Tíminn - 01.06.1974, Blaðsíða 15

Tíminn - 01.06.1974, Blaðsíða 15
Laugardagur 1. júni 1974. TÍMINN ’5 Otgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, siinar 18300-18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — af- greiðslusimi 12323— auglýsingasími 19523. Blaðaprent h.f. Forustan í land- helgismálinu Það ástand, sem hefur rikt á fiskimiðunum i vetur, er harla ólikt þvi, sem var, þegar rikis- stjórn Ólafs Jóhannessonar kom til valda. Sið- ustu misserin, sem viðreisnarstjórnin fór með völd, juku Bretar mjög veiðar sinar á Islands- miðum og jafnframt jukust veiðar togara frá öðrum þjóðum. Viðreisnarstjórnin hreyfði hvorki hönd né fót til að sporna gegn þessu og flokkar hennar létu óspart i ljós, að það væri brot á mannasiðum á alþjóðavettvangi að að- hafast nokkuð fyrr en að afstaðinni væntan- legri hafréttarráðstefnu, sm þá var óvist hvenær yrði haldin. Rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar hefur markað algjör þáttaskil i þessum efnum með útfærslu fiskveiðilögsögunnar i 50 milur. Allar þjóðir viðurkenna nú 50 milna mörkin i reynd. Bretar halda stranglega þann samning, áem gerður var við þá á siðastliðnu hausti eftir fund þeirra Ólafs Jóhannessonar og Heaths. öllum stærstu veiðiskipum Breta hefur verið bannað að veiða innan 50 milna markanna og veiðar brezkra togara takmarkaðar á annan hátt. Brjóti brezkur togaraskipstjóri samkomulag- ið, er ekki aðeins skip hans svipt veiðileyfi, heldur missir hann einnig stöðu sina. í fram- haldi af þeim mikla áfanga, sem náðst hefur undir stjórnarforustu Ólafs Jóhannessonar, var á siðasta þingi gerð sú breyting á land- helgislöggjöfinni, að stjórnin hefur heimild til að færa fiskveiðilögsöguna út i 200 milur. Það hefur fyrst og fremst hvilt á herðum þeirra Ólafs Jóhannessonar sem forsætis- og dómsmálaráðherra og Einars Ágústssonar sem utanrikisráðherra, að stjórna hinni sigur- sælu sókn, sem hefur fært þjóðinni 50 milna fiskveiðilandhelgi. Það er fróðlegt, að bera störf þeirra saman við framkomu ýmissa stjórnarandstæðinga á þessum tima. Þegar i odda skarst milli islenzks varðskips og brezks veiðiþjófs á siðastliðnu sumri, tóku þeir Geir Hallgrimsson og Gylfi Þ. Gislason undir gagn- rýni á landhelgisgæzluna. Iðulega hefur Sjálf- stæðisflokkurinn verið óstarfhæfur i málinu vegna klofnings, sbr. bráðabirgðasamninginn við Breta. Þótt mikið hafi áunnizt i landhelgismálum á undanförnum þremur árum, er lokaþátturinn eftir. Hann mun fara fram á næsta kjörtima- bili. Hver treystir þá viðreisnarflokkunum, sem ekkert höfðust að i þessum málum, nema að gera landhelgissamninginn illræmda 1961? Reynslan sýnir ótvirætt, að fullnaðarsigur i landhelgismálinu verður ekki tryggður, nema áfram njóti við hinnar öruggu og ábyrgu for- ustu Framsóknarflokksins. Innborgunargjaldið Mbl. og Visir gagnrýna mjög hið svonefnda innborgunargjald, sem innflytjendum hefur verið gert skylt að greiða. í tilefni af þvi, er rétt að upplýsa, að þetta mun eina efnahagsráð- stöfun núverandi rikisstjórnar, sem hefur ver- ið studd af viðkomandi fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins, þ.e. fulltrúum Sjálfstæðisflokksins i bankaráði og stjórn Seðlabankans, en þaðan er hugmyndin um innborgunargjaldið komin. Þ.