Tíminn - 01.06.1974, Blaðsíða 11

Tíminn - 01.06.1974, Blaðsíða 11
Laugardagur 1. júni 1974. TÍMINN 11 Ölafur Jóhannesson á skrifstofu sinni i forsætisráöuneytinu. að vitna til eftirfarandi ummæla minna, sem m.a. skýra i stuttu máli ástæðurnar fyrir nauðsyn þess, að þetta frumvarp er flutt. Ég vil fyrst nefna orð min um ný- gerða kjarasamninga og má þó enginn skilja það svo, að þar sé að finna einu ástæðu vandans, alls ekki — heldur eina af mörgum. En i hinum almennu kjarasamningum i febrúar, og þá ekki siður i þeim, sem siðan hafa verið gerðir, hefur verið samið um mun meiri launahækkanir en skynsamlegt var samkvæmt út- reikningum og spám hagrann- sóknadeildar. í þeim hefur verið fariðút fyrir þau mörk, sem sam- rýmanleg voru væntanlegri greiðslugetu flestra atvinnu- greina. í þeim virðist heldur ekki hafa tekizt að draga úr launamis- mun þ.e. að lyfta hinum lægri launum meir en hinum hærri, en það var sú stefna, sem Al- þýðusamb. hafði mótað mjög skýrt í samþykktum sinum, áður en gengið var til kjarasamninga. Og það er markmið, sem rikis- stjórnin vildi stefna að og byggt var á i samningum við opinbera starfsmenn. Niðurstaðan virðist i mörgum tilfellum hafa orðið sú, að launabilið hafi verulega breikkað, þrátt fyrir skýrar stefnuyfirlýsingar launþegasam- takanna. Erlendar hækkanir — verri viðskiptakjör Ég vil enn fremur nefna eftir- farandi orð úr útvarpsræðu minni frá i gær: „Það er nú augljóst, að þær sveiflur i efnahagsmálum, sem fram undan virtust i árslok 1973, verða miklu sneggri og hastar- legri en þá var búizt við. I fyrsta lagi er fram komin lækkun á verðlagi frystra fiskafurða i Bandarikjunum og á fiskimjöli. 1 öðru lagi virðist nú liklegast, að hið geysiháa oliuverðlag haldist fram eftir árinu. 1 þriðja lagi fer almennt innflutningsverðlag hækkandi og slðast en ekki sizt fela hinir nýju kjarasamningar i sér launahækkanir langt umfram það, sem atvinnuvegirnir geta staðið undir að óbreyttu verðlagi á afurðum þeirra, hvað þá við lækkandi markaðsverð. Með þessum samningum er stefnt i al- varlegan halla á viðskiptum við útlönd. Að gerðum þessum samn- ingum og að óbreyttum fram- kvæmda- og útlánsáformum fara þjóðarútgjöldin að öllu leyti langt fram úr þvi, sem þjóðartekjur og eðlilegur innflutningur f jármagns leyfir. Það er þvi augljóst mál, að ef ekkert er að gert, blasir við háskaleg verðbólguþróun til við- bótar þeirri, sem orðin er, sem stefnir atvinnuöryggi lands- manna, lánstrausti þjóðarinnar erlendis og áframhaldandi framförum og hagvexti á kom- andi árum i hættu. Viðtækar ráðstafanir til við- náms gegn verðbólgu og til þess að stuðla að jafnvægi i efnahags- málum eru þvi óumflýjanlegar að minum dómi, ef koma á i veg fyrir taprekstur atvinnufyrir- tækja, stöðvun i einstökum at- vinnugreinum og samdrátt i at- vinnu. Efnahagsvandinn er margþættur Efnahagsvandi sá, sem við er að fást og lýst er i greinargerð, sem fylgir með frumvarpi þessu, er margþættur, þó að hann sé sprottinn af einni aðalrót þ.e.a.s. verðbólgunni og hinum öra verð- bólguvexti. Hann er svo marg- þættur, að hann verður ekki leystur nema með róttækum al- hliða ráðstöfunum. í þeim þarf að leggja áherzlu á að stöðva sjálf- virkar vixilhækkanir verðlags og kaupgjalds. Lækka