Tíminn - 01.06.1974, Blaðsíða 24

Tíminn - 01.06.1974, Blaðsíða 24
24 TÍMINN .Laugardagur 1,. júni 1974. © Ræða Ólafs samninga. Með ákvæðum um visitölu, með ákvæðum um kaup- bindingu, með ákvæðum um gerðardóma og dómnefndir i kaupgjaldsmálum, með dýrtiðar- ráðstöfunum, með visitölubind- ingu, með visitölubanni o.s.frv. eða með lögum, sem þannig — með einum eða öðrum hætti — snerta kaupgjaldsmál og samninga, sem gerðir hafa verið og mér taldist til, að tala þeirra laga væri rúmlega 30 eða nánar tiltekið 34, en þó get ég nú ekki ábyrgzt það, þvi að ég hafði ekki tima til að fara svo nákvæmlega i þetta. En þó hyggég, að það skakki ekki miklu. Og auðvitað er visitala einn þáttur kjara- samninga, og það er I sjálfu sér enginn eðlismunur á verð- lagsuppbót og grunniaunum. Löggjafinn hefur gert það oftar en einu sinni að fara þannig inn i visitölumálin að mismuna mönn- um, setja þrep i visitöluna. Og þaö hefur oft verið talaö um þaö að undanförnu, að það þyrfti að setja þak á visitölu, það væri rétt- lætismál. Hver er munurinn— hverra hagsmunir? En ég get ekki séð muninn á þvi i sjálfu sér að setja þak á visitölu og setja þak á launahækkanir, sem eiga að eiga sér stað i einu stökki. Það er alveg sama eðlis. En það má vel vera, að þeir verði margir, sem béra umhyggju fyrir þessum mönnum er hafa haft þessa aðstöðu að knýja fram sér til handa mun meiri kjarabætur og hækkanir en aðrir almennir launþegar, sem minna mega sin i þjóöfélaginu og ættu þvi frekar á aðstoð þjóðfélagsins að halda. Það má vel vera, að þeir séu margir, sem ekki þora að taka á þessum málum með þessum hætti. Og þá vil ég segja það strax, að ég er til viðræðu um það að sleppa þessari 7. gr. út úr frumvarpinu til samkomulags, ef hún verður mönnum sá þyrnir i augum að þar strandaði á. Að sjálfsögðu koma hér viö sögu margir fleiri þættir en ég hef hérna vikið að, en launaákvörð- unaraðferðin er svo mikilvæg, að hún hlýtur að koma til endurskoð- unar við rikjandi aðstæöur. Með frumvarpinu er lagt til að lög- binda um sinn tiltekna þætti launaákvörðunar og fela rikis- stjórninni og lögskipaöri dóm- nefnd sérstakt vald i þessum efn- um. Ég neita þvi ekki, að þetta eru út af fyrir sig afdrifamikil spor, en þar er gengið I spor, sem margir hafa áður stigið, en er nú • kannski fennt i, og menn minnast ekki mikið lengur. Ég tel, aö rik- isstjórninni beri skylda til aö lýsa ákveðinni stefnu, jafnvel i þess- um viðkvæmu málum og það geri ég hiklaust, hvort sem hún veldur mér vinsældum eða óvinsældum. Um það hugsa eg ekki nú, en geri það, sem ég tel rétt, og þess vegna tel ég vera um réttlætismál að ræða að þvi er varðar 7. grein. En um visitöluna má lengi deila, en þar er nauðsyn á ferðinni auk þess, sem ég hef talið og marg- tekið fram, að ég tel útreikning visitölunnar á margan hátt ákaf- lega óeðlilegan og alls ekki gefa þá niðijrstöðu, sem hún ætti að stefna að. Ábyrgð ríkisstjórna Ég tel enn fremur, að rikis- stjórn á hverjum tima geti ekki skorazt undan þvi að axla ábyrgðina á framkvæmd þeirrar stefnu, sem hún ákveður. Og i þessu tilfelli hefur hún ekki til þess aðra leið, eins og nú standa sakir — og þörfin er aðkallandi — en lögfestingu. Hinu er svo ekki að leyna, að það er mér ljúft að taka fram og vildi gjarnan vinna aö þvi, að sennilega væri þetta framkvæmdavald bezt komið hjá miðstjórnarv4di sjálfra samtaka vinnumarkaðarins. Mörg þeirra vandamála i launamálum, sem við eigum við að glima um þessar mundir, eru tilkomin vegna þess að miðstjórnarvald þessara aðila er veikt, of veikt. Einstakir hópar launþega fara sinu fram.með verk fallshótun, eða með fullri sam- stöðu stundum, þvi miður, við vinnuveitendur, þar sem viða