lánamál A alþingi þvi, sem nýlega er lokið voru gerðar lagabreytingar þar sem ákveðið var, að lag- metisiðnaðurinn heyri undir lánakerfi iðnaðarins með þeim skyldum og réttindum, sem þvi fyígja. Eins og áður hefur verið greint frá á þessum vettvangi, hafa lagmetisverksmiðjurnar átt i miklum erfiöleikum með að fá fjárfestingarlán, og er vonandi, að þessi lagabreyting bæti þar eitthvað úr, sér i lagi þegar haft er i huga það átak, sem gera verður i uppbyggingu verksmiðj- anna, ef fylgja á eftir þeim sölu- árangri, sem náðst hefur. (Fréttatilky nning) FURTSEVASÖKUÐ UM MISFERLI JEKATARtNA FURTSEVA, menntamálaráöherra Sovétrikj- anna, sem heimsótti island fyrir ailmörgum árum og lengi hefur verið hvað fremst kvenna i sovézku stjórnmálalifi, hefur sætt kárinum fyrir af hálfu Kommún- istaflokksins.að hún lét reisa sér dýran og iburðarmikinn hvildar- bústað utan við Moskvu. Jekatarina Furtseva er eigin- kona háttsetts manns i sovézkum utanrikismálum, Nikolai Firvu- bin. Hvildarbústaðurinn lék hún reisa á nafni dóttur sinnar, sem var hér i för með henni á sinum tima, og notaði byggingarefni i rikiseigu, er hún greiddi á heild- söluverði, segir i fréttinni. Fyrir þetta hefur hún að sögn orðið að greiða geysiháa sekt. Auk þess er talið, að fram hjá henni verði gengið, þegar menn verða valdir til framboðs i æðstaráðiö og sennilegt er jafnvel, að hún verði svipt ráðherraembætti. Flogið hefur fyrir, að Jevgeny M, Tyaz- helnikoff, sem lengi hefur verið leiðtogi æskulýðshreyfingar sovékzra kommúnista, komi i hennar stað. Furtseva komst til valda á dögum Krúséffs, og hefur verið i framboði i æðstaráðsins i tuttugu ár. Þessa misferlis Furtsevu hefur ekki enn verið getið i sovézkum blöðum, en nokkrir einstaklingar aðrir, sem skipa trúnaðarstöður, hafa á undanförnum mánuðum verið afhjúpaðir. EIN ÞEKKTUSTU , MERKI [SVAffVBK) NORÐURLANDA TUDOR 7op RAF- GEYMAR 6 og 12 volta Sönnak og Tudor Rafgeymar jafnan fyrirliggjandi rs k á ARMULA 7 - SIMI 84450 AUSTUR FERÐIR Um Grimsnes — Laugarvatn — Geysi — ■ Guiifoss Um Selfoss — Skeiðaveg — Hreppa — Gulifoss. Um Selfoss — Skálholt — Gullfoss — Geysi. Daglega frá BSl —• Simi 2-23-00 — ólafur Ketilsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.