Tíminn - 01.06.1974, Blaðsíða 20

Tíminn - 01.06.1974, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Laugardagur 1. júnl 1974. Hann borðaði hádeqismatinn, og braut heilann um, hvaðþaðgæti verið, sem komið hefði Eiríki úr jafnvægi. Það kom afar sjaldan fyrir, að Eiríkur skipti skapi. Kannski hefði hann alls ekki verið reiður, heldur aðeins gramur yfir því að finna ekki eitthvað. Hann hafði áreiðanlega verið að klæða sig til þess að heimsækja Svölu. Síðari hluta dagsíns bólaði ekkert á Eiríki, en Jonas var sannfærður um að hann væri heima hjá feðginum. Það var ekkert róið þennan dag, svo að Jónas var önnum kaf inn við að líta eftir línunum. Meðan hann starfaði að því, kom séra Ólafur til hans. — Er Eiríkur kominn heim aftur? spurði presturinn. — Nei, svaraði Jónas. Hvernig veizt þú, að hann er ekki heima? — Ég hitti hann um hádegið uppi í dalnum, handan við Bjarnarnes, sagði prestur. Ég var ríðandi, en hann gang- andi, og hann gekk framhjá án þess að hann virtist þekkja mig, og hann sagði heldur ekki neitt. Það skyldi þó ekki hafa orðið einhver leiðindi á milli þeirra, úr þvi að hann kom svona fram? — Ekki veitég til þess, sagði Jónas. — Já, eitthvað var það alla vega, sagði séra Ólaf ur, því að ég hef aldrei á æfi minni séð mann verða eins breyttan, eldast svo mikið á svo stuttum tíma. Það er ekki lengra síðan en í gær, að ég óskaði honum til hamingju með trúlofunina. — Já, þá hlýtur það að vera þannig, sagði Jónas hugs- andi. — Hvað þá? — Að þau hafi orðið ósátt út af einhverju. Hann hefur svoætt leiðar sinnar í reiði, en þetta gengur yf ir, og hann kemur áreiðanlega aftur. — Já, það gleður mig, að þú skulir vera þessarar skoðunar sagði séra Ólaf ur, því að mér leizt ekkert á út- lit hans. Hann gekk leiðar sinnar, og Jónas hélt störf um sínum áfram. Jónas hafði ekki verið lengi að venjast þvi, hvernig málum var komið, já, hann var meira að segja að verða búinn að gleyma Svölu, sem hvort eð var ekki fáanleg, og farinn að renna hýru auga til Helgu, sem sá um húsið fyrir þá. Enda þótt hann hefði helzt viljað vera sem allra næsttil að hjálpa Eiríki og Svölu, ef eitthvað hefði komið fyrir þau, einhver raunveruleg hætta, fann hann til verulegrar ánægju yf ir þeirri tilhugsun, að eitt- hvað hefði komið upp á milii þeirra. Hann var einmitt kominn þangadí heilabrotum sínum, hvaðgæti eiginlega verið að, þegar barið var léttilega að dyrum, og yndislegt andlit Svölu birtist á næsta andar- taki í dyragættinni. Hann spratt á fætur og heilsaði henni. Hún litaðist um, og roðnaði, því að hún hafði búizt við aið f inna unnusta sinn, og henni var ekkert um það gefið að spyrja eftir honum, en Jónas kom henni til hjálpar. — Hann er ekki heima, sagði hann, og hann var ekki heima i hádeginu. Hann þurfti að að reka einhver erindi, og er ekki kominn til baka. — Jæja, mér datt í hug að líta inn, af þvi að ég átti leið um, sagði Svala og róaðist alveg við orð Jónasar, sém voru glöggur vottur þess, að hann sætti sig fullkomlega við, aðhún kæmi í heimsókn til Eiríks. Ég ætlaði bara að spyrja hann, hvernig gengi með nýja vélbátinn. Það verður alveg fyrirtak, að þeir Grimur og Bjarni skuli aftur komast á sjóinn, og þá nýtur Skarðsstöð góðs af því. Hún stóð við opnar dyrnar. Jónas hafði ekki boðið henni sæti. Það væri alls ekki rétt gert af henni að setjast niður og tala við hann þarna, þegar engir aðrir væru viðstaddir. Hann hafði strangar siðareglur varðandi þess konar. — Þú hef ur þá ekki séð Eirík í dag? spurði hann. — Nei, svaraði Svala. En hann hlýtur að koma til okkar í kvöld. Kemur þú ekki lika? Þu veizt, að okkur þykir alltaf gaman að sjá þig, Jónas frændi. Hún fór og Jónas settist aftur, en hann tók ekki til vió vinnuna. Skyndileg skelfingartilfinning hafði gripið hann. Eirikur hafði þá ekki lent i neinni þrætu við Svölu. En hvers vegna hafði hann þá farið íburtuá þennan hátt, og hvernig stóð á