skortir á, að I öllum greinum tog- ist á andstæðir hgsmunir við launasamningaborðið. Ég tel, að vel þurfi að huga að þeirri leið bæði i bráð og lengd, að hin frjálsu samtök vinnumarkaðar- ins komi sér upp nýjum samráðs- og samþykktaraðferðum. T.d. verð ég að segja það, að mér finnst ekkert fráleitt að hugsa sér, að verkföll einstakra félaga væru blátt áfram óheimil, nema þau hlytu samþykki verkfallsráðs launþegasamtakanna sjálfra, þar sem engir aðrir ættu fufltrúa. Einnig mætti hugsa sér sambærilega meðferð fyrir gildistöku sérsamninga i kjölfar rammasamnings o.s.frv., þannig að valið i þessum efnum væri miklu meir og með allt öðrum hætti en nú er lagt i hendur ábyrgs aðila, miðstjórnar launþegasamtakanna. Allar breytingar af þessu tagi eru eðli málsins samkvæmt timafrekar og hljóta að byggjast á almennum skilningi á nauðsyn samræmdrar tekjustefnu, skilningi þeirra aðila sjálfra, sem hér eiga hlut að máli. En ég held, aö réttlætisvit- und og jafnréttisvitund þessara þjóðar hnigi i þessa átt. Samvinna og sam- róð við verka- lýðshreyfingu Rikisstjórnin, sem um þessar mundir er nú sögð ekki eiga eftir langa lifdaga, mun nú samt á þeim tima, sem henni þó auðnast að tóra, þrátt fyrir allar hrak- spár, leggja allt kapp á að fá heildar samtök launþega til sam- vinnu um þessi mál. Og ég vil alveg sérstaklega endurtaka og undirstrika þaö.að það væri lang- bezt og æskilegast að minum dómi, að miðstjórnarvald laun- þegasamtakanna gæti komið i staðinnfyrir rfkisvaldið við fram- kvæmd 4. og 7. greinar I þessu frumvarpi. En forsendur þess eru ekki til staöar i bili, þvi að þessi aðsteðjandi vandi kallar á tafar- laus úrræði ogþað þýðir ekkert að loka augunum fyrir þvi, að menn geta ekki vi:kið sér undan þeim vanda og verða að leysa þennan vanda, ef þeir vilja halda áfram að lifa við sæmileg kjör i þessu landi. Og það er aö mlnum dómi alveg ohjákvæmilegt að rikis- stjórnin geri á ábyrgan hátt grein fyrir afstöðu sinni til þessara mikilvægu mála og taki afleiðing- unum af þvi aöfullu, og það hef ég reynt aö gera fyrir mitt leyti. Samstaða d Alþingi Það er vissulega mikilvægt, eins og á stendur, að næstu dagar og vikur verði notaðir vel til þess að kanna, hvaða leiðir eru færar til samstöðu Alþingis, rikisvalds og samtaka vinnumarkaðarins til þess að varðveita atvinnuöryggið i landinu og óskert þau góðu lifskjör, sem þjóðin nýtur, og tryggja jafnframt réttláta tekju- skiptingu, þvi að eins og ég vék að áðan, þá hef ég þá trú og sann færingu, aö jafnréttisvitundin sé svo samgróin islenzkri þjóð, að hún þoli ekki annað til lengdar en þvi sé fylgt og sýnt réttlæti i þeim efnum. Áhrif verðbólgunnar ó hugsunarhóttinn Það er sjálfsagt, að einhver saklaus sál gæti nú spurt: Hvers vegna er verið að gera allt þetta veður út af verðbólgu:? Höfum við ekki lengi haft verðbólgu i iandinu? Hefur okkur ekki vegnað vel? Höfum við ekki lifað vel? Hafa ekki margir byggt upp á verðbólguna? Hafa ekki margir framkvæmt upp á verðbólguna? Jú, þvi er ekki að neita, og það er rétt. Og þvi skyldu menn þá ekki spyrja: má þá ekki láta þetta rúlla áfram og breyta bara geng- inu á gjaldmiölinum, eftir þvi sem á þarf að halda? Er það ekki einföld leið? Hvers vegna er mikilvægt að vera að hamla gegn verðbólgu hér á landi? Og það er mála sannast, að verðbólga i skefjum innan hæfilegra tak- marka þarf ekki að gera skaða. Hún getur veriö eðlilegur fylgi fiskur framfara i þjóðfélaginu. En þaö eru viss mörk fyrir þvi, hve veröbólgan má vaxa ört og ég er sannfærður um, að stórfelldar sveiflur i þvi efni, sem hafa i för með sér geysióstöðugt verðlag og margs konar röskun i þjóðfélag- inu, eru af hinu illa og við þær að- stæður