Tíminn - 01.06.1974, Blaðsíða 13

Tíminn - 01.06.1974, Blaðsíða 13
Laugardagur 1. jún! 1974. TÍMINN 13 vöru og þjónustu gæti orðið um 1200-1500 millj. kr. minni en ella og viðskiptahalli þvi nálægt 6500 millj. kr. að öllu öðru óbreyttu. Hér er þó um mun meiri umskipti að ræða á siðari hluta ársins en framangreindar tölur gefa til kynna. A heilu ári gætu þessar ráðstafanir falið i sér bætta við- skiptastöðu útá við um 2500 millj. kr. miðað við núgildandi gengi. Þjóðartekjurnar Um þjóðarframleiðsluna og þjóðartekjurnar er þetta að segja. Við upphaf ársins var reiknað með þvi, að aukning þjóðarframleiðslu gæti orðið um 4-5% að magni á árinu, en vegna rýrnandi viðskiptakjara var reiknað með minni aukningu þjóðartekna eða 3-4%.Við endur- skoðun þjóðhagsspár að af- loknum kjarasamningum var talið, að þessi hugmynd um aukn- ingu þjóðarframleiðslu gæti staðizt, en hins vegar að rýrnun viðskiptakjara yrði meiri og aukning þjóðartekna þvi minni eða e.t.v. um 2%.Afar lausleg hugmynd um þjóðhagshorfur ársins að teknu tilliti til áhrifa viðnámsaðgerðanna bendir til þess, að þjóðarframleiðslan muni aukast nokkru minna en áður var spáð eða um 3-4%. Kæmi þetta fram i minni framleiðslu- aukningu á slðari hluta ársins, en áður var gert ráö fyrir. Rýrnun viðskipta- kjara Að óbreyttum horfum um út- flutnings- og innflutningsverðlag mun rýrnum viðskiptakjara valda þvi, að þjóðartekjur verði ivið minni en reiknað var með og aukningin þvi líklega tæp 2% á árinu. Þjóðarútgjöld stefna hins vegar i 5-6% aukningu frá fyrra ári. Þótt hér sé um minni fram- leiðsluaukningu að ræða en verið hefur á undanförnum árum má telja, að hún nægi til að tryggja áfram viðunandi atvinnuástand. En eins og nú horfir um kauplags- og verðlagsþróun innanlands og verðlagsþróun útflutningsafurða, væri ótruflaður rekstur atvinnu- veganna hvergi nærri tryggður, ef ekkert yrði að gert. Fyrsti ófangi til jafnvægis í efnahagsmólum Eins og ég hef þegar tekið fram, leysa þær aðgerðir eða ráð- stafanir, sem ákvæði er að finna um I þessu frumvarpi, ekki allan þann vanda, sem við er að glima, Fyrir utan það koma til sérstök aðkallandi vandamál, sem lita verður á jafnframt og hafa i huga. En þær efnahagsráð- stafanir, sem frumvarpið felur i sér, eru settar fram sem fyrsti áfangi jafnvægisaðgerða i efna- hagsmálum. En það er sem sagt sýnt, að i þeim efnahagsráð- stöfunum felst ekki fullnaðarúr- lausn ýmissa sérstakra vanda- mála, sem snúast verður gegn á næstu vikum. Hér er einkum um fjögur atriði að ræða sem itar- lega er fjallað um i greinargerð með frumvarpinu. 1. Staða útfiutningsatvinnu- veganna og þá sérstaklega frysti- iðnaðarins, eins og ástatt er i dag. 2. Staða fiskiflotans, m.a. vcgna oliuvandamálsins. 3. Fjármögnunarvandamálin og erlendar lántökur. 4. Tæp staða rikissjóðs. Jafnvel þótt tækist um sinn að stöðva vixlhækkanir kaupgjalds og verðlags og koma á virkri verðlagshemlun, virðist engu að síður stefna i verulegan taprekst- ur frystiiönaðarins miðað við rikjandi markaðsverð aö óbreyttu gengi, eins og ég 'gerði grein fyrir i gær og nánar er vikið að i greinargerð með frumvarp- inu. Sama gildir um fiskiskipa- flotann við rlkjandi rekstrarskil- yrði, en þar gæti, ef ekki yrði að gert, orðið um verulegan tap- rekstur að ræða. Jafnvel án tillits til oliukostnaðarvandamálsins, sem ekki hefur verið leyst nema til eins árs i ár. Hér er því við að glima vandamál, sem enn væru að nokkru óleyst þrátt fyrir hin almennu áhrif kaupgjalds- og verðlagsaðgerða 1. áfanga efna- hagsaðgerða. Við