Tíminn - 01.06.1974, Blaðsíða 14

Tíminn - 01.06.1974, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Laugardagur 1. júni 1974. Gífurleg verkefni bíða þingmanna í Suðurlandskjördæmi... - segir Guðmundur G. Þórarins- son verkfræðingur, sem skipar 3. sætið á framboðslista Fram- rmanna á Suðurlandi Bæjar- og sveitarstjórnar- kosningarnar eru liðnar hjá, og sjaldan hefur veriö vindasamara i islenzkum stjórnmálum en siöustu vikur: gamlir foringjar hafa faliiö ýmist á sverð sitt, eða fyrir skeytum, og enn aðrir hafa dregið sig i hlé. Nýir menn taka við, og aftur er hjólið farið að snúast. þvi enn verður kosið, og nú til alþingis. Þótt mörg tiöindi þurfi að segja tvisvar eða jafnvel þrisvar af framboösraálum, hafa linurnar nú skýrzt aftur til muna, og fram- bjóðendur fægja nú vopn sin til nýrra dáða. Eitt þeirra framboða, sem nokkuð komu að óvart hjá Framsóknarflokknum, var skipun Guðmundar G. Þórarins- sonar verkfræðings i þriðja sætið á framboðslista flokksins i Suður- landskjördæmi. Þar hætta nú þingmennsku tveir virtir þing- menn og stjórnmálamenn, þeir Ágúst Þorvaldsson á Brúna- stöðum og Björn Fr. Björnsson, sýslumaður á llvolsvelli, en báðir hætta að eigin ósk og við góðan orðstir. I þeirra stað koma þeir Þórarinn Sigurjónsson Laugar- dælum og Jón bóndi Helgason i Seglbúðum. Þriðja sætið skipar svo, eins og áður sagði, Guðmundur G. Þóarinsson, þjóð- kunnur verkfræðingur og félags- málamaður. Maðurinn, sein stjórnaði skákeinvfgi aldarinnar og reisti hundruð viðlagasjóðs- húsa á örskömmum tima, sem frægt er oröið. Stjórnmálaafskipti Guðmundar G. Þóarinssonar eru lika kunn. Hann vann sæti í borgarstjórn Reykjavikur fyrir Framsóknar- flokkinn árið 1970, og hann skipaði ennfremur sama sæti á framboðslista flokksins við siðustu borgarstjórnarkosningar, samkvæmt eigin ósk, þótt honum stæði til boða öruggt sæti. Að visu náði Guðmundur ekki kjöri sem borgarfulltrúi að þessu sinni þótt flokkurinn héldi að mestu i Vönduð úr i úrvali PÓSTSENDUM MAGNÚS ÁSMUNDSSON úra- og skartgripaverzlun | Sími 17884 Ingólfsstræti 3. horfinu og bætti meir að segja við sig atkvæðum i borginni. Nú er Guðmundur kominn i framboð til alþingis, og af þvi til- efni átti blaðið við hann stutt spjall og innti hann eftir ástandi og horfum eftir borgarstjórnar- kosningar og bað hann að segja ögn frá aðdraganda þessa framboðs. — Ilvað viltu segja um úrslitin i borgar- og stjórnakosningunum? Framsókn vann á i Reykjavik — Mér er það ljóst, að augljós sveifla hefur orðið til hægri i stjórnmálunum. Málefnaleg staða Sjálfstæðisflokksins, t.d. i Reykjavik, gaf alls ekki neitt tilefni til þeirra úrslita, sem urðu i kosningunum. — Eðlilegasta afleiðingin af frammistöðu ihaldsins hefði verið sú, að skipt hefði verið um meiri- hluta i borgarstjórn. Hins vegar er það óskýrt enn, hvað réð úr- slitunum. Ef til vill hefur, .glundroðakenningin” rétt einu sinni komið Sjálfstæðismönnum til hjálpar. Ég er á þvi, að ef menn hefðu kynnt sér borgarmál- efni ofan i kjölinn, þá hefðu úrslitin orðið önnur. Hvað stöðu Framsóknar- flokksins viðkemur, þá kemur hann alls ekki illa út úr kosning- unum. Meðan ihaldið vinnur stór- lega á og aðrir flokkar tapa, þá bætir Framsóknarflokkurinn við sig 1000 atkvæðum i Reykjavik, ef miðað er við siðustu alþingis- kosningar. betta eru lika athyglisverðar tölur, þar sem reynslan hefur sýnt, að Sjálf- stæðisflokkurinn fær ávallt fleiri atkvæði i borgarstjórnar- kosningum þegar kosið er til alþingis, öfugt við aðra stjórn- málaflokka. — Nú ert þú kominn i þriðja sætið á framboðslista Framsóknarflokksins i Suður- landskjördæmi, aðeins nokkrum dögum eftir borgarstjórnar- kosningarnar. Hver er ástæðan fyrir framboði þinu þarna? — Þetta bar nokkuð óvænt að. Rétt áður en framboðslistanum var lokað, gerðu Vestmanna- eyingar tillögu um að ég skipaði þriðja sæti listans, og var það samþykkt. Þetta hafði áður komið til tals, og menn höfðu orðað það við mig fyrir alllöngu, að ég skipaði sæti á þessum lista. — Nú ert þú ekki ættaður af Suðurlandi, cn ertu kunnugur málum Sunnlendinga? Guðmundur G. Þórarinsson. Rekur verkfræðistofu á Selfossi — Það má segja að ég þekki dálitið til mála á Suðurlandi. Ég rek verkfræðistofu á Selfossi, ásamt fleiri mönnum, og hef starfað nokkuð að fram- kvæmdum á Selfossi og á Hvols- velli, auk annars. Jafnframt hafði ég með hönfum vinnu fyrir Viðlagasjóð, og kynntist þá auðvitað ýmsum mál- efnum I kjördæminu. Viö reistum fjölda húsa í Hveragerði, á Eyrarbakka, Stokkseyri, Selfossi, Þorlákshöfn, Hvolsvelli og Hellu, og auðvitað viðar um landið. 