verður ekki byggt upp traust efnahagslif i landinu. Hverjum þakka menn framfarirnar? Við heyrum það I pólitiskum umræðum héðan frá Alþingi að það er oft deilt um það, hverjum framfarirnar séu að þakka, og það hafa orðið miklar framfarir hér á landi á undanförnum árum og jafnvel áratugum. Þar kemur margt til greina. En ég hugsa samt, að þegar menn sleppa öll- um pólitiskum gyllingum, þá verði flestir að játa, að hagvöxtur á fslandi hefur að mjög miklu leyti átt rætur að rekja til fram- fara i fiskveiðitækni og bættra aflabragða, og raunar sérstak- lega hagstæðrar þróunar viðskiptakjara á siðustu árum. Og þar er sannleikurinn sá, að verðbólgan hefur ekki komið i veg fyrir, að við nýttum þessi tæki- færi til framfara. En hún hefur ekki stuðlað að þvi, að þessar framfarir ættu sér stað. Verð- bólgan og þær efnahagsaðstæður, sem henni fylgja, hafa einmitt, eða það má leiða að þvi miklar likur, að hún hafi torveldað aðr ar efnahagsframfarir og hag- vöxt, sem styðst við gott skipu lag atvinnufyrirt. og hagkv. þróun atvinnuvega, með þvi að hún ruglar m.a. allt skynsamlegt arðsemismat og áætlanagerð til' langs tima, innan fyrirtækja sem utan. Þetta á jafnt við um þróun okkar hefðbundnu atvinnuvega, sjávarútvegs, fiskiðnaðar og landbúnaðar og stofnun nýrra at- vinnugreina, sem hagkvæmar gætu reynzt. Verðbólgan og atvinnuhættirnir Þess vegna er sannleikurinn sá, þegar hann er allur sagður, að verðbólgan er þrátt fyrir allt ihaldssamt afi i þjóðfélaginu. Hún er ihaldssamt afl i þeim skilningi, að hún stuðlar að þvi að skorða hagkerfið og framvinduna i troðnum brautum og torveldar breytingar og framfarir, sem ekki byggjast á beitingu nýrrar tækni i þeim greinum, sem við þekkjum og höfum stundað. Hér kemur sjálfsagt margt fleira til greina, sem ástæða væri til að skoða á verðbólgutímum, og ef talað er um verðbólgu og þá lika þær sveiflur i þjóðarbúinu, sem hafa farið út i öfgar—ýmist af innri eða ytri ástæðum. — Orku þjóðarinnar er eytt i allt of rikum mæli til þess að striða stöðugt við vandamál liðandi stundar, sem ekki tengjast framförum i okkar þjóðarbúskap, þegar horft er til lengri framtiðar. Þetta á við um þjóðina alla, Alþingi, rikisstjórn, stjórnmálaflokka, hagsmuna- samtök og siðast en ekki sizt, nær hvert mannsbarn i landinu, sem veltir þvi helzt fyrir sér, hvernig það fái sé bezt borgið i kapp- hlaupinu við verðbólguna. I þessu felst i senn sóun á liðandi stund og fórn frambúðarhagsmuna. Þetta m.a. eru ástæðurnar til þess, að það er mikilvægt fyrir okkur sem þjóð að ná tökum á verðbólguþró- uninni og halda henni innan skynsamlegra takmarka. En það má segja, að verðbólguþróunin hafi sett svipmót sitt á efnahagslifið hér á landi i hálfan fjórða áratug, þannig að hér er ekki um neitt nýtt fyrirbæri að ræða. Frelsi — sjólfsstjórn Við þurfum hvort tveggja i senn að freista þess að draga úr sveiflunum, sem eru aflvaki og driffjöður þessarar þróunar. Reynsla okkar er um sumt, það skulum við hreinskilningslega játa, sama merki brennd og margra nýfrjálsra þjóða. Fullt sjálfstæði og frelsi er ekki igildi fullrar sjálfstjórnar. A þessu sviði, eins og svo mörgum öðrum, gildir það, að það er ekki nóg að gera garð i kringum garðinn sinn, heldur verða menn að rækta garðinn sinn upp. Ég held að þessar ráöstafanir,sem er að finna i þessu frumvarpi, stefni i þá átt, og einkum þó, að þær veiti svigrúm til þess, sem við þurfum að sameinast um að nota. Við höfum blátt áfram ekki ráð á þvi að láta sundrung og oft hé- góma valdastreitu koma i veg fyrir að þvi markmiði verði náð. Það er vitað mál, að eins og styrkleika stjórnarflokkanna er háttað i þessari háttvirtri deild, þá hafa þeir ekki einir og