Tíminn - 01.06.1974, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.06.1974, Blaðsíða 5
Laugardagur 1. júni 1974. TÍMINN 5 Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri: HEILDARVELTA KEA VARÐ 3.6 MILLJARÐAR KRÓNA og jókst um 37.3% fró drinu dður ED-Akureyri — Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga hófst á Akureyri á 11. timanum i gær. Var það 88. aðalfundur félagsins, og er sem oft áður haldinn i sam- komuhúsi bæjarins. Þennan dag var veður mjög hlýnandi og glampandi sólskin. Af 204 full- trúum KEA frá hinum 24 félags- deildum þess viðs vegar á kaup- félagssvæðinu voru 1973 mættir i upphafi fundar, er rannsökuð voru kjörbréf og nöfn fulltrúa lesin upp. Þurfti þvi ekki fremur en áður að kvarta um lélega fundarsókn, enda er aðalfundur KEA jafna stórviðburður. Hjörtur E. Þórarinsson for- maður kaupfélagsstjórnar setti þennan aðalfund og bauð gesti velkomna, bæði fulltrúa og aðra. Þvi næst voru kjörnir starfsmenn fundarins, fundarstjórar þeir Hilmar Danielsson á Dalvik og Hjörtur Eiriksson á Akureyri, en fundarritarar óttar Einarsson Akureyri og Arni Hermannsson Ytri-Bægisá. Á Baldri Halldórs- syni, bókara KEA, hvildu sem og á mörgum fyrri slikum fundum, aðalfundarritarastörfin. Formaður félagsstjórnar, Hjörtur E. Þórarinsson, gerði grein fyrir skýrslu stjórnar, og framkvæmdastjóra á liðnu ári, en Valur Arnþórsson kaupfélags- stjóri flutti glögga skýrslu um rekstur og hag hinna einstöku deilda, og stofnunarinnar i heild. í skýrslu kaupfélagsstjórnar og kaupfélagsstjóra kom fram, að árið 1973 var mesta veltu- og framkvæmdaár i sögu félagsins. Verklegar framkvæmdir og fjár- festingar voru meiri en nokkru sinni, og sala og framleiðsla var einnig meiri en áður hefur þekkzt. Heildarvelta Kaupfélags Eyfirðinga og fyrirtækja þess var á árinu rúmlega 3.6 milljarðar króna. Sem er 37,3% aukning frá árinu 1972. Eftir að eignir félagsins höfðu verið afskrifaðar í samræmi við heimildir skattalaga og lagt i var- sjóð, samkvæmt þvi sem lög leyfa hæst, varð ágóðinn af rekstrinum rúmar 14 milljónir króna, en af- skriftirnar og fyrningar og fleira slikt, námu rúmum 62 milljónum króna. Munu félagsmenn að sjálf- sögðu gleðjast yfir þessu hag- stæða starfsári Kaupfélags Eyfirðinga, en bætt afkoma stafar af veltuaukningunni, sem leiðir til minni kostnaðar hlut- fallslega, og einnig af betri rekstrarafkomu frystihúsa félagsins. Félagar i Kaupfélagi Eyfirðinga eru 6097 talsins i 24 félagsdeildum, en fjölmennasta deildin er Akureyrar deild með 2871 félagsmann, og 96 fulltrúa á þessum aðalfundi. Fastráðið starfsfólk hjá KEA siðasta ár var 672 og launagreiðslur félagsins námu alls 426,2 milljónum króna. Af stórframkvæmdum Kaup- félags Eyfirðinga á liðnu ári má nefna tankvæðinguna, sem til framkvæmda hefur komið i tveimur hreppum á félags- svæðinu og nýja Mjólkurstöðin, sem verður 39 þúsund rúmmetrar og var i byggingu á siðasta ári, og heldur þeirri byggingu áfram á þessu ári. Verður byggingin væntanlega komin undir þak i haust. Nýlega hefur verið gengið frá kaupum á vélakosti i hina nýju mjókurstöð, og undirritaðir samningar um kaup á þessum vélum upp á 150 milljónir króna. Ennfremur hefur vöruhús KEA við Hafnarstræti verið i byggingu og innréttingu, og er þeim fram- kvæmdum að mestu lokið, en þar er um stórframkvæmdir að ræða. Aðalfundinum lýkur i dag, föstudag, en i gærkvöldi og i kvöld sýnir Leikfélag Dalvikur Gullna Hliðið eftir Davið Stefánsson, undir leikstjórn Jóhannes ögmundssonar, og munu full- trúar sjá þessar leiksýningar i boði KEA, en ennfremur eru þeir i boði Kaupfélagsins bæði til hádegis og kvöldverðar báða fundardaga. Fjórtán ára drengur óskar eftir vinnu í sveit. Er vanur (5 sumur). Sími 8-59-34. SNOGH0J Nordisk folkehojskole (v/dengl. Lillebælts- broen) 6 mdrs. kurs fra 1/11 send bud eftir skoleplan DK7000 Fredericia, Canmark tlf.: 05-95 22 19 Húsgaflar — eða aðrir hentugir fletir fyrir auglýsingar óskast til leigu í Reykjavik. — Tilboð legg- ist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 6. júni, merkt Veggauglýsingar 1808. Þróunarstofnun Reykjavíkurborgar óskar að ráða: Skrifstofustúlku vana vélritunarstörfum! Tungumálakunnátta æskileg. Verkfræðing, arkitekt eða hagfræðing til vinnu að skipulagsstörfum. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist Þróunarstofnun, Þverholti 15, fyrir 10. júni n.k. Þróuna rs tofnun Reykj avikurborgar. Sífellt fleiri reyna BARIIM - vegna verÖsins Ennþá fleiri kaupa BARUM affurog afffur vegna gœöanna fliinim EINKAUMBOÐ: TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI SÖLUSTAÐIR: Hjólbarðaverkstæðið Nýbarði, Garðahreppi, sími 50606. Skodabúðin, Kópavogi, sími 42606. Skodaverkstæðið á Akureyri h.f. simi 12520. Varahlutaverzlun Gunnars Gunnarssonar, Egilsstöðum, sími 1158. Megrunar Auðveldasta leiðin til megrunar KEX Fæst í öllum apótekum SUDURLANDSBRAUT 30 P. O. BOX 5182 REYKJAVfK - ICELAND Lögtök Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjald- heimtunnar i Reykjavik og samkvæmt fó- getaúrskurði, uppkveðnum 1. þ.m. verða lögtök látin fara fram fyrir ógoldnum fyrirframgreiðslum opinberra gjalda, sem féllu i gjalddaga 1. febrúr, 1. marz, 1. april, 1. mai og 1. júni 1974. Lögtök til tryggingar fyrirframgreiðslum framangreindra gjalda, ásamt dráttar- vöxtum og kostnaði, verða hafin að 8 dög- um liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, verði tilskyldar greiðslur ekki inntar af hendi innan þess tima. Reykjavik, 1. júni 1974. Borgarfógetaembættið. Japönsku NYLON hjólbarðarnir. Allar vörubílastærðir. 825x20, — 900x20, — 1000x20 og 1100x20 seldar á Tollvörulagersverði gegn staðgreiðslu, Verkstæðið opið alla daga fró kl. 7.30 til kl. 22.00. SKIPHOLTI 35, REYKJAVÍK, SÍMI 31055

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.