þessum vanda gæti þurft að snúast, bæði með al- mennum ráðstöfunum á sviði gengismála og ráðstöfunum, t.d. með endurskoðun verðjöfnunar- skilyrða. Fyrir lok júnimánaðar þarf einnig að taka ákvörðun um ráðstöfun vegna oliuvandamáls fiskiskipaflotans, þar sem sýnt er, að oliuverðlagshækkunin hefur reynzt varanleg, en ekki timabundin eins og menn gerðu sér vonir um við upphaf ársins og 5% loðnugjaldið i olíuniður- greiðslu til fiskiskipa gefur minna af sér en vonir stóðu til. Skuldir við útlönd Þrátt fyrir þær stórtæku ráð- stafanir til lausnar hinum almenna fjáröflunarvanda, sem beitt yrði i 1. áfanga, yrði hann að nokkru óleystur, og enn gætti fjárvöntunar til opinberra fram- kvæmda og útlána fjárfestingar- lánasjóða, miðað við núverandi áform. Enn fremur er greinilega stefnt i meiri skuldaaukningu við útlönd en skynsamlegt getur tal- izt. Þessi mál kalla á frekari at- hugun og úrræði á næstu vikum, og hef ég minnzt á þau i máli minu hér að framan, og sem rik- issjórn og Seðlabanki yrðu að taka til athugunar og snúast við. þeim skilningi að hún getur komið fram vilja sinum við ákvörðun peningalegra kaupkrafna nálega hverju sinni. En hún er veik i þeim skilningi, að hún hefur ekki reynzt þess megnug i þetta skipti a.m.k. að móta og framkvæma samræmda, hófsama tekjustefnu, sem yfirlýst markmið hennar var þó. Launasamningarnir að undan- förnu eru gott dæmi þess, og jafn- framt ástæður eða ein af ástæð- unum þeirra tillagna, sem um er að ræða i 4. og 7. grein, sem hér eru fluttar. Frestun kaup- hækkana Það er e.t.v. ástæða til þess að segja aðeins örfá orð um 7. grein, sem gerir ráð fyrir þvi, að frestað sé þeim grunnkaupshækkunum, sem samið hefur verið um um- fram 20%. Það má vel vera, að þetta komi mönnum ókunnuglega fyrir sjónir og þarna verður sjáli sagt sagt, að farið sé með óvenju- legum hætti inn á svið kaup- og kjarasamninga. Ég verð að segja, að þessi grein er ekki ættuð frá mér. En þvi betur, sem ég hef skoðað hana, þeim mun sann- færðari er ég orðinn um réttmæti hennar, að i henni felst réttlæti i stað þess ranglætis, sem komið hefur veriðámeð ýmsum þeirra kjarasamninga, sem hafa verið geröir, svo aö ég get fyllilega tileinkað mér þá hugsun, sem hún byggist á. Og ég væri út af fyrir sig stoltur af þvi að gangast við faðerni að henni. Hitt er eitthvert það ómannlegasta, sem hendir menn, ef þeir vilja sverja fyrir faðerni sinna afkvæma. 34 sinnum óður En er þá 7. grein i raun og veru svo óvenjuleg? Ég leit aðeins lauslega yfir það, — mjög laus- lega, — hve oft löggjafinn heföi á árabilinu frá 1939 til dagsins i dag gripið inn i kaup- og kjara- Vandann má leysa í þremur áföngum i Eins og ég hef reyndar áður tekið fram, má skoða frumvarp þetta sem fyrsta áfanga af þrem- ur i jafnvægisáætlun fyrir þjóðar- búskapinn. Ráðstafanir 1. áfangans kæmu nær allar þegar til framkvæmda. Verkefni 2. áfangans eru lausn þeirra aðkaiiandi vandamála, sem lýst var hér að framan og ráöstafanir frumvarpsins leysa ckki til fulls. Hér eru rekstrar- vandamái sjávarútvegsins mikii- vægust og er eðlilegt, aö unniö verði að þeim jafnhliða fiskverðs- ákvörðun á næstu vikum. Þá þarf að ákveða fyrir mitt ár, hvernig snúast skuli við þeim mikia vanda fyrir fiskiskipaflotann, sem hið háa oiiuverðlag i heimin- um felur I sér. Verkefni þessa 2. áfanga þarf þannig að inna af hendi á næstu 2-3 mánuðum og mun rikisstjórnin beita sér fyrir þvi, að það geti tekizt. 