Þ. Forustugrein úr The Times, London: Brézjnéff glímir við vaxandi erfiðleika Staða hans ekki eins traust og áður Brézjnéff STJÓRNIR vestrænna lýo- ræðisrikja sigla svo ókyrran og krappan sjó, að Sovétrikin og Austur-Evrópu-rikin sýnast friðsæl og örugg höfn i saman- burði við öldurótið i vestri. 1 Austur-Evrópu virðist engin rikisstjórn riða til falls, þar liggur enginn forseti undir ákæru, engar kosningar leiða til ófullnægjandi niðurstöðu og litil sem engin verðbólga gref- ur undan þjóðfélagsbygging- unni. Stjórnvöld sýnast hvergi hafa misst tökin siðan 1970 að verkfallaaldan skall yfir i Pól- landi. Brézjnéff hefir farið með völd i tiu ár, Kadar i Ung- verjalandi i átján ár og Zhiv- koff i Búlgariu i tuttugu ár. Þeir játa, að þeir eigi við ýms- an vanda að striða, meira að segja allmikla erfiðleika, en viðurkenna ekki neinar alvar- legar efasemdir um örugga sókn sósialismans og hvern sigurinn af öðrum. MYNDIN, sem hér var brugðið upp, er hvergi nærri tóm endaleysa. Augljóst er, að rikisstjórnir, sem ekki eru háðar raunverulegum, opnum kosningum, eru stöðugri en hinar, sem eiga allt sitt undir sól og regni stjórnmálabarátt- unnar. Blöð, sem eru undir eftirliti stjórnvalda, eru ekki eins gagnrýnin og frjáls blöð. Sovézka kerfið gefur betra færi á að hafa hemil á ýmsum erfiðleikum en stjórnkerfi Vesturlanda, enda þótt ekki takist að ryðja þeim úr vegi. Unnt er að ákveða laun, verð- lag og tekjudreifingu án samninga við mismunandi hagsmunahópa. Einnig er unnt að bæla óánægju, varð- veita stofnanir samfélagsins og verjast þrýstingi að utan. Vegur sósialismans er þó hvergi nærri greiður og slétt- ur. Sósiölsku rikin eru ekki. heldur alveg laus við verð- bólgu umheimsins, elds- neytisskortinn eða aðra erfiðleika. Svo er að sjá sem braut Brézjnéffs gerist nú að mun brattari en áður og hann virðist klifa af minnkandi öryggi og njóta minni stuðn- ings en fyrrum. Hann varð fyrir alvarlegu áfalli heima fyrir, þegar hinn mikli korn- uppskerubrestur varð árið 1972. Einnig blasir nú við, að yfirstandandi fimm ára áætl- un nær hvergi nærri tilætluð- um árangri á ýmsum mikil- vægum sviðum, svo sem i orkuframleiðslu, eldsneytisút- vegun eða járn- og stálvinnslu. Satt er að visu, að flestum markmiðum tókst að ná á ár- inu 1973, en búið var að draga verulega úr hinum upphaflegu áformum. ARANGUR utanrikisstefn- unnar hefir ekki heldur upp- fyllt þær vonir, sem við hana voru tengdar. Brézjnéff lauk upp vesturdyrunum i þvi augnamiði að afla verulegra viðskipta og lána á Vestur- löndum og efla sovézka tækni að mun. Sér i lagi var þó ætlunin að flýta verulega vinnslu sovézkra hráefna. Þá var einnig þörf á að tryggja óbreytt ástand i Evrópu, bæði með þvi að afla gildandi landamærum og áhrifasvæði Sovétrikjanna viötækari viðurkenningar en áður. Brézjnéff vann einkum að framgangi þessara áhuga- mála sinna með persónuleg- um viðræðum við Nixon for- seta, Brandt kanslara og Pompidou forseta. Bréznéff gerði sér jafnvel far um að bæta sambúðina við ihalds- stjórnina i Bretlandi. AF fyrri málvinum Brézj- néffs meðal vestrænna þjóða- leiðtoga er Nixon forseti sá eini, sem enn situr að völdum. Hann hefir þó glatað meira trausti en góðu hófi gegnir og er einnig of vanmáttugur til þess að geta staðið við loforð sin um beztu-kjara-samninga sovézkum innflutningi til handa. Viðskipti Bandarikj- anna og Sovétrikjanna hafa vissulega aukizt, en Brézjnéff gerði sér of háar hugmyndir um afkastagetu vestræns iðnaðar og vilja vestrænna stofnana og rikisstjórna til þess að veita lán við góðum kjörum. Aðilar að öryggismálaráð- stefnu Evrópu hafa látið til leiðast að verða við sumum kröfum Sovétmanna um viðurkenningu landamæra, en þeir hafa jafnframt flækt mál- in með kröfum, langvinnum og ergjandi umræðum um aukið ferðafrelsi fólks og frjálsari dreifingu upplýsinga en áður. ELDSNEYTISKREPPAN i heiminum og verðbólgan á Vesturlöndum hafa aukið á erfiðleika Sovétmanna. Þeir ættu að hagnast á hækkun oliuverðs, en þeir.