1 sambandi við þau störf min, sem voru mjög erfið þvi það þurfti að byggja 500 hús á stuttum tima, kynntist ég dálitið málefnum Vestmannaeyinga og hafði mjög gott samstarf við fulltrúa Vest- mannaeyinganna hjá Viðlaga- sjóði. Ennfremur kynntist ég ýmsu fólki i kjördæminu. Þá er það ótalið að konan min, Anna Björg Jónsdóttir, er ættuð undan Eyjafjöllunum. Gifurlegt starf biður þingmanna i Suður- landskjördæmi — Suðurlandskjördæmi er eitt- hvert þróttmesta landsvæði á tslandi, og það er gifurlegt starf, sem biður komandi tima. Hugsum okkar bara uppbygg- inguna i Vestmannaeyjum og hafnargerðina i Þorlákshöfn, svo eitthvað sé nefnt. Mér er það þvi ljóst, að þeir sem kjörnir verða til setu á alþingi fyrir þetta kjördæmi, mega ekki sitja auðum höndum. Þeirra biða ekki einasta almenn löggjafarstörf og marg- visleg þjóðmál, heldur hafa þeir einnig stórkostlegar skyldur við þessá byggð, og þá Vestmanna- eyjar sérstaídega, eftir náttúru- hamfarir og þá byggðarröskun, er þar varð. Þetta á ekki aðeins við um þingmenn Framsóknar- flokksins, heldur alla, sem kjörnir verða á þing fyrir Suður- landskjördæmi. — Þegar úrslit bæjar- og sveitarstjórnarkosninganna eru skoðuð, þá virðist mörgum, að al- menningur hafi ekki sem skyldi metið volduga sókn stjórnar- flokkanna til að uppræta atvinnu- leysi, landflótta og minnkandi framleiðslu, endurnýjun togara- flotans, með 60 skuttogurum, út- færsla landhelginnar og endur- reisn fiskiðnaðarins. Allt þetta virðist hafa gleymzt á kosninga- daginn. Þýðir þetta stefnu- breytingu hjá núverandi stjórnarflokkum? Bjartsýnn ef kosið verður um atvinnumál og uppbygginguna — Þetta hefur að visu farið nokkuð eftir landshlutum. Sums staðar á landinu kemur það nú fram, að fólk héfur metið útfærslu landhelginnar og alhliða upp- byggingu atvinnulifsins. Það er rétt að geta þess hér, að það er I fyrsta skipti nú/að fjölgun er meiri úti á landi en i Reykja- vik. Unga fólkið fær sin tækifæri heima, og þarf ekki lengur að sækja þau til Reykjavikur, eða annað. Hægri sveiflan er hins vegar augljósust i Reykjavik og á þéttbýlissvæðunum þar i kring. A Suðurlandi lágu straumarnir a.m.k. ekki i þá áttina. Mér er ljóst, að ekki eru miklar likur á að það takist að vinna þetta þriðja sæti á Suðurlandi. Ef i þessum kosningum verður hins vegar kosið um atvinnuuppbygg- inguna i landinu á siðasta kjörtimabili, þá hlýtur það að gefa Framsóknarmönnum um allt land tilefni til bjartsýni. — Er _ kosningabaráttan hafin i Suðurlandskjördæmi? Hörð barátta framundan — Það er byrjað að skipuleggja kosningastarfið. Við höfum þegar haldið fund, fjórir efstu menn framboðslistans og fyrrverandi alþingismenn Framsóknar- flokksins i þessu kjördæmi. Ég fer til Vestmannaeyja á morgun til þess að hitta menn þar að máli. Siðan heldur þetta áfram, og allur mánuðurinn fer auðvitað i þessi mál. Ég geri ráð fyrir að margir framboðsfundir veði haldnir. Ég vil að lokum geta þess, að þetta framboð mitt, bar nokkuð brátt að, eða kom óvænt. Ég vil sérstaklega þakka þeim Sunn- lendingum, sem sýnt hafa mér þetta traust, og ég mun reyna að verja þessum mánuði til kosninga til að standa við hlið þeirra i kosningabaráttunni, sem i hönd fer, sagði Guðmundur G Þórarinsson, verkfræðingur að lokum. Kosningabaráttan, sem nú fer i hönd, er einhver sú harðasta og tvisýnasta, sem um getur i stjórnmálasögu siðustu áratuga. Það er mikill fengur fyrir Framsóknarmenn i Suðurlands- kjördæmi að hafa fengið til liðs við sig ungan mennta- og fram- kvæmdamann, sem þrátt fyrir ungan aldur hefur sýnt, að hann er trausts verður og flytur blæ framfara og félagshyggju, hvar sem hann fer. Þriöja sætið á lista Framsóknarflokksins. i Suður- landskjördæmi er baráttusæti. 1 það sæti hefur ekki einasta valizt baráttumaður, heldur maður, sem þrautkunnugur er þeim málum, sem efst hljóta að verða á baugi i málefnum Suðurlands, og hijóta Framsóknarmenn i kjördæminu að fagna þvi, að hann fékkst til þessa framboðs. Hverfi viðlagasjóðshúsa á Seifossi. —JG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.