Tíminn - 01.06.1974, Blaðsíða 16

Tíminn - 01.06.1974, Blaðsíða 16
I 16 TÍMINN Laugardagur 1. júni 1974. I.augardagur 1. júni 1974. TÍMINN 17 f F börnin þín, Odda mín! rv t MVHAKIIOSUM á Akranesi búa hjónin Oddrún Jónsdóttir og Ólafur Kristjánsson. Þau eru bæfti um áttrætt og eiga að baki langan og erfiðan vinnudag. Hann var sjómaður, fyrst á skútuin og opnum bátum, en siðan á stærri skipum, og loks málarameistari. Þau hjónin eignuðust fimm börn. Oddrún vann jafnhliða heimilis- störfum við fiskverkun, m.a., og hefur hlotið heiðursskjal fyrir mikið og gott starf þar. Þau Oddrún og Ólafur hafa aldrei látið brauðstritið svipta sig sköpunargleði og áhugamálum öðrum. Þótt fingurnir stirðnuðu af kulda i landlegum i Sandgerði veturinn 1917-1918, notaði Ólafur tómstundirnar til að tálga eikar- kubb, sem hann hafði- fundið á bryggju norður á Siglufirði. Og Oddrún var ekki gömul, þegar hún fór að stelast til að sauma út eitthvað fallegt. Hún var elzt i systkinahópnum, og móðir henn- ar ýtti venjulega til hennar rokknum eða rétti henni vettlinga á prjónum með orðunum, ,,Þú bróderar aldrei á börnin þin, Odda min!” — Þetta voru stolnar stundir, sem fóru i þessi áhugamál, sagði Oddrún við okkur uppi á Akranesi nú fyrir skömmu. — Við áttum ekkert nema börn og fátækt. Og það var oft erfitt að sjá fyrir sér og sinum, ef maður vildi vera heiðarlegur, en ég held nú samt að enginn eigi hjá okkur. Oddrún hefur mikið saumað og heklað um dagana, og hafa verk hennar meira að segja verið notuð sem fyrirmyndir i hús- mæðraskólanum að Varmalandi i Borgarfirði. Efni i slikar hann- yrðir er dýrt, þegar slikt kapp er annars vegar sem hjá Oddrúnu, og hún ákvað að finna sér ódýrara tómstundastarf. Fyrir nokkrum árum, þegar heilsan var svolitið farin að gefa sig, hætti Oddrún að vinna i frystihúsinu á Akranesi. — Þá varð ég að finna mér eitthvað til dundurs, segir hún. Þá varð fyrir valinu að gera hvers kyns hluti úr skeljum og kuðungum, skreyta með þeim kassa og kistla. Fyrst gerði hún gamlan kassa utan af úrinu sinu að forlátaöskju, og siðan varð einn kostagripurinn til af öðrum. Ólafur, sem einnig er hættur störfum sem málarameistari, hjálpar henni við þessa vinnu. Hann smiðar kistla, steypir undir muni og limir. Og þegar gott er veður, liggja þau i fjörunni inni á Langasandi og fyrir neðan vita að safna skeljum, kuðungum og öðr- um gersemum náttúrunnar. Oddrún átti gripi á handiðna- sýningu, sem Samband borg- firzkra kvenna efndi til i Reykja- vik i fyrra, og kistil ætlar hún að láta á þjóðhátiðarsýningu á Akra- nesi i sumar. — Við erum alltaf eitthvað að skapa, segir Oddrún — og það er auðséð og heyrt, að ánægja fylgir þessu starfi þeirra. Verk eftir Ólaf hefur lika komið á sýningu. Skútan góða, sem hann tálgaði, var á iðnsýningunni 1930. — Þetla er nú engin ákveðin skúta, segir ölafur, — en ég var raunar i tólf ár á Margréti hjá Finni Finnssyni skipstjóra, sem átti heima við Vesturgötuna i Reykjavik. Efniviðurinn var gömul reka- spýta, og ég skar skútuna alla út með litlum sjálfskeiðungi og sag- aði og svarf alla hluti með litilli þjöl, nema ásana i jómfrúrnar, þeir voru renndir fyrir mig. — Ég var sjö vertiðir að skera hana út, og oft var erfitt um vik, þvi kuldi var mikill i verbúðun- um. 1918 frusu t.d. rúmfötin okk- ar. A þessum árum var róið héð- an suður til Sandgerðis. Þar var hreinasta Siberia. Þetta var voðalegt erfiði. Bjóðin bárum við á höfðinu neðan úr flæðarmáli, og annað eftir þvi. Ekkert vatn var að hafa i verbúðunum. Það var merkilegt, að maður skyldi tóra þetta af. En engum datt i hug að gera út héðan frá Akranesi, þótt flóinn væri fullur af fiski. En svo varð einhver fyrstur til, og eftir 1930 var litið róið héðan i aðrar verstöðvar. Tómstundirnar fóru i útskurð- inn, þótt kalt væri. — Ég hafði enga ánægju af að vera út og suð- ur, vildi heldur dunda eitthvað, segir Ólafur. Siðar fór Ólafur að vinna við að mála hús, og það varð úr að hann gerði sveinsstykki og fékk próf og seinna meistararéttindi. — Ég fór aldrei frá ungum börnum, sagði Oddrún þegar við spurðum hana um vinnuna utan heimilis. — Fyrst vann ég við fiskþurrkun hérna skammt frá Mýrarhúsum og hafði börnin i kringum mig, og var meira að segja með eitt þeirra á brjósti, hljóp bara inn til að gefa þvi. Þeg- ar börnin komust á legg, fór ég svo að vinna i frystihúsinu, og stundum var þetta hræðilegur þrældómur. Ég var oftast i flökuninni, og það voru fleiri kon- ur, sem það gerðu. Og ekki var setið auðum hönd- um þegar fiskvinnunni sleppti. Færður var upp mór inn hjá Ósi, og það var nælur- og helgidaga- vinnan okkar beggja, þ.e.a.s. þegar Ólafur var heima, en á ver- tiðum, sérstaklega á sumrin, var ekkert fólk hér nema konur með börn allt fram til 1930. Þau Oddrúnu og Ólaf langaði bæði ung til að læra, hann útskurð og hana eitthvað til munns og handa. En þess var enginn kost- ur. En svo virðist sem þau hafi samt notað stundirnar vel. Timi hefur einnig gefizt til ferðalaga um land allt. — Útþráin er okkur i blóð borin, segir Odd- rún. — Þegar ég var stelpa i kaupavinnu, byrjaði ég alltaf á þvi að hlaupa upp á næsta tind til að sjá hvað hinum megin byggi. Þau hjónin eru stofnendur að ferðafélaginu á Akranesi, og Odd- rún hefur farið allar ferðir þess. Þau hafa komið fjórum sinnum austur að Lómagnúpi, norður fyr- ir og austur að Kálfafellsstað, i Kverkfjöll, og farið margar ferðir um hálendið. 1 sumar hélt Ólafur áttræðisafmælið hátiðlegt með slikum ferðahópi frá Akranesi. Og i sumar >* >-áði að fara hring- ferð. — Við höfum ágætis farar- stjóra, Ara Gislason kennara, segir Oddrún. — Við höfum ör- sjaldan þurft að tjalda, segir hún einnig. En þegar svo ber undir, kippa þau Ólafur sér ekki upp við að liggja á jörðinni á teppi, sem Oddrún hefur heklað úr islenzkri ull, og með annan góðan viðlegu- búnað. — Ferðalögin eru sá draumur, seni yljar okkur langar stundir, segir Oddrún. Svo teflum við lika og spilum bridge, og eltum uppi allar félagsvistar. — Við hugsum yfirleitt ekkert um að við séum gömul. SJ Ólafur Kristjánsson málarameistari viö skútuna, sem var tómstundavinna hans sjö vertiðir. < í ' ~ '"X, ' U l-i V . " >£, ■< m wfflm s t.. i omœié&'mi • > . , i-ryw Oddrún Jónsdóttir i vinnustofu sinni. Lampi settur skeljum með Igulker fyrir skerm er meðal handaverka Oddrúnar. i§§ • .• Hér er eins konar safn af munum, sem Ólafur hefur hjálpað Oddrúnu viö aö fullgera. Hann annast limingar, smiöar og b.h. Þá hafa bau safnaö steinum hvaöanæva aö af landinu. Tímainyndir Gunnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.