fram- kvæmdafyriráætlanir og útgjöld hins opinbera og einkaaðila. Auka þarf aðhald i peningamálum, draga úr útlánum og freista þess að auka sparnað með öllum til- tækum ráðum. Jafnframt getur reynzt nauðsynlegt að gripa til aðgerða til að tryggja rekstraraf- komu atvinnuveganna-Þannig er brýn þörf nú á samstilltum að- gerðum á sviði launamála, verð- lagsmála, rikisfjármála, pen- inga-og lánamála og gengismála. Nauðsyn samkomu- lags um launa- og verðlagsstefnu Undirbúningur og framkvæipd svo viðtækra jafnvægisráð- stafana I efnahagsmálum hlýtur að taka nokkuð langan tima. Einkum er mikilvægt að ná al- mennu samkomulagi um launa- og verölagsmálastefnu, sem til frambúðar getur samrýmzt jafn- vægi i efnahagsmálum. Það hættuástand, sem nú hefur skapazt i efnahagsmálum eða öllu heldur er fram undan og stafar af hinni ört vaxandi verð- bólgu, kallar hins vegar á tafar- lausar aðgeröir, sem ekki þola bið og er fyrst og fremst ætlað það hlutverk að skapa svigrúm fyrir undirbúning varanlegra úrræða og koma i veg fyrir alvarlegar truflanir i atvinnulifinu. Þó er áríðandi, að þessar bráðabirgða- ráðstafanir taki til sem flestra sviða efnahagsmála og séu þannig valdar og samræmdar, að varanlegri úrræði i næsta áfanga við lausn efnahagsvandans geti eftirnánári athugun tengzt þeim með eðlilegum hætti. Hvað fellst í frumvarpinu? Helztu atriði þeirra efnahags- ráðstafana, sem felast i frum- varpi þessu og að er stefnt i 1. áfanga, eru þessi 1. öflugl viðnám gegn verð- hækkunum á hvers konar vöru og þjónustu og þar á meðal á húsa- leigu. Verðhömlun á þessum atriðum fram yfir 30. nóvember 1974, svo og eftir atvikum verð- lækkun samanber siðustu máls- grein 1. greinar frumvarpsins. 2. Binding kaupgreiðsluvísitöiu fram yfir 30. nóv. 1974 eða réttara sagt, frestun á hækkun kaup- greiðsluvísitölu frám yfir 30. nóvember 1974. En i þvi sam- bandi er þó rétt að benda á þá undantekningarheimild.sem er að finna I 2. málsgrein 4. grein frumvarpsins þar sem segir : ,,Þó er rikisstjórninni heimilt að ákveða, að greiða skuli hærri verðlagsuppbót en segir i 1. máls- grein á grunnlaun, sem lægri eru en 36. þús kr.á mánuði fyrir íulla dagvinnu miðað við kaup- greiðsluvisitölu 1. des 1973, sama sem 100. Slik verðlagsuppbót yrði ákveðin sem föst krónutala, en ekki sem hlutfall á launum. 3. Binding launaliðar vcrðlags- grundvallar búvöru fram yfir 30. nóv. 1974 og sérstakt aðhald að verðákvörðun á búvöru svo sem nánar segir i 5. grein. 4. Sérstakt aðhald að fiskverðs- ákvörðunum fram yfir 30. nóv. þetta ár, eftir þvi sem nánar segir i 6. grein frumvarpsins. 5. Frestun fram yfir 30. nóv. 1974 á gildistöku allra grunn- launahækkana umfram 20% i 1. áfanga nýgerðra kjarasamninga. Það tekur þó ekki til láglauna samkvæmt nánari skilgreiningu i þeirri grcin, scm um það fjallar, þ.e.a.s. 30 þús. kr. mánaðar- grunnlauna miðað við fulla vinnu. En um það cru fyllri ákvæði i 7. grein. 6. Hækkun útgjalda rikissjóðs til niðurgreiðslna vöruverös frá frjárlögum, bæði samkvæmt 2. grein og 9. grein frumvarpsins. 7. Hækkun árlegra fjölskyldu bóta frá áætlun fjárlaga úr 12 þús kr. i 15 þús. kr., sem cr i reynd- inni vist núgildandi bótahæð samanber 3. grein. 