Tíminn - 01.06.1974, Blaðsíða 27

Tíminn - 01.06.1974, Blaðsíða 27
TÍMINN Laiigárdagur 1. júní '1974. 27 Dómaror túlka ekki reqlurnar eins... Þjálfarar og leikmenn 1. deildar liðanna eru óánægðir með dómarana Þjálfarar og leikmenn 1. deildar liðanna i knattspyrnu eru ekki ánægðir með túlkun dómaranna, sem hafa dæmt leiki i 1. deildar keppninni. íþrótta- siðan hefur frétt, að e r 1 e n d u k n a 11 - spyrnuþjálfararnir hafi mikinn áhuga á að efna til fundar með 1. deildar dómurum og leikmönnum 1. deildar liðanna, þar sem væntanlega verður talað um túlkunaraðferðir dómara. Já, það er kominn timi til að tala um túlkun dómara á knattspyrnureglun- um, þvi að islenzku dómararnir túlka ekki reglurnar eins. Það hefur greinilega sézt á leikjum 1. deildarinnar, þvi sumir dómarar dæma á brot, sem aðrir sleppa, og svo öfugt. Þá virðast sumir dómarar nota gula spjaldið einum of mikið. Það er orðið svo, að minnst tveir leikmenn eru bókaðir i leik — að minnsta kosti hjá sumum 1. deildar dómaranna. Erlendu þjálfararnir eru ekki ánægðir með islenzku dómarana, einkum ýmis túlkunaratriði þeirra. Þá eru leikmenn 1. deildar liðanna ekki ánægðir með þá — þeim finnst þeir oft á tiðum hafa of mikil áhrif á gang leiksins. íþróttasiðan hefur frétt, að á fundinum, sem nú er i undirbúningi, verði talað um brot leikmanna. T.d. að hart verði tekið á bakhrindingum, sem virðast vera að ryðja séu til rúms meðal islenzkra knattspyrnumanna. 0 NOTA ÞEIH GULA KORTIÐ OF MIKIÐ? Sex sundmenn á heimsmælikvarða koma hingað... Sænskir landsliðsmenn //Þetta er sundfólk á heimsmælikvaröa"/ sagöi sundkappinn Guömundur Gíslason, þegar hann las upp nokkur nöfn á lista fyrir sænskan sundhóp, sem væntanlegur er hingað til landsins frá Banda- ríkjunum 6. júní n.k. Sænska sundfólkið er frá Stokkhólmi og eru sex sænskir landsliðsmenn og - konur í hópnum — sund- fólk sem hefur veriö framarlega í stærstu sund- mótum heims. Sænska sundfólkið tekur hér í sundi keppa hér þátt i sameiginlegu afmælismóti KR og Ármanns, sem haldið verður i Laugardalslaugunum föstudaginn 7. júni. ,,Mótið verður örugglega skemmti- legasta sundmótið, sem hér verður haldið i sumar,” sagði Erlingur Jóhannsson, formaður sunddeildar KR. Astæðan fyrir þvi er sú, sagði Erlingur að sænski sundhópurinn er fjöl- mennur, og þá að auki er keppt i stuttum sundgreinum, en þær eru mjög spennandi fyrir áhorfendur. Keppt verður i eftirtöldum greinum á afmælismótinu: 400 m skriðsundi karla 100 m baksundi kvenna 50 m bringusundi sveina (12 ára og yngri) 100 m flugsundi karla d sundmóti 7. júní 100 m bringusundi kvenna 50 m skriðsundi drengja (16 ára og yngri) 200 m bringusundi karla 100 m skriðsundi kvenna 50 m bringusundi telpna (12 ára og yngri) 100 m skriðsundi karla 200 m fjórsundi kvenna 50 m flugsundi stúlkna (16 ára og yngri) 200 m fjórsundi karla 4 X 100 m fjórsundi kvenna 4x100 m fjórsundi karla Þeir sem hafa hug á að taka þátt i mótinu eru beðnir að hafa samband við Erling Jóhannsson i sima 15004 fyrir miðvikudags- kvöldið 5. júni. Við munum siðar segja nánar frá þessu móti hér á siðunni. Þeir áttu erfitt með að fóta sig Brasilíumenn gerðu jafntefli við Strasbourg 1:1 ÞAÐ VAK EINS og heimmeistararnir væru að leika knattspvrnu á skautasvelli, þegar þeir léku gegn franska liðinu Strasbourg á fimmtudagskvöldið. Þeir áttu erfitt með að fóta sig á rennandi blautum og hálum velli i Strasbourg, en þar fór leikurinn fram og lauk homim með jafntefli 1:1. Frakkarnir urðu fyrri til að skora. Það gerði VVagner á 37. min. fyrri hálfleiks, en staðan i hálfleik var 1:0 fyrir þá. Paulo Sesar jafnaði fyrir heimsmeistarana í siðari hálfleik. Brasiliumenn leika nú einn æfingarleik, áður en sjálf heims- meistarakeppnin hefst. Það verður gegn Basel, liðinu sem Fram lék við i Evrópukeppni meistaraliða sl. keppnistimabil. Sá leikur fer fram i Sviss. Fram FRAMLIÐIÐ... Ásgeir Eliasson, Snorri Iiauksson, Rúnar Gislason, Árni Stefánson, Hlöðver Rafnsson, Guðgeir Leifsson, Marteinn Geirsson, Ágúst Guð- mundsson. Gunnar Guðmundsson, Kristinn Jörundsson og Jón Pétursson, sem er fyrirliði liðs- ins. (Tlmamynd Jim)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.