Tíminn - 01.06.1974, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.06.1974, Blaðsíða 6
TtlVlí>JN TCl i’i'l' T>,I Laugardagur 1. júnl 1974. Framboðslisti Framsóknarflokksins í Vestfjarða- kjördæmi, við alþingiskosningarnar 30. júní 1974 2. Gunnlaugur Finnsson, bóndi og kennari, Hvilft, Flateyrarhreppi. I. Steingrímur Hermannsson, 'yrrv. alþingismaður, Mávanesi 19, Garðahreppi. 6. Eirikur Sigurösson, bifvéla- 7. Aslaug Jensdóttir, frú, Núpi, virki, Miðtúni 12, Isafirði. Dýrafirði. 3. Ólafur Þ. Þórðarson, skóla- stjóri, Suðureyri, Súgandafirði. 8. Bárður Guðmundsson, dýralæknir, Urðarvegi 16, Isa- firði. 4. Bogi Þórðarson, fyrrv. kaup- félagsstjóri, Digranesvegi 52, Kópavogi. 5. Jónas R. Jónsson, bóndi, Mel- um, Bæjarhreppi. 9. Ólafur E. Ólafsson, fyrrv. kaupfélagsstjóri, Króksfjarðar- nesi. 10. Halldór Kristjánsson, bóndi, Kirkjubóli, Mosvallahreppi. Tilboð óskast i Land-Rover disel, árgerð 1973, i núverandi ástandi. Bif- reiðin er skemmd eftir bruna. Bifreiðin verður til sýnis á bifreiðaverkstæði Ragnars Jónssonar, Borgarbraut i Borgarnesi á næst komandi þriðjudag og miðvikudag. Tilboðum sé skilað til umboðs Samvinnutrygginga i Borg- arnesi eða aðalskrifstofunnar i Armúla 3, Reykjavik, fyrir hádegi á fimmtudag 6. júni 1974. Tæknifræðingar Ilafnamálastofnun rikisins óskar að ráða tæknifræðing til starfa i mælingadeild. Menntamálaráðuneytið, 30. mai 1974. Styrkur til sérfræði- þjólfunar í Bretlandi Breska sendiráðiö i Reykjavik hefur tjáð Islenskutn stjórnvöldum, aö samtök breskra iönrekenda, Con- federation of British Industry, muni gefa Isienskum verkfræðingi eða tæknifræðingi kost á styrk til sér- náms og þjálfunar á veguni iðnfyrirtækja i Bretlandi. Umsækjendur skulu hafa lokið fullnaðarprófi i verk- fræði eða tæknifræði og hafa næga kunnáttu i enskri tungu. Þeir skulu að jafnaði ekki vera eldri en 35 ára. Um er að ræða tvenns konar styrki: Annars vegar fyrir menn, er nýlega hafa lokið prófi og hafa hug á að afla sér hagnýtrar starfsreynslu. Eru þeir styrkir veittir til 1 til 1 og 1/2 árs og nema 1008 sterlingspundum á ári, auk þess sem að öðru jöfnu er greiddur ferðakostnaður tii og frá Bretlandi. Hins vegar eru styrkir ætlaðir mönnum, sem hafa ekki minna en 5 ára starfsreynslu að loknu p'rófi og hafa hug á að afla sér þjálfunar á sér- greindu tæknisviöi. Þeir styrkir eru veittir til 4-12 mán- aða og nema 1236 sterlingspundum á ári, en ferða- kostnaður er ekki greiddur. Umsóknir á tilskildum eyðublöðum skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 20. júni n.k. Umsóknareyðublöð, ásamt nánari upplýsingum um styrkinn, fást I ráðuneytinu. 100 HESTAR Á KAPPREIÐUAA FÁKS HINAR árlegu kappreiðar hesta- manna félagsins Fáks verða haldnar 2. dag hvitasunnu, 3 júni n.k., að Viðivöllum og hefjast klukkan tvö. Þar koma fram um 100 hestar, meðal þeirra margir af þekktustu hestum landsins. Keppt verður i tveim l'lokkum gæðinga: A flokki alhliða gæðinga og B flokki klár- hesta með tölti Þá koma fram 20 skeiðhestar, og hefur þátttaka i skeiði aldrei verið meiri, og virðist áhugi á þjálfun skeiðhesta fara ört vaxandi. Skal þar fyrstan nefna Óðinn Þorgeirs i Gufunesi, sem situr sjálfur hestinn, þóttkominn sé á áttræðisaldur. Þá mæta Sverrir Einars Þorsteinssonar, sem sigraði á Vorkappreiðunum, Selur Sigurbergs i Steinum, sem beztan tima átti i iandinu i fyrra. Tvistur Halls Jónssonar i Búðar- dal og Boði Reynis Aðalsteins- sonar á Sigmundarstöðum. 1 250 m unghrossahlaupi eru margir mjög efnilegir hlaupa- garpar, en erfitt er að spá um sigurvegara. I 350 m stökki keppa 15 hestar, þar á meðal er sigurvegarinn úr Vorkapp- reiðunum, Breki Trausta Guð- mundssonar. Verður fróðlegt að sjá hvort þessir hestar komast nálægt islendsmeti Hrimnis, sem sett var i fyrra. Metþátttaka er i 800 m stökki, og verður það vafa- laust tvisýnasta og skemmti- legasta keppni dagsins. Sigur- stranglesastir eru: Glæsir Heiðars G. Albertssonar, Fákur Sigurþórs Jóhannessonar, og siöast en ekki sizt Gráni Gisla Þorsteinssonar Vindási, islands- methafi i 1500 m. Þá fer fram keppni i 1500 m stökki, og reynir þar Lýsingur Baldurs Oddsonar við Islandsmet Grána. Engin peningaverðlaun eru nú greidd, en eigendur þriggja fyrstu hesta fá mjög vandaða verðlaunapeninga, sem afhentir verða i lok hvers hlaups. Veð- bankinn starfar að venju, og geta má þess, að siðast gaf hann hæst tífalt. Félagskonur hafa að undanförnu verið að selja happ- drættismiða til styrktar upp- byggingu félagsins. Aðal- vinningur er Borgfirzkur gæðingur. Siðasti söludagur er á kappreiðadaginn, og verður dregið strax að loknum kapp- reiðum. Hestaiþróttin á vaxandi vin- sældum að fagna, og er nú tilvalið tækifæri fyrir áhugafólk að koma og kynnast henni á 2. dag hvita- sunnu á hinu glæsilega svæði félagsins að Viðivöllum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.