þurfa á auk- inni tækni að halda til þess að ná oliunni upp úr jörðinni og vantar leiðslur til þess að flytja hana. Allt bendir til þess, að skortur verði á oliu á næstu árum. Þessar horfur eru þegar farnar að valda áhyggjum i Austur-Evrópu-rikjunum, en Sovétmenn hafa sagt stjórn- völdum þar, að þau geti ekki i framtiðinni treyst á eins mikil oliukaup i Sovétrikjunum og áður. En Austur-Evrópu-rikin brestur harðan gjaldeyri til þess að kaupa olíu annars staðar frá. Þess verður nokk- uð vart, að vestræna verðbólg- an breyti verðlagi og rugli all- ar áætlanir i kommúnista- rikjunum. Áhrifum verðbólg- unnar verður naumast bægt frá með styrkjum og eftirliti nema um takmarkaðan tlma. VIÐ framantalin vandkvæði bætist vaxandi spenna á landamærum Sovétrikjanna og Kina og aukin ókyrrð vegna þjóðernishreyfinga innan Sovétrikjanna. Má þvi nærri geta, að þeir, sem upphaflega voru andstæðir stefnu Brézj- néffs, eru farnir að bera fram ýmsar óþægilegar spurningar. Þarna er um að ræða ýmsa forustumenn hersins, sem ekki geðjaðist að takmörkun vigbúnaðar og suma forustu- menn öryggislögreglunnar, sem óttast áhrifin frá auknum samskiptum við Vesturveldin. Þá má einnig nefna þjóðernis- sinna, sem ekki vilja að er- lendir menn nýti sovézk hrá- efni, eða fái þau að veði árum saman sem endurgreiðslu fyr- ir tækniaðstoð. Andstöðunni var bægt frá með tvennu móti i upphafi. Forustumönnum hersins og öryggislögreglunnar voru veitt sæti i flokksstjórninni og þvi var heitið, að stefnan bæri tilætlaðan árangur. Sé árangurinn ekki eins mikill og góður og heitið var, hlýtur andstöðunni að vaxa fiskur um hrygg. Talið er, að þessa sjáist nokkur merki i ósveigjanleika Sovétmanna á öryggismála- ráðstefnunni i Genf, i samningaumleitunum i Vin um minnkaðan herafla og öðr- um áfanga viðræðnanna við Kissinger um gjöreyðingar- vopnin. Ef til vill kemur þetta einnig fram i þvi, að fastar er lagt en áður að forustumönn- um Ungverja að fara sér hægt i umbót"m, og eins þykir fleiri sjónarmiða gæta en áður i skrifum rússneskra blaða um utanrikismál. SVO er að sjá sem horfið hafi verið frá heimsráðstefnu kommúnistaflokka. Einnig var allt i einu aflýst afmælis- hátið sovézku visindaaka- demiunnar. Flutningar Gyð- inga úr landi eru nú minni en áður. Brézjnéff er ekki hælt eins mikið og fyrrum fyrir árangur i starfi. Allt þykir þetta bera vott um nokkra tregðu og hik. Vera má, að sumt af þessu stafi að einhverju leyti af óvissunnium, hvernig Nixon reiði af, en enga furðu vekti, þó að nokkuð tæki á nýjan leik að bera á deilum um ágæti aukinna samskipta við Vesturveldin og hversu langt beri að ganga i þvi efni. Meginvandinn er i því fólginn, að Sovétmenn geta ekki flutt inn vestræna tækni án þess að veita um leið viðtöku sumum þeim aðferðum og atferli, sem henni fylgir. Brézjnéff kann að þurfa að leggja hart að sér til þess að leysa þennan vanda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.