því, að þessi þyngslakennd greip hann? Það var ekki endilega f urðulegt háttalag Eiríks, sem olli ótta hans, heldur þessi skelfilegi grunur um, að hætta væriá ferðum. Það var eins og ógæfan hefði dunið yf ir og stæði utan dyra, óséð og óheyranleg, en þó skynjaði maður hana einhvern veginn. Eirikur var eini maðurinn, sem hann hafði fundizt hann vera tengdur. Samband þeirra var innilegt, og var sterkasti þátturinn, hvað þeir voru ólikir. Eftir stundarkorn tók Jónas aftur til starfa, en fá- breytni starfans hjálpaði aðeins til við að auka á illar grunsemdir hans. Nú var það, að hjátrúnni skaut upp i huga hans, og hann minntist þess, þegar þeir voru í þok- unni og heyrðu kallið og áratogin, kall Eiríks og hlátur- inn frá hinum bátnum, um leið og ósýnilegir ræðararnir f jarlægðust. — Það hrópar enginn Frakki eins og þeir gerðu, tautaði hann. Frakkar! Eftir smástund lagði hann vinnuna f rá sér og gekk út. Jón Súrsson var niðri við ströndina að huga að veiðar- HVELl! G E I R I D R E K I V [l^-Efég lendi I vandræðum , verö ég að muna eitt orð------ Dreki? I Égmeina-----^ Hrópa það - Ihvað á ég að gera/_- eins hátt og við þetta orð?/ ( þú getur.-^ Laugardagur 1. júni 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 Morgunleikfimi kl. 7.20. 13.30 Pianóleikur. Vronský og Babin leika fjórhent á pianó verk eftir Schubert, Liszt o.fl. 14.00 Vikan sem var Páll Heiðar Jónsson sér um þátt með ýmsu efni. 15.00 Austurrísk og ungverks þjóðlögDrengjakórinn i Vin og ungverskir listamenn fiytja. 15.45 A ferðinni ökumaður: Arni Þór Eymundsson. (16.00 Fréttir. 16.15 Veður- fregnir). 16.30 Ilorft um öxi og fram á við Gisli Helgason tekur til umræðu útvarpsdagskrá siðustu viku og hinnar kom- andi. 17.30 Framhaldsleikrit barna og unglinga :Þegar felliby 1- urinn skall á’’ eftir Ivan Southall. Niundi þáttur. Þýðandi og leikstjóri: Ste- fán Baldursson. Persónur og leiendur: Krissi... Sig- urður Skúlason, Gurri... Sólveig Hauksdóttir, Addi... Randver Þorláksson, Palli... Þórhallur Sigurðs- son, Maja... Helga Jónsdótt- ir, Fanney... Þórunn Sigurðardóttir, Hannes... Þórður Jón Þórðarson, Fréttaþulur... Einar Karl Haraldsson, Sögumaður... Jón Júliusson. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Norskt kvöld a. Minn- ingar frá Noregi- Árni G. Eylands spjallar um land og þjóð. b. Sónata nr. 3 i c-moll op. 45 eftir Grieg. Josef Suk og Josef Hála leika á fiðlu og pianó. c. ,,Hún kom með regnið”, smásaga eftir Nils Johan Rud. Ólafur Jóhann Sigurðsson þýddi. Þorsteinn Gunnarsson leikari les. d. Hljómplöturabb- Þorsteinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfegnir. Danslög 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. SUNNUDAGUR 2. júni Hvitasunnudagur 9.00 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir) a. Sálmalög, Litla lúðrasveitin leikur. b. Kantata nr. 39, Tokkata i F- dúr og Kantata nr. 110 eftir Bach. Einsöngvarar, kór og hljómsveit útvarpsins i Berlin flytja, Uwe Grono- stay stj. Organleikari: Ul- rich Bremsteller. c. Fiðlu- konsert i A-dúr (K-219) eftir Mozart. Pinchas Zukerman og Enska kammersveitin leika, Daniel Barenboim stj. 11. Messa I Háteigskirkju. Prestur: Séra Arngrimur Jónsson. Organleikari: Marteinn Friðriksson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tónleikar. 14.00 Dagskrárstjóri i eina klukkustund. Torfi Þor- steinsson bóndi i Haga i Hornafirði ræður dag- skránni. 15.00 Miðdegistónieikar. Söngvar og tónamyndir Rakhmaninoffs. Arni Kristjánsson tónlistarstjóri kynnir. 16.15 Kaffitiminn. Konung- lega filharmóniusveitin i Lundúnum leikur létta tón- list frá Spáni. Leonard Salzedo stj. Einsöngvari: Felicity Palmer. 16.55 Veðurfregnir. Fréttir. 17.00 Barnatimi: Ágústa Björnsdóttir stjórnar. a. Efni helgað þjóðhátið 1974. 1. Knútur R. Magnússon, Gerður G. Bjarklind og Ágústa lesa ritgerð eftir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.