óstuddir bolmagn til þess að koma þessu frumvarpi fram, jafnvel þótt þeir stæðu saman um það sem einn maður. Það er þvi nauðsynlegt að leita einhvers konar samkomulags um þetta mál, að leita að einhvers konar málamiðlun, án þess að tilgangur frumkvæðisins fari þar fyrir i súginn. Ég er þvi reiðubúinn að ræða um að fallast á hugsanlegar breytingar á frumvarpi þessu, enda náist eftir sem áður sá árangur til verðbólguviðnáms og jafnvægis, sem stefnt er að með þeim efnahagsráðsöfunum, sem hér er um að ræða. Það verður hlutverk þeirrar nefndar, sem málið fær hér til meðferðar, að leita sliks samkomulags, og getur hún i þvi sambandi leitað upplýsinga hjá hagrannsókna- stjóra, sem mun fúslega láta henni i té allar þær upplýsingar, sem hann hefur á reiðum höndum um þessi efni, svo og hjá banka- stjórum Seðlabankans, sem að sjálfsögðu hafa kannað suma þætti þessara mála sérstaklega. Enn fremur getur hún auðvitað, og er það ekki nema sjálfsagt, leitað eftir ábendingum frá aðilum vinnumarkaðarins, sem rikisstjórnin mun, eins og ég hef þegar lýst yfir, halda áfram að eiga viðræður við. Efast ég ekki um að háttvirt nefnd mun i þessu efni gera sitt bezta. Ég mun auk þess eiga sér- stakar viðræður við forystumenn stjórnmálaflokkanna um leiðir til samkomulags um lausn hins aðsteðjandi vanda, en þjóðarnauðsyn krefst, að brugðizt sé við nú I tæka tið og á réttan hátt. Eg vona, að allir háttvirtir alþingismenn geri sér ljósa þá ábyrgð, sem á þeim hvilir. Nú, eins og svo oft áður i okkar þjóðarsögu, er horft til Alþingis. Þjóðin fylgist með Þjóðin mun næstu daga fylgjast með þvi, sem hér gerist og þjóðin mun á sinum tima dæma. Og á þeim dómsdegi mun henni ekki efst i huga pexið um orsakir þess vanda, sem við er að glima,sem raunar liggur ljóst fyrir, heldur hilt hvernig við honum var brugðizt, hvernig á þvi var tekið að leysa hann. Hún mun muna verkin, en ekki orðin, sem hér verða sögð. Nú er þetta mikil- væga mál lagt I hendur Alþingis, þessarar elztu og valdamestu stofnunar islenzku þjóðarinnar. Með afgreiðslu þess skrifar það enn eina blaðsiðuna i langri við- burðarikri og merkilegri sögu sinni. Stúdentar frd AA.A. Stofnfundur Nemendasambands Mennta- skólans á Akureyri verður haldinn á Hótel Esju fimmtudaginn 6. júni p.k. og hefst kl. 20.30. Allir stúdentar frá M.A. eru hvattir til að mæta. Undirbúningsnefnd. S rt.'t Tfús' Vélamiðstöð Reykjavikurborgar, M Skúlatúni 1, óskar eftir bifvélavirkjum Upplýsingar hjá yfirverkstjóra. Simi 18000. & m % £*. V/ '■ /V, c; .vh: ■fi' '■/? í iX > i -;f Frd Gagnfræðaskólum Reykjavíkur Dagana 4. og 5. júni n.k., kl. 14-18, verður tekið á móti umsóknum um 3. og 4. bekk gagnfræðaskólanna i Reykjavik fyrir næsta skólaár. Um bóknámsdeildir 3. bekkjar skulu nemendur sækja sem hér segir: Þeir.sem ljúka unglingaprófi frá Austurbæjarskóla og Hliðaskóla, sæki um i Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Þeir, sem ljúka unglingaprófi, frá Hagaskóla, Réttar- holtsskóla, Vogaskóla og Laugalækjarskóla, sæki um, hver i sinum skóla. Þeir, sem ljúka unglingaprófi frá Alftamýrarskóla, Arbæjarskóla og Hvassaleitisskóla sæki um i Ármúla- skóla. Þeir, sem ljúka unglingaprófi frá Breiðholtsskóla, Fellaskóla og Langholtsskóla, komi hver i sinn skóla til þess að ganga frá umsóknum. Um verknámsdeildir 3. bekkjar skal sækja i Ármúlaskóla nema sjóvinnu- deild i Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Um 4. bekk sæki nemendur, hver i sinum skóla. Umsækjendur hafi með sér prófskirteini. Kennsla hefst i gagnfræðaskólum Reykjavikur 10. september. Fra ðslustjórinn i Reykjavík. k m & 4- bS' I ■8 iÞV Pt. ý'J <r> • v'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.