3. áfangi áætiunarinnar veröur siðan mótun framtiðarstefnu í efnahagsmálum. Að henni þarf að vinna, meðan ákvæði viðnáms frumvarpsins gilda, ef að lögum verða. Ég drap hér að framan á nokkur atriði, sem helzt koma þar til greina. Að þessu sinni verður ekki rætt nánar um einstök atriði þess iokaáfanga, en til þess að okkur auðnist að ná föstum tökum á stjórn efnahagsmála er ljóst, að kveðja þarf til samráðs við Alþingi, eða rikisstjórn aðila vinnumarkaöarins, þvi aö það er ekki sizt á þeirra vattvangi, sem umbóta er þörf. Til þess að freista þess að ná sem viðtækastri sam- stöðu um raunhæfa og styrka stefnu i efnahagsmáium i fram- tiðinni, hyggst rikisstjórnin óska eftir áframhaldandi formlegum viðræðum við samtök launþega og vinnuveitenda um þetta efni og þá sérstaklega, þegar þetta frum- varp hefur veriö samþykkt, þannig að sýnt sé, viö hvað er að búa og að hverju er hægt að stefna. Einstök ákvæði f rumvarpsins Ég ætla ekki til viðbótar þvi, sem ég hef þegar sagt, að fara It- arlega út i einstakar greinar þessa frumvarps. Með þvi fylgja svo itarlegar skýringar, að til Skuttogarar nýir. þeirra nægir að visa. Ég vil þó aðeins vikja nokkrum orðum i sambandi við viðnámsaðgerðir 1. og 7. greinar og þá að nokkru leyti með hliðsjón af eða tilliti til framtiðarinnar. Það má sjálfsagt segja um ákvæði 1., 2. og 3. greina, að þar sé um að tefla hefðbundin verð- stöðvunarákvæði. Þar má segja, að út af fyrir sig sé farið litið út fyrir það svið aðgerða, sem rikið hefur áður beitt til viðnáms gegn verðhækkunum. Hins vegar er ljóst, að sérstakt verðlagsaðhald samanber 1. grein hefur jafnan reynzt haldlitið eitt sér, bæði vegna þess, að án eftirspurnar og launaaðhalds hlýtur verðlagsað- hald að bresta, og eins vegna þess, að framkvæmdavaldið er beinlinis veikt á þessu sviði. Þó er hér i þessum greinum eða 1. grein um vissa útfærslu að ræða, og það er ljóst að hún tekur til húsaleigu, en hingað til hefur það atriði svif- ið i lausu lofti og enginn aðili verið til, sem hefur þótzt eiga að hafa eftirlit með húsaleigu. En i greininni eru tekin af öll tvimæli um það, að við vitum, að það, sem brunnið hefur ekki hvað sizt á fólki, er hækkandi húsaleiga, og ber þvi brýna nauðsyn til að stemma stigu þar við. Enn frem- ur er það nýmæli, að það er heim- ild til þess að ákveða verðlækkum á vörum. En ýmsar þær aðgerðir aðrar, sem er að finna i frum- varpinu, geta gefið tilefni til þess, að það séu teknar til endurskoð- unar þær verðlagsákvarðanir, sem ákveðnar hafa verið, vegna þess að þær leiða til lækkunar i ýmsum þjónustugreinum, og verður þá að endurmeta það verð, sem ákveðið hefur verið t.d. á út- seldri vinnu. íhlutun um kaup og kjör 1 4. og 7. grein er farið með lagaákvæðum inn á svið samn- inga um kaup og kjör. Astæðurn- ar til þessarar ihlutunar eru rakt- ar i athugasemd við þessar grein- argerðir og koma fram i almennri greinargerð. Þar ber i stuttu máli tvennt til. 1 fyrsta lagi, að almenn kauphækkun i rammasamningi ASt og vinnuveitenda hafi verið óhóflega mikil og meiri en ráðlegt var samkvæmt fyrirliggjandi spám og i öðru lagi, að eftirkaup- in eftir þessa samninga hafa magnazt upp i launakapphlaup á milli stétta. Þannig að lægst launuðu stéttirnr bera skarðan hlut frá borði. Þessi þróun ber þvi vitni, að verkalýðshreyfingin er i senn, ef svo mætti segja, sterk og veik. Þessi þróun ber þvi vitni, að verkalýðshreyfingin er sterk i Mynd af nýju frystihúsi. Rikisstjórnin hefur beitt sér fyrir alhliða endurbótum og uppbyggingu frysti- iðnaðarins i landinu. Framhald á bls. 24.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.