8. Lækkun rikisútgjalda, bæði lögboðinna og annarra frá þvi, sem i fjárlögum segir um allt að 1500 millj, kr. til þess fyrst og frcmst að kosta liækkun niður- greiðslna og fjölskyldubóta. 9. Alagning 4% skyldusparn- aðar á skattgjaldstckjur tekju- skattsskyldra manna 1974 um- fram 400 þús kr., er svo eiga að að endurgreiðast á 2-4 árum með vöxtum og verðtryggingu, svo sem nánar segir I 10. grein. Þeir, sem þennan skyldusparnað eiga að reiða af hendi, eiga þvi ekki að búa við nein ókjör, þvi að um þann skyldusparnað á það einnig aö gilda, aö hann á að njóta sama skattfrclsins og annar skyldu- sparnaður. 10. Skuldbinding innlánsstofn- ana lifeysissjóða, atvinnu- leysistryggingasjóðs og liftrygg- ingafélaga til kaupa á skulda- bréfum framkvæmdasjóðs eða rikissjóðs fyrir a.m.k. 15% ráð- stöfunarfjár samanber 13. grein. 1 þessu felast a.m.k. þrjár breyt- ingar frá þvi, sem átt hefur sér stað i reyndinni hingað til. í fyrsta lagi cr þessi skylda lög- fest, cn hún hefur hingað til byggzt á samningum. i öðru lagi hefur þessi skylda hingað til að- eins náð til banka og i þriðja lagi er fjárhæðin, sem þetta tekur til, hækkuð úr 10% i 15%. 11. Skuldbinding lifcyrissjóöa til að kaupa skuldabréf rikissjóðs, byggingarsjóðs rikisins eða framkvæmdasjóös fyrir alls 35% ráðstöfunarfjár og er þá skuld- binding samkvæint næsta lið á undan mcð talin, en hingað lil hefur það verið svo, að sam- kvæint samningum, sem gcrðir liafa verið við lifeyrissjóðina hafa þeir lagt til um 20% ráðstöfunar- fjár. En um þetta erú sérstaklega nánari fyrirmæli i 16. grein og svo ákvæði um þær nánari rcglur, scm gert er ráð fyrir, að fjár- málaráðherra setji um þessi efni i 15. grein frumvarpsins. Aðrar rdðstafanir að auki En þó að það sé ekki nein ákvæði um það i þessu frumvarpi, þá er gert ráð fyrir, að frekari ráðstafanir komi til. þ.e.a.s. ráð- stafanir, sem auk þeirra, sem taldar eru i þessu frumvarpi þarf að gera, og rikisstjórn og Seðla- banki munu beita sér fyrir, en hægt er að gera án löggjafar. Eru þær þessar: 1. Endurskoðun lánskjara allra lánastofnana i landinu og verði stefnt að einhvers konar verð- tryggingu allra útlánaf járfest- ingarlánasjóða eftir nánar til- teknum reglum. i þessu liggur það að það cr svigrúm til að ákveða með hverjum hætti verð- tryggingu þessari vcrður fyrir komið, hvort hún tekur til lánsins i heild eða hluta þess, við hvaða visitölu verður miðað o.s.frv. Það er sem sagt ekki um það að ræða, að bundiö sé neitt sérstaklega við byggingarvisitölu og geta fleiri visitölur vitaskuld komið til álita. 2. Samkomulag við viðskipta- banka um 22% hámarksaukningu útlána á árinu 1974. 3. Samkomulag við viðskipta- bankana um, að nettóskuldir þeirra erlendis aukist ekki á árinu 1974 miðað við mcðaltal ársins 1973. 4. Sett verður hámark fyrir nýjum erlendum lántökum á árinu 1974 og að þvi stefnt, að skuldaaukning erlendis fari ekki yfir 5500 millj. kr. á árinu 1974 miðað við núgildandi gengi. Þar er að visu um allháa fjárhæð að ræða, en vitaskuld skiptir það öllu máli i þessu sambandi, vegna hvers er stofnað til erlendra skulda, þannig að það er fávisin ein að lita á upphæðina eina ein- angraða út af fyrir sig. 5. Fylgt verður áfram sveigjan- legri gengisstefnu sem þætti I heildarstjórn efnahagsmála til þess að tryggja samkeppnisstöðu islenzkra atvinnuvega. Þó er ekki gert ráð fyrir neinni stórfelldri breytingu i þvi efni, ef frum- varp þetta verður að lögum. Eftirsókn gjaldeyris Ég vil gjarnan endurtaka þetta, vena þess að það hefur borið á þvi að undanförnu i bönkum, að sótt hafi verið eftir gjaldeyri og alveg áreiðanlega af ótta við það, að yfirvofandi væri eða á næsta leyti einhver sérstök breyting á gengi. Það er sem sagt ekki gert ráð fyrir neinum stórfelldum breyt- ingum á gengismálum, ef þetta frumvarp verður að lögum. Þeim ráðstöfunum, sem frum- varpið kvaður á um, er fyrst og fremst, eins og áður er sagt, ætlað að skapa nauðsynlegt svigrúm til undirbúnings frekari aðgerða. Það er mikilvægt, að þetta svig- rúm verði notað til þess að leita varanlegra úrræða á sviði launa- og verðlagsmála og opinberra fjármála- og peningamála til þess að brjóta verðbólguhugsunar- háttinn á bak aftur. Meðal mikil- vægra atriða, sem athuga þarf i þvi sambandi, eru nýjar aðferðir við gerð kjarasamninga með það fyrir augum, að tryggja sann- gjörn launahlutföll á öllum vinnu- markaðinum og koma i veg fyrir launakapphlaup á milli stétta jafnframt þvi, sem sniðnir væru varanlega vankantar af núgild- andi kerl'i visitölubindingar launa. Verðtrygging f járskuldbindinga Annað atriði, sem taka þyrfti til rækilegrar athugunar, er almenn verðtrygging hvers konar fjár- skuldbindinga, eða einhver ákveðin tengsl almennra vaxta- kjara við verðbreytingar, ef slikar breytingar gætu i senn aukið sparnað, tryggt fjármagn til æskilegra framfara, dregð úr spákaupmennsku og verndað raungildi sparifjár og lifeyris þeirra, sem minna mega sin. Jafnframt þessu þyrfti að koma á umbótum á sviði peninga- og lánamála og opinberra fjármála til þess að tryggja styrka, sam- ræmda og á næstu misserum hæfilega aðhaldssama stjórn á þessum sviðum. Svo gagngerar breytingar sem hér er rætt um, kalla á.m.a. endurskoðun á skatt- meðferð verðhækkunarhagnaðar og vaxta og krefjast viðtækrar athugunar og samræmingar og þar með samvinnu aðila á mörgum sviðum efnahagslifsins. ekki aðeins þeirra, sem venjulega er kallaðir aðilar vinnumark- aðarins. Hér hafa aðeins verið nefnd fá- ein atriði, sem gætu orðið hluti að siðari áfanga jafnvægisaðgerða i efnahagsmálum. Nánari athugun mun eflaust leiða i ljós fjölmargt annað, sem taka þarf á. Vel má og vera að þörf verði róttækari aðgerða en felast i 1. áfanganum til þess að tryggja örugga atvinnu og lifskjör og farsælar framfarir i landinu á næstu árum. Þann fyrirvara vil ég hafa á. Óvissu þættirnir Það er að sjálfsögðu mjög erfitt að meta af nákvæmni áhrif þeirra viðnámsaðgerða, sem felast i þessu frumvarpi og þeirra rannarra ráðstafana, sem ég hef nefnt, á efnahagsfram- vindu næstu mánaða. Bæði er það vegna þess, að sumar að- gerðanna eru i formi heimilda, sem ekki er fullráðið, hvernig verða notaðar, og eins af þvi að samanburðargrundvöllurinn, efnahagsframvindan án aðgerða, eins og hann er settur fram í álits- gerðsérfræðinga, sem fylgir með þessu frumvarpi er auðvitað og getur alltaf verið umdeilanlegur, byggður á spám i ýmsum efnumog óvissum atriðum, en hjá þvi verður ekki komizt. En hitt þarf ekki að efa, að þar sé frómt frá sagt, og eftir beztu vitund

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.