Tíminn - 01.06.1974, Blaðsíða 26

Tíminn - 01.06.1974, Blaðsíða 26
26 TÍMINN Langardagur 1. júni 1974, SIGURÐUR DAGSSON haföi mikiö aö gera I Vaismarkinu. Hér á myndinni sést hann meö 5 aöstoöarmenn inni i markteig. Ekki mjög algeng sjón i leiknum. (Tlmamynd Jim) Heppnir Valsmenn náðu jafntefli við Fram Valsliðið var leikið sundur og saman — Framarar óðu í marktækifærum, en þeim tókst ekki að skora nema tvö mörk. Þau dugðu ekki, því að Valsmenn skoruðu einnig tvö mörk, og skildu liðin því jöfn, 2:2 Clodo- aldo verður með í HM... Brnsiliski knattspyrnu- snillingurinn Clodoaido, sem meiddist I leik heimsmeistar- anna viö 1. FC Kaiserslaugt- en, er nú búinn að ná sér eftir meiöslin. Um tima leit út fyr- ir, aö hann gæti ekki tekiö þátt i úrslitakeppninni i HM. Þessi snjalli leikmaöur iék meö Brasiliu gegn franska liöinu Strasbourg á fimmtudags- kvöldiö, cn haún var fljótiega tekinn út af, þvi að völlurinn var blautur og háll, og Brasiliumcnn vildu ekki hætta á það, aö Clodoaldo meiddist aftur. Þ EIR máttu ka llast heppn- \r, Valsmennirnir, sem yfirgáfu Laugardalsvöll- inn á fimmtudagskvöldið eftir jafntefli við Fram. Allan leikinn áttu Vals- menn í megnustu erfiðleik- um með Fram-menmna, sem hreinlega yfirspiluðu Valsliðið. Já, sjaldan hefur lið fengið jafn mikið fyrir jafn lítið og Valsmenn. Framliðið, undir stjórn Jó- hannesar Atlasonar, kom ákveðið til leiks. Þeir tóku leikinn strax i sínar hendur og hver sóknarlotan á fæt- ur annarri buldi á Vals- vörninni — fyrri hálfleik- urinn fór nær allur fram á vallarhelmingi Valsmanna og inni í vítateig þeirra. Og það var oft stórfurðulegt, hvernig Valsmenn gátu þvælzt fyrir knettinum — hannvildi greinilega ekki í netið. Það dró fyrir sólu hjá Framlið- inu á 32. min. þegar Birgir Einarsson skoraði óvænt mark fyrir Valsmenn. Engin hætta vitist vera á ferðum, þegar Hörður Hilmarsson tók auka- spyrnu við miðjuhringinn — hann sendi knöttinn inn i vitateig Framliðsins, sem var illa á verði. Birgir stóð einn og óvaldaður við markteigshornið, og hann skallaði knöttinn i hornið fjær. Knötturinn lenti viðmarklinu: ill- verjandi fyrir Arna Stefánson. Eftir þetta mark héldu Framar áfram að sækja, og þeir fengu hvað eftir annað góð marktæki- færi; ,sem þeirfóruilla með. En þegar þeir sóttu sem mest, kom þruma úr heiðskiru lofti — knött- urinn lá aftur i Fram-markinu. Það var Jóhannes Edvaldsson, sem skoraði með skalla, eftir að hann haföi fengið sendingu frá Herði Hilmarssyni, sem tók aukaspyrnu úti við vitateig. Þetta gerðist, þegar aðeins nokkrar sek. voru til leikhlés. Kristni Jörundssyni tókst að minnka muninn i 2:1 strax á 3. min. siðari hálfleiksins, en þá hafði hann betur i návigi við tvo Vlasmenn og sendi knöttinn i netið, fram hjá Sigurði Dagssyni, sem reyndi að bjarga með úthlaupi. Eftir markið jafnaðist leikurinn nokkuð og liðin skiptust á að sækja. Siðan fóru Framarar smátt og smátt að ná tökum á leiknum aftur. Marteinn Geirsson fór illa með tvö dauðafæri inni i vitateig Vals — á sömu minút- unni. En hann vann það upp, þegar 4 min. voru til leiksloka. Þá brunaði hann fram með knöttinn og komst inn i vitateig Valsmanna — þaðan gaf hann knöttinn út til Guðgeirs Leifs- sonar, sem þrumaði honum i netið og jafntefli, 2:2, varð stað- reynd. Framliðið er nú örugglega okk- ar skemmtilegasta knattspyrnu- lið. Leikmenn liðsins eru mjög ákveðnir og leika stórgóða knatt- spyrnu, þar sem knötturinn er látinn ganga manna á milli — þeir eru alls ósmeykir og óragir við að komast fram hjá keppinautum sinum. Að visu skoruðu Framar- ar of fá mörk i leiknum — i raun- inni átti liðið að skora mun meira. Beztu leikmenn Fram voru þeir Guðgeir Leifsson, Asgeir Elias- son og Ágúst Guðmundsson. Þessir leikmenn eru sivinnandi og alltaf tilbúnir að byggja upp sóknarlotur. Guðgeir lék sinn bezta leik með Framliðinu, ef undanskilinn er bikarúrslitaleik- urinn sl. keppnistimabil, og hann var bezti maður vallarins. Það hlýtur að vera átakanlegt fyrir leikmenn Fram á'ð lita á stöðuna i 1. deild. Framliðið er i neðsta sæti, hefur aðeins hlotið eitt stig úr tveimur leikjum — leikjum sem liðið hefði með réttu átt að vinna. Valsliðið náði sér aldrei á strik i leiknum, og var ástæðan sú, að Framarar gáfu þvi aldrei frið til að vinna saman. Þrir leikmenn komu bezt frá leiknum i Vals- liðinu: þeir Dýri Guðmundsson, Hörður Hilmarsson og Kristinn Björnsson. JÓHANNES EÐVALDSSON þakkar fyrir sig og skallar knöttinn I netiö hjá Fram. (Timamynd Jim)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.