Tíminn - 01.06.1974, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.06.1974, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Laugardagur 1. júni 1974. SKÓLAHLJÓMSVEIT Mosfellssveitar minntist nú f vor 10 ára starfsafmælis sins, en hún er rekin á vegum barnaskólans að Varmá. A sl. starfsári liafa lært og leikið með hljómsveitinni 40 börn og unglingar, en meðlimir sveitarinnar skiptast i eldri og yngri deild. Hljómsveitin hefur víöa ieikið opinberlega og vorið 1973 fór hún i hijómieikaferð um Vestfirði. Nú um hvitasunnuheigina ráðgerir hljómsveitin (eldri deildin) að fara I hljómleikaferð um Austfirði. Er ætiunin aö leika i Sindrabæ á Hornafirði laugardaginn 1. júni, Egilsbúð á Norðfirði á hvitasunnudag og i Valaskjálf á Egilsstöðum á 2. hvitasunnudag. A efnisskránni eru bæði innieúd og erlend lög við allra hæfi. Kennarar og stjórnendur hljómsveitarinnar eru Lárus og Birgir Sveinssynir. Skotbardagi milli lögreglu °g nýfasista NTB—Róm — Til skotbardaga kom milli italskrar lögregiu og nýfasista norðaustur af Róm i gærmorgun. Bardaginn hófst er lögregian, eða hin svokallaða Carabinieri-deild innan hennar, rakst á bækistöðvar nýfasista við Lacino-fjalliö, nærri Fiamignano. Eftir lögreglunni er haft, að einn nýfastisti hafi verið drepinn og tveir lögreglumenn særzt. Þetta gerðist, er tveir dagar voru liðnir frá þvl að timasprengja sprakk I Brescia og niu manns létu lifið og margir slösuðust, en á torginu i Brescia var f jöldafundur i mótmælaskyni við nýfasista. 93 þúsund Konsóbúum bjargað fró hungurdauða Nixon til Mið-Austurlanda? EINS og fólk rekur minni til var æskulýðs- og fórnarvika kirkj- unnar haldin 3.-10. marz s.l. Vak- in var athygii á yfirvofandi hung- ursneyð Konsóbúa i suðurhluta Eþíópiu, þar sem Samband is- lenzkra kristniboðsfélaga rekur sitt viðamikla starf. — Fran^ fór á vegum Hjálparstofnunar kirkj- unnar almenn landssöfnun til hjálpar fólkinu. Söfnunarfé nemur nú samtals kr. 10.434.695,50. Til Konsó hafa verið send 50.000,00 sterlingspund eða jafngildi kr. 10.354.487,00. Beinn kostnaður við söfnunina, prentun, auglýsingar o.fl., var kr. 257.682.00. Söfnunarféð notað strax Þegar söfnunin hófst, var ástandið þannig i Konsó, að regn- timinn hafði brugðizt 1973 og uppskera þar af leiðandi ekki fengizt. tbúarnir höfðu orðið að leggja sér sáðkornið til munns, allt var uppurið, hungur og dauði blasti við. A þeim tima var vonað, að vorrigningar myndu ekki bregðast i ár, heldur færa uppskeru i sumar. Fest voru kaup á sáðkorni, en matföng vantaði til að fleyta fólkinu fram til uppskerutimans. Hafizt var handa strax með að kaupa korn og flytja til svæðisins, áður en vegir spilltust vegna væntanlegra rigninga. Kornið og flutningar þess voru keypt gegn greiðslu- fresti, án þess að vitað væri, hvernig unnt yrði að borga. Annað hvort var að ná matföng- unum, hvernig sem ástætt væri, eða horfa á fólkið deyja. En þannig vildi til, er fyrstu greiðslu skyldi inna af hendi og kassinn var tómur, að einmitt þann dag kom fyrsta péningasendingin frá íslandi. segja má, að á sömu stundu og fólk hér á Islandi var að gefa til söfnunarinnar, þá var verið að kaupa matföng fyrir sömu peninga, dreifa þeim og A FUNDI yfirnefndar Verðlags- ráðs sjávarútvegsins 27. mai var ákveðið eftirfarandi lágmarks- verð á fiskbeinum, fiskslógi og heilum fiski til mjölvinnslu frá 1. júnf til 31. desember 1974. a) Þegar selt er frá fiskvinnslu- stöðvum til fiskim jölsverk- smiðja: Fiskbein og heill fiskur, annar en sild, loðna, karfi og steinbitur, hvert kg. kr. 2,95 Karfabein og heill karfi, hvert kg. kr. 4.20 Steinbítsbein og heill steinbitur, hvert kg. kr. 1.92. Fiskslóg, hvert kg. kr. 1.33. b) Þegar heill fiskur er seldur jafnvel verið að snæða andvirði þeirra. Og regnið brást ekki vonum manna á þessu svæði i ár, kom um 20. marz. Allar likur benda til, að uppskera verði góð i sumar og eftir það verða Konsómenn sjálfbjarga á ný. Reynt hefur ver- ið að fylgjast með gangi mála eftir megni, en vinnudagur þeirra, sem við hjálpina starfa, islenzku kristniboðanna, hefur verið langur og strangur, nótt sem nýtur dagur. Hér fara á eftir glefsur úr bréfi frá Skúla Svavarssyni kristniboða, sem hann skrifaði til Gisla Arnkels- sonar um miðjan mai s.l. Mestur hluti Konsóbúa hefði dáið úr hungri „Hjálparstarfið er i fullum gangi og fólkið verður að fá mat að minnsta kosti i 2 mánuði enn. Það er óskapleg vinna, sem fer i þetta, og þarf mikla þolinmæði. Nú eru tæplega 93 þúsund manns á skrá, sem þurfa á hjálp að halda. Allir hafa fengið hjálp tvisvar og 2/3 hlutar þrisvar sinn- um. I þessai viku byrjuðum við á fjórðu umferð. Nú litur út fyrir, að við verðum að bæta Ælotta og Gomaide við okkar starf. Skrán- ingin fer nú fram þar. Satt að segja veit ég ekki nákvæmlega hve miklum mat hefur verið úthlutað i Konsó. Það munu þó vera á milli 16 og 17 hundruð lestir. Mestu hefur verið útbýtt af mais og hveiti og nokkru af mjólk og Fafa-barnamjöli. Þrátt fyrir það að öll umferð stöðvaðist hingað seinni hluta marz, og i mánaðartima vegna rigninga, hefur dreifingin gengið vel. Það er raunverulega að þakka peningunum sem Samband islenzkra kristniboðsfélaga sendi frá Islandi i janúarmánuði. Fyrir þá peninga byggðum við m.a. geymlsuhús hér á stöðinni og á beint frá fiskiskipum til fiski- mjölsverksmiðja: Fiskur, annar en sild, loðna, karfi og steinbitur, hvert kg. kr. 2.68 Karfi, hvert kg. kr. 3.82 Steinbitur, hvert kg. kr. 1.75 Verðið er uppsegjanlegt frá 1. september með viku fyrirvara. Verðið var ákveðið af odda- manni og fulltrúum seljenda i nefndinni gegn atkvæðum full- trúa kaupenda. 1 nefndinni áttu sæti: ólafur Daviðsson, sem var oddamaður nefndarinnar, Eyjólfur Martins- son og Ingimar Einarsson af hálfu seljenda og Guðmundur Kr. Jónsson og Gunnar ólafsson af hálfu kaupenda. tveimur stöðum úti i héraði. Og fyrir þá miklu peninga, sem Hjálparstofnun islenzku kirkj- unnar sendi, keyptum við korn og fylltum geymsluhúsin. Norska hjálparstofnunin hafði á þessum tima að enga peninga til þess að kaupa korn og setja á lagar, svo segja má, að peningarnir frá Islandi hafi bjargað fólkinu þenn- an mánuð. Endarnir náðu saman. Þegar vegirnir opnuðust aftur, voru geymsluhúsin tóm. Fólkinu var bjargað. Það eru mjög fáir, sem látizt hafa vegna hungurs fram að þessu. Fólkið er mjög þakklátt fyrir alla þá hjálp, sem það hefur fengið, og ég vil biðja þig að skila þakklætinu til þeirra, sem hjálpað hafa. Það er sama hvar veið kom- um úti i héraðinu, alls staðar mætum við þakklæti fyrir hjálp- ina. Fólkið segir sjálft, að ef þessi hjálp hefði ekki borizt, hefði mestur hluti Konsóbúa dáið úr hungri. Við bjðjum þvi, að skilað verði þakklæti okkar til réttra aðila, — okkár og 93 þúsund Konsómanna, sem bjargað var frá hungurdauða.” Gott skipulag 1 bréfi frá séra Bernharði Guð- mundssyni i Addis Abeba segir m.a. um hjálparstarfið: „Hér voru á ferð menn frá UNICEF og sögðust varla hafa séð árangurs- rikara dreifingarkerfi i vanþró- uðu landi en I Konsó og Borana. Sér i lagi hefur Skúli Svavarsson og hans lið staðið vel að’ verki, dreifðu 700 tonnum á einni viku, þrátt fyrir vegleysur og vega- lengdir.” Gisli Arnkelsson, for- maður Sambands islenzkra kristniboðsfélaga, sem i mörg ár starfaði við kristniboð i Konsó, mun fara þangað suður 31 mai til að taka þátt i lokaáfanga hjálpar- starfsins 6-7 siðustu vikurnar. Framlag íslendinga afger- andi Ljóst er af þvi, sem að ofan greinir, að framlag Islendinga, samstillt átak þeirra fjölmörgu, sem gáfu til hjálparstarfsins i Konsó, hefur átt afgerandi þátt i að forða a.m.k. 93 þúsund Konsó- búum frá hungurdauða. Ljóst er einnig, að skipulag starfsins hefur verið mjög gott, gjafaféð var notað strax á árangursrikan hátt, og allt komst til skila án taf- ar. Hér að ofan er komið á fram- færi áhrifamiklum þökkum frá Konsóbúum til lifgjafa þeirra á Islandi, en um leið vill Hjálpar- stofnun kirkjunnar einnig senda Islendingum alúðarþakkir fyrir skjót og drengileg viðbrögð við þeirri hjálparbeiðni, sem til þeirra var beint i æskulýðs- og fórnarviku 1974. NTB-lsrael — Israelar munu gefa Sýrlendingum eftir lönd þau, er voru tekin i október, striðinu nema þrjú svæði við bæinn Kuneitra, sem iagður var í rúst 1967, og einnig haida þeir hæsta hiuta Hermons-fjails. Henry Kissinger fór frá Kairó til Washington . ■, eftir að hafa verið i Mið-Austurlöndum i 32 daga. 1 Kairó átti Kissinger fund með Sadat forseta. Háttsettur bandariskur embættismaður sagði i Jerúsalem, að Sadat og hinn alsirski samstarfsmaður hans hefðu átt stóran þátt i þvi, að samningarnir tókust milli ísrael og Sýrlands. Nú þegar samningarnir hafa tekizt, er búizt við að Nixon muni innan 2-3 vikna ferðast til Tel Aviv, Kairó og annarra arabískra borga, en þetta var áður ráðgert. Húsbyggjendur — Einangrunarplast Getum afgreitt einangrunnarplast á Stór-Reykjavikursvæðið með mjög stuttum fyrirvara. Afhending á byggingarstað. Hagkvæm verð. Greiðsluskilmálar. BORGARPLAST HF Borgarnesi — Simi 93-7370. Verð á fiski